Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 8
... Það er svo löng saga, sagði hann hægt. Elskaðirðu hana, spurði ég. Það er svo löng saga, endurtók hann. Ég rankaði loks við mér, og hætti að spyija hann út í myndina. Borga þeir sæmilega núna, spurði ég. Já já, svaraði hann, en bætti svo við eins og hann vildi slá út í aðra sálma: Má ekki bjóða þér aðra appelsínu? Og kaffitár með, spurði hann. Ég fláði aðra appelsínu og sötraði kaffið með. Þunnt og volgt. Væri þér ekki sama þótt ég birti eitthvað af þessu spjalli okkar í blaðinu, spuði ég. Énn færðist hann undan. Æ, hvers vegna ertu einlægt að biðja mig um þetta, sagði hann við mig. Ég vil ekki vera í neinu blaði. Þú veist það. Pjandi er hann þrjóskur, karlinn, hugsaði ég með mér og reyndi ákaft í huganum að finna mér eitthvert þægilegt ráð til þess að fá hann til að samþykkja birtingu viðtals- ins. En mér datt ekkert í hug. Ég lauk úr bollanum og stakk upp í mig síðasta rifinu af appelsínunni. Síðan bjóst ég til að fara. Við vorum komnir fram í forstofu, ég var búinn að klæða mig í frakkann og hnýta á mig kuldaskóna, þegar hann spurði allt í einu hikandi: Áttu ... áttu nokkur aukaeintök? Aukaeintök, endurtók ég og vissi varla hvað hann átti við. Já, ekki ættirðu tvö aukaeintök af blaðinu þínu sem ég gæti fengið ef þú birtir við- talið við mig? Þau ... þau mættu sosum vera gölluð. Við handsöluðum þetta samkomulag. Ég skyldi fá að birta viðtalið gegn því að hann fengi tvö aukaeintök af blaðinu. Eg... ég þyrfti að fá þau fyrir jólin, bætti hann við. Ég lofaði honum því. Mætti ég ekki senda mann til þín í vinn- una á morgun, að taka mynd af þér, spurði ég í dyragættinni. Viltu taka mynd af mér í vinnugallanum? Ég vil ekki sjá svoleiðis myndir, sagði hann. Hann sneri sér við og hvarf inn í stofu sína aftur. Að vörmu spori kom hann til baka og rétti mér gamla mynd af sér. Ég tók þegar eftir því að nefið á honum var beint á mynd- inni. Hafðu þessa í blaðinu, sagði hann. Nokkrum dögum síðar birtist greinin. Ég hafði lagt í hana allan þrótt minn. Þetta var róttæk, harðorð grein um bágan hag þess fólks sem „fyrst kveikti eldana í þjóð- félaginu, en aldrei hefur notið þeirra“, eins og ég orðaði það í inngangi mínum að grein- inni. Viðtölin fylgdu með. í samtalinu við gamla samstarfsmann minn af eyrinni lagði ég áherslu á lakan kost þeirra, sem stund- uðu eyrarvinnu, og vísaði til eigin reynslu. En svo bætti ég öðru við. Raunar hugsaði ég lítið um þessa viðbót, fannst hú nauða- ómerk. Hún átti einungis að skerpa örlítið þá mynd sem ég hugðist gefa lesendum blaðsins af bágum hag hins aldraða erfiðis- manns. Ég sagði að hann byggi í litlu húsi. Síðar, þegar mér hefur orðið hugsað'til þessara orða, þá hef ég sannfærst æ betur um að hús hans er ekki svo lítið. Það er vissulega lágreist og lætur ekki mikið yfir sér, en samt eru mörg hús minni en það. Þetta hugleiddi ég hins vegar ekki fyrr en síðar ... Ég sendi honum aukaeintökin eins og um var samið. Síðan leið tíminn. Grein mín hafði vakið athygli og umtal, og tryggt stöðu mína á blaðinu. Nú fór af mér orð sem ungum, róttækum blaðamanni sem vænta mætti mikils af. Tekið var að vora, þegar mér varð af til- viljun gengið niður að höfn. Þetta var sólrík- ur dagur, en fremur svalur. Hann blés úr norðri. Ég tók eftir því að sitthvað hafði breyst á eyrinni. Brettin gömlu, sem ég hafði eitt sinn hlaðið á mjölpokum og niður- suðudósum, voru horfin. I staðinn voru kom- in ferhymd ferlíki, vínrauð eða heiðgul á lit, sem svifu um borð í skipin. Allt í einu sá ég hann tilsýndar, gamla samstarfsmann minn. Gamla samheija minn í lífsbaráttunni. Og mér fannst hann skelf- ing smár, þar sem hann stóð þarna við ferlíkin, og brá upp löngu, íbognu járni til að festa í þau króka. Ég gekk til hans. Hann leit aðeins fram- an í mig eitt andartak, en samt nógu lengi til þess að ég gæti ráðið hugsanir hans af augunum. Hann ávarpaði mig hljómlausri röddu áður en hann slengdi jáminu á ný til krókanna: Hús mitt er ekki minna en hús annarra manna. Vertu blessaður. Höfundur er námsmaður í Þýskalandi. Einar Guðmundsson skrifar frá Köln: Iupphafi var sjónvarpstækið . .. Sköpunarsaga yngstu listgreinarinnar, vídeólistarinnar, er ekki hulin jafn mikilli móðu og upphaf annarra list- greina. Það er hægt að nefna ártöl án þess að í