Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 9
Ljóð I sjénvarpi 20. névember Unglíngurimi í skóginum Teikning': Jón Engilberts. Abari frá Sabari Saraba í Arabíu og veit altaltaltaltaltaltalt. Alt. (Hún:) Þú veist ekki eitt, ert ekki neitt Hann iaut yfír lindina, las það sem speglast í gárun- um. Og degi tók að halla og dagur tók að hljóðna, eóian dúrar, aftanskin í lundi. Meðan kiiður dagsins í kveldsins friði eyddist og niður lagsins í eldsins iði deyddist rétti hann mér höndina, benti til sólar og saung: Eia ég er skógurinn skógurinn sjálfun morgunskógurinn drifinn dögg demantalandið; ég er miðdegisskógurinn, málþrastaharpan; kvakandi kvöldskógurinn, rökkurviðurinn reifður hvítum þokum; grænklæddur gaukmánuður guðlausra jarðdrauma, himneskur losti heiðinnar moldar. Og skepnan öll drekkur sig drukkna undir mínum laufum. Ég er hundraðlitur haustskógarsinfónninn og sjá, blöð mín falla, þau falla til jarðar og deya troðin stígvélum fuglarans. Og haukarnir setjast á hvítar greinar. Og hundar galdramannsins snuðra í fólnuðum lauf- haddi mínum. Þá þótti mér ég fara að gráta og þá vaknaði ég. Eftir HALLDÓR LAXNESS Mig dreymdi ég geingi útí skóg einsog í fyrra þegarég gekk útí skóg með stöllu minni; og stóð ein í rjóðrinu við lækinn. Og þá kemur únglíngurinn í skóginum með úngan teinúng í hendi, klæddur skikkju ofínni úr laufum. Og hann hleypur frammá bakkann, lýtur niðrað læknum, eys upp vatni í lófa sér, þeytir á loft og segir: (Hann:) Eia! Eia pérlur! Eia gimsteinar! Eia leikur leikur í sólskini útí skógi! Hver fór í skóginn, kysti animónur og hló, animónur og animónur og fór að gráta? Táta, kondu litla nótintáta að kyssa pótintáta útí skógi! (Hún:) Svei attan. (Hann:) Títa, litla grýta, liljan hvíta, mýrispýta, lindaigullið og eldflugan mín, hér kem ég að sjá þig, sjá þig, Máni frá Skáni kominn af Spáni til að sjá þig, spámáni frá Skáni skámáni frá Spáni frá Skámánaspáni og á þig, á þig - (Hún:) Aldrei skaltu fá mig! (Hann:) 0 ég veit alt um þig alt hvað þú ert lítil lítil og skrýtin, þvi ég er Safír frá Sahara i Aharabiu Saba í Abaríu og veit alt, Ljósið Nið er í göngum náma en nið það birta upp lampar. Myrk er nótt en mergð stjama lýsir. Myrkur er manns í brjósti en hvorki lýsir lampi þar né stjama, týra ei nein né gneisti glórir þar. Ó, skynsemi örm, sem þóttast mjög og þykist vera ljósker. Sért ljósker þú þá lýs mér feti áfram. Ég heimta ei það af þér að huluna þú gagnsæja mér gerir, það banablæjulín er þekur fyrir það, sem er fyrir handan. Ég eigi spyr, hvað einhvemtíma ég verði. Ég spyr um þetta eitt: Hvað er ég? Og hvers vegna er ég? Skóp eðlið manninn fyrir sjálfan sig? Fyrst hann er þegar heimur fyrir sig? Hvað, eða skóp það hann sem veslan hring í þeirri risakeðju sem kallast mannkyn? Og ber oss aðeins oss til gamans lifa? En væta ei brár með veröld þeirri er græt- ur? Hve margir vom sem að sugu blóð? úr annarra bijóstum til eigin nota og hrepptu ei neina hegning fyrir það? Hve margir voru er buna létu blóð úr eigin bijóstum í annarra þarfir og hrepptu ei laun nein þó samt fyrir það? En hvað skal fást um það — því þessir menn til gagns fyrir aðra er offrað hafa sér þeir unnu ei það í eigin launa skyni en vildu aðeins velferð náungans. Nú vannst þeim þetta? Velferð náungans. Þar er sú spum, sem þyngst er allra spuma. Ei hin er aðspyr: „Vera’ eða ekki