Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 8
Lengur en sögur herma hafa menn rýnt í himintunglin og gert sér þar af heimsmynd og jafnvel leitað þar skýringa á örlögum manna og atburðum. Menn gerðu sér heimsmynd og frá þeim hugmyndum forfeðra okkar segir í Eddunum. Greinin sem hér birtist er leikmannsskýring á þessum fornu fræðum okkar og birt hér meira til gamans og sem dæmi um það sem nútíma íslendingar grúska í. í greininni er t.d. gert ráð fyrir því að Askur Yggdrasils sé vetrarbrautin og í annan stað er reynt að finna samsvörun milli hins norræna goðsagnaheims og hins austræna, sem enn lifir góðu lífi í stjömumerkjunum. FYRRI HLUTI Eftir BJÖRN JÓNSSON V. HEIMDALLUR SeÍEeus Sólmyrkvi. ítölsk tré- skurðarmynd frá 16. öld. Askurinn eystri Lupus [ij NIFLHEIMUR GINNUNGÁGAP.c r ; , t MlMI^BRbfíNUR v Stjam-goðfræði skýringar. þær sem hér eru bomar fram em ágrip úr all- ýtarlegri bók á ensku, sem nefnist Astral Aspects of the Eddas. Styttri íslensk gerð nefnist Stjamvísi í Eddum. Útgáfa þessara bóka er væntanleg innan skamms. í þeim em rökræddar þær kenningar mínar að margar goðsagnir Eddanna séu stjarnmítar, þ.e. launsagnir eða allegóríur um sýnileg eða viðmið- unarleg fyrirbæri á himni; svo sem gang himintungla, bakhreyfíngu og hvörf sumra þeirra, heiti stjama og stjömumerkja og staðsetning þeirra á festingu; dýrahringi tungls og sólar, jafndægur og sólhvörf, sól- baug, fi-amsókn vorpunkts, samstöður og sólmyrkva, stjömuhröp, halastjömur og þokur. Ennfremur eru gefnar líkur að tíma- og staðsetningu sumra atriða á jörðu. Fyrst nokkur orð um goðspekilegan skiln- ing fyrirbæra á himni, sem snerta þennan þátt. Sólbaugurinn er ósýnileg braut sólar- innar um stjömumerki dýrahrings. Honum er oft lýst sem gylltum, t.d. Gjallarbrú, og Fránangur. Ofan sólbaugs á festingu er ríki eða höll goða, himinfestingin sjálf. Neðan sólbaugs eru undirheimar, ríki Heljar og hrímþursa. Það sem er að rísa, sól, tungl, reikistjömur, einstaka stjömur og stjömu- merki, fær algert vald yfír því sem samtím- is er að setjast andspænis á sjóndeildar- hring. Því sem er að setjast, er þá drekkt, dregið yfír gijót og urðir, étið, fótumtroðið eða gelt. Askur Yggdrasils - Vetrarbrautin Það sem Qallað verður um í þessum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.