Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 12
M I N N I SPUNK T A R 1 9 8 8 Vínlandsferðir - völd og frelsi Arið 1247 kom Vilhjálmur nokkur kardínáli til Noregs sunnan úr Rómi, og var það erindi hans að vígja Hákon gamla undir kórónu. Kardínáli kom við í Englandi á leiðinni norð- ur, og þar reyndu menn að telja hann frá að I Konungs skuggsjá kemur glöggt fram að landið er ekki nógu byggilegt: „En oft hafa menn freistað að ganga upp á landið á þau Qöll er hæst eru í ýmissum stöðum að sjást um og vildu vita ef þeir fyndi nokkuð er þítt væri á landinu og byggjanda, og hafa menn hvergi það fundið nema þar sem nú búa menn og það er lítið fram með ströndinni sjálfri.“ ljúka ferðinni, þar sem Norðmenn væru grimmir og mundu naumast gefa honum sæmilegt fæði. Sturla Þórðarson kennir öf- und Englendinga um þennan óhróður, og má það til sanns vegar færa, en þó mun andúð á Norðmönnum einkum hafa stafað af þeim orðrómi sem norskir víkingar öfluðu sér á Englandi frá ofanverðri áttundu öld og fram á hina elleftu eða jafnvel lengur. En rógur enskra manna átti sér enga stoð í reynslu Vilhjálms, eins og ljóst er af ræðu þeirri sem hann flutti í höfuðveislu eftir vígsluna. Þar lofar hann guð fyrir „að eg sneri eigi aftur, sem eg var eggjaður. Var mér og sagt að hér væri menn líkari dýrum en mönnum, en mér sýnast þeir vera með góðum aðferðum... Mér var sagt að eg mundi lítið brauð fá og lítinn mat, engan drykk nema blöndu eða vatn. Nú sé guði lofaður að eg hefi hér alla hluti góða, þá er betra er að hafa en missa." Lítill vafí getur leikið á því að Hákon gamli átti drjúgan þátt í að siðmennta hirð- ina og norsku þjóðina yfírleitt, enda virðist hafa verið mikill munur á þeim brag sem setti svip sinn á æðri stéttir Noregs þegar líða tók á konungdóm Hákonar og þvi sem tiðkaðist um daga afa hans Sverris konungs (d. 1202). Hákon sótti sér fyrirmyndir sunn- an úr álfú, lét snara frönskum höfðingjasög- um á norsku og á ýmsa lund aðra gerði hann sér far um að semja sig að hætti sið- aðra manna. Allt um það var Hákon mikill Norðmaður, enda má greinilega kenna skyldleika með honum og forfeðrum hans sem setið höfðu á veldisstóli í Niðarósi og Björgvin. 2 Höfuðrit Norðmanna fyrir siðaskipti, Konungs skuggsjá, mun að öllum líkindum hafa verið skráð um það leyti, sem Vilhjálm- ur kardináli nýtur norskrar gestrisni. Bókin er mjög í sama anda og siðaviðleitni Hákon- ar gamla, enda þykir ekki ósennilegt að Konungs skuggsjá kunni að vera samin undir handaijaðri hans. Bókinni má skipta í tvo hluta: annars vegar er bálkur um kaup- menn og farmennsku og hins vegar er langt mál um konung og hirðmenn; er þar sérstök áhersla lögð á afstöðu manna til konungs og skyldur hans við þegna sina. í ritinu fer mikið fyrir þeim kristilega húmanisma sem gekk um álfuna á þeim tíma, og annað ein- kenni þess er kurteisi, ekki einungis sú hæverska sem tíðkaðist með hirðum kon- unga, heldur einnig prúðmennska á öðrum vettvangi. Konungs skuggsjá á það sam- merkt með ýmsum fræðsluritum álfunnar fyrr á öldum að hún er viðræða tveggja manna; annar er þá spyijandi og hinn fræð- ari; hér eru það feðgar sem ræðast við: sonurinn leggur margvíslegar spumingar fyrir föður sinn og kemur aldrei að tómum kofym. I kaupmanna bálki er þremur löndum lýst, íslandi, Grænlandi og írlandi. Enginn A þessu forna og frumstæða korti er strönd Norður-Ameríku í einhverskon- ar framhaJdi af Grænlandi og þar sjást skrifuð örnefnin Helluland, Markland og Skrælingjaland. vafi getur leikið á því að þessi þijú lönd vaka fyrir höfundi af þeirri einföldu ástæðu að um þessar mundir hafði Hákon gamli hug á að leggja þau undir sig. Barátta hans gegn sjálfstæði íslendinga hlaut raunar stuðning frá Vilhjálmi kardínála árið 1247, meðan hann er í Noregi: „Þetta sumar var vígður til biskups Heinrekur Kársson til Hólastaðar á íslandi. Vilhjálmur cardinalis sagði það ósannlegt að ísland þjónaði eigi undir einn konung sem öli önnur lönd í ver- öldu. Var þá sendur út með hans ráði Þórð- ur kakali með Heinreki biskupi. Skyldu þeir flytja það erindi við landsfólkið að allir játað- ist undir ríki Hákonar konungs og slíkar skattgjafir sem þeim semdi. Þetta sumar var sendur til Grænlands Ólafur biskup og skyldi hann hafa slíkt erindi." Svo hermir Sturia í Hákonar sögu gamla en í Þórðar sögu kakala segir á þessa lund: „Vetri eft- ir Haugsnessfund kom hingað í Norðurlönd og.til Björgynjar Vilhjálmur kardínáli, send- ur af páfa Innocentio til þess að vígja Há- kon konung undir kórónu ... Hákon kon- ungur lét Gizur og Þórð kæra mál sín, svo að kardínálinn var við, og lét tjá honum