Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 7
helgaði_ sig kennslunni og eigin hugleiðing- um. „Ég var hræddur, hræddur við að skapa," segir hann og hlær við um leið og hann dregur hnitmiðaðar callígrafíur á blað- ið fyrir framan sig með stórum bambus- pensli. „Sterk löngun til að flýja raunveru- leikann lýsti sér í því að ég sökkti mér niður í kenningar og fræði búddhatrúarinnar og byrjaði að íhuga kerfisbundnar hugsanir. Ég ákvað að vinna þessar hugsanafléttur yfir í arkitektúr. Þetta reyndist, eins og gefur að skilja, afar erfitt og mér fannst ég vera að sökkva í botnlausri kviku.“ Upp- haf kerfisbundinna hugsana í arkitektúr Aida birtist í húsi hans, „hús eins og tening- ur“, sem er eins konar risateningur sem lent hefur utan í fjallshlíð, þannig að talan einn snýr upp, þ.e.a.s. einn þakgluggi, talan sex snýr niður og er þá átt við þær sex súlur sem húsið stendur á, tveir gluggar á einni hliðinni, þrír á annarri o.s.frv. Næsta hús Aida var „hús eins og Mondr- ian-mynstur“. Grunnmynd hússins byggir á stíliseruðu mynstri einnar af myndum Mondrians og víða í húsinu koma fyrir flet- ir sem byggja á litamynstrum Mondrians. Það er engin tilviljun að Aida hreifst af mynd-uppbyggingu Mondrians og Die Stijl- stefnunnar, því að geometrían sem kemur fyrir í þessum verkum er í höndum Aida náskyld japanskri geometríu, eins og glöggt má sjá af ýmsum sérhlutum í húsinu. Með þessum tveimur húsum er teningnum að nýjum áfanga í hönnun Aida kastað. Upp úr þessu fara hús Aida að taka á sig mynd eininga sem hlaðið er upp á vissan, fyrírfram ákveðinn hátt. Þessar einingar eru stórar og fáar í byijun en verða síðan minnni og fleiri og leikurinn einskorðast ekki einungis við það að hlaða upp kubbun- um heldur líka við að láta þá hrynja og þannig skírskota til rústa fallinna húsa. Borgin sem leikvangur Þegar Aida byijaði að gæla við leikkubba- hugmyndina voru fyrstu húsin í þessari seríu sett saman úr hlutfallslega stórum kubbum eða einingum. Hver kubbur var þá stór hluti hússins eins og til dæmis þakið á kubba- húsi nr. 1, þar sem þakið er aðeins tveir þrístrendingar. Það má segja að flestir jap- anskir arkitektar leggi í verkum sínum mikla áherslu á að mynda tengsl milli vestrænnar og austurlenskrar menningar. Verk Aida eru að stórum hluta leikur að geometríu líkt og í japanskri formhönnun, sem gengur svo langt að þess er vandlega gætt að jafnvel maturinn sem þeir taka sér til munns sé framreiddur eftir geómetrísku mynstri. í kubbahúsi númer 1 er megin upp- byggingin samhverfa en til að bijóta upp þetta ósveigjanlega form hefur Aida skotið einni súlu undir enda annars þrístrendings- ins sem myndar þakið og þar með gefíð húsinu ósamhverft yfírbragð. Þessi súla, „munamochibashira", er gripin beint úr hefðbundinni byggingarlist Japana þar sem hún var af mörgum Japönum talin vera hið eina og sanna tákn fyrir hús. Kubbahús Aida eru öll staðsett í Tókýó, þar sem Aida hefur teiknistofu sína. Hann segir að sér myndi aldrei detta í hug að byggja kubbahús t.d. í Koyto sem er hin sögulega borg Japans, heldur eingöngu í Tókyó. „Tókýó hefúr vaxið gífurlega síðustu áratugi og hefur náð þeirri stærð, að í dag hefur borgin ekkert heildarform. Tókýó er borgin þar sem ekki þarf að taka tillit til heildarinnar né nágrennisins, heldur er hver hlutur sjálfstæð eining við hlið annars. Það þýðir því að Tókýó er eins konar leikvang- ur, full af leikföngum af öllum stærðum og gerðum og andstæðumar frekar en sam- stæðumar eru það sem gefur umhverfínu gildi." Þetta viðhorf skapast að nokkm leyti af því að Japanir hafa mjög sérstæða af- stöðu til borga. Fyrir þeim er borgin anti- náttúra og þar hefur því allt náttúmlegt samhengi hlutanna minna gildi en annars. FYrir Aida er arkitektúr ekki bara að raða hlutunum rétt saman og gefa þeim viðeigandi liti heldur fær hvert hús sina þróunarsögu sem lýsir þeim forsendum sem hönnunarvinnan byggir á. Kubbahús númer 6 byggir t.d. á þeirri hugmynd að gefa í skyn þann feril að kubba- kassinn sem kubbamir hugsanlega hafa verið í í upphafi sé tæmdur í þeim ásetn- ingi að raða í hann aftur og þannig verður húsið til eftir hugmynd þess sem í hann raðar, þ.e. þess sem leikur leikinn. Kubba- hús númer 10 byggir