nokkru þurfi að skeika. í marz 1963 var Nam June Paik fyrstur listamanna til að sýna sjón- varpstæki, sem voru þannig handleikin að fram komu misjafnlega brenglaðar myndir á skjánum, sem voru tólf talsins. Þar með var hafin þróun, sem gerð voru skil með yfirlitssýningu, sem Kölnizcher Kunstverein skipulagði: „Video-Skulptur, retrospektiv und aktuell, 1963—1989“; þetta er bæði heiti sýningarinnar og titill fylgibókarinnar, sem gefin var út af DuMont-forlaginu. Vídeólistin hefur oft verið hornreka á myndlistarsýningum; viðurkenningin hefur ekki alveg komið fyrirhafnarlaust og hlaup- andi upp í hendur vídeólistamanna — og þess vegna kannski ijallaði þessi nýi miðill með innhverfum hætti um sjálfan sig til að byija með. Listamennirnir léku sér með tækninýjungina og festu nafla sína og aðra líkamshluta á myndbönd. En það er best að hafa mál sem stytzt: með yfirlitssýning- unni í Köln þykir Ijóst, að miðillinn sjálfur er ekki lengur boðskapurinn heldur það sem hægt er að tjá í gegnúm miðilinn. Gagnrýn- endur, sem á undanförnum árum hafa sagt vídeólistinni að fara til Ijandans, í bókstaf- legum skilningi, taka nú orð sín aftur á rándýrum blaðsíðum glanslistatímaritanna. Vídeólistin er orðin staðreynd í listaheimin- um, vaxin upp úr sérvizkustiginu og komin á hillu. Á svipuðum tíma og Paik, var einnig Wolf Vostell að fikra sig áfram, veijandi gaddavír utan um sjónvarpstæki, sem hann svo jarðsetti. Um tíma var á reiki, hvor nefndra ágætismanna hefði verið á undan; Vostell mun víst ekki bara hafa fiktað í tökkum imbakassanna, heldur að auki ruglað listasöguártölum sér í vil — en nú er komin skýr stillimynd hvað ártöl varðar og vídeó. — Síðan kom að markaðssetningu meðfærilega myndbandsupptökutækisins; árið var 1965, og Paik var fyrstur neyzlu- þega til þess að festa sér kaup á slíku tæki — seinna þróaði hann ásamt tæknimanni myndgervil (video synthetizer). Sú fræðilega staða var komin upp, að venjulegt fólk gat nú farið að útbúa eigið sjónvarpsefni; í dag er myndsegulbandstækið, ásamt ljósmynda- vélinni, eitt helzta einkenni túrista úti um allan heim. Vestrænni nútímamenningu (sem Japan tilheyrir), einkennir einmitt það sterklega, hversu frítímasvigrúmið hefur færzt í vöxt; það liggur við að allir séu orðn- ir að túristum. Paik og Vostell eru sprottnir úr jarðvegi Flúxus. FIúxus var lauslegur félagsskapur anarkískra listamanna; var í gengi frá ofan- verðum sjötta áratug og nokkurn veginn ,út þann sjounda. Þarna komu fleiri nöfn við sögu, Allan Kaprow, George Brecht, George Maciuanas, Dick Higgins; John Cage tók þátt í fjölda flúxushátíða, og Joseph Beuys var þarna einnig við bendlaður, og fleiri, o.fl. „Andhámenningarlist“ voru að- gerðir flúxuslistamanna kallaðar, svo sem það, að stúta píanói á hljómleikum, eins og skýrt var frá í íslenzka menningartímaritinu „Leikhúsmál" á sínum tíma. Andi flúxus dúkkaði sem sagt upp í Reykjavík — Leik- húsmál, Bossanova og gallerí Súm, en gerði samt ekki allt of mikla lukku meðal lands- manna; það heyrðust skelfingarraddir hrópa: Niðurrifslist, niðurrifslist! — Eitt helzta einkenni vídeólistar er vel að merkja það, hvemig hún ræðst öndverð gegn opin- bera miðlinum, sjónvarpinu, sérstaklega hvað snertir það að höfða til vitrænna þátta í eðli mannsins fremur en að gefa afþreying- arsjónarmiðinu lausan tauminn. Öpinbert sjónvarp mun einmitt vera komið langleiðina að skemmta fólki út úr heiminum. Svo lif- andi þáttur er sjónvarpið í menningu nútí- mans, að einungis virðist vera tímaspursmál hvenær það verður opinberlega tekið í tölu spendýra! Sú mikla þægindabylgja, sem sjónvarpið leysti úr læðingi er enn langt frá því að hjaðna. Með því að mannkynið er auk þess komið a'tölvustigið, þá á sér stað þróun, þar sem sú menning er byggðist á hinu prentaða orði, er að víkja fyrir myndmáli því og táknum sem sjónvarpsskjárinn býður upp á. Einmitt vegna þess í hve ríkum mæli sjónvarp mótar hugmyndaheim nútímafólks, hefur það ekki aðeins Ieitt af sjálfu sér, heldur komið til af bráðri nauð- syn, að listamenn kæmu þarna fram sínum athugasemdum. í daglegu tali merkir vídeó, afþreyingarefni á þar til gerðum mynd- bandspólum, sem hægt er að taka á leigu og sýna í heimahúsum; hér er reyndar ver- ið að íjalla um annan hlut... Hei

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.