Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Side 5
Stóri-Hamar í Öngulstaðahreppi. RAI3I3 Að gera hreint fyrir sínum dyrum Áríð 1968 var haldinn utanríkisráð- herrafundur NATO hér í Reykjavík. Þetta var um hásumar og veður eins og það getur best orðið í bænum. Dean Rusk var þá utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og er hann gekk frá Lækjartorgi meðfram Tjörninni í átt að Hótel Sögu, varð honum að orði: Reykjavík is a gem of a city (Reykjavík er gimsteinn meðal borga). Ég veit ekki hvort okkur Reykvíkingum er þessi staðreynd nógu ljós. Umgengni okkar við borgina bendir stundum til þess, að svo sé ekki. Ég ólst upp við koiareyk í Reykjavík frá 1927—1944, svo ég þekki vel muninn á reyklausrí borg og borg mengaðri kolareyk. Þeir sem hrintu í framkvæmd Hitaveitu Reykjavíkur verða aldrei nógsamlega lofað- ir. Markmið okkar á að vera: Hrein borg, fögur borg. Til þess þarf að vísu stórátak, en mig langar að nefna nokkur atríði, sem ég kem auga á við lauslega athugun: 1. Efia ióðahreinsun. 2. Bæta viðhald húsa. 3. Endurskipuleggja bíiastæðismál. 4. Fjarlægja öli bílhræ úr borginni. 5. Herða mengunarvarnir frá verksmiðj- um. 6. Efla hreinsun gatna og gangstétta. 7. Gera löggæslu í borginni raunhæfa. Mun ég nú reyna að gera grein fyrir hugmyndum mínum um ofangreind atriði. Um 1. Á hverju vori er birt frá borgaryf- irvöldum auglýsing um lóðahreinsun og gefinn ákveðinn frestur til þess að ijúka henni, oft miðað við 17. júní. Ennfremur fylgir hótun um, að ef húseigandi sjái ekki um lóðahreinsunina, þá muni Reykjavík- urborg framkvæma hana á kostnað Ióðar- hafa. Við þessa hótun er aldrei staðið. Þessu þarf að breyta. Um 2. Flestir húseigendur vilja halda húsum sínum vel við, en þeim reynist það oftast mjög erfitt vegna fjárskorts og hárra fasteignagjalda. Mikil hjálp yrði í því að stofna lánaflokk við Veðdeild Landsbank- ans, þar sem húseigendum væri gefinn kostur á hagkvæmum lánum tii viðhaids húsum sínum. Borgarsjóður Reykjavíkur ætti svo að lækka fasteignagjöid oggera viðhald frádráttarbært frá skatti og útsvari eins og áður tíðkaðist (í samráði við fjár- málaráðuneytið). Frá turni Hallgríms- kirkju má sjá hve hrikaiegt viðhald er á þökum borgarinnar. Reykvíkingar ættu að iíta upp í einn turninn og sjá það með eigin augum. Um 3. Bíiastæðismál borgarinnar eru komin í algert öngþveiti. Við útfarir í Dómkirkjunni keyrir um þverbak. Seðla- bankabíiageymslan leysir einhvern vanda, en best væri að búa út bílastæði sunnan Hringbrautar milli Umferðarmið- stöðvarinnar og Gamla Garðs og hafa ókeypis strætisvagnaferðir þaðan í miðbæ- inn. Um 4. Númerslaus bílhræ hafa verið til stórlýta í Reykjavík. Heilbrigðisfulltrúinn í Kópavogi virðist hafa leyst þetta mál hjá sér og ætti starfsbróðir hans í Reykjavík að geta leikið það eftir. Um 5. Áburðarverksmiðjan hefur valdið stórtjóni á eignum Reykvíkinga fyrír utan hinn hvimleiða græna? reyk. Forráðamenn heita nú því, að fyrir þetta hafi verið kom- ist með nýrri verksmiðju, en stutt var í bilun hjá henni, sem vonandi verður ekki til langframa. Peningalyktin á Kletti er einnig mjög hvimleið, þrátt fyrir reykháfinn Fýlu- bana. Um 6. Borgaryfirvöld og íbúar höfuðstað- arins þurfa sameiginlega að gera hreint fyrír sínum dyrum í víðtækustu merkingu þeirrar setningar. Það þarf að liggja alger- lega á hreinu, hvað er í verkahríng borgar- innar og hvað sé skylda húseigenda. Ég hreinsa gangstéttina fyrir framan mitt hús, égmoka af henni snjó eftirgetu, ég tíni allt rusl af stéttinni og þykist ekkert of góður til þess. Ennfremur sker ég illgresi á mót- um gangstéttar og grindverks. Mér iíður ávallt betur, þegar ég hefi þanniggert hreint fyrir mínum dyrum. Um gatna- hreinsun á borgin tvímæialaust að sjá, en erfitt er fyrir borgarstarfsmenn að hreinsa í rennusteinum, þegar bíll er þar við bíl. Þarf að auglýsa hreinsun með fyrirvara, þannig að menn geti flutt bíla sína. Um 7. Löggæslu í borginni er stórábóta- vant. Kemur þar vafalaust til mannfæð, svo og sú ranga stefna, sem lögreglustjóri hefur fylgt, að breyta öllu eftirliti í bílaeftiríit, en hinn gangandi lögregluþjónn er orðinn mjög sjaldséður. Þarna þarf að vera hæfi- leg skipting milli eftirlits lögreglunnar úr bíium annars vegar og hins gangandi iög- reglumanns hins vegar. Meginhluti bíl- stjóra tekur ekkert mark á skiltum, sem banna bifreiðastæði, þeir leggja hvar sem þeim sýnist. - O - Margir útlendingar furða sig á þeirri helti í þjóðarsái íslendinga að viija helst vekja á sér athygli með því að brjóta flösk- ur sem víðast og tíðast. Þessu þurfum við að hætta, svo og að henda rusii frá okkur hvar sem er, tæma öskubakka bílanna í öskutunnu, en ekki á gangstéttina og fyrst og fremst tína rusl upp af víðavangi, án tiilit til þess, hvort það er eftir okkur sjálfa eða einhvern annan. Við sköpum aldrei fag- ra borg eða fagurt land, ef við segjum allt- af: Þetta rusl er ekki eftir mig, ég tíni það ekki upp. Norður í Eyjafirði er bær, sem heitir Stóri-Hamar. Þar er snyrtimennska svo al- ger, að þar er útiiokað að finna brunna eldspýtu á hlaðinu. Svipað má segja um aðra bæi í Öngulstaðahreppi. Tökum þessa bændur okkur til fyrírmyndar. Leifur Sveinsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.