Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 13
ar á Grænlandi og írlandi, því að í þeim segir nokkuð frá þjóðum þeim sem byggðu þessi lönd. Nú er það eftirtektarvert að höfundur Konungs skuggsjár klykkir út með svofelldum orðum eftir að hann hefur lýst náttúru íslands: „Eigi má eg hug mínum á koma fleiri þá hluti er þar eru áminning- ar verðir í því landi.“ Með öðrum orðum: íslendingar eru þess ekki verðir að á þá sé minnst. Hvað veldur slíkri andúð á þjóð okkar í höfuðriti Norðmanna að fomu? Eins og ég gat um lauslega hér að framan, þá mun óbeit Englendinga á Norðmönnum um daga Hákonar gamla eiga sér sögulegar rætur og stafa af glæpum víkinga og hermd- arverkum í Englandi; og ástæða er til að ætla að Norðmenn hafi átt erfitt með að fyrirgefa íslendingum þá ósvinnu að flýja Noreg og setja á stofn sjálfstætt ríki, óháð Noregi. Langminni norskra höfðingja hefur naumast látið slík afbrot falla í gleymsku þótt nokkrar aldir höfðu liðið. Kristnar dyggðir á borð_ við hlýðni og undirgefni gerðu sjálfræði íslendinga enn verra en ella hefði orðið, enda þykir Vilhjálmi kardínála það mikil ósvinna af þessari þjóð að lúta ekki konungi. Þó er annar hlutur sem var Norðmönnum enn verri þymir í augum, en það var tregða Islendinga að bæta fyrir „glæp“ forfeðra sinna með því að gangast undir vald Hákonar gamla. Hins vegar áttu Norðmenn ekki sökótt við íra og Grænlend- inga að þessu leyti. írar voru óskyld þjóð og Grænland hafði byggst af Islandi: land- námsmenn í Eystribyggð og Vestribyggð höfðu enga uppreisn gert móti Norðmönn- um. Höfundur Konungs skuggsjár lét sér ekki nægja að þegja vandlega yfir íslending- um í þættinum um ísland, heldur virðist anda köldu til þeirra annars staðar í ritinu, þótt þeir séu raunir hvergi nefndir á n&fn. Að þessu efni verður síðar vikið í pistlum mínum. 4 Þegar Hákon gamli fór að gera sér títt við íslenska höfðingja, þá rifjuðust upp fýr- ir mönnum tiltektir Olafs helga sem hafði „haft orðsendingar og gört sér marga vini bæði á íslandi og Grænlandi og Færeyj- um“. Honum tókst að ná Færeyjum undir sig, og hafa þær ekki borið barr sitt síðan, nema á síðustu ámm, en tilraunir Ólafs að kúga íslendinga og Grænlendinga fóru út um þúfur. Undir forystu Einars Þveræings sem áttaði sig manna gleggst á þeirri hættu sem þjóðinni mundi stafa af norskum lang- skipum við Grímsey, ef konungur eignaðist eyna eins og hann fór fram á, var ágengni Olafs vísað á bug. Einar varar menn við: „ ... hygg eg að sá muni til vera hérlands- mönnum að ganga eigi undir skattgjáfir við Ólaf konung og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefir við menn í Noregi. Og mun- um vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land bygg- ir, og mun ánauð sú aldrei ganga eða hverfa af þessu landi . . . En ef lands- menn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metast. . .“ Þegar íslend- ingar höfðu hafnað beiðni Ólafs um Grímsey boðar formælandi konungsvalds, Þórarinn Nefjólfsson, fimm höfðingjum utanför á fund Ólafs. „Snorri goði og Skapti löttu þess að leggja á þá hættu við Noregsmenn að allir senn færi af íslandi og þangað, þeir menn er mest réðu fyrir landi. Sögðu þeir að af þessi orðsendingu þótti þeim held- ur grunur á dregnar um það er Einar hafði getið að konungur myndi ætla til pyndinga nokkurra við Islendinga, ef hann mætti ráða. ..