Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 18
{ heiminum. Nokkrir gæða sér á ungverskum tertum — sem gefa Vínartertunum ekki eftir — í frægasta kaffihúsi Ungveija- lands, Gerbeaud, á meðan þeir horfa á götulífið. Ungverskt menntafólk safnast gjaman sam- an undir snjóhvítri styttu fræg- asta ljóð- og leikritaskálds Ung- veijalands, Mihály Vörösmarty, sem torgið dregur nafn sitt af. Götumálarar og söngvarar setja svip sinn á torgið og ungversk tónlist með ívafí af tataratónum hljómar í hveiju homi. Lífíð á torginu er núna létt og kátt, en á þessum stað, árið 1956, hófst ungverska uppreisnartilraunin — blóðugur hildarleikur, sem átti sér stað á mínu lífsskeiði og kannski þínu. Á Dónárbökkum Ferðamenn þreytast seint á að sitja á hinum fjölmörgu veitinga- húsum á bökkum Dónár, Pest megin og virða fyrir sér útsýnið yfír til Kastalahæðar Buda. í rökkurskilunum er gaman að sitja yfír kaffíbolla eða glasi af sól- sætu, ungversku víni og sjá þegar Kastalahæðin uppljómast í skini smíðajámsljósanna, horfa á bát- ana líða hjá og hlusta á róandi ámiðinn. íbúar á Kastalahæð risu upp, þegar átti að rífa niður gömlu smíðajáms-götuljósin og einn íbú- anna tók sig til og endumýjaði búnað þeirra í bflskúmum hjá sér — og þau lýsa nú til yndisauka fyrir gesti og gangandi. Upp úr ljósaviðgerðum í bílskúmum spratt eitt fyrsta einkafyrirtækið í Ungveijalandi „Candelabra Inc“, alþjóðlegt fyrirtæki er framleiðir götuljós í gömlum ungverskum stíl. Lýsandi tákn um breytta tíma. Efst á Kastalahæð Frá svölum og í gegnum boga- myndaðar hvelfíngar „Halász- bástya" eða Veiðimannavirkis efst á Kastalahæð — horfum við yfír til Pest. Virkið gæti verið frá miðöldum, en var í raun byggt í byijun 20. aldar. Turnar, svalir og bogagöng, er minna á ævin- týrabyggingar í Ðisneylandi, teygja sig eftir austurhlíð Kast- alahæðar og gefa stórkostlegan myndramma yfir til Pest — yfír til þinghússins á Dónárbökkum — staðsett og byggt líkt og breska þinghúsið á Thames-bökkum. Torg heilagrar þrenningar Frá upphækkuðum svölum horfum við í hina áttina yfir lífleg- an götumarkað við Torg heilagrar þrenningar, þar sem Matthíasar- kirkja stendur; þar sem súla þak- in englum og dýrlingum teygir sig upp í hæðir — reist sem þakkar- gjörð af eftirlifendum svarta dauða; þar sem riddarastytta af Stephani 1. konungi og dýrlingi Ungvetja gnæfír yfír torgið. A tyrkneskum yfírráðatíma var Matthíasarkirkju, helgustu kirkju Ungveijalands, breytt í mosku og kirkjan hefur gengið í gegnum mörg mótunarskeið og geymir rnerkt kirkjusafn. Franz Josef 1. var krýndur hér 1867, undir tón- spili Krýningarmessunnar eftir Liszt. Sagnarík stræti Það er gaman að ganga um brúnsteinslögðu strætin í Buda, þar sem annaðhvert hús virðist vera með skilti, sem sýnir að það er á minjaskrá. Hér eru fjölmörg lítil söfn, veitingahús og litlar verslanir. Innigarðar frá miðöld- um eru sérkennilega fallegir, en þar eru víða komin útiveitinga- hús. Konungshöllin geymir mörg söfn og gaman er að ganga á milli listaverka í hallargörðunum og virða fyrir sér margfalda virk- isveggi niður með hlíðunum. Heita vatnið og heilsuræktarstöðvarnar Ifyrir 2000 árum var rómverskt borgarvirki á Kastalahæð, nefnt „Aquincum" eða borg vatnsins. Upp úr iðrum jarðar á Kastalahæð streymir heitt vatn hlaðið orku- efnum eins og íslenska vatnið. Fyrstu heilsuræktarstöðvar í Ungveijalandi voru byggðar í Buda. Rómveijar nýttu sér heita vatnið og Tyrkir líka — hin frægu tyrknesku böð voru eitt af því fáa, sem blómgaðist undir 150 ára tyrkneskri hersetu í Ungveijal- andi — og þau standa enn! En ungversku sléttumar geyma líka heitar uppsprettur. í leit sinni að olíu fundu Ungveijar aðeins heitt vatn! En hver veit nema að það verði jafnvel gjöfulli orkulind en olían, þegar fram líða stundir! Áætlanir eru um að byggja fleiri heilsuræktarhótel við heita-vatns- uppsprettur og eins og komið hef- ur fram í fréttum munu íslenskir jarðhitasérfræðingar væntanlega aðstoða við þá uppbyggingu. Göngugatan - Váci utca Verslunargötunni, Váci utca í Pest, má líkja við Bond-stræti í London. Allan daginn er hún ið- andi af litríku mannfólki, enda er vöruval og verðlag freistandi. En útstillingar