Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 14
Mercedes Benz 190 er sem fyrr glæsivagn. notkun beltanna þægilegri. Ódýrustu gerð- imar af 190 bflnum kosta milli 1.400 og 1.700 þúsund krónur. Af öðrum breytingum hjá Mercedes Benz má nefna að allar gerðir frá 200 hafa ABS bremsukerfið innifalið í verði og reyndar hefur það lækkað ef menn vilja fá það í 190 bflinn. Kostaði það yfír 100 þús. krónur áður. Chrysler Hjá Jöfri fengust þær upplýsingar að nokkrar útlitsbreytingar yrðu á Dodge Shadow ES Turbo gerðinni. Meira gerist þó í vélarhúsinu, þar er að finna 2,5 1 150 hestafla turbó vél í stað 2,2 146 hestafla turbó vélar. Þessir bílar eru væntanlegir í iok nóvember og verða með miklum auka- búnaði, rafmagni í rúðum, allæsingum, þeir eru sjálfskiptir með vökvastýri og sport- felgum. Sömu sögu er að segja um Plymo- uth Sundance RS hvað varðar lýsingu og búnað en verð þessara bfla liggur ekki end- anlega fyrir. Dogde Spirit og Plymouth Acclaim eru nýjar gerðir frá Chrysler en ekki er reiknað með þeim hingað til lands fyrr en eftir ára- mót. Þeir verða báðir með 2,5 1 vélum og líklega fáanlegir með eða án turbó. B I L A R 9 8 9 ■ ■ Fáar stórbreytingar Mazda - Lancia Mazda fjölskyldan er fjölbreytt sem fyrr og meðlimir eru bæði stórir og smáir. Sá. minnsti, 121 gerðin, kostar kringum 500 þús. kr. í staðgreiðslu og er með 1100 eða 1300 vél 56 eða 66 hestöfl. Hann er 3 dyra, 4 eða 5 gíra og er á 12 tommu hjólbörðum. Mjög margar gerðir eru til af 323 bílnum, 3, 4 eða 5 dyra, svonefnd hatchback út- færsla og sedan og skutbfll. Hann er fáan- legur með 1300, 1500 eða 1600 vél, sjálf- skiptur með vökvastýri og sóllúgu og yfír- leitt þeim aukabúnaði sem menn vilja hafa. Hér verður haldið áfram að segja nokkrar frétt- ir af bílum árgerð 1989 sem standa til boða á íslandi. Eins og getið var um í síðasta þætti er það mjög misjafnt sem umboðin geta boðið af nýjungum. Sumar gerðir bíla Eftir JÓHANNES TÓMASSON voru endumýjaðar frá grunni með árgerð 1988 og hafa því lítið breyst síðan, aðrir bjóða nýjungar núna og enn aðrir luma á einhveiju sem á eftir að koma í dagsins ljós. Mercedes Benz ■ Ýmsar breytingar eru sjáanlegar á 190 gerðinni frá Mercedes Benz eftir að hafa verið á markaði lítt breyttur í fímm ár. Að utan ber helst að nefna eins konar hlíf sem nær frá sflsum og upp undir miðja hlið bflsins. Látur hennar er í samræmi við lit bflsins, ýmist dekkri eða ljósari. Þá má nefna nýjar vindskeiðar undir stuðurum að framan og aftan og eru þær örlítið síðari en verið hafa. Bfllinn er einnig orðinn 28 mm lengri og breikkar um 12 mm vegna hinna nýju hlífa. Gluggalistum hefur og verið breytt. Þetta eru í sjálfu sér ekki miklar útlits- breytingar en þær gefa bflnum samt nýjan svip. Að innan ber helst að nefna að ný gerð áklæða er á sætum. Öryggisbelti í aftursæt- um falla niður ( sætið en liggja ekki laus og hægt er að stilla nokkuð hæð á upp- hengju fyrir belti í framsæti. Allt gerir þetta Volvo 440 er rökrétt framhald af 340 bílnum og nú framdrifinn. Mazda 323 - ekki stórbreytingar hjá Mazda í ár. Sá ódýrasti, 3 dyra, 1,3 1, 5 gíra LX Super special kostar í staðgreiðslu kr. 517 þús- und, sé hann tekinn 4 dyra er verðið komið í 570 þús. kr. Skutbíllinn kostar 609 þús. kr. Þá býður Mazda enn 626 bílinn sem náð hefur mikilli útbreiðslu hér. Hann er til í álíka fjölbreyttu úrvali og 323, með 1,8 eða 2 1 vél, 5 gíra og ailtaf vökvastýrður. Verð- ið nær frá 826 þús. kr. upp í yfír 1.100 þús. kr. Skutbíllinn kostar 980 þús. kr. sjálf- skiptur. 929 bíllinn er til með 2,2 1 vél, 115 eða 136 hestöfl, sjálfskiptur með vökvastýri og kostar 1.181 til 1.315 þús. kr. Bílaborg býður einnig Lancia skutluna sem svo er kölluð í þremur gerðum. Vélin er sú sama 1000, 45 hestafla og 5 gíra kassi og er verðið frá 370 til 390 þús. kr. Volvo Volvo er sem fyrr til í sömu gerðum og Frá Chrysler kemur þessi nýi Plymouth Sundance.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.