“ Sú afstaða sem birtist í ræðu Einars og raunar allri frásögninni til kon- ungs og konungsvalds er þveröfug við hug- myndir Konungs skuggsjár og myndi telj- ast til landráða og drottinssvika ef um þegna konungs væri að ræða. Engar heimildir eru til um viðbrögð Grænlendinga, þótt vitað sé að konungi tókst ekki kúga þá til hlýðni við sig og skattgjafa fyrr en tæpum työ hundruð og Jgörutíu árum síðar. En um það leyti sem Olafur helgi reynir að finna Grænlendinga til lýðskyldu við sig eru stórir viðburðir að gerast þar vestra, og hugir Grænlendinga standa suður til Vínlands fremur en austur um haf í konungsgarð. Ólafur helgi virðist ekkert hafa vitað um Vínland fremur en Hákon gamli eða höfundur Konungs skuggsjár. Hellulands, Marklands og Vínlands er hvergi getið í norskum ritum að fomu, og áhugi norskra konunga á nýjum löndum nær ekki vestur eða suður fyrir Grænland; í heimsmynd Norðmanna á þrett- ándu öld liggur Grænland við ysta jaðar veraldar. Konungs skuggsjá lýsir nokkuð þeim hættum sem steðja að skipum í Grænlands- hafi og gerir merkilega grein tyrir ástæðun- um til þess að „menn fara þangað í svo mikinn lífsháska"; hér veldur um „þreföld náttúra mannsins", segir hinn fomi meist- ari: „Einn hlutur er kapp og frægð, því að það er mannsins náttúra að fara þangað sem mikils er háska von og gera sig af því frægan. En annar hlutur er forvitni því að það er og mannsins náttúra að forvitna og sjá þá hluti er honum em sagðir og vita hvort svo er sem honum var sagt eða eigi. Hinn þriðji hlutur er fjárfóng, því að hvar- vetna leita menn eftir fénu þar sem þeir spyrja að féföngin em, þó að mikill háski sé annan veg við.“ Síðan leggur höfundur mikla áherslu á hve gróðavænlegt sé að versla við Grænlendinga; er „allt það sem þangað kemur af öðmm löndum, þá er það dýrt, því að það land liggur svo í ijarska við önnur lönd, að þangað fara sjaldan menn.“ Og á hinn bóginn fást þar ýmsir hiutir sem verðmætir þykja. í Konungs skuggsjá kemur glöggt fram að landið er ekki nógu byggilegt. „En oft hafa menn freistað að ganga upp á landið á þau fjöll er hæst em í ýmissum stöðum að sjást um og vildu vita ef þeir fyndi nokk- uð er þítt væri á landinu og byggjanda, og hafa menn hvergi það fundið nema þar sem nú búa menn og er það lítið fram með ströndinni sjálfri." Ef hinn lærði meistari hefði vitað eitthvað um Vínland og Vínlands- ferðir mundi hann víslega hafa getið þess. Einsætt er að hann hefur kynnst heimildar- manni sem hafði til bmnns að bera glögga þekkingu á Grænlandi og Grænlendingum. Það vekur því nokkra furðu að Vínlands er hvergi minnst í Konungs skuggsjá. Hafði Grænlendingum á þrettándu öld horfið úr minni það sem forfeður þeirra frömdu á hinni elleftu? Gerðu Grænlendingar bækur um fortíð sína þar sem skráðar vom frá- sagnir af landkönnun og leiðöngmm útsuð- ur frá Eystribyggð? Hugsanlegt er að höf- undur Konungs skuggsjár hafí heyrt frá- sagnir um Vínland er talið þær kerlingabæk- ur og ótækar í fræðirit. Hitt þarf enginn að efast um: ef íslendingur hefði skráð Grænlandslýsingu á borð við þá sem varð- veitt er í hinni norsku skuggsjá, þá hefði hann naumast komist hjá að geta Vínlands um leið, eins og raunar bregður fyrir í íslenskum ritum. (Sjá t.a.m. íslendingabók Ara, Landnámu, Ólafs sögu Tryggvason- ar og þó einkum Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, sem síðar verður vikið að.) Vínland var hluti af heimsmynd íslend- inga, eins og ráða má af eftiríarandi klausu í fomri landafræði: „Suður frá Grænlandi er Helluland, þá er Markland; þá er eigi langt til Vínlands hins góða . . .