í búðargluggum eru oft villandi — verslunin er auglýs- ir gæti verið staðsett í hliðargötu eða lengra frá. Mikið er um list- Póstkassar eru skrautlegir í Búdapest. Séð úr Veiðimannavirkinu yfir til þinghússins. Á Vörösmarty-torgi. Séð úr veiðimannavirki á Kast- alahæð. munaverslanir með úrval af nýjum oggömlum munum — málverkum, kirkjumunum, útskomum trévör- um, postulíni og húsbúnaði. Hér er um auðugan garð að gresja fyrir þá, sem vilja gamlan fatnað. Ungverskur handiðnaður er líka mikið á boðstólum — útsaumaðir og ofnir dúkar, teppi, blússur og kjólar. En gestsaugað nemur fljótt endalausar biðraðir fyrir framan tvær verslanir, sportvörubúðina Adidas og hamborgarastaðinn Macdonald’s; byltingarkenndar verslunamýjungar — áður for- boðnar, sem Ungveijar sækja mikið í! Litríkur græn- metismarkaður Ævintýralegt er að heimsækja grænmetismarkaðinn í gömlu byggingunni, sem minnir á járn- brautarstöð. Hingað streyma bændur snemma á morgnana með ferskt grænmeti og ávexti, nýja kjúklinga og kjöt, enda er hér stöðugur straumur íbúa með inn- kaupakörfur. Borðin svigna und- an litríkum ávöxtum, geislandi af sólarhita og ferskleika — á gjaf- verði fyrir íslending. Kaupgeta Ungveija er líka býsna miklu minni en okkar, en meðal mánað- arkaup er rúmar 4000 íslenskar krónur! Margt óvenjulegt er á boðstólum eins og risasveppir og margvíslega löguð grasker, sem búið er að myndskreyta. Fiskurinn er dreginn spriklandi upp úr ketj- um og blóðgaður fyrir framan viðskiptavini. En frá fiskinum er hægt að ganga yfir í blómamark- aðinn, þar sem allt ilmar og ang- ar. Margrétareyja Ef þú þreytist á ys og þys í kringum verslanahverfin, þá er auðvelt að finna friðsæla vin úti á miðri Dóná — á Margrétareyju. Fyrir sjö öldum fól Béla konungur IV. Margréti dóttur sína guði á hönd í nunnuklaustri. Og prins- essan gaf upp lystisemdir heims- ins og settist að á litlu eyjunni, sem ber nafn hennar. Ennþá líta íbúar Búdapest á Margarétareyju sem hvíldarstað frá ys og þys hins daglega lífs. Inni í friðsælum skógarlundum standa heilsuhæli, útisundlaugar og íþróttasvæði. Eyjan er samfellt útivistarsvæði og vinsæll ferðamannastaður. Áhugaverðir staðir Búdapest er oft líkt við París og vissulega minnir ein fallegasta breiðgatan — Népköztársaság útja — á Champs Elysées í París. Sérhver bygging við götuna hefur sín einkenni — gosbrunn eða myndastyttu í garði — súlur eða hvelfíngar á framhlið. Frægasta byggingin er Ríkisóperan, en hana prýða styttur af 16 óperuskáldum. Þar ber hæstan Franz Liszt, sem hélt fyrstu tónleika sína í Pest aðeins 12 ára. Við enda götunnar blasa við hin stóru listaverk á Friðartorginu — táknrænir minn- isvarðar um sögu og baráttu Ung- veijalands fyrir sjálfstæði sínu. Á miðju torginu er steintafla til að minnast þeirra er létu lífið í ung- verska stríðinu. Mörg merk söfn eru við torgið. Handan Friðart- orgsins byijar listigarður Búda- pest, sem nær yfir 250 ekrur. Þar er meðal annars tilbúið vatn fyrir skemmtibáta og kastalasafn. Ungversk veitingahús Fyrir nokkrum árum var skorin upp herör í Ungveijalandi gegn óhollu mataræði, en ungverskt bændafólk þótti neyta of mikils feitmetis. Þessar ábendingar hafa greinilega verið teknar til athug- unar, en ungverskur matur er mjög til fyrirmyndar, blandaður bragðmikilli papriku og margs- konar grænmeti. Ungverskt gúll- as þekkja allir, en hvergi er það matreitt eins og í sínu heimal- andi. Ungversk gúllassúpa er líka þess virði að prófa bragðið. Fiski- súpa er þjóðarréttur hjá Ungveij- um og þeir blanda gjarnan öllu handbæru grænmeti út í — stund- um fljóta beinin líka með! Erfitt getur verið að velja á milli veit- ingahúsa í Búdapest. Þó má nefna tvö gamalkunn veitingahús, bæði í Pest. „Mathias Pince" er vel til þess fallið að eiga þar góða kvöld- stund, en vissara að panta með fyrirvara. Sérkennilegt andrúms- loft hvílir yfir veitingahúsinu, Apostolok eða Postulahúsinu í gömlu járnbrautarstöðinni, þar sem básamir eru tileinkaðir postulunum með tilheyrandi myndum af þeim og tilvitnunum. Margt er sjá í nágrenni Búda- pest, svo að um það mætti rita aðra grein. Oddný Sv. Björgvins 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.