Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 19
Lesendabréf Ópersónuleg þjónusta á New York-hóteli Hér birtist fyrsta bréfið í lesendaþjónustu Ferðablaðs- ins, en lesendur eru eindregið hvattir til að láta frá sér heyra um hverskonar uppákomur á ferðalögum. — Ég get ekki látið hjá líða að greina frá óþægilegri reynslu er við hjónin urðum fyrir á síðasta ferðalagi okkar til New York — ef sú reynsla yrði til þess að forða einhveijum frá því að lenda í svipuðu. Við ætl- uðum að taka flugið til Keflavík- ur um kvöldið og nota tímann frá hádegi í smáferðalag. En einhversstaðar varð farangur okkar að vera í millitíðinni og ætlunin var að geyma hann á hótelinu. A mínútunni klukkan ellefu vorum við mætt við lyftuayr á 35. hæð til að komast niður í móttöku. Biðin eftir hinum 10 lyftum hótelsins reyndist taka rúman hálftíma! Stúlkan í mót- tökunni brást hin versta við tíu mínútna seinkun frá lögbundn- um tíma — klukkan 11.30 — til að ganga frá herbergisreikn- ingi og þurfti að beita lagni til að hálfsdags aukagjald legðist ekki ofan á. Klukkan var að verða tólf og lestin átti að leggja af stað klukkan eitt — næsta ekki fyrr en klukkan fjögur og þá var dagurinn að mestu búinn. Nú var allt undir þjónustulið- inu komið, að þeir yiðu hjálps- amir með farangurinn. „Það verður einhver að vera í her- berginu til að kvitta fyrir mót- töku farangursins," sagði ein- kennisklæddi maðurinn við borð „bjöllukafteinsins". „Já, en töskumar standa frágengnar á gólfínu og við erum að missa af lestinni." „Það kemur mér ekkert við,“ sagði hinn góði maður! Við báðum eins vel og okkur var unnt, að hann myndi þá senda mann — ekki seinna en strax — eftir töskunum. Bið- in eftir, að við værum losuð við töskumar, tók rúma tvo klukku- tíma — þrátt fyrir óteljandi símhringingar og bænarorð. Það var ekki fyrf en klukkan að verða þijú, sem okkur tókst að komast út úr þessu risa- stóra, ópersónulega hótelbákni. Það hæfði tekið okkur fjóra klukkutíma að borga herbergið og koma farangri okkar í geymslu! Svar: Þið hafið greinilega verið á þeim tíma, þegar allir hótelgestir í helgarfríi voru að fara. í svona stórum hótelsam- steypum er eins gott að hafa tímann fyrir sér, því þjónustu- liðið er býsna oft fastbundið á reglur og lítið um undantekn- ingar fyrir einstaklinga. Það er skiljanlegt, að verði að kvitta fyrir móttöku á farangri, sem er á ábyrgð þess er tekur á móti. En þjónustan var fram úr hófi dónaleg og sein — sann- arlega ástæða til að kvarta yfir henni við viðkomandi hótel- stjórn. Þar sem allt er svo stórt í sniðum. Rjúpnaveiðar eiga vax- andi vinsældum að fegna Rjúpnaveiðitíminn stendur nú sem hæst og er í heildina séð bara þó nokkuð af ijúpu þótt veiðin gangi upp og ofan eins og jafhan er. Fuglafræðingar telja að ijúpnastofiúnn hafi nú náð hámarki og nú sé farið að síga niður á við. Rjúpna- veiðar eru nú stundaðar af vaxandi hópi áhugamanna og námskeiðahald fyrir skotveiðimenn, bæði í vopnaburði og búnaði, eru haldin jafnt og þétt. Hvernig á að skjóta og hvern- ig á að búa sig. Einnig hvernig lesa eigi á áttavita og svo framvegis. Veiðilendumar eru víða og þeg- ar athugun hófst hvar veiðimenn megi veiða, þá kom fljótt í ljós, að betra er að segja frá því hvar ekki megi veiða. Það má til dæm- is ekki veiða á friðlýstum svæðum, friðlöndum eins og á Hornströnd- um svo eitthvað sé nefnt. A afrétt- um ætti enginn að geta bannað skotveiði nema að einhver veruleg hætta sé á ferðum, hins vegar ráða bændur hver yfír sinni land- areign og líta þeir ekki allir skot- veiði hýru auga. Margir bændur banna ijúpaskytterí á jörðum sínum, en aðrir leyfa það. Það er því deginum ljósara, að spyija verður landeigendur ávalt um leyfí. Ein af ástæðunum fyrir því að bændur og raunar almenningur allur lítur ijúpnaveiði misjöfnu auga er ugglaust sá stigsmunur sem er á þeim sem veiðamar stunda. Þá kemur upp í hugann skilgreining manna á hugtakinu sportveiðimennska. Nú er farið að auglýsa íslenskar ijúpnaveiðar á erlendri gmnd og hafa þýskir og bandarískir skotveiðimenn lýst