Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 3
HERMANN PÁLSSON LESBOE íMi[oirR][Q][uirNifBifLiwi¥if«imprg Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691J00. Vísur pílagríms Stóridómur er táknrænn fyrir þá refsigleði, sem ríkti hér fyrr meir, þegar sifjaspell og hórdómsbrot voru lífláts- sök. Stóridómur er á dagskrá nú í ljósi þeirrar umræðu sem yfir stendur um sifjaspell og kynferðis- legt ofbeldi gagnvart börnum. Greinina skrifar Guð- rún Guðlaugsdóttir. Forsídan Japanskur arkitektúr þykir hugmyndaríkur og japan- skir arkitektar reyna að sameina eitt og annað úr vestrænum hugmyndum og japanskri hefð. Meðal hugmyndaríkra framúrstefnumanna í japönskum arkitektúr er Takefumi Aida, og kynnir Pálmar Kristmundsson arkitekt kubbahús hans. Á forsíð- unni er hús eftir Aida, þar sem hann leikursér með hugmynd um steinsteypuveggi, sem verða líkt og leyfar af kubbakassa. Bílar af árgerð 1989 eru í umfjöllun Jóhannesar Tómas- sonar og enda þótt mjög hafi dregið úr bílainnflutn- ingi til landsins, kemur sá tími ugglaust aftur, að nýju árgerðirnar sjáist í vaxandi mæli. Það er ekki tími stökkbreytinga um þessar mundir í bílaiðnaðin- um, en tækniþróunin gengur samt sinn gang og bílamir eru alltaf að verða betri farartæki. Útlægvr gestur gengur grjótstíg um fjallaskarð ókunnar, einmana slóðir utan við fjörbaugsgarð Ævi manns er útlegð á annarlegri jörð. Honum fylgir feigðin, forlög þung og hörð. Fædd og alin í ánauð við eigum hér skamma dvöl, þrælar fastir á fótum með fárra kosta völ. Forlög manna fara sem fyrir ætlað var. Engin flýr sín örlög: þau eru hér sem þar. Ævi manns er útför að endanlegri gröf óralangar leiðir um lönd og sollin höf. Höfundur er prófessor við Edinborgarháskóla. B Sessunautar og flugfreyiur B essar flugfreyjur,“ segi ég við sessunaut minn, „eru aðdáunarverðar. Hver myndi láta bjóða sér þessi vinnuskilyrði á jörðu niðri, þrengsli, háv- aði, hristingur og skak, kapphlaup við tímann,' jafnvel ælur og skammir. Að ég tali nú ekki um árans frekjuna í löndum okkar. Þær hljóta að fá vel launað þetta erfiða starf." Meðan ég hélt þessa ræðu í kapp við vélargný hafði sessunautur minn stutt á bjölluhnappinn til að kalla á flugfreyju og nú stóð ein þeirra við hlið mér og spurði brosandi hvers við óskuðum okkur. Ég brosti á móti fullur aðdáunar og heyrði sessunaut minn segja: „Tvo viskí og tvo bjóra, elskan." Hún snerist á hæl og hann ropaði og sagði við mig, eða einhvern annan ótilgreindan á gólfi vélarinnar, en þangað beindi hann sjónum sínum: „Þær eru sko þarfaþing, þessar elskur, já, þarfaþing." Að svo búnu saup hann dreggjamar úr öl- plastinu sínu tii að vera viðbúinn nýjum birgðum og sneri höfði í hina áttina, til merkis um að hann nennti ekki að tala meira við mig. Það er vissulega ekki alltaf auðvelt að halda uppi samræðum í flugvél. Þó gerðist það eitt sinn á leið til Lundúna að við hlið mér sat ensk, roskin kona og eftir skemmti- legar samræður kom í ljós að mágur henn- ar hafði verið kennari minn í skóla í London fyrir 15 ámm. Mikið þótti mér þá heimurinn lítill. í raun er flugvél heimur út af fyrir sig, eyja í hafinu, eða stjarna í geimnum. Þó ekki eiginlega vélin sjáíf, eða búkurinn, heldur öllu heldur flugið, þessi ferð í rými í rýminu. Farþegarnir eru utan landamæra, utan laga og réttar, og næstum utan seiling- ar náttúrulögmála. Þetta er ef til vill skýr- ingin á undarlegri hegðun fólks á flugi, sem stundum er undarlegri en svo að hægt sé að afsaka hana með drykkjuskap. Kannski stafar hún af ótta fyrst og fremst og misheppnuðum tilraunum til að leyna óttanum. Er það ótti við að farast? Eða hræðsla við hryðjuverkamenn og flugvéla- ræningja? Eða bara hræðsla við að sýnast hræddur? Sessunautar í flugi eru mjög misjafnir. Ég minnist þess að fyrir mörgum árum þurftum við .hjónin að fljúga níu klukku- stunda flug yfir haf, en sessunautur okkar, 10 eða 11 ára telpa frá Bandaríkjunum, var svo yfirmáta leiðinleg, beinlínis yfirþyrm- andi málug og frek, að þessir níu tímar urðu á við 18 tíma martröð. Og köllum við ekki allt ömmur okkar í þeim efnum. Síðan gætum við okkar á ungu fólki sem er eitt á ferð. Gott ráð til að hrista af sér afleita sessu- nauta og til að stytta langar flugleiðir er að sökkva sér niður í lestur. Lestur er best- ur. Góð bók er auðvitað besti sessunautur- inn, en því miður gleymist bókin stundum heima. Éða hún hefur verið sett í farangur- inn. Oftast byrja ég á því að lesa bæklinginn, sem er í flestum flugvélum um