Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 5
vélum í því skyni að ungur maður njóti konuástfif. Og ;í öðru lagi tekur Óvíð skýrt fram að heilræðin séu einkum ætluð snauð- um mönnum, enda þurfi hinir ríku ekki á neinni hjálp að halda. Pamffll er svo fátæk- ur að honum er vonlaust að vinna stúlkuna nema með þeim ráðum sem Óvíð kenndi. Hingað og þangað í gömlum íslenskum sögum og rímum er vitnað í Óvíð, en með því að hugmyndin er að spjalla um Háva- mál, þá er best að fara ekki langt út í slíka sálma. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna Gibbons sögu sem er ein af þessum hressi- legu lygisögum sem lærðir íslendingar á fjórtándu öld ortu af þeirri einföldu ástæðu að þeir höfðu ekkert þarfara fyrir stafni í bili og gátu ekki látið sér detta neitt skárra í hug. Þegar kemur að þeim stað í sögunni að nú verður að gera grein fyrir fegurð Flórentínu, þá getur hinn óþekkti höfundur ekki orða bundist. „En þess sver eg á trú mína, segir sá er ævintýrið setti, að ef eg hefða’g klerkdóm, margfræði og orðgnótt Ovidii af amor að tala, þá skylda eg saman setja eigi minni bók en bibliam af hennar prýði og kurteislegumlistum.“ Klerkdómi, margfræði og orðgnótt hins rómverska skálds hefur löngum verið við brugðið, enda gætir furðu víða áhrifa frá Óvíð í letrum þessa heims. Hér er ástæða til að minnast þess að á miðöldum voru verk hans lesin af miklum áhuga, og þeir sem ortu á latínu tóku hann sér mjög til fýrirmyndar. í bók- menntasögu álfunnar er tólfta öldin stund- um kölluð öld Óvíðs, en áhrif hans voru ekki einskorðuð við latneskar bókmenntir, heldur gætir þeirra einnig í skáldverkum á ýmsum þjóðtungum vesturlanda. Og nú getum við með góðri samvisku látið Klæng Þorsteinsson, Jón helga og Hóla í Hjaltadal eiga sig í bili og undið bráðan bug að verkefni dagsins, Hávamál- um sjálfum og því sem handan þeirra býr. Hins vegar erum við engan veginn laus við Óvíð, enda eru áhrif hans á þetta megin- kvæði þjóðarinnar miklu drýgri en nokkur dauðlegur maður virðist hafa látið sig dreyma um. Ýmsar vísur í Hávamálum sýna glöggan skydleika við frægasta verk Óvíðs, De arte amandi, sem fyrsti ritskoðari þjóðar- innar bannaði námfúsum prestlingi að lesa. 2 Bókarheitið De arte amandi, merkir „Um listina að elska", og með því að norðlenska er mér öllu tamari tunga en latína og reykv- íska, þá leyfi ég mér að kalla frægasta verk Óvíðs Manvélar, enda er hér um að ræða orð sem Óðinn sjálfur þurfti ekki að skamm- ast sín fyrir, ög raunar virðist bregða fyrir bergmáli frá Óvíð í Hárbarðsljóðum, þar sem Óðinn segir berum orðum: Miklar manvélar eg hafða við myrkriður, þá er eg vélta þær frá verum. „Ég beitti miklum ástarbrögðum við myrkriður og ginnti þær frá bændum sínum.“ Þrætt er um hvað orðið „myrkrið- ur“ merkir, en sumir telja að þær hafi ver- ið fjölkunnugar konur sem renndu göndum að næturlagi. Annars þykir ærið vafasamt að treysta Oðni þegar hann vík.ur máli sínu að konum, enda virðist hann hafa þverbrot- ið tvö heilræði sín. Annað var að sofa aldr- ei hjá fjölkunnugri konu, og hitt að teygja sér ekki annars manns konu að eyrarúnu. Ummæli Óðins um afrek sín á tilteknu sviði minna rækilega á þau ráð sem Pdm- fílusi voru gefin í gamanleiknum sem ég nefndi rétt áðan: „Nú fyrir því að hún játar eigi fyrst þinni ræðu, þá haga svo með vél eða þjónkan að hún játi, því að vél fylgir lævísum manni, vél lægir harðan hug.