áhuga sínum á að koma hingað til lands og freista gæfunnar, raunar hafa þeir fyrstu þegar stig- ið á land. Þeir leggja allt upp úr því að skjóta fuglinn á flugi og þykir það afar vandasöm skot- mennska og þar af leiðandi sport- veiði. Fjöldi íslenskra veiðimanna sem aðhyllast hið svokallaða flug- skytterí fer einnig vaxandi. Aftur á móti eru þeir einnig til sem vilja veiða ijúpuna með stórtækari hætti. Þeir vilja ganga að heilu hópunum og ná sem fiestum á einu bretti. Skjóta fuglinn sitj- andi. Til er einnig í dæminu þar sem margir hópar em á afmörk- uðu svæði, að hreinlega smala þeim saman í þéttari hópa og ná þannig sem flestum fuglum á sem skemmstum tíma. Þetta finnst mörgum ekki vera sportveiði, en þó era það slíkir veiðimenn sem oftast nær hafa veitt jólaijúpum- ar hjá þeim sem ekki stunda skot- veiði. Þetta em stórtækir veiði- menn og því ekki alls staðar jafn vel séðir. Sem fyrr greinir, er nú farið að skipuleggja skotveiðiferðir hingað til lands og má gæsin einnig vara sig í þeim eftium. íslenskum skot- mönnum fjölgar einnig, en þeir em flestir sem fara til að veiða i matinn fyrir sig og sína. Með þessum aukna áhuga hefur það færst aðeins í vöxt, að bændur hafi tekið sig til og leigt veiði- mönnum svefnpokapláss og jafn vel morgunverð gegn vægu gjaldi. Það er mikið öryggi samfara því að fara til ijúpna með þeim hætti, því beri eitthvað út af, veit sveita- maðurinn allt uih ferðir viðkom- andi, en það er kunnara en frá þurfí að segja, að árlega er leitað hér á landi að fleiri eða færri ijúpnaskyttum sem týnast án þess að hafa gert nægilega vel grein fyrir ferðum sínum. Gerir það leit alla erfiðári að sjálfsögðu. Sveitamennimir þekkja landið manna best og væri allra hagur að skotveiðar á vetuma væm í samvinnu við þá. Veiðimenn geta fengið aukið öryggi og vitneskju um veiðilendumar, bændur geta haft tekjur af. MARKIÐ ER STERKT MEÐ gjaldeyri i jþýzkum mörkum er yfirleitt hægt að life góðu lífi erlendis. I mörgum löndum er kaupmáttur marksins meiri en í Þýzkalandi. Það er ekki alltaf dvalarkostn- aðurinn, sem úrslitum ræður um val á áfangastað í sumarleyfínu. En eigi að síður er verðsaman- burður í hinum ýmsu löndum, sem til greina kemur að ferðast til, oft tekinn með í reikninginn, þegar ferðaáætlanir em gerðar. Ferða- skrifstofur miða upplýsingar sínar um mismun á kaupmætti við væntanleg útgjöld 4 manna Qöl- skyldu í nokkurra vikna orlofi erlendis. í Vestur-Þýskalandi er saman- burður á dvalarkostnaði í hinum ýmsu löndum byggður á könnun, sem vestur-þýzka hagstofan lætur gera á misseris fresti. Þar sem upplýsingar em ekki nægjanleg- ar, em gerðir sérstakir útreikn- ingar, þar sem miðað er við dæmi- gerð vörukaup — aðallega í höfuð- borg viðkomandi lands — þegar fólk dvelur erlendis nokkum tíma. Hagstæðasta landið fyrir v-þýzka markið er enn 1988 Tyrk- land. Þar fá menn rúmlega helm- ingi meira fyrir peningana sína en í Vestur-Þýskalandi. Annað í röðinni er Grikkland, þar sem kaupmáttur marksins er einum þriðja hagstæðari, og síðan koma Júgóslavía, Portúgal og Banda- ríkin. En í þeim löndum, sem Vestur-Þjóðveijar fara mest til, Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Aust- urríki, er verðlag mjög svipað og í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi (svo að hinu rétta nafni sé einu sinni komið að. Innskot þýð.). En að venju em Norðurlönd og Sviss dýr. í flestum löndum, sem Vestur- Þjóðveijar ferðast til í orlofí, hef- ur kaupmáttur marksins minnkað lítillega, en þó hefur hann minnk- að um 16 af hundraði í Júgó- slavíu, en í Grikklandi, Spáni og Portúgal milli 2 og 5 af hundraði frá því f fyrrasumar. Aðeins Bandaríkin hafa orðið ódýrari vegna falls dollarans. Ekki er á næstunni að vænta neinna teljandi breytinga á kaup- mætti marksins í Mið-Evrópu eða í flestum ríkjum Evrópubanda- lagsins. Öðm máli gegnir um Grikkland, Júgóslavíu og Tyrk- land, þar sem dýrtíðin mælist með tveggja til þriggja stafa tölum. (Úr þýzka tímaritinu „Travellors World“.) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.