Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 14
L U C I A dí Lammermoor ópera Donizettis, byggð efnislega á sögu frá Skotlandi eftir Walther Scott, sem einsöngvarar, Sinfóníuhljómsveit íslands og Söngsveitin Fíl- harmonía flytja í konsertformi 1. marz. EFTIR ÖNNU MARfU ÞÓRISDÓTTUR María Callas. Hún er ásamt Joan Suther- land frægur túlkandi Luciu di Lammermoor. Denia Mazzola, ítölsk sópran- söngkona, sem kemur hingað til að syngja hlutverk Luciu di Lamm- ermoor. Yordy Ramiro, mexíkanskur tenór, kemur og syngur annað aðalhlut- verkið. Krístinn Sigmundsson syngur þriðja aðalhlutverkið. Undanfarin fjögur ár hefur það verið árviss viðburður í tónlistarlífi höfuðborgarinnar að Sinfóníuhljómsveit íslands og Söng- sveitin Fílharmónía hafa flutt nokkrar af óperuperlum veraldarinnar í konsertformi. Þetta ár varð fyrir valinu ópera Doniz- ettis, Lucia di Lammermoor, en mörgum mun í fersku minni flutningur hennar í íslenska sjónvarpinu sl. sumar, þar sem aðalhlutverkin voru í höndum Katia Ricci- arelli, José Carreras og Leo Lucci. Fyrirhugaður frumflutningur hér er 1. mars nk. og aðaleinsöngshlutverkin munu syngja Denia Mazzola, Yori Ramiro og Kristinn Sigmundsson. 30 óperur á átta árum Gaetano Donizetti fæddist í Bergamo á Ítalíu 29. nóv. 1797. Hann var af fátæku foreldri, sá fimmti af sex börnum og má nú skoða bernskuheimili hans, dimma kjallaraíbúð í norðurhlíðum Citta Alta í Bergamo, þar sem nú er safn. Árið 1806 setti söngstjórinn í Santa Maria Maggiore í Bergamor, Mayr að nafni, á stofn tónlistarskóla, þar sem fé- litlir drengir áttu kost á að læra til kór- drengja eða öðlast tónmennt á öðrum svið- um. Hinn 9 ára gamli Gaetano var í hópi fyrstu nemendanna og stundaði þarna nám til 17 ára aldurs. í framhaldsskólanámi í Bologna gerði Donfzetti fyrstu tilraunir til að semja óperur, en þær voru aldrei fluttar. Um tvítugt sneri hann aftur til Bergamo, þar sem Mayr útvegaði honum samninga og Donizetti samdi fjórar óperur fyrir félags- skap, sem aðallega sýndi í Feneyjum. Ekk- ert þessara byrjendaverka hélt þó lífi. Hann samdi einnig heilmörg hljómsveitar- og einleiksverk á þessum tíma og kom þá strax í ljós sá eiginleiki hans að vera af- burðafljótur að semja. 28. jan. 1822 var frumflutt í Teatro Arg- entina í Róm ópera, sem hlaut mjög óvænt mjög góðar viðtökur. Þetta var Zariada di Granata og höfundurinn hét Gaetano Don- izetti. Á næstu átta árum samdi hann um 30 óperur og var ein þeirra, La zingara (frum- flutt í Napoli, 12. maí 1822), alls flutt 48 sinnum, en virðist hvergi hafa verið svið- sett annars staðar. Maria Callas endurvakti frægöina 26. des. 1830 var fyrsta meiriháttarverk Donizettis, Anna Bolena, frumflutt í Carc- ano í Milano. Ágætur texti Romanis gerði sitt til að lyfta verkinu og lokasenan þykir enn þann dag í dag frábær. Frægð þessa verks endurhófst með þátttöku Maríu Callas á La Scala 1957 undir leikstjórn Viscontis og var tónsprotinn í hendi Gian- andrea Gavazzeni. Snemma árs 1835 fór Donizetti til París- ar í boði Rossinis til að stjórna óperu sinni í Marino Faliero í ítalska leikhúsinu. Óperan féll alveg í skuggann af I puritani eftir Bellini, sem þá var sýnd í París við fádæma góðar undirtektir. 1966 var Mar- ino Falieri endurflutt í Bergamo og þótt- ust menn þar glögglega kenna undanfara Verdis. Frumflutningur á Luciu 1835 Frá París sneri Donizetti til Napoli þar sem Lucia di Lammermoor var frumflutt í San Carlo 26. sept. 1835. Óperunni var fá- dæma vel tekið og er talin leggja grund- völlinn að rómantísku siefnunni í hljóm- list á Ítalíu. Eiginkona Donizettis lést þetta sama ár og fullur sorgar og vonbrigða, fluttist hann til Parísar. Þar voru settar upp óperur eftir hann í a.m.k. fjórum leikhúsum, þ.