“ Þegar viðræður á borð við Hárbarðsljóð sýna skyldleika við Pamfílus, þá er ástæðu- laust að leita langt til skýringa; slíkt ættar- mót mun yfirleitt stafa af því að hvoru- tveggja verkið hefur stuðst við Óvíð, enda eru ýmis vandamál í sögu íslenskra bók- mennta miklum mun einfaldari en oft hefur verið talið. Manvélar Óvíðs skiptast í þrennt, rétt eins og heimurinn á dögum Snorra í Reyk- holti. Tveir fyrstu hlutarnir kenna karl- mkönnum hvernig þeir eigi að sigra konur í ástum, en það eru einmitt kaflarnir sem Jón helgi gat ekki sætt sig við, en síðasti þriðjungurinn fræðir konur hvernig þær eigi að beita töfrum sínum og slægð í því skyni að eignast þann mann sem fellur helst í geð. Ovíð var ekki einungis mikið skáld, heldur hafði hann einnig býsna glöggan • skilning á því hveiju geði ungt fólk stýrir, konur jafnt sem karlar, en hér er enginn tími til að ræða slík*!g$L. 3 Eitthvert skýrasta dæmið um áhrif Óvíðs á Hávamál er 92. erindi sem hljóðar á þessa lund: Fagurt skal mæla og fé bjóða sá er vill fljóðs ást fá, líki leyfa hins ljósa mans. Sá fær er fríar. Hér er skáldið auðsæilega að minna á kenningar meistara Óvíðs, hvernig menn skuli gilja konur. Með örfáum, einföldum orðum leiðir versið grun að þeim atriðum í Manvélum hins rómverska skálds sem fýstu hug ungra manna til munúðlífis og Jón Hólabiskup kunni svo illa við. Hlutverk þess- arar vísu var sem sagt ekki það eitt að kenna mönnum drög manvélum heldur einn- ig að beina athygli þeirra að versabók Óvíðs sem svo er kölluð. Ritskýrendur munu yfireitt vera á einu máli um það að þessi vísa sé ort af Óðni sjálfum, enda er hann eina skáld okkar að fomu sem notar orðið manvélar á svipaða lund og gert er í þessum fyrirlestri. Óðinn er talinn eitt af höfuðskáldum álfunnar í ómunatíð og oftast nær furðu skemmtilegur í þokkabót, og þó rámar mig ekki í að nokk- ur fræðimaður hafi reynt að semja skrár yfir þær bækur sem hann hafði kynnt sér á langri skáldsævi. Að fornu þótti lítið koma til þeirra manna sem sóttu allt vit sitt í eitt rit, enda skyldi enginn láta sér til hugar koma að Óðinn hafi verið einnar bókar maður. Fleiri letur hafa verið karli tiltæk en Manvélar Óvíðs. Vitaskuld hefur þessum ljóðasmið dottið ýmislegt snjallt í hug, en hitt mun þó sönnu nær að sá sem orti Háva- mál var allt of mikið skáld til að taka hug- myndir aðallega frá sjálfum sér. Og í því skyni að átta sig á eðli Hávamála, uppruna og tilgangi er nauðsynlegt að bera kvæðið saman við þær bækur sem skáldið kann að hafa lesið, enda eru fyrirmyndir að kvæði jafnan einhver öruggasti lykill sem völ er á að merkingu þess. í vísunni sem ég fór með áðan er efsta setningin (Sá fær sem fríar) orðskviður sem á sér ýmsar hliðstæður, svo sem „Sá fær sem falar," „Sá hefir krás sem krefur," „Sá hefur brek sem beiðist" og svo framvegis. Sögnin að fijá merkti að „elska, unna“, en hér virðist hún gegna víðtækara hlutverki, sem sé bæði að elska eitthvað og einnig að þrábiðja um það. í Pamfílusi er vikið að sama efni: piltur á ekki að guggna þótt stúlkan sé treg í tuskið: „Þrálátur kaupandi fær að lokum vöru sem seljandi hafði áður með eiðum neitað að væru falar.