“ Nú er ástæða til að ætla að Norðmenn hafi lítt stundað siglingar til Grænlands allt fram á þrettándu öld, enda mun Grænlands- lýsing Konungs skuggsjár vera að ein- hveiju leyti skráð í því skyni að hvetja Norðmenn til að stunda farmennsku þang- að. Slík viðleitni gæti verið mnnin undan rifjum Hákonar gamla sem gerði sér ljósa grein fyrir því að hægra var að ná því ríki undir sem varð að treysta norskum kaup- mönnum en hinu sem réð sjálft yfír verslun og viðskiptum við aðrar þjóðir. Dæmi íslend- inga á þrettándu öld er hér til vamaðar. Eftirtektarvert má það kallast að í frásögn- um af Vínlandsfömm í Eiriks sögu rauða og Grænlendinga sögu er Norðmanna hvergi getið, en hins vegar koma þar íslensk- ir farmenn við sögu. Samkvæmt þessum sögum vom allir þeir sem tóku þátt í Vínlandsfömm annaðhvort grænlenskir eða íslenskir, að undanskildum einum „Suður- rnanni" (þ.e.a.s. Þjóðveija) og tveim Skot- um. Engum ætti að koma það á óvart þótt Norðmenn séu ekki riðnir við Vínlandsfarir eins og allt var í pottinn búið. í fyrsta lagi virðast heimildir benda í þá átt að fundur Vínlands hafi lítt verið kunnur í Noregi, jafnvel þótt Grænlendinga sagá hafi svo- fellda klausu: „ ... Bjami Heijólfsson kom utan af Grænlandi á fund Eiríks jarls, og tók jarl við honum vel. Sagði Bjami frá ferðum sínum, er hann hafði lönd séð og þótti mönnum hann verið hafa óforvitinn, er hann hafði ekki að segja af þeim löndum, og fékk hann af því nokkuð ámæli." Þó verður enginn Norðmaður svo forvitinn að hann reyni að kynnast þessum nýfundnu löndum. En Norðmenn höfðu það sér til afsökunar að Vínland var alltof langt í burtu til að fara þangað að svala forvitni sinni, gróðavon var minni en áhættan, sem hlaut að slæva kapp manna að sækja þangað frægð. Þó mun norsk vanþekking á landa fræði vestan úthafs valda hér mestu um. Framhald í næstu Lesbók. Höfundur er prófessor við Edinborgarháskóla. L J O Ð H O R N Bál í stakri björk Snorri Hjartarson (1906- 1987) hlýtur að verða (vera?) talinn tímamóta- maður í íslenskri ljóðlist af ýmsum ástæðum. Hann er myndvís með afbrigðum, málið leikur honum á tungu, en eink- um og sér í lagi endumýjar hann frá- sagnarhátt ljóða, formið ef menn kjósa að kalla það svo. Flest ljóð hans eru hefðbundin, en þó er hann aldrei bund- inn af hefð. Mér fínnst einatt, að hann hafí kostað kapps um að nýta sér kosti hefðbundins brags: að efla orðsins list með þeirri endurtekningu, sem rím og ljóðstafír eru vitaskuld, án þess að gæti þeirrar sjálfvirkni, sem oft vill verða. Hann beitir iðulega því stflbragði — víkur markvisst frá hefð að því leyti — að ljóðlína endar á rímorði, sem er efnislega mikilvægt, en setningafræðilega séð í miðjum klíðum. Mér fínnst Haust Snorra ávallt með bestu ljóðum sem ég les: Haust í dag er hlíðin hélugrá og rauð því haustið kom í nótt, ég sá það koma vestan vatn í gegnum svefninn; vatnið er hemað þar sem slóð þess 11 Þetta finnst mér fullkomin ljóðlist: næm náttúruskynjun, sem Snorra tekst að miðla lesanda sínum með myndvísi og nákvæmu orðavali. Haustið er per- sónugert, en ekkert er ofsagt, einskis orðs vant. I örfáum orðum er dregin upp mynd, sem allir skynja: „hlíðin hélugrá og rauð“, t)vatnið er hemað þar sem slóð þess lá“. Eg sá það koma vestan vatn. Sögnin fær ósjálfrátt meiri áherslu í huga lesanda af því að hún er rímat- kvæði móti lá, og þau binda ljóðið saman í óijúfanlega heild. Náskylt þessu ljóði er A Foldinni: Á Foldinni Á leið sinni upp frá sjónum milli skógar og akra hefur haustið numið staðar í nótt við staka björk, kveikt rautt bál og omað sér á höndum og horfið undir morgun á skóginn, til fjalls. Hér er aftur vikið að haustinu og það persónugert. Það kveikir „rautt bál“ í grænu sumarlaufskrúðinu, „ornar sér á höndum", en hverfur síðan til fjalls. Þetta Ijóð er að mestu óbundið, en hrynjandin er bundnari í seinni hlutan- um, sem gefur þeim línum meiri þunga auk þess sem þar eru sagnorð, sem bera uppi merkingu ljóðmyndarinnar og öll vísa þau til haustsins. SÖLVI SVEINSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.