alla málavöxtu þeirra. En er kardínálinn heyrði og skildi mannalát þau er Þórður hafði fengið í skiptum þeirra Gizurar þá veik hann þar mjög eftir og þótti jafnan sem hans hlutur myndi hafa við brunnið. Vildi hann það eitt heyra að Þórður færi þá til Islands en Gizur væri þar eftir, kvað það og ráð að einn maður væri skipaður yfir landið ef friður skyldi vera. Þá var og vígður Heinrekur biskup til íslands til Hólastaðar og dró hann mjög fram hlut Þórðar við kardínálinn og svo við konunginn. Var þá og allkært með þeim biskupi og Þórði. Um sumarið Ólafsmessu var Hákon konungur vígður undir kórónu. Hafði hann þá veislu mikla út í naustinu. Þá var það ráðið að Þórður skyldi út og var hann þá skipaður yfír allt landið til forráða." Hákon konungur hefur vafalaust talið að bæði íslendingar og Grænlendingar kæmust brátt undir vígða kórónu hans, en þó gekk Grænland ekki _ á hendur honum fyrr en árið 1261 og ísland á árunum 1262 og / Eftir HERMANN PÁLSSON Þessar vopnaleyfar, sem fundust við fornleifauppgröft vestra, eru taldar norræn- ar og þykja sanna að norrænir menn hafi verið þarna á ferð. / bók um siglingar á víkingatímabilinu eftir Frank R. Donovan eru leiddar líkur að því að hinir innfæddu, sem Þorfínnur karlsefhi og hans menn kom- ust í tæri við og nefhdu Skrælingja, hafí verið af þeim þjóðfíokkum Indí- ána, sem nefhdir voru Iroquois eða Algonquins. 1264. Þórður kakali (d. 1256) lagði meiri áherslu á að ná þjóðinni undir vald sitt en konungs, og tafði það fyrir ráðagerðum Hákonar. Þó getur lítill vafí leikið á því að árið 1247 verða þáttaskil í baráttu Hákonar gegn frelsi íslands; með vígslu sinni og stuðningi kardínála og kirkjuvalds varð hon- um miklum mun auðveldara að ráða niður- lögum þeirrar þjóðar sem forðum hafði óhlýðnast Haraldi hárfagra og vildi heldur vera frjáls á fjarlægri eyju en þjóna kon- ungi sínum heima í Noregi. Um írland gegnir sérstöku máli. Þegar hér var komið sögu réðu Englendingar yfír nokkrum héruðum þar, og vitaskuld vildu írar losna við slíkan ófögnuð úr landi sínu. Um áhuga Hákonar á Irlandi er frásögn Sturlu helsta heimildin. í þættinum af vest- urför Hákonar sumarið 1263 segir svo í Hákonar sögu gamla: „Þá er Hákon kon- ungur kom í Suðureyjar, komu þau orð af Irlandi, að þeir buðust undir hans vald og þóttust mjög þurfa að hann kæmi af þeim ófrelsi enskra manna, því að þeir héldu þá alla hina bestu staði með sjónum. Konungur sendi þá út Sigurð Suðureying að skynja með hverju írar byði honum út þangað." Nokkru síðar er konungur staddur við Mel- ansey. „Þar komu til hans þeir menn er hann hafði sent til írlands og sögðu að írar vildu halda allan herinn um veturinn, til þess er Hákon frelsaði þá undan valdi en- skra manna Hákon konungur var mjög snúinn á það að sigla til Irlands, en al- þýðunni var það mjög á móti skapi. Og með því að eigi byijaði út þangað, þá átti konung- ur þing við lið sitt og lýsti því að hann vildi gefa öllum orlof að sigla til Suðureyja, því að herinn hafði vistafátt." Frá Melansey vestan við Skotland er skammt yfir til ír- lands, og saga vestrænna þjóða kann að hafa orðið öll önnur ef byr hefði gefið vest- ur til írlands og Hákon fengið að ráða ferð- inni. Það er engan veginn ósennilegt að írar (sem voru tiltölulega miklu Qölmennari þá en nú) hefðu getað hrakið Englendinga úr landi með hjálp Norðmanna og náð þann- ig frelsi að nýju. En Hákoni gamla auðnað- ist ekki að styðja sjálfstæði írlands, þótt honum yrði ekki skotaskuld úr því að tortíma frelsi íslendinga og Grænlendinga. í írskri samtíma heimild er minnst dauða Hákonar hinn 16. desember 1263 með svofelldum orðum: „Ebdonn, rí Lochlann, do ég i n- innsib Orc ic techt a n-Erinn.“ („Ebdonn" er afbökun á nafni Hákonar, en klausan merkin „Hákon Noregskonungur lést í Orkneyjum á leið til írlands.") Vesturför Hákonar 1263 varð engan veginn til að styrkja veldi Noregs fyrir vestan haf, og þrem árum eftir dauða hans varð Magnús lagabætir að láta Suðureyjar og Mön af hendi við Skotakonung en fékk þó að vísu dágóðan skilding fyrir. Árið 1266 hagar því málum á þá lund að Noregur ræður yfir eylöndum Atlantshafs: Hjaltlandi, Orkneyj- um, Pæreyjum, íslandi og Grænlandi, en hefur þá misst öll sín lönd fyrir sunnan og vestan Péttlandsfjörð. 3 í lýsingu Konungs skuggsjár á íslandi er töluverður fróðleikur um hvali, eldfyöll, hveri, ölkeldur, jökla og jökulvötn, en svo undarlega bregður við að hvergi er minnst á íslenska þjóð, og raunar er ekkert í ís- landslýsingu þessari sem bendir til þess að landið sé byggt. Öðru máli gegnir um lýsing-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.