öryggisút- búnað og þar fær maður oftast líka að vita hverrar tegundar flugvélin er og þar eru upplýsingar um útgönguleiðir, fjölda sæta og hreyfla o.fl. Sumir líta ekki í þessa pésa og láta mikið bera á því. Það eru þeir, sem hafa flogið oftar en einu sinni áður og vilja láta alla vita að þeir viti þetta sko allt sam- an. Þeir eru sigldir. Ég minnist þess að eitt sinn var ég á flugi milli borga í Evrópu og það voru aðeins 3 eða 4 aðrir farþegar í vélinni. Ég skildi ekkert í þessari sóun, þar til ég las öryggis- bæklinginn og sá að vélin var af þeirri gerð, sem mikið var þá skrifað í blöð að væru hættulegar, vegna einhverra smíðagalla. Þá bað ég guð að hjálpa mér. Næst les ég eitthvert dagblað sem í boði er. Á leið að heiman er gaman að lesa ný- prentuð íslensk dagblöð því þá virðast íslensk hagsýsluvandamál svo léttvæg í samanburði við skýjaborgirnar utan glugga vélarinnar. Á heimleið er líka gaman að lesa velkt íslensk dagblöð, eftir langa úti- veru, því þá er allt svo ákaflega merkilegt að heiman, jafnvel gengisskráningin og út- varpsdagskráin. I vélum flestra flugfélaga eru flugtíma- rit, litskrúðug vönduð tímarit prentuð á glanspappír, uppfull af kynningum á frá- bærri þjónustu og stórkostlegum vélakosti félagsins og hjá íslenskum flugfélögum eru grobbgreinar um ágæti íslensks landslags og íslenskrar þjóðar. Að sjálfsögðu líka auglýsingar og fríhafnarlistar. Freistinga- skrár. Nýlega las ég svona tímarit sem heitir Atlantica, í íslenskri vél, hausthefti 1988. Þetta glansrit er að sjálfsögðu ekki á „ást- kæra ylhýra", heldur tímaritaensku, utan tveir dálkar á síðu 4 þar sem landinn er boðinn velkominn um borð og upplýstur um reglur í flugi. Þetta er góð íslenska nema ein setning sem hljóp fyrir brjóstið á mér: „Reykingar eru ekki leyfðar fyrr en slökkt hefur verið á skiltunum no smoking .“ (No joking!) Eintakið mitt var meingallað. Á eftir síðu 32 kom aftur síða 25 og þar á eftir síðu 32 kom síða 49 og eftir 56 kom 49 aftur. Þetta vakti mér spurningar um hver prent- aði gripinn. Á siðu 1 stóð: Published by Jceland Review for Icelandair... Lithos: Prentmyndastofan Ltd., Reykjavík. Type- setting and mounting: Prentsmiðja (sic) Morgunblaðsins (sic), Reykjavík. Printed in Belgium. Þetta vakti athygli mína og um leið gremju. Særði stolt mitt sem íslendings. í fyrsta lagi er ritið prentað í útlöndum (Hvar er þín fomaldar frægð, frelsið og manndáð- in best.. .?) og í öðru lagi var í enska text- anum ritað d fyrir ð og th fyrir þ. Um- ferdarmidstödin. (Gefdu ad modurmalid mitt...!). Ekki nenni ég að gagnrýna efnisval þeirra ágætu manna, sem ritstýra þessu riti, og reyndar vakti ekkert af efni þess áhuga minn. En sjálfsagt hafa margir gaman af að lesa um Sykurmolana og fiskeldi og tor- færuakstur. En ekki ég. Það er ári hart að þurfa að horfa á ensku á skiltum allt frá Flugleiðahóteli í Reykjavík, í rútunni á leiðinni (og hlusta á afbakaða íslensku í kynningum ftjálsu útvarpsþulanna á engilsaxneskri graðhestasíbylju), í Leifs- stöð og vera svo boðinn velkominn í þetta land með amerískri auglýsingu. Ekki er að undra þótt útlendingar hafi á orði að hér á landi sé mikil „amerikanisering", meiri en nokkurs staðar í heiminum utan Banda- ríkjanna. Við erum bara hætt að taka eftir því og ef til vill er íslendingum orðið sama? í SAS vél fékk ég um daginn eintak af þeirra flugtímariti, sem heitir Scanorama, septemberhefti 1988. Það er prentað fyrir SÁS af Sörmlands Grafiska ÁB, Katrine- holm, í Svíþjóð. Þetta rit er alþjóðlegra að efni en Atlantica hið íslenska, hefur fleiri blaðsíður og allar em þær í réttri röð. Viðtal við Koivisto Finnlandsforseta var áhugavert og skemmtileg myndasyrpa um kossa vakti mér bros. Það sem þó gladdi mig mest vom ljóð um hafið, með fallegum. myndum. Ljóðin vom á ensku (að sjálf- sögðu?!) og vom eftir m.a. Pablo Nemda, Lawrence Durrell, Göran Palm og Stein Steinarr. Það segir sína sögu að ég tók þetta rit með mér heim, svo mikið þótti mér til um að sjá í því ljóð eftir hann Stein og vil eiga það, en íslenska ritið tók ég með mér til að geta ausið úr skálum reiði minnar og vandlætingar á smekkleysi okkar íslendinga og undirlægjuhætti. Og hana nú. En áður en ég segi amen á eftir efninu vil ég árétta það að flugfreyjur em alls stað- ar yndislegar og duglegar og ég dáist að þeim. Væri keppt í flugfreyjutilþrifum á Ólympíuleikum ættum við ömgglega mörg gull. hrafn harðarson bókavörður í Kópavogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.