Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 6
Nú eru næturnar mjúkar og vagga henni alla leið inn í birtu daganna. Hún býr í fallegu húsi á Sólvallagötunni þessi blíða elska, rauðhærð og sexí með eilífa spurn í augunum, brothætt eins og annarri góðri konu hefur verið lýst, og getur skrifað meira og betur en áður því hún á sitt fallega heimili og manninn sinn og syni og svarta hundinn Sókrates, og er af öllum þessum hjartans eignum sæl og auðug og auðgi hennar þyrpist á hvít blöð í herbergi niðri í kjallara á Sólvallagötunni eins og drífa. Guðbrandur Gíslason ræðir við NÍNU BJÖRK ÁRNADÓTTUR sem nýlega hlaut starfslaun Þjóðleik- hússins á móti Sigurði Pálssyni. Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikrit hennar, Súkkulaði handa Silju. Það er gaman að heimsækja Nínu Björk Árnadóttur og líka gott því hún býr á vígðri jörð, hún og heimilisfólkið og hund- urinn Sókrates, öll kaþólsk nema kannske Sókrates sem er mjúkur eins og nóttin og svartur líka en hefur ekki hátt í heyrenda hljóði um hinstu rök. Að minnsta kosti sagði hann ekki við mig að hann vildi held- ur búa út á Seltjarnarnesi. Jörðin undir húsinu og umhverfis það, spígsporuð, er vígð því systurnar á Landakoti áttu hana forðum daga en gáfu af örlæti sínu Matt- híasi Einarssyni yfirlækni á Landa- kotsspítalanum svo hann gæti reist sér þar hús. Nína Björk segir mér þetta tvisvar, og er glöð. I eldhúsinu hangir á austurveggnum brún korktafla og á henni miðar og úr- klippur, skemmtilegt dót. Þar við hliðina á glansandi ljósmynd af Jóhannesi Páli páfa öðrum í voldugum agfa-litum hangir bevís upp á heilsufar Braga Kristjónssonar, sem er karlinn í þessu húsi og þar stendur: Bragi Kristjónsson, heimili erfitt, óvinnu- fær. Sjúklingurinn hefur fótavist og má vera úti þó ekki eftirlitslaust og ekki eftir sólsetur. Heldur ekki þegar fullt er tungl (vampírismi). Svona gantast þeir vinir Braga. Sem betur fer er ennþá til fólk, sem gefur sér tíma til svona bellibragða. Um Stínu Ekblað stendur þar undir í sænsku blaði: Vár nyja Garbo. Succé för Stina i Svensk TV. — Það eru liðin níu ár síðan ég snérist til kaþólskrar trúar, segir Nína Björk. — Kaþólsk trú höfðaði mjög til mannsins míns, og þegar ég fór að kynna mér hana nánar fann ég hvaða gildi hún gæti haft fyrir mig. Við lásum saman katekismann í Danmörku en áður gaf séra Sigurður Pálsson vígslubiskup okkur saman í Skál- holtskirkju, sem auðvítað er kaþólsk kirkja. Ég syng í kór Landakotskirkju mér til mikillar ánægju og ég finn að messu- gjörðin verður mér æ mikilvægari eftir því Leikfélag Akureyrar: Súkkulaði handa Silju. A myndinni eru Silja (Guðlaug María Bjarna- dóítir) og Örn (Gunnar Rafn Guðmundsson). í öðrum aðalhlutrerkum eru: Anna: Sunna Borg. Dolly: Þórey Aðalsteinsdóttir. Hin kon- an: Edda Guðmundsdóttir. Dúlla: Ragnheið- ur Tryggradóttir, Jóhann: Theodór Júlíusson. Siggi: Þráinn Karlsson. Maður á bar: Gestur E. Jónasson. Leikstjóri er Haukur J. Gunn- arsson, leikmynd er eftir Guðrúnu Sigríði Haraldsdóttur, tónlist eftir Egil Ólafsson, en lngimar Eydal og Inga Eydal sjá um tónlist- arflutninginn. sem árin líða. Ég hef lesið nokkuð um ka- þólska trú, sérstaklega sögur dýrlinga. Jo- hannes Jörgensen, rithöfundurinn danski sem tók kaþólska trú skrifaði margar ævir dýrlinga. Lestur þeirra opinberaði mér hvað danskan er fallegt mál, og af ævisög- unum lærði ég að ergja mig ekki yfir fá- fengilegum hlutum. — Nú er Stefán frá Hvítada) ömmubróðir þinn. Varðstu ekki fyrir áhrifum frá honum? — Stefán lést nokkrum árum áður en ég fæddist, svo ég átti þessi ekki kost að kynnast honum nema í ljóðum hans. Víst hafði hann áhrif á mig, og ekki síst sem kaþólskt skáld. Hver gleymir hendingum eins og: „Ó, blíða móðir, veikra vörn, er veginn þekkir upp og heim.“ úr þýðingu hans á Guðsmóðir, Salve Reg- ina. Annars hafði Steinn Steinar mikil áhrif á mig eins og á alla mína kynslóð, og Davíð dáði ég og kunni mörg kvæða hans utan- bókar. Edith Södergram kenndi mér margt, og Heinesen er magnaður eins og Laxness. Laxness inspíreraði mig unga og gerir alltaf þegar ég gríp eftir hann bók, Vefarann til dæmis. — Ætlaðir þú þér að verða ljóðskáld strax á unga aldri? — Ég ólst upp við ljóðalestur og söng, við ortum vísur ég og fóstri minn, og víst ætlaði ég mér alltaf að verða listamaður, helst söngvari, og enn finnst mér tónlistin vera það stórkostlegasta sem til er. Ég skrifaði sem barn til þess að gefa hugsun- um mínum form. Fyrsta bókin mín, Ung ljóð, kom út hjá Helgafelli 1965. — Ástin hefur verið þér óþrjót- andi yrkisefni. — Ástin er það sem skiptir mestu máli í lífinu. Hún er eins og trúin, það er ekki hægt að festa á henni hönd, það er ekki hægt að ráða henni. Þess vegna er hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.