Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 11
sumum sjúkrahúsum, þar sem sjúklingar koma til meðferðar 2svar til 3svar í viku t.d. með verki í öxl svo dæmi séu tekin. Á endurhæfingarstöðvum fá margir sjúkl- ingar framhaldsmeðferð eftir sjúkrahús- vist, þar sem reynt er að ná fullri starfs- getu. Þar eru einnig meðhöndlaðir sjúkl- ingar, sem koma með tilvísun frá heimilis- læknum eða sérfræðingum og hafa ekki þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Sjúkl- ingar sem hafa orðið fyrir slysum fá með- ferð á báðum stöðum eftir eðli og umfangi slyssins. Meðferð barna fer fram á þessum stöðum og einnig í sérstökum æfingastöðv- um fyrir fötluð börn. Þú hefur nú talið allnokkra sjúklingahópa, sem sjúkraþjálfarar meðhöndla. Á sjúkrahús- unum á meðferðin sér stað í nánu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir, það hefur því komið sér á óvart að sumir samstarfsmenn virðast álíta að sjúkraþjálfarar starfi eftir stöðluðum æfingakerfum. Það er ekki að undra að þér komi þetta á óvart, því að í náminu er einmitt lögð mik- ið áhersla á skilgreiningu vandamála hvers og eins sjúklings, greiningu vanda- málanna og einstaklingsbundna meðferð í A Reykjalundi. Nemendur í verkmenntun ásamt kennara námsbrautarinnar og verk- menntunarkennara á Reykjalundi. Sýnd er liðlosun á axlarlið. Það er erfitt að gera því viðhlítandi skil í fáum orðun, en við getum tekið dæmi. Bakverki þekkja margir af eigin raun, enda eru þeir stórt heilbrigðisvandamál og þar með einnig stórt fjárhagslegt vanda- mál fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóð- félagið í heild. Véikindadagar vegna bak- verkjar eru ótrúlega margir og því hafa forráðamenn margra fyrirtækja erlendis komist að því að það borgar sig að leggja fé í fyrirbyggjandi aðgerðir og m.a. ráðið til sín starfsmannasjúkraþjálfara. Áður fyrr var litið á manninn með bak- verkinn (eða hvaða sjúkdóm eða kvilla sem er) líkt og bát með vélarbilun. Það þurfti bara að finna vélarbilunina, koma vélinni í lag og senda bátinn svo aftur út á lífsins rætur í raun- nemum og fleiri nemendum, sem eiga erf- itt starf í vændum, verið kennd líkáms- beiting á námstímanum um árabil. Borgarspítalinn hefur nýlega ráðið starfsmannasjúkraþjálfara, Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hefur haldið nokkur námskeið fyrir félagsmenn sína, Landsbankinn og Póstur og sími hafa ráð- ið til sín sjúkraþjálfara til að sinna fyrir- byggjandi starfi og Vinnueftirlit ríkisins hefur ráðið sjúkraþjálfara í hálft starf. En betur má ef duga skal og óhætt er að full- yrða að á þessu sviði er stór akur óplægð- ur. Til dæmis vantar alveg skólasjúkra- þjálfara, því það er mjög mikilvægt að ná til fólks með þessa fræðslu, áður en það hefur náð að venja sig á óæskilegar vinnu- stöður. En nú er engan veginn nóg að kenna æski- lega líkamsbeitingu, það þarf líka að hafa skóla og aðra vinnustaöi þannig, að hægt sé að nýta sér hana. Og þá veltur á skilningi skólayfirvalda og vinnuveitenda. Einmitt þess vegna þyrftu sjúkraþjálf- arar að kynna sér þessi mál fyrir viðkom- andi aðilum. En þar hamlar fámennið. Einnig telja sumir sjúkraþjálfarar vafa- samt að skapa mikla eftirspurn, sem þeir geta ekki fullnægt af sömu ástæðu. Flestir íslenskir sjúkraþjálfarar vinna á sjúkrahúsum og endurhæfingarstöðvum. Viltu gefa lesendum örstutt dæmi um starfssvið þeirra þar. Það er eðlilegt að heilbrigðisstéttir sinni fyrst þeim, sem þegar eru orðnir veikir, því hjá þeim er þörfin mest. Á sjúkrahús- um taka sjúkraþjálfarar þátt í meðferð flestra sjúklinga, allt frá meðferð á gjör- gæslu, eftir skurðaðgerðir, meðferð lungna- og