Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 9
If Vostell: „Engisprettur \mut Mark: „Skúlptúr." Ulrike Rosenbach: „Orphelia". — Verkið er í Kunstation St. Peter. Vegna þess að Kölnischer Kunstverein heldur upp á 150 ára afmæli á árinu 1989, þá er yfirlitssýningin Vídeóskúiptúr einn margra liða í tilheyrandi hátíðahöldum. Þetta Kunstverein hefur verið undir stjórn listfræðings, Wulfs Herzogenrath, sem unn- ið hefur ötullega að framgangi þessarar list- greinar — hann stóð m.a. fyrir þætti vídeós- ins á síðustu Dokumenta í Kassel, og er nú að nýta sér meðbyrinn þaðan. Það eru sýnd verk eftir 45 listamenn, evrópska, ameríska, asíska, ástralska; í húsakynnum Kunstverein var tæpur helmingur og áherzl- an lögð á sögulega þáttinn. Paik átti þarna þijá kassa,, „Rembrandt-Automatic (án tit- ils) 1963—76,“ sjónvarpstæki á gólfi sneri upp á móti áhorfandanum; „Zen for TV, 1963—82,“ tækinu velt á hlið, á stöpli — lóðrétt ljóslína á skjánum; „Point of light, 1963—89,“ sjónvarpstæki í réttstöðu á stöpli eins og virðuleg bústa, aðeins einn einstak- ur ljóspunktur á skjánum. — Eftir Vostell var sögulega verkið frá 1969/70, „Heusc- hrecken“(Engisprettur), tveir samskeyttir myndfletir sýna lesbískar ástarathafnir og rússneska skriðdreka stöðva vor í Prag; upptökutæki grípur mynd áhorfandans, sem birtist á tuttugu skjám. — Enn eitt sögulegt verk er rétt að nefna, „Iris,“ eftir Les Le- vine,' sem er einn af brautryðjendunum á sviði vídeólistarinnar. Um miðjan sjöunda áratuginn kom hann fyrstur listamanna fram kapalsjónvarpsinstallasjónina (closed circuit installation), þar sem „tímaseinkun“ var beitt. Verkið „Iris“ er frá árinu ’68, það líkist skápi sem í eru 6 myndskjáir, þijár upptökuvélar, tvö neonljósrör — mislitt plexigler er fyrir skjánum; þarna hafði lista- maðurinn skapað „kýbernetískan skúlptúr“, sem ekki bara verður séður heldur nemur sjálfur myndir af þeim er skoðar, og sýnir með sjálfstýribúnaði. Það er engu líkarar en andartakið sem verið er á komi fram 5 sekúndum seinna. Þá má segja frá þvi, að kirkja tók þátt sem sýningarstaður; hún hýsti vídeóskúlpt- úra eftir tvo listamenn. Hér ræðir um kirkju heilags Péturs, í næsta nágrenni við Kunst- verein: Kunststation St. Peter. Þarna hefur presturinn, Pater Menneke, skipulagt list- sýningar sl. fjögur ár; altarisumgjörðin hef- ur m.a. verið eftir Joseph Beuys, Markus Liipertz, Felix Droese eða Georg Jiri Doko- upil; er undirritaðan bar þarna að var altar- ismyndin eftir spánska listamanninn Antoni Tápies. Pater Menneke lítur á sjálfan sig •sem trúboða listarinnar; hann leggur áherzlu á, að kirkjan verði að samþykkja tilveru nútímalistarinnar. Þarna þjónaði kirkja list- inni en ekki öfugt, og fór vel á því; á þess- um bæ, Kunststation St. Peter, var það greinilega ekki viðtekin skoðun, áð vídeó þjónaði eingöngu andskotanum, þótt mynd- bandaleigur bendi stundum til annars ... I DuMont Kunsthalle var annar megin- helmingur vídeóskúlptúrsýningarinnar og áherzlan lögð á tæknilegar hliðar, og það efsta á baugi — svonefnd rúmþurftarmikil uppsetningarverk (a.m.k. bráðabirgðaorð hér fyrir installasjón; haft í huga listaverk er byggist á sérstakri uppsetningu hluta eða þátta, sem eru hin sýnilega uppistaða þess) 22 listamanna á tvö þúsund fermetra gólf- fleti sýningarhallarinnar. Verkin voru sýnd í hálfrökkri, sem hentaði illa til ljósmynda- töku, en korp vel út fyrir myndirnar á skján- um. Hljóð heyrðist ekkert frá tækjunum er gengið var í salinn; tækninýjung var sú, að yfir sýningunni grúfði þögn. Áhorfandi fékk heyrnartæki við innganginn, sem virkaði með infrarauðu ljósi er því var beint að ein- stöku verk. Það hefði ella verið garg eins og í fuglabjargi; uppsett verk eftir Paik t.d., samanstóð af 80 sjónvarpstækjum, mynd- og hljóðgjöfum, sem raðað var upp í pýr- amída. Aðrar stjörnur á vídeólistahimninum yfir Köln voru, svo nokkur nöfn séu nefnd: Marina Abramovic/Ulay, Dara Birnbaum, Ingo Gunther, Marie Jo Lafontaine, Marcel Odenbach, Lydia Schouten og Rémy Zaugg. Allt þetta fólk stendur í þeim endalausu stórræðum að efla hugsanabúskapinn í heiminum — og þegar vídeólist loksins fest- ir rætur á íslandi, þá væri gott að viðkom- andi vissu hvað áður er búið að gera á þess- um vettvangi. Meðfylgjandi myndir gætu hugsanlega verið leiðarljós. — „Máninn er elzta sjónvarpið," sagði Paik með verki frá árinu 1965. Það geta ekki aílir verið að búa til sama verkið. Avallt verður að muna, að það á sér þróun stað sem ekki má loka augunum fyrir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. SEPTEMBER 1989 §

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.