Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 15
Timburhús með reisn og tílþrifum Nú er á nýjan leik orðið vinsælt að byggja timburhús á íslandi og því er ekki úr vegi að gaumgæfa sérstöðu timburs sem byggingarefnis og hvernig snjallir og hugmyndaríkir menn hafa leyst þá gestaþraut að byggja listræn timburhús. Stundum er að vísu engar kúnstir hægt að gera; útlitið svo að segja ákvarðast í skipulaginu. Það er þá helzt, þegar einbýlishús eru byggð og ekki sízt úti á landi, að menn gætu staðið frjálslegar að þessu, minnugir þess, að frumlegt hús og listrænt þarf ekki ófrávíkjanlega að vera dýrara. I nýjum timburhúsa-arkitektúr erlendis má oft sjá, að horfið er frá einnar hæðar víðáttuhúsi og byggt með allskonar afbrigðum í þeim stíl sem hér sést og árangurinn getur orðið mjög myndrænn. Eftirtektarvert er, að línurnar í þakinu eru undirstrikaðar með veggklæðningunni. Arkitekt þessa húss er Þjóðverjinn Erich Schneider, sem starfar í Köln. Húsið stendur í skógi hjá Aachen, en mundi sóma sér vel undir íslenzku fjalli einnig. 2. atriði: Lucia hittir Edgardo í garðinum við Ravenswood, en hann er að leggja af stað til Frakklands í erindagjörðum fyrir Iand sitt. Edgardo stingur upp á að slá striki yfir gamla óvináttu og sættast við Enrico, en Lucia vísar því á bug, telur það von- laust. Þess í stað brýnir hún fyrir honum að sýna ást þeirra tryggð og áður en þau skilja, skiptast þau á hringum sem tryggðapöntum. II. þáttur, 1. atriði: Meðan Edgardo er í burtu sendir hann Luciu fjölda bréfa, sem komast i hendur bróður hennar. Hann kemur því einnig til leiðar að falsað bréf berst henni, sem segir frá heitrofi Edgardos. Lucia fyllist ör- væntingu og eftir langt hik og ráðfærslu við Raimondo kapellán, samþykkir hún að gefast Arthuro lávarði. 2. atriði: Salur í Ravenswood-höll. Lucia er nýbú- in að skrifa undir hjúskaparsáttmálann, þegar Edgardo stendur skyndilega frammi fyrir henni. Nú ásakar hann hana fyrir heitrof, kastar hringnum tryggðapantin- um, fyrir fætur hennar og krefst þess að fá sinn til baka. Raimondo reynir árangurs- laust að hugga hina niðurbrotnu stúlku. III. þáttur, 1. atriði: Nótt í turnsalnum í skuggalegri höll Edgardos. Enrico kemur til óvinar síns og þeir ákveða að heyja einvígi næsta morg- un. Edgardo finnst líf sitt einskis virði og hugsar sér að láta andstæðing sinn drepa sig. Finnst honum viðeigandi að atburður- inn eigi sér stað við gröf forfeðranna við Ravenswood-höll. 2. atriði: Sorgin hefur svipt Luciu vitinu og á brúðkaupsnóttina drepur hún Arthuro lá- varð með hans eigin sverði. Þegar hún finnst um morguninn, syngur hún í brjál- æði sínu um brúðkaup sitt og Edgardos. Enrico Ashton ofbjóða afleiðingar gerða sinna og leggur huglaus á flótta. 