hinsvegar á hugmynd um vissa uppbyggingu og tortímingu henn- ar. Frosin augnablik Ánægjan af kubbaleiknum felst ekki ein- göngu í því að raða þeim upp í vissa heildar- mynd heldur líka einnig í því að sjá þá Aida: Hús eins og teningur, 1971. Takefumi Aida: Kubbahús nr. X, 1984. númer 10. Þar hefur hann raðað kubbunum þannig upp að þeir mynda hefðbundið hús- form. Síðan hefur hann hrint niður einu homi hússins og kubbamir sem hrundu af- marka þá húsagarðinn á þann hátt að þeim er lítillega raðað upp til að mynda girðingu eða öllu heldur garðmúrinn sem umlykur garðinn. Til að styrkja þetta þema um hmn kubb- anna og til að leggja áherslu á að þeir séu að hrynja nákvæmlega á því augnabliki sem skoðandinn virðir fyrir sér húsið, hefur Aida komið fyrir kúlu efst í skarðinu, sem mynd- ast hefur við hmnið. Svo virðist sem þessi kúla eða bolti muni á næsta augnabliki rúlla eða skoppa niður í garðinn fyrir neðan. „Hér er hreyfingin, sjálft hmnið. fryst á því augnabliki sem það stendur yfír og hjálpar því áhorfandanum til að ímynda sér umbrotjn sem eiga sér stað þegar húsið heldur áfram að hrynja, og gerir þannig áhorfandann að virkum þátttakanda í verkinu." í stómm dráttum þá er Aida hér að vinna með samhengi tíma og rúms. Fortíð, nútíð og framtíð, þ.e. uppbygging hússins, sá tími sem húsið stendur og notast og svo niður- níðsla hússins, undan tímans tönn, er hér haglega fyrirkomið í einu augnabliki. Húsið dregur því áhorfandann með en það er ein- mitt tækni sem Japanir hafa fært sér í nyt í aldaraðir, bæði í listum og arkitektúr og ekki síst í garðhönnun sinni. Eitt af megin markmiðum allra arkitekta er samband hins ytra og hins innra í hveiju verki þeirra. Hefðbundin byggingarlist Jap- ana var fyrst og fremst byggingarlist hins innra og tenging þess við garðrýmin utan- húss. Aida hefur lagt sérstaka rækt við þetta samband og þróað það markvisst í kubbahúsaseríu sinni. í Kubbahúsi númer 10 hefur Aida tekist að leysa sambandið „úti/inni“ á sérstakan hátt, því leikkubba- hugmyndin er allsráðandi í innréttingum hússins. Leikkubbamir sem maður sér þeg- ar komið er að húsinu fylgja manni inn í húsið. Litasetning hússins er líka sú sama úti og inni og byggir hún á litamynstri hinn- ar hefðbundnu leiklistar Japana, kabúki- leikritanna, en þar eru vissir litir notaðir annað hvort til að draga athygli áhorfan- dans að vissu atriði í leiknum eða til að dreifa henni um allt sviðið. Einn liður í því að tengja innréttingar og útlit hússins sam- an er að endurtaka uppbyggingu hússins innan dyra. Eins konar súla eða viti sem stendur mitt í tröppunum upp á efri hæðina og tengir ferðalag íbúanna milli hæða er hluti af heild- arhugmyndinni, uppbygging kontra tortím- ing. Á toppi þessarar súlu er boltinn sem sest utan á húsinu endurtekinn, sem stór kúlulaga lampi sem gegnir því hlutverki að lýsa upp stigaganginn. Þannig er bæði efni- viður hússins og uppbygging ein heild hvort sem upplifunin er utan húss eða innan. Fyrir Aida er alvaran leikur en hann fylg- ir samviskusamlega þeirri lífsreglu sinni að taka leikinn alvarlega. „Nútíma samfélag byggist á sömu mikilvægu þáttunum og samfélög fyrri tíma,“ segir Aida, „og það ætti að vera takmark okkar allra að samein- ast um þessi þýðingarmiklu atriði. Ég kaus ekki að vinna með leikinn sem mitt framlag af persónulegum ástæðum, heldur vegna þess að hann er mikilvægur, alþjóðlegur þáttur í lífí voru. Með öðrum orðum, ég einblíni á þetta tjáningarform því ég vona að hugmyndir mínar um leikinn sem slíkan geti átt sinn þátt í að auðvelda okkur leitina að því sem við öll eigum sameiginlegt". Höfundur er arkitekt í Reykjavík. Takefumi Aida: Kubbahús nr. 1, 1979. Innrétting setustofiinnar byggir á sömu grunnhugmynd og allt húsið. hrynja og sjá hina óvæntu mynd sem eftir stendur þegar öll ósköpin eru gengin yfír. Með öðrum orðum, þá felst viss gleði í bæði uppbyggingu og tortímingu kubba- hleðslunnar. „Því fleiri og fjölbreyttari kub- bar og því meiri vinna sem lögð er í upp- bygginguna, því tilkomumeiri er tortímingin og sú mynd sem eftir stendur þegar hrunið er yfírstaðið." Einmitt þetta þema hefur Aida unnið með í síðasta kubbahúsi sínu, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.