Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 20
Ferðavarningiir fyrir heimshornaflakkara vert sem ferðinni er heitið - í sól, snjó eða á sjó — verður ferðalag- H ið auðveldara ef þær eru með í farangrinum, segir í kynn- ingu. Ferðamaður er förumaður sem flýgur á milli heimshorna með persónulega fylgihluti samþjapp- aða niður í ferðatösku. Það verður að fara lítið fyrir hveijum hlut, en samt á allt að vera til staðar. Hvar sem ferðamaður er staddur hvort sem það er norður við heim- skautsbaug eða suður við mið- baug — gistir í tjaldi eða á hóteli — vill hann hafa þau þægindi sem hann er vanur. En erfítt getur reynst að flytja allt hafurtaskið með sér, sem er ýmist of fyrirferðarmikið eða ónothæft í öðru landi. Hver kann- ast ekki við óþægindi eins og að innstungur fyrir hárþurrkuna eða rakvélina passa ekki eða straum- urinn er annar? Kaffílöngun vakn- ar um miðja nótt. Urið fer úr skorðum við að færa það fram og til baka og erfitt er að henda reiður á tímamismun á milli ákvörðunarstaða. Örsmá fluga getur stungið svo illa að nætur- lagi að fríið er eyðilagt að hluta. Allt eru þetta vandamál sem flest- ir heimshomaflakkarar þurfa að glíma við, nema þeir séu svo for- sjálir að kaupa ferðavaming sér- hannaðan fyrir flökkufólk. Vandamálin eru til að leysa þau. Sölutækni nútímans lætur ekkert fram hjá sér fara og ný- lega hefur sprottið fram á sjónar- sviðið margskonar varningur sem er seldur undir vöruheitinu „ferða- vamingur fyrir heimshomaflakk- ara“. Þar er leyst úr ofangreind- um vandamálum og mörgum óþægindum í sambandi við ferða- lög. Við skulum líta nánar á úrval- ið. ErtuAðSpurja HVAÐ KlukkanSé? Þú ræður yfír öllum heimsins tíma með „ferðaklukkunni" sem lagar sig að tímaskiptunum og sýnir samtímis staðartíma og þann tíma sem valinn er hvar sem er í heiminum. Alþjóðlega ferða- klukkan kemur í veg fyrir enda- lausar stillingar á ferðalögum og símhringingar í önnur heimshom á vitlausum tíma sólarhringsins. Klukkan, sem hentar vel í vasa, er aðeins stærri en greiðsiukort og er vekjaraklukka samtímis og sýnir vel klukkustundir, mínútur, Alþjóðlega ferðaklukkan sekúndur, mánuð og dagsetningu. Örsmá A76 rafhlaða heldur henni gangandi. Klukkan er með þægi- legan náttborðsstand og útfærð með hlífiloki sem hefur að geyma kort yfír tímabeltin ásamt helstu heimsborgunum. ÖRYGGIFARANGURS Flestir ferðamenn hafa ein- hvem tíma óskað þess að þeir væru með augu í hnakkanum, þegar þeir þurfa að skilja farang- ur sinn eftir, þó það sé ekki nema smástund. Farþegar eru eindregið varaðir við að skilja hann eftir eftirlitslausan, til dæmis í flug- höfnum. í vamingi fyrir heims- homaflakkara fínnst líka meter- slöng öiyggisstálkeðja sem er haganlega rúllað upp inni í hólk eins og málbandi. Hvar sem ferð- ast er í flugi, bíl, lest eða feiju kemur þessi litla stálkeðja að góð- um notum til að festa farangur saman eða til að hefta hann við farangursgrindur. Keðjan kemur sér vel til dæmis til að festa skíði eða annan íþróttabúnað saman, reiðhjól, bamakeirur og fleira verðmætt sem fylgir í farangri. Það fer lítið fyrir hólknum í vasa, þegar keðjan er ekki í notkun. 