hjartasjúklinga, sem iðulega þurfa meðferð oft á dag, gigtar- og tauga- sjúklinga sem yfirleitt fá meðferð a.m.k. daglega. Einnig er göngudeildarþjónusta á Þjálfun hjartasjúklinga á Reykjalundi. ólgusjó. En vélin bilaði aftur og aftur. Gat það verið að það væri eitthvað við „lífsins ólgusjó", sem hefði slæm áhrif á vélina? Á síðari árum hafa mönnum í heilbrigðis- stéttum orðið ljóst, að slíkt sjúkdómslíkan er alsendis ófullnægjandi, taka verður til- lit til umhverfisáhrifa og allra lífsað- stæðna. Hver starfsmaður hefur sitt líkamlega og andlega atgerfi, sem hefur áhrif á hæfni hans í starfi. En maðurinn verður líka fyrir áhrifum frá vinnunni og vinnu- umhverfinu, sem getur örvað eða dregið úr starfsgetu hans eftir atvikum. Ergonomia eða vinnuhollustufræði fjallar einmitt um þetta samspil manns og vinnu í þeim til- gangi að auka öryggi, bæta heilsu og vel- líðan starfsmanna með æskilegum breyt- ingum á vinnu, vinnuaðferðum og um- hverfi. Vinnuhollustufræði er þvi starfs- svið, þar sem margar stéttir vinna að sam- eiginlegu markmiði hver á sínu sviði líkt og í endurhæfingu. Pyrirbyggjandi aðgerð- ir af þessu tagi köllum við fyrsta stigs forvörn. Annars stigs forvörn köllum við það, þegar einkennin hafa komið fram, þau kveðin niður og reynt að koma í veg fyrir að þau taki sig upp aftur. Nú vinna íslenskir sjúkraþjálfarar þegar á báðum stigum fyrirbyggjandi aðgerða. Já, það er rétt, til dæmis eru svo kallaðir bakskólar í gangi á mörgum endurhæf- ingarstöðvum, þar sem sjúklingar, sem hafa fengið bakverki, læra um byggingu baksins, álag á bakið, vinnustöður og æski- lega beitingu líkamans við vinnu. Einnig hefur hjúkrunarfræðinemum, sjúkraliða- Nemendur í sjúkraþjálfun verða oft varir við að almenningur veit lítið um sjúkraþjálfun. Já, það er rétt. Sagt er að hver starfs- grein eigi sér tvenns konar mynd, annars vegar eru þær hugmyndir, sem iðkendur starfsgreinarinnar hafa um starf sitt og hins vegar þær hugmyndir, sem almenn- ingur hefur um starf viðkomandi starfs- greinar. í sumum greinum er munurinn á þessum tveimur myndum lítill í öðrum mikill. Hvað varðar sjúkraþjálfun er mun- urinn í flestum löndum mikill og alveg sérstaklega hér á landi. Skýringin á þessu almennt felst einkum í því, að sjúkraþjálf- un er í mjög örri þróun og starfssvið sjúkraþjálfara hefur víkkað mjög mikið síðustu áratugina með aukinni sérhæfingu sem afleiðingu. Auk þess er stéttin tiltölu- lega ung og fámenn hér á landi. Starfsheitunum sjúkraþjálfari og sjúkraliði er oft ruglaö saman. Hverjar telur þú ástæð- urnar vera? Ég geri ráð fyrir að þessi ruglingur stafi af því, að bæði starfsheitin er tiltölulega ný, þau byrja á sama orðinu og eiga bæði við heilbrigðisstétt. Annars virðist mér að vaxandi óánægja sé farið að gæta meðal sjúkraþjálfara og nemenda í sjúkraþjálfun með starfsheitið, þó ég hafi ekki gert neina skipulega athugun á því. Óánægjan með heitið tengist þróuninni og útvíkkun starfsviðsins, sem ég gat um áðan, þar eð sjúkraþjálfun er ekki eingöngu bundin við þjálfun sjúkra eins og nafnið gefur til kynna. Sjúkraþjálfarar starfa í sívaxandi mæli að forvörn eða að því að fyrirbyggja sjúkdóma og slit einkum í stoðkerfinu. Einmitt þennan hluta af starfssviðinu finnst mér fólk vita mjög lítið um. Getur þú sagt lesendum eitthvað um hann eða gefið dæmi? María Ragnarsdóttir, formaður námsbrautar í sjúkraþjálfun. — Sérstök fræðigrein með vísindum og félagsvísindum Arndís Bjarnadóttir ræðir við Maríu Ragnarsdóttur, formann námsbrautar í sjúkraþjálfun LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBROAR 1984 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.