Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 13
Kafli sá er hér er birtur er tekinn úr bók, sem kemur út um þessar mundir hjá bóka- forlaginu Örn og Örlygur. Bókin ber titilinn Ellefu líf og er saga Brynhildar Georgíu Björnsson-Borger, sem nú býr í Flensborg í Schleswig-Holstein í Vestur-Þýzkalandi. Þar hefur hún átt heima í rúm tvö ár og þangað flutti hún frá fsafirði. Margt hefur drifið á daga Bryn- hildar Georgíu, sem er sonardóttir Georgíu og Sveins Björnssonar forseta íslands. Hún er fædd í Svíþjóð, fluttist nokkurra mán- aða gömul til Þýzkalands og hefur þar að auki búið í Danmörku, á Norður-Fríslandi, Þýzkalandi, Argentínu, á Suðurnesjum, Vestfjörðum — og nú aftur í Þýzkalandi. Steingrímur Sigurðsson rithöfundur og listmálari hefur skráð bókina og unnið það verk að mestu í Flensborg. Skotárás á járnbrautarlest í jólafríinu mínu var mér boð- ið til Margrétar heima á Amr- um. Pabbi komst ekki til Þýska- lands og því gat ég þegið boðið. Ástandið í Þýskalandi fór hríðversnandi — lá við, að það væri dagamunur á því. Það varð æ erfiðara um vik að ferðast. Ég tók lest frá Rendsborg til Flens- borgar, þar sem ég varð að skipta um lest til Niebull. Við töfðumst mikið á leiðinni, því farþegum var æ ofan í æ fyrirskipað að fara ofan í loft- varnabyrgi, þegar loftárásir voru gerðar. Eg sat hins vegar við minn keip og neitaði að fara ofan í loftvarnabyrgið vegna innilokunarkenndarinnar. Þeg- ar ég kom til eyjunnar, var það eins og að stíga inn í aðra ver- öld; hálfgerður skortur var far- inn að segja til sín á meginland- inu og þá aðallega á matvælum. Öðruvísi var því farið um Frísa. Þeir gátu bjargað sér, lifað af landinu, án þess að koma öllu til ríkisins. Það var eins og styrj- öldin kæmi hvorki eyjunni né eyjarskeggjum við. Pabbi hafði sent mér stærðar jólapakka sem ég tók með mér til Norddorf. Meðal annars var súkkulaði í pakkanum. Seint mun ég gleyma því, þegar ég rétti Uwe, litla bróður Margrét- ar, súkkulaðimola. Fyrst horfði hann tortrygginn á bitann, stakk honum svo allt í einu upp í sig og svo hvarf allur pakkinn ofan í hann eins og dögg fyrir sólu. Jólin þarna á Amrum voru sannkölluð friðarhátíð, enda þótt ófriður geisaði í heiminum. Þar á eyjunni var allt, sem gladdi hug og hjarta, vináttan við Margréti og móttökur fólks- ins. Strax upp úr nýárinu hélt ég til Rendsborgar. Samkvæmt venju þurfti að skipta um lest í Flensborg. í Flensborg var gefið loftvarnamerki. Komst ég þá ekki hjá því að fara í loftvarna- byrgið. Ég neyddist til þess því að öryggisverðir voru alls staðar á stjái og fylgdust með því að þessum ströngu fyrirmælum um að fara í loftvarnabyrgið á með- an á loftárás stóð væri hlýtt. Ég hafði meðferðis gríðarþungt og heljarstórt kabínukoffort sem ég sótti til Amrum og hafði fyllt af bókum og fleira dóti, er ég átti þar. Átti ég ekki annars úr- kosta en að burðast með það yfir í byrgið, sem var allgóðan spöl frá stöðinni. Loftárásin gekk yf- ir og áfram var haldið til Rends- borgar. í lestinni var fullt af ungu skólafólki, sem var á leið í skólana úr jólafríi. Eins og al- kunna er, þá eru Þjóðverjar mikið söngfólk og tónmenntaðir og var sungið alla leiðina til Re'ndsborgar — fjórraddað og þróttmikið. Spilað