“ Nú vill svo skemmtilega til að í Flóres sögu og Blankiflúr sem er þrettándu aldar þýðing á franskri ástarsögu frá tólftu öld bregður sömu hugmynd fyrir:„Ástarfullur maður kemur því fram er hann vill, ef hann leggur mikinn hug á.“ Þetta er mjög í anda Óvíðs sem hvetur unga menn til að gefast ekki upp þótt viðleitni þeirra í kvenna átt beri lítinn árangur framan af. Flóres saga og Blankifúr er um pilt og stúlku rétt eins og skáldsaga Jóns Thóroddsen. Þau stunda nám með sama meistara. „En þegar er þau höfðu aldur til og náttúru, þá tóku þau að elskast af réttri ást. En þau námu þá bók er heitir Ovidius de arte amandi, en hún er gerð af ást, og þótti þeim mikil skemmt og gleði af, því að þau fundu þar með sína ást.“ Einsætt er að þetta unga fólk Flóres og Blankiflúr þurfti ekki að beita slíkum lærdómi frá meistara Óvið, sem lætur sér öllu annarra um unga menn sem hafa ekki rænu á að koma ár sinni fyrir borð og þurfa því á leiðbeiningum skáldsins að halda. „Hvað er kletti harðara,“ spyr Rómverjinn, „og hvað er vatni mýkra? Þótt vatn sé mjúkt, þá holar það harðan stein.“ Ef þú ert iðinn við kolann, þá vinnur þú stúlkuna um síðir. Haltu þér við efnið og þá færðu ósk þína uppfyllta að lokum. Beittu mælsku þinni, en gættu þess að verða adrei of lærð- ur eða leiðinlegur. Sá fær er fríar. 4 Fyrstu fimm vísuorðin í 92. erindi Háva- mála teja upp þrennt sem maður á að gera til að fá konu til ásta. I fyrsta lagi að beita fagurmælum, í öðru lagi að bjóða henni fé, og í þriðja lagi að hrósa fegurð konunnar. Allt þetta kemur heim við kenningar Ovíðs og ragnar er hægt að bera hvert atriði út af fyrir sig saman við tiltekna staði í Man- vélum hans. Nú eru til þeir skýrendur sem treysta reynslu skáldsins sem orti Hávamál öllu betur en þeim bókum sem hann hafði lesið. Og ekkert virðist einfaldara og sjálf- sagðara en að gefa ungum manni slík ráð, ekki síst ef skáldið hefur jafn mikla reynslu að baki og Óðinn sjálfur. Þó mun tvímæla- laust mega gera ráð fyrir því, eins og raun- ar annars staðar í bókmenntum fyrri alda þar sem mönnum eru kenndar ákveðnar aðferðir til að sigra konur, hafi skáldið sætt áhrifum frá Óvíð. Góðum höfundum er nú einu svo farið að þeir treysta oft öðr- um skáldum betur en sjálfum sér, enda gera menn sér yfirleitt enga grein fyrir skáldlegu eðli venjulegra hluta fyrr en af- burða ljóðasmiður hefur gert sér þá að yrkis- efni. Hávamál eru ærið vitni því til sönnun- ar að andúð Hólabiskups á Óvíð hefur eng- an veginn drepið áhuga forfeðra okkar á hinu glæsilega fornskáldi Rómar, og hins er þó rétt að minnast að um daga Jóns helga voru verk Óvíðs stunduð af miklu kappi í múnkaklaustrum í Frakklandi og annars staðar í vesturálfu. Höfund Hávamála skorti þann klerkdóm, margfræði og orðgnótt Óvíðs sem getið er um í Gibbons sögu enda stiklar Öðinn á stóru og lætur sér nægja hálfkveðið orð þar sem Rómveijinn yrkir eina kynngi magnaða málsgrein eftir aðra. „Fagurt skal mæla“ segir skáldið í norðri og veit þó vel hvert förinni er heitið, en Óvíð hefur annað orð- bragð og öllu nákvæmara:„Ást skal ala með blíðum orðum,“ segir hann, og bergmál af þessu má enn greina í Pamfílusi sem ég nefndi áðan: „Fögur ræða nærir ást.