ám. La Fille du regiment, Les martyres og la Favorita, allar í Opera Comique og Lucia var sýnd í franskri útgáfu í Rena- issance-leikhúsinu. Tónskáld Parísarborgar tóku Donizetti ekki of vel og Berloz réðst á hann í Journal des débats. Donizetti hafði vonast til að geta unnið sér svo mikið fé í París að hann gæti dregið sig í hlé frá erli óperuhúsanna eins og Rossini. En nú tók heilsu hans mjög að hraka. Hann fór til Rómar og Milano á árinu 1841, þar sem tvær óperur hans voru settar upp, Adelia og Maria Pallida, en hlutu ekki góðar viðtökur. í mars 1842 fór Donizetti til Bologna þar sem Rossini bauð honum að stjórna frum- flutningi á Ítalíu á verki sínu (Rossinis) Stabat mater. Verkið hlaut einróma lof og Rossini bauð honum hljómsveitarstjóra- stöðu í Bologna. Donizetti hafnaði þessu boði, þar sem hann var á leið til Vínar- borgar, en þar hlotnaðist honum sá heiður að verða hljómsveitarstjóri hjá austur- rísku hirðinni. í Kártnerthor var nýjasta ópera hans, Linda di Chamounix frumflutt í maí 1842 við mikla hrifningu. Donizetti átti eftir að semja fjórar óper- ur og er Don Pasquale þeirra langþekkt- ust. Hún var frumflutt í Italska leikhúsinu í París 3. jan. 1843 og gerði stormandi lukku og er talinn langbest af gamanóper- um Donizettis. Dapurlegt ævikvöld Donizettis Varðveitt eru eitt þúsund bréf frá Don- izetti. Úr þeim má lesa lýsingu á góðhjört- uðum, gamansömum og gáfuðum manni, sem var mjög sanngjarn í dómum sínum um aðra tónlistarmenn. En hann var eng- inn hamingjumaður í einkalífi sínu. 1828 giftist hann Virginiu Vasselli (1808—1837). Hún var dóttir lögmanns í Róm. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll dóu í bernsku. Sjálf lést Virginia úr kóleru og varð Donizetti harmi lostinn við fráfall hennar. Síðustu árin var Donizetti mjög sjúkur af afleiðingum sýfilis. Heilastarfsemin truflaðist og hann átti bágt með að ein- beita sér. Þó samdi hann síðustu óperurn- ar í þessu ástandi, þ.á m. Don Pasquale. í 17 mánuði var hann á hæli í Ivry 1 grennd við París, en 6. okt. 1847 kom hann til fæðingarbæjar síns, Bergamo, þar sem vinir hans önnuðust hann uns hann lést, 8. apríl 1848. Efniviöur frá Skotlandi Lucia di Lammermoor varð til þess að skipa Donizetti fremstan meðal samtímat- ónskálda. Þessi ópera hefur aldrei horfið alveg af verkefnaskrá óperuhúsa heimsins. Maria Callas jók mjög hróður hennar á sviði og hljómplötu. Þegar ítalskur óperu- flokkur flutti Luciu í London 1957 með Virginiu Zeani í titilhlutverkinu, varð að endurtaka sextettinn. Mjög er í minnum höfð brjálæðissenan í meðförum Joan Sutherland í Covent Garden 1959. Textahöfundur er Salvatore Cammar- ano, sem fæddist í Napoli 1801 og lést þar 1852. Hann samdi einnig óperutexta fyrir Pacini og Mercedante. Cammarano byggði texta sinn á skáldverki Sir Walters Scott: The Bride of Lammermoor. Óperan á sér stað í Skotlandi skömmu fyrir 1700 og fer fram í Ravenswood-höll, þar sem þá situr Ashton-fjölskyldan og í turninum Wolferag, þar sem raunveru- legur greifi af Ravenswood á heima. Aðalpersónur: Enrico Ashton lávarður, baríton; Lucia, systir hans, sópran; Sir Edgardo di Ravenswood, tenór; Arthuro Bucklaw, lávarður, tenór; Raimondo Bidi- bent, kapellán, kennari Luciu, bassi; Alisa, trúnaðarvinkona Luciu, messósópran; Normanno, höfuðsmaður í her Ashtons lá- varðar, tenór. Óperan er í þremur þáttum og er sögu- þráðurinn á þessa leið: I. þáttur, 1. atriÖi: Enrico Ashton lávarður, bróðir Luciu, hefur ákveðið að gifta hana Arthuro Bucklaw, lávarði. Hyggst hann með því koma sjálfum sér úr slæmri klípu, en hann hafði tekið þátt í pólitískum vélabrögðum gegn konunginum. Luciu er ókunnugt um þetta og Enrico er einnig ókunnugt um kunningsskap systur sinnar og Edgardo di Ravenswood, en langvarandi fjandskapur hefur ríkt milli þessara tveggja fjöl- skyldna. Þegar Enrico kemst að samdrætt- inum milli Luciu og Edgardo, ákveður hann að binda enda þar á með þvi að ryðja Edgardo úr vegi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.