vera? — Hvort þessir menn þá gerðu nokkurt gagn þeim heimi, sem þeir fómfærðu sig fyrir. Og mun þá eitt sinn upprenna sú tíðin, sem vondum gerir geig, en góðir þreyja, hinn eftiræskti alfarsældardagur? Og eftir alltsaman: Hvað er þá farsæld? Því farsældina sinn í hveiju sér og ef til vill sá enginn þó hið rétta — og kannski er þetta sem við köllum lukku. Og milljónir allra vorra óska jafnmargir glætugeislar nýrrar sólar sem mókir ennþá undir sjónarhringnum uns loks hún rís í víðum veldisljóma. Ó, veri svo! Ó, væri hér í mannheim vorum markmið sem á að stefna ómaks væri vert svo áfram, áfram alltaf mætti keppa, uppfylling vona færi viss í hönd. Æ, en ef því er alveg gagnstætt farið: ef eram vér sem vorblóm, ört er spretta, en eins fljótt visnuð detta, ef fljótt sem rís og fellur bylgjuhver, vart fæddir deyjum vér sem kaststeinn upp í loft sem hent er hátt á hauðrið fellur bratt . sem göngumaður háa hlíð upp klífur Og loksins kominn upp á efstu brún í skyndi aftur skriðnar oní dalinn. og ef að svo um alla eilífð gengi upp og svo niður, upp og aftur niður ó, skelfíng, skelfing! Hver það ei leiddi í hug né fann til þess hann kenndi ei enn til fulls á frostbitranni, hann veit ei enn hvað frost er, — feigðar- frostið er með dröngli klaka er áþekkt eitumöðra er í bijóst sig læsti og lætur blóðið í æðum stirðna. Snöggt hún úr réttir og hringandi sig hálsinn fast í kringum, hún bítur oss til bana. Síðasti maðurinn Hvað mun það vera, er hvelfist yfir mér, hvort er það himinhvolfið eða grafhvolf? — Nú það er grafhvolf! — þar í ró und ijáfri hin risavaxna líkþró — jörðin — liggur. Og það sem skein mér yfir höfði — hvað var það? Er sól það eða grafarlampans ljós? Já, grafarlampi er glætuskini slær, rauðfölu á sortann, sem var allt í kringum. Ó, dumba þögn! En þei, þei, hvað er sem eg heyri? Hvort fugl? Hvort kveður fljóð? Nei, nei, ei fuglakvak né fljóðasöngur er það. Nei, ormar kroppa í kistum náinn þurra, er þöglir hvfla þar með luktum augum, sem fyrr af heiftum eður ástum brannu. Þá augun luktust, helstirð urðu hjörtun. Viðlíkt sem í vændishúsagluggum þá gægjast skækjur — góndu blygðlaust saman. Drambvísi, fólska, fyrirlitning, öfund, þeim augun lukust, helstirð urðu hjörtun, hin litlu víti er hundrað djöfla höfðu með afspring öllum innibyrgt í sér, þar glaðkynt logbál lasta hafði brannið en samt ei viljað brenna út til ösku. Nú allt er þetta úti — allt í svefni. Róglygar sofa, rof á svömum tryggðum, föðurlandssvik og sérhver ókynjan. Og enda það; — sem þeim var fyrr á hælum, samviskubitið; það á undan þeim var löngu dautt og horfið burt úr heimi. Hins nýja tíma kynslóð þekkti það ei nema af afspum eða svo sem skröksögn. Já, allt er þetta úti — allt í svefni. Helstimuð hjörtun, augun afturlokuð. Og ég, einn allra, eftir er á lífi í þessa grafhvolfs geysivíða tómi og bíð hér órór eftir seinum gesti. Ég bíð hér eftir dauðanum. O, dauði! Hvað dvelur þig, því kemur þú svo seint? Hvort uggir þig að ég þér bjóði í glímu? Það skaltu ei hrellast, því samur er ég ekki og fyrram þá í fíflskum ofurhuga á hólm ég gekk við heiminn og mín forlög. Kom, þér er óhætt, ég er ekkert nema einn hljómtónn veikur, — hvirfla þú mér burt. Ég strax þér fylgi, stimpast ei við þig. Ég nú er ekki nema veikur tónn. Vert þú þá vindurinn og blás mér burt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.