“ Þegar Pamfílusi og Hávamálum svipar saman, er skýringin ofur einföld: hvort verkið um sig hefur orðið fyrir áhrifum frá Óvíð. Á öðrum stað segir hið rómverska fomskáld að hægt sé að sigra stúlku með mælsku, á sama máta og unnt sé að sveigja hug alþýðu, dómara og þeirra sem eiga sæti í öldunga- ráði. Og þegar Óðinn talar um að „bjóða fé“, þá gleymir rómverska skáldið ekki fá- tækum ungmennum sem hafa ekki efni á að ausa peningum í kvenfólk: „Ég ræð þér ekki að gefa konu dýrmætar gjafir heldur einungis litlar, en veldu þessar smágjafir af stakri bragðvísi." Óneitanlega býr langt- um meiri kurteisi í Manvélum Övíðs en Hávamálum. Þegar Rómveijinn ræður manni að gefa stúlku ódýrar en smekklegar gjafir, segir Óðinn berum orðum að henni skuli bjóða fé, rétt eins og verið sé að manga vöru úti á torgi. Hávamál víkja þó að litlum gjöfum í öðru sambandi. Þegar kemur að þriðja atriðinu, lætur Óðinn sér nægja einf- alt og óljóst ráð: maður skal lofa líki hins ljósa mans. Um slíka hluti hefur Óvíð margt að segja. Hver kona, segir hið rómverska skáld, telur sig eiga ástir skilið; þótt hún sé ófríð, þá geðjast henni vel af fegurð sinni: „Þú skalt ekki þreytast á að lofa andlit hennar, hárið, fagra fingur, smávax- inn fót.“ Það er aðal góðskálda að leggja sérstaka áherslu á smáatriði. Þeir Óvíð og Óðinn eru á einu máli um það að menn eigi ekki að vera deigir í loforðum sínum við konur, hvað sem um efndir verður. Loforð glepja ungar meyjar, segir skáldbróðir Óðins frá Róm, og þú skalt ákalla hvert goð sem þú vilt þér til vitnis. Það hlægir Júpíter á upphæðum sínum þegar elskendur ijúfa eiða sína. Og það var raunar vandi Júpiters að sveija Júnó konu sinni eiða sem hann braut. Með því að Júpíter sjálfur tekur slíkum meinsærum svo léttilega, þá þarf engan að undra þótt Óðinn leyfi sér að þyrma ekki eiðum sínum. Baugeið Óðinn hygg eg að unnið hafi. Hvað skal hans tryggðum trúa? Suttung svikinn hann lét sumbli frá og grætti Gunnlöðu. Og nú rifjast upp hin illu iðgjöld sem Óðinn lét Gunnlöðu fá eftir að hún hafði lukt hann liðum og hann hafði þegið geð hennar allt og gaman. Bæði Óvíð og Óðni þykir sjálfsagt að karlmenn bregði heitum sínum við konur. Bert eg nú mæli því að eg bæði veit: brigður er karla hugur konum. Þá vér fegurst mælum er vér flást hyggjum. Það tæiir horska hugi. Hér eins og víðar í Hávamálum sækir Óðinn hug- myndir sýnar úr suðurátt enda virðast Manvélar Óvíðs hafa verið skáldinu hugfólgnari en'fTestár bækúr’ ácfr-" ar, og þó var bókaskápur hans betur skipaður en marg- ur hyggur. Óvíð segir eitthvað á þessa lund: „Ef þú ert vitur þá glepur þú einungis stúlkur og þó þannig að þú bíðir enga hnekki við sjálfur. Að þessum svikum einum undanskildum skaltu halda einurð þinni og tryggð.“ 5 Sú aðferð sem Óvíð mælir með í því skyni að sigrast á konum kemur ekki einungis fyrir í Hávamálum heldur einnig í Skálda- sögu sem mun hafa verið ort einhvern tíma á þrettándu öld og er enn varðveitt með hendi Hauks Erlendssonar lögmanns, frá árunum 1306 til 1308 að hyggju Stefáns Karlssonar, en hann þekkir ritstörf Hauks öðrum mönnum betur. í Skáldasögu hagar svo til að Haraldur hárfagri tók virðulega veislu á Húsastöðum á Norðmæri með Ingi- björgu hinni auðgu frændkonu sinni. Þar voru með honum skáld hans, Auðun ill- skælda, Þorbjörn hornklofi og Ölvir hnúfa og margir aðrir göfugir menn. Ekkjan þjón- aði sjálf og var veislan hin besta. Hún var væn kona og hin kurteisasta. Hún skenkti Auðuni skáldi eitt dýrshorn um kveldið. Hann tók hönd hennar með hominu og mælti:„Þú ert fríð kona, og stórvel líst mér á þig, og ef þú vilt að eg sofi hjá þér í nótt, þá vil eg gefa þér gullhring þenna er kon- ungur gaf mér og þar með marga hluti aðra ef þú vilt þiggja.