var undir á munnhörpu. Skapaðist af þessu gleði og stemmning þrátt fyrir allt, sem á undan var gengið, og allt sem menn máttu eiga von á. Járnbrautarlestir voru þannig úr garði gerðar í Þýskalandi á stríðsárunum að aftast á þeim var vélbyssuhreiðuar (Flack) til varnar Tieffliegern — steypi- flugvélum. Þar stóðu hermenn og ávallt viðbúnir. Alltaf mátti búast við hörkuárás. Allt í einu byrjaði vélbyssan að gelta. Unga fólkið hélt áfram að syngja eins og ekkert hefði í skorist. Lestin brunaði áfram með sama tempói. Og farþegar lögðust á gólfið ýmist undir eða milli sætanna. Þeir fóru sér að engu óðslega. Takturinn í skothríðinni samræmdist ekki að neinu leyti melódíunni sem við sungum. Við létum það ekk- ert á okkur fá. Og þegar þessar laglínur ómuðu Es steht eine MUhe im Schwarzwálderíahl und sie klappert so leis vor sich hin und in dieser MUhle im Schwarzwáldertahl ja da wohnet ein Mágdelein fein. þá skullu kúlurnar úr vélbyss- um steypiflugvélarinnar eins og haglél á járnbrautarlestinni. Göt komu á vagnana; kúlur þutu yfir höfðum okkar, en hæfðu engan og engan sakaði. Það var eins og hulin verndar- hönd bjargaði i þetta skipti... SKAK Spassky og Agdestein tefla æsispennandi skák sína. Agdestein virðist áhyggjufullur en Spassky sallarólegur. Spassky sótti ekki gull í greipar Norðmanna Eftir heimsmeistaraeinvígið 1972 höfum við íslendingar jafn- an talið okkur eiga dálítið í Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara, og honum hefur jafnan verið hlýtt til lands og þjóðar jafnvel þó hann hafi glatað heimsmeist- aratitlinum hér. Þó Spassky hafi lotið í lægra haldi fyrir Bobby Fischer vakti hann aðdáun allra með prúðmannlegri og drengi- legri framkomu, sem virðist því miður vera orðin útdauð í heims- meistarakeppninni. Ef Spassky hefði krafist ýtrasta réttar síns þá hefði hann getað haldið titl- inum án taflmennsku, en það kaus hann ekki og úr varð ódauðleg barátta sem ber nafnið einvígi aldarinnar með réttu. Á þessu ári hefur Spassky yf- irleitt vegnað betur en nokkur undanfarin ár. Fyrst sigraði hann á geysisterku móti í Linar- es á Spáni og um daginn stóð hann sig vel á stórmótinu í Nik- sic, var t.d. sá eini sem tókst að leggja Kasparov að velli. Rétt áður en Spassky tefldi í Niksic tók hann þátt í alþjóðlegu móti í Gjövik í Noregi. Frændur vorir Norðmenn gerðu mikið úr komu meistarans og skákhreyf- ingin þar í landi fékk rækilega auglýsingu í öllum fjölmiðlum og veitti ekki af. Skemmst er frá því að segja að heimsókn Spasskys til Noregs og mótið sjálft heppnaðist geysilega vel fyrir alla aðila, nema Spassky sjálfan. Hann tapaði nefnilega fyrir Noregsmeistaranum, Sim- en Agdestein, sem er aðeins 16 ára gamall. Urslit mótsins urðu sem hér segir: 1.—3. Nunn (Englandi), Adorjan (Ungverjalandi), og Browne (Bandaríkjunum 6 v. af 9 mögu- legum. 4. Miles (Englandi) 5'A v. 5. Agdestein (Noregi) 5 v. 6.