3. atriði: Edgardo bíður árangurslaust eftir and- stæðingi sínum í kirkjugarði Ravens- wood-ættarinnar, kvalinn af sviksemi Luciu. Nokkrir siðbúnir gestir úr brúð- kaupinu fara hjá og af tali þeirra heyrir hann, hvað skeð hefur og skilur nú að hann hefur haft ástvinu sína fyrir rangri sök. Fyrsta hugsun hans er að þjóta til hennar, en þá kemur likfylgd hennar frá höllinni. Þegar hann sér hana, stingur hann hnífi i brjóst sér og hnígur niður og fylgir henni í dauðann. Brúðurin frá Lammermoor óperutextahöfundurinn, Cammarano, fer afar frjálslega með söguþráðinn í The Bride of Lammermoor eftir Sir Walter Scott. Henry (Enrico), bróðir Luciu, er aðeins 14 ára gamall i sögunni og er lýsing Scotts á honum mjög fjörleg og lifandi þar sem segir frá barnalegum uppátækjum hans og ábyrgðarleysi, t.d. þegar hann skilur Luciu eftir í skóginum eina með Edgar (Edgardo) Ravenswood, vegna þess að hann sárlangar að fara í umsjónarferð um landareignina með Norman (Normanno), ráðsmanni föður síns, sem gerður er að höfuðsmanni í óperunni. Foreldrar Luciu koma ekkert við sögu i óperunni. Ashton lávarður er ljúfur maður en ragur, alger andstæða hinnar harð- lyndu og metnaðargjörnu konu sinnar, sem uppnefndi dóttur sína „smalastúlkuna frá Lammermoor", þar sem henni fannst hún líkjast í óæðri ætt föður síns. Lafði Ashton er raunar „skúrkur" sögunnar. Það er hún sem falsar bréf eða stingur þeim undir stól og hún ræður því að Lucia er gefin Bucklaw lávarði. The Bride of Lammermoor kom fyrst út í Tales of My Landlord, third series, 1819. Lengi neitaði Sir Walter Scott að segja frá heimildum fyrir þessari sögu. En i formála fyrir sögunni í 14. bindi af The Edinburgh Waverley frá 1901 rekur hann atburði, sem gerðust á síðari hluta 17. aldar og sagan er byggð á. Þótt The Bride Lammermoor sé skrifuð í byrjun 19. aldar er hún ótrúlega skemmtileg aflestrar á ofanverðri þeirri 20. Heimildir: The New Grove Dictionary of Music and Musici- ans, Ed. by Stanley Sady, Macmillan 1980. Vol. 5. Robin May: Opera. Teach Yourself Books. Hodds and Stoughton 1977. Opera, Politikens forlag, 1969. Sir Walter Scott: The Bride of Lammermoor, The Edinburgh Waverley XIV, 1901. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON í húsi Önnu Frank í húsi einu’í Amsterdam er ógnarsaga skráð um fólk, sem lengi faldist þar á flótta hrætt og smáð undan grimmum úlfafans óðum böðlum nasismans. Úti sólin brosti blítt börnin fóru’á kreik, en innan veggja allt var hljótt, enginn þar að leik. Þar skuggi dauðans skelfdi brátt, skimandi um hverja gátt. Anna Frank var ein af þeim, sem áttu þarna skjól. Bak við byrgða gluggana hún bernskuvonir ól og daga bjarta í draumum sá; nú dagbókin ein geymir þá. Árin liðu eitt og tvö við ógnir nasismans. Hvert minnsta hljóð og mannamál var merki váboðans, að fundist hefði fylgsnið smátt og fólin myndu koma brátt. Eins og fræ, sem fuglinn ber til fósturs þýskri mold, var Anna fædd og upprunnin sem alþýskt blóð og hold, Hér giltu ei þau góðu rök, gyðingur var dauðasök. Svo skeði það einn sumardag, að stormsveit birtist þar, með djöfuls glotti dreif þau öll í dauðabúðirnar. Úr hungri, þorsta, hor og pest þau hurfu síðan sporlaust flest. Hún flýja varð sitt föðurland og felast hér i neyð. Allt var betra ógninni, sem utan dyra beið. Og hanabjálkinn hennar var helsta skjól við skriftirnar. Ógnarsaga Önnu Frank var aðeins brot af þeim skuggalegu skelfingum, sem skóku þennan heim. En dagbók bægði dauða frá draumum hennar von og þrá. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.