50 herbergi, með baði, beinum síma, útvarpi, lit- sjónvarpi og video, mini- bar og herbergisþjónustu. Hótelið hefur nýlega vcrið stækkað og cndurnýjað og allur aðbúnaður rétt eins og best gerist. Njótið góðra veiga og veit- inga i notaiegu unihverfí. Glæsilegir veitingasalir, bar og kaffitería. HOTEL KEA Listaverkið Berlín eftir Birgitte og Martin Matschinsky- Denninghoff sýnir borgina á táknrænan hátt. Berlín, menningar- borg Evrópu 1988 að verður mik- ið um að vera í Berlín þetta ár, þar sem borgin hefur verið kosin menningar- borg Evrópu 1988. Aþena, Flór- éns og Amsterdam hafa áður hlot- ið þennan eftirsótta titil. Þýska borgin verður kynnt út frá þremur aðaláherslupunktum: — Berlín, vettvangur nýrra hugmynda — Berlín, miðkjami listasýninga — Berlín, borgin í hjarta Evrópu. Fjölbreytt úrval af menningar- og listviðburðum er á boðstólum fyrir ferðamanninn sem sækir Berlín heim 1988. Hljómleikar, leiksýningar, sýning á byggingar- list,. bókmenntaspjall, tísku- og málverkasýningar, allt á heims- mælikvarða. Menningarborgin á að sýna það besta sem hún býr yfír og kalla til sín alþjóðlega snillinga svo að gestir hennar fari reynslunni ríkari til stns heima. Meðal helstu listkynninga er málverkasýning málarans og listamannsins Joseph Beuys. Mörg af bestu verkum hans verða sýnd í Martin Gropius sýningar- höllinni frá 20. febrúar til 1. maí. Á tónlistarsviðinu beinist athyglin að Johannes Brahms og Amold Scönberg. Nokkrar heimsþekktar hljómsveitir munu leika tónverk þeirra frá júlí fram í nóvember. Meðal stjómenda má nefna nöfn eins og Daniel Barenboim og Herbert von Karajan. „Ágústus keisari og týnda lýð- veldið" nefnist yfirgripsmikil sögusýning sem verður opnuð 6. júní og stendur til 14. ágúst. Mið- punktur sýningarinnar er líkan af Kapitólum í Róm. Reynt verður að sýna hvemig þýskir menning- arstraumar hurfu inn í rómverska menningu á þessu tímaskeiði sög- unnar. „Óbundin af tíma“ nefnist sýning sem reynir að sýna það helsta í nútímalist. Og frá 9. júní til 4. september eða yfír helsta ferðamannatímann rekur hver listviðburðurinn annan í þýsku menningarborginni. Óskarsverðlaunin í kvikmynda- list hafa hingað til gæðamerkt kvikmyndir, en núna verða kvik- myndaverðlaun Evrópu veitt í fyrsta skipti. Athöfnin fer fram 26. nóvember. Yfir 50 frægir rit- höfundar frá Austur- og Vestur- Evrópu munu koma saman í Berlín dagana 24. til 29. maí til að skiptast á skoðunum um ólík lífsviðhorf í hinum ýmsu Evrópu- löndum. „Draumsýn Evrópu" er þemað sem þeir ganga út frá og viðbúið að umræðumar muni ná langt út fyrir venjulegt bók- menntasvið. Berlín er líka tísku- borg og nöfn margra fatahönnuða hafa náð langt út fyrir borgar- mörkin. En sjón er sögu ríkari í þýsku menningarborginni fyrir árið 1988. Allir ferðamenn sem hafa á annað borð ánægju af menningu og listum ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfí í Berlín. AKUREYRI Haf'narstrieti 87-89, 600 Akureyri, f’óstliólf 283 Sími: (96)-22200, Telex: 2195 kea is Yfir 80 áætiunarflugvélar lenda á Tegel-flugvelli í Berlín dag lega. Um 20 hraðlestir koma til Berlínar-brautarstöðvarinnar á dag viðsvegar að frá Þýskalandi og að auki alþj'óðlegar lest- ir frá Amsterdam, Brussel, París og ZÚurich. 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.