-7. Spassky (Sovétríkjunum) og Ftacnik (Tékkóslóvakíu) 4 'Á v. 8. Karlsson (Svíþjóð) 3!6 v. 9. Helmers (Noregi) 2% v. 10. Ögaard (Noregi) IV2 v. Að sjálfsögðu var það slök frammistaða Spasskys og frá- bær árangur Agdesteins sem langmesta athygli vakti. Norð- maðurinn ungi náði síðasta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli og er nú yngsti skákmaður sem nokkru sinni hefur unnið fyrrverandi heims- meistara að sögn norskra skákskýrenda. (Fyrra metið átti Fischer.) Hvítt: Simen Agdestein Svart: Boris Spassky Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 — d5, 4. Rc3 — Be7, 5. Bf4 — 0-0, 6. e3 - b6 Afbrigðið 6. — c5 er nú al- mennt talið leiða til jafnrar stöðu, en auðvitað er Spassky að tefla til vinnings. 7. Hcl — c5, 8. cxd5 — Rxd5, 9. Rxd5 — exd5, 10. Bd3 — Rd7, 11. OO — Bb7, 12. Dc2 — g6, 13. dxc5 — bxc5, 14. Hfdl — Rf6? Herfileg yfirsjón. Eftir 14. — Db6, er staðan u.þ.b. í jafnvægi. 15. Bh6 — Db6 Svartur komst ekki hjá liðs- tapi. T.d. 15. - He8, 16. Bb5 - Rd7, 17. Da4 - Rb6, 18. Db3 - Rd7,19. e4 — d4, 20. Bc4 o.s.frv. Með skiptamun yfir ætti eftir- leikurinn að vera hvitum auð- veldur, en fljótlega fer Agde- stein að tefla linkulega og Spassky nær sóknarfærum. 16. Bxf8 — Bxf8,17. Be2 — a5,18. Rd2 - a4,19. Bf3 - De6, 20. Hel — Rd7, 21. e4 — Re5, 22. Be2? 22. exd5 var mun betra. 22. - Bh6!, 23. Hcdl - dxe4, 24. Rxe4 — Df5, 25. Bfl — Bf8, 26. De2 — He8, 27. Rg3 — Df4, 28. Dc2 — h5, 29. He3 — c4, 30. Hdel — Bc5, 31. H3e2. Óveðursskýin hrannast upp yfir hvítu stöðunni og nú var lík- lega varlegast að gefa skipta- muninn aftur með 31. Hxe5. Þeg- ar hér var komið sögu voru báðir í geysilegu tímahraki. Kg7? Svartur virðist hafa vinnandi sókn eftir 31. — h4!, 32. Re4 — Rg4! og nú: a) 33. Rf6+ — Dxf6!, 34. Hxe8+ — Kh7 og hvítur er varnarlaus. b) 33. g3 — hxg3, 34. hxg3 — Dh6! 32. Dcl! — Dg4??, 33. He4? 33. Hxe5 vinnur auðvitað heil- an mann. 33. — Bxe4, 34. Hxe4 — De6, 35. Dg5 — f5? Nauðsynlegt var 35. — f6! þó 36. Rxh5+ - Kf7, 37. Dh6 - gxh5, 38. Bxc4! sé vafalaust hag- stætt hvítum. 36. Bxc4 — Bxf2+, 37. Kfl. Hvers vegna ekki 37. Kxf2? Hvítur er þó samt með auðunnið tafl. 37. — Bxg3, 38. Bxe6 — fxe4, 39. Dxg3 — Hxe6, 40. Dc3 — Kf7, 41. Dd4 — Rg4, 42. Dxa4 — Re3+, 43. Kf2 — Rf5, 44. Dc4 — e3+, 45. Ke2 — Kf6, 46. a4 — Hd6, 47. a5 — Hd2+, 48. Kel — Kg5, 49. Db5 — Kf4, 50. a6 - Rd4, 51. Dc4 — Ke5, 52. a7 — Hxb2, 53. Dc5+ og svartur gafst upp. Leif Ögaard átti kannski fremur skilið að vinna Spassky en Agdestein því hann hafði gjörsamlega yfirspilað heims- meistarann fyrrverandi þegar tímahrakið tók völdin. Hvítt: Leif Ögaard Svart: Boris Spassky Nimzo-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. Rf3 — c5, 5. g3 — 0-0, 6. Bg2 — Rc6, 7. 0-0 — d6, 8. dxc5! — Bxc3. Eftir 8. — dxc5 er 9. Ra4! óþægilegt. 9. bxc3 — dxc5, 10. Bf4 — Bd7,11. Bd6 — He8, 12. Bxc5 — e5, 13. Rd2 — e4? Rétt var 13. — Hc8 og svartur hefur bætur fyrir peðið. 14. Hbl — b6, 15. Bd4 — Bf5, 16. Hb5 — Bg6, 17. e3 — Rd7, 18. h4 — a6, 19. Hd5 — f6, 20. Bh3 Að sögn Ögaards var komu 20. Bdb6 - Dxb6, 21. Hxd7 og 20. h5 — Bf7, 21. Bxf6! — gxf6, 22. Dg4+ einnig sterklega til greina. 20. - He7, 21. c5! - Rxd4, 22. cxd4 — bxc5, 23. dxc5 — Dc7, 24. Bxd7 — Hxd7, 25. Rxe4 — Had8, 26. Rd6 - Bf7, 27. Hd4 - Dc5? 28. Rxf7?? 28. Rb7! vann auðveldlega. Nú bjargar Spassky meistaralega í horn. — Hxd4, 29. exd4 — Hxd4, 30. Db3 — Dd5, 31. Rg5 — Dxb3, 32. axb3 — fxg5, 33. hxg5 — Hb4, 34. Hal — Hxb3, 35. Hxa6. Jafntefli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.