Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 2
Peter Eyvindson - sögumaður af íslenzku bergi heitir Kyle, og „Old Enough“ — sem báðar hafa verið gefnar út af Pemmican-forlaginu í Winnipeg. Peter Eyvindson brosir, þegar hann segir frá því, að við kynningu á fyrstu bók sinni (hin þriðja er að koma út), hafi það komið blaðamönnum á óvart, að meðal höfunda Pemmican Publications skyldi vera bláeygur íslendingur. Afi og amma Peters Eyvindson fluttu frá íslandi og gerðust landnemar við Manitoba- vatn. Faðir hans ólst upp sem innflytjandi, en ákvað að böm sín skyldu verða Kanada- menn. „Faðir minn var ákveðinn í því, að við yrðum Kanadamenn," segir Peter Eyvind- son. „Og ég held, að margir afkomendur íslenskra landnema hafi sömu sögu að segja." En snemma á þrítugsaldri ákvað Peter að kanna uppruna sinn nánar. Hann starf- aði fyrir íslenzkt flugfélag við móttöku ferðamanna í níu mánuði og það nægði honum til að komast niður í málinu, svo að hann gat farið að skilja þjóðvísurnar sem faðir hans hafði sungið fyrr á árum. Hann hafði einnig uppi á ættingjum sínum. „Ég fann meira að segja nokkrar gamlar konur, sem höfðu þekkt afa minn og ömmu," segir hann. Þá var það hann, sem sat og hlustaði á sögur af ættfólki sínu. En nú eru það skóla- böm, sem hlusta hugfangin á Peter Eyvind- son. Hann segir ekki aðeins sögur, heldur leikur þær einnig með raddbrigðum og ýmsum leikmunum eins og til dæmis dúkku, sem áttræð móðir hans hefur búið til. Hann sker sig úr fjöldanum í Clavet, en .ekki lengur vegna nafnsins eins og í Car- berry. „Eg bý í litlu samfélagi, en ég er þekktur þar,“ segir hann brosandi. „Einu sinni var nýi presturinn okkar að fara á milli manna og kynna sig fyrir hinum nýja söfnuði sínum. Hann hitti lækna, lögfræðinga og kennara, og svo kom hann til mín. Ég sagði honum, að ég væri sögumaður að atvinnu, og þá sagði hanp: „Ertu atvinnulaus?" Það er svo að sjá, að hversu mjög sem faðir Peters hafi reynt.til þess, þá hafi það aldrei átt fyrir Peter Eyvindson að liggja að hverfa í fjöldann. Byggt á The lcelandic Oanadian. Það sem þótti lengi vel óvenjulegt við Peter Ey- vindson í bænum Car- berry í Manitoba, var að- eins eftimafn hans. ís- lenzkt ættemi skipti engu máli í lífi hans að öðru leyti en því, að heima hjá honum var stundum borðaður harðfískur og kannski hefur hann heyrt sungnar þjóð- vísur á móðurmáli föður síns við einstök tækifæri. Nú fínnst mönnum Peter Eyvindson óvenjulegur maður, en ekki vegna nafnsins, heldur af því að hann er sögumaður að at- vinnu og ferðast á milli skóla í Vestur- Kanada, þar sem hann segir um það bil 40.000 bömum á ári sögur. Hann er nú 41 árs að aldri. Fyrir fjórum árum sagði hann lausri stöðu sinni sem kennari og bókavörður, kvaddi konu sína og þijá syni heima í Clavet í Saskatschewan og hélt leiðar sinnar til að segja bömum sögur. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur hann einnig skrifað tvær bækur — „Kyle’s Bath“, en einn sona hans Peter Eyvindson í hópi ungra áheyr- enda / barnaskóla í Winnipeg. „Skínandi fyrirmynd þjóðarinnar“ Persónudýrkun á Ceausescu í Rúmeníu fer fremur vaxandi og vakti athygli nýlega, að svo mjög þurfti að óska honum til hamingju, að heillaóskaskeyti frá Frakklandsforseta var falsað. Pistillinn sem hér birtist er dæmi um, hvemig rúmenskir æskulýðsfulltrúar tala til hins mikla landsföður. Ráðandi einvalahjón Rúmeníu: „Sam- fellt blómaskeið hins sósíalíska föður- lands." Elskaði og virti félagi Nic- olae Ceausescu! I nafni milljóna Frumheija föður- lands vors sem og allra bama Rúmeníu viljum við, þátttakendur á landsfundi „Ungra frumheija", með sérstakri virðingu og ein- lægri aðdáun, tjá yður hinar hlýjustu tilfinn- ingar innilegrar ástar og viðurkenningar frá innstu hjartans rótum, sem æska lands vors ber til yðar, kæri félagi Nicolae Ceausescu — elskaði og virti leiðtogi þjóðar vorrar, hetja meðal hetja þjóðarinnar, glöggskyggni stjómandi, sem vísar Rúmeníu veginn til nýrrar framtíðar. Við þökkum fyrir hin dásamlegu lífskjör, fyrir atvinnu og menntun, sem okkur er tryggð, fyrir þá athygli og föðurlegu um- hyggju, sem þér stöðugt sýnið uppeldi okk- ar, svo að við megum ná sem vænstum þroska og framförum og geta sem fullorðnir rækt skyldur okkar eins og sönnum bylting- arsinnuðum kommúnistum sæmir. Öll böm þessa lands með rauða hálsklúta og þrflita fánann beina samtímis huga sínum með virðingu, ást og lotningu til yðar, félagi Elena Ceausescu, doktor í verkfræði, meðlim- ur í Akademíunni, meðlimur í hinni pólitísku framkvæmdanefnd miðstjómar rúmenska kommúnistaflokksins, fyrsti aðstoðarforsæt- isráðherra, forseti vísinda- og menningarr- áðsins, fyrirmynd kommúnistaflokksins og þjóðarinnar, frábær stjómmála- og vísinda- maður, sem helgar krafta sína af einstakri, byltingarsinnaðri föðurlandsást og hæfni í þágu vísinda, menntunar og hinnar rúmensku menningar sem og samfellds blómaskeiðs hins sósíalíska föðurlands vors. Við, öll landsins böm, sem höfum fæðzt, alizt upp og menntazt á dýrlegustu árum sósíalismans í Rúmeníu, heitum yður því, elskaði og virti félagi Nicolae Ceausescu, föðurlegi leiðtogi æskunnar, skínandi fyrir- mynd þjóðarinnar að ráðum, dáðum og at- orku, að kosta kapps um að lifa í hinum nýja anda kommúnismans, holl föðurlandi og byltingu, svo að við tileinkum okkur hinar göfugu dyggðir þjóðar vorrar: ást á landi og þjóð, heiðarleika, iðjusemi, hugrekki, mannúð og einlægan friðarvilja. Að lokum viljum við enn á ný flytja yður, elskaði félagi Nicolaé Ceausescu, kveðjur aðdáunar og heilshugar þakklætis, virðingar og viðurkenningar allra Frumheija lands vora og sendum yður innilegar óskir, af allri hlýju okkar hamingjusömu bemsku, um góða heilsu og óskertan sköpunarmátt, um nýjan, glæsilegan árangur þeirrar miklu athafna- semi, sem þér sýnið, um heill og heiður þjöð- arinnar allrar, um frið og bjarta framtíð okkar kæra föðurlands, hins sósíalíska lýð- veldis, Rúmeníu. — svá þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.