“ Hún svaraði:„Þetta mun þér vera ekki alhugað, því að þú munt vera dmkkinn, en konungur mun verða þér reiður ef hann verður var við þetta.“ Auðun svaraði. „Ekki sé eg fyrir því, ef þú vilt samþykkja." Hún sér hringinn og sýnist fagur og mælti: „Af því að mér gest vel að þér og mætti þetta leynt verða, þá mun eg gera þinn vilja, ef þú vilt svo fram fara sem eg vil. Þú skalt koma til skemmu minnar er þriðjungur er af nótt, en eg skal svo ráð fyrir gera að opið skal vera skíðgarðshliðið og þær þijár hurðir er fyrir skemmunni eru.“ Næst hittir hún Þorbjöm homklofa og semst svo um með þeim að þau skuli eiga launþing saman í skemmu hennar, en þó stefnir hún honum til sín nokkm síðar en Auðuni. Og hið sama gerist með þeim Ingi- bbjörgu og Ölvi hnúfu. En ævintýrinu lýkur þó með ósköpum, því að ekkert skáldið kemst inn til ekkjunnar, heldur urðu þau öll læst utan dyra, hvert í sínu lagi, og norpa þar í nepjunni fram á morgun þegar þau fundust að lokum hálfkróknuð úr kulda. Hér er rétt að geta þess að í Manvélum sínum gerir Óvíð ráð fyrir því að ástfanginn maður komi að læstum dymm, og má þó ekki láta slíkt á sig bíta, heldur á hann að leggjast niður þar úti fyrir í þeirri von að stúlkan linist við þrábeiðni mannsins og láti undan að lokum. Ástæða er til að ætla að höfundur Skáldasögu hafi raunar þekkt Manvélar Óvíðs. Þetta ævintýri af norskum skáldum er tvímælalaust skemmtilegasta dæmið um áhrif Hávamála á fornsögur, þótt þeirra gæti vitaskuld víðar svo sem í Ynglinga sögu Snorra, Bjarnar sögu Hítdælakappa og Fóstbræðra sögu, eins og ráða má af skýringum á þessum sögum í íslenskum fornritum. En það gerir Skálda- sögu kátlegri en aðrar frásagnir af skyldu tagi að höfundurinn hefur steypt saman tveimur þáttum úr Hávamálum. Annars vegar er hollræðið að beita fé og fagurmæl- um í því skyni áð vinna konu, og hins veg- ar hljóta skáldin þijú svipaða háðung af Ingibjörgu á Húsastöðum og Óðinn varð að þola af hendi Billings meyjar í Hávamálum. Billings mær hefur valdið fræðimönnum miklum heilabrotum, og er þó óþarfi að gera sér angur út af slíkum hlutum. Þessi sólhvíta mær býður Óðni heim á tilteknu kveldi, og rétt eins og ekkjan fagra á Norð- mæri, þá vill hún halda ástarfundi leyndum. „Allt eru ósköp,“ segir stúlkan við skáldið, „nema einir viti slíkan löst saman.“ Ekki er launþing, nema leynt sé. Heilan dag situr Óðinn í reyri og bíður þess með mikilli eftir- væntingu að tími sé kominn til að þiggja boð hennar. Hann hugsar gott til glóðar, riQar upp fyrir sér heilræði meistara Óvíðs og gerir svofellt ágrip af Manvélum hans: Fagurt skal mæla og fé bjóða sá er vill fljóðs ást fá, líki leyfa hins ljósa mans. Sá fær er fríar. En andlegur undirbúningur hins brigða skálds er þó allur unninn fyrir gíg. Þegar Óðinn kemur heim til hins ljósa mans um LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. SEPTEMBER 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.