Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 6
kveldið &r> þar uppii fótun ogi fit/ aiiír vopn- færir menn á stjái með blys og kyndla. En Óðinn var ekki aldeilis af baki dottinn, enda minntist hann heilræða Óvíðs: „Sá fær er fríar.“ Svo hann fer aftur á stúfana morgun- inn eftir. Þá eru að vísu aliir heimamenn í fasta svefni en í rekkju hinnar góðu konu saknar Óðinn vinu í stað. Hvergi örlar á henni sjálfri, en í bóli sínu hafði hún skilið eftir bundna tík í háðungar skyni. 6 Með þessari raunasögu komum við að kenningum fyrri alda um brigðleika kvenna, enda er Billings mær engan veginn eina kona þessa heims sem er ekki treystandi. Hér er rétt að vitna í tvo staði í Hávamál- um. Fyrst skal minna á hugleiðingar skálds- ins um þá háðung sem sólhvít mær Billings gerir honum: Mörg er góð mær ef görva kannar hugbrigð við hali. Þó er enn fastar að orði kveðið í 84. er- indi, sem karlmenn þreytast seint á að vitna Meyjar orðum skyli manngi trúa né því er kveður kona, því að á hverfanda hveli voru þeim hjörtu sköpuð, brigð í bijóst um lagin. Getur það talist sennilegt að hér sé um að ræða fornar norrænar hugmyndir um hverflyndi kvenna eða er þetta útlendur lærdómur sem barst hingað með bókum eftir að listin að lesa hafði fest hér rætur? Þótt þessi speki muni ekki vera komin úr Manvélum Óvíðs, þá er enginn hörgull á slíkum spakmælum í öðrum rómverskum ritum fornum og latínuletrum frá miðöldum. Hér skal látið nægja að minna á tvo orðs- kviði sem hníga í þessa átt. „Konur eru ávallt brigðar og hverflyndar," segir Virgill í Eneasarkviðu, og Seneca fer ekki vægt í sakirnar:„Ekkert er jafn óstöðugt og vilji kvenna, ekkert svo brigðult.“ í miðaldaritum úir og grúir af þess konar dómum um hverf- lyndi kvenna, enda var sviksemi talin ramm- ur þáttur í eðlisfari þeira. „Kona sem er ekki brigðlynd, er ekki kona,“ má heita dæmigerð staðhæfing í þessa átt. í rauninni má rekja feril þessara hugmynda aftur í gráa forneskju: annars vegar er um að ræða kristna andúð á konum sem á sér hebreskan uppruna og efldist mjög við kenn- ingar Híerónýmusar (sem var uppi um það bil 330-420). Og við þær blönduðust síðan rómverskir hleypidómar á borð við þau tvö spakmæli sem ég nefndi rétt í svipinn. En Hávamál láta sér ekki nægja að saka konur um brigðlyndi, heldur eru þær einnig taldar miklir bölvaldar, eins og ráða má af 118. vísu: Ofarla bíta sá eg einum hal orð illrar konu. Fláráð tunga varð honum að fjörlagi og þeygi um sanna sök. Hér virðist vera um að ræða það sem Ágústínus kirkjufaðir kallaði „hina fornu illsku konunnar“; að tali kristinna höfunda hófst sú illska með Evu nokkurri í aldin- garði forðum og hefur ávallt síðan fylgt manninum eins og grár köttur. Kvenhatur þetta gekk jafnvel svo langt að konum var kennt um fjöllyndi Salómons í kvennamál- um, og þessi foma illska átti að hafa leitt Davíð sálmaskáld í gimdarbruna og drepið Jóhannes skírara. í íslensku riti frá þrett- ándu öld er vitnað í Híeronýmus sem kunni að segja frá portkonu í Róm, en hún lét hertoga einn taka mann af lífi í veislu fyrir allra augum, af þeirri einu ástæðu að hún hafði aldrei séð á neins manns bana. Lýsing- in á hinni illu konu í Hávamálum sem flá- ráð tunga hennar verður saklausum manni að bana er tvímælalaust af suðrænum rótum runnin. En það er einmitt eitt af hlutverkum þeirra sem fást við að rannsaka ritningar á borð við Hávamál að hnýsast fyrir um upp- mna einstakra hugmynda. Furðu algeng er sú hugmynd að menn eigi að gæta sín fyr- ir konum, en á hitt var sjaldnar minnst í ritum miðalda að konur ættu að vera á varðbergi svo að karlmenn gleptu þær ekki. Hávamál taka það sérstaklega fram að lost- fagrir litir kvenna geti fengið meir á vitran mann en heimskan, enda segir svo í latnesk- um málshætti frá miðöldum: „Oft glepur kvenna ást fróðan mann.“ Framhald síðar. Höfundur er prófessor víð Edinborgarháskóla. skák á íslensku Meðan skákbækur voru ekki til þurfti önnur hjálpargögn. Olafur Davíðsson telur upp nokkrar kreddur um það hvernig eigi að vinna sigur í skaktafli eða spilum Tak músarbein og brenn þar í skákmennina og muntu sigur hafa í tafli upp frá því. Ef hvítur köttur er krufinn lifandi og setið á innyflunum þegar teflt er eða spil- að, þá vinnst. Sumir segja að hann eigi að vera grár eða svartur. Tak hjarta, lifur og lungu úr hrafni og herð það við vind en ei sólarhitann og lát það í líknarbelg og haf undir vinstri hendi þinni þá þú spilar eða teflir. (íslenzkar skemtanir II, bls. 279). Þetta er heldur ólystuglegar aðfarir en hvað leggja menn ekki á sig ef til mikils er að vinna. Þrifalegra ráð er að rista sér galdrastaf ög er sá sem á að gefa sigur í skáktafli ristur á eikarbút sem hafa á í hendinni meðan teflt er. Hann er í laginu eins og jafnarma kross og eru þverrákir ristar á armana. Ekki er vitað hvernig þessi ráð hafa dug- að enda er nú á dögum nóg um skákbækur og tímarit til að læra af taflbrögð. Þó ganga jafnan sögur um hjátrú skákmanna og/eða sérvisku eins og landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarið. eftir JÓN TORFASON Árið 1858 kom út fyrsta bókin á íslensku þar sem skák er kennd. Hún ber tignarleg- an titil: Spilabók, sem kennir að spila Domino- og Gná-spil, einnig Skák, Damm o.fl. Kostnaðarmaður: Jósef gullsmiður Grímsson. Akureyri 1858. í prentsmiðju Norður- og Austurumdæm- isins, hjá H. Helgasyni. Upphafið á kaflanum um skákina er á þessa leið: Skáktaflið er persiskt að uppruna. Nafnið er dregið af persiska orðinu: „Schach" (út- talast: „Sjakk,“ en við nefnum það ,,skák“), er merkir: konungur. Persar kalla tafl þetta „Sedrenz," þ.e. „hundrað armæður," af því menn þurfa að hugsa mikið um það, og hafa hugann fastan við ýmsar kringumstæð- ur. Við tafl þetta þarf að hafa mikið at- hygli og heilabrot, og er það skemmtileg dægrastytting fýrir þá, sem vel kunna, þar- eð þeir leggja ekkert í sölurnar nema óánægjuna yfir því að vera unnir, en hafa eins mikla von um að verða svo frægir að vinna. Menn tefla á svonefndu taflborði, og eru á því 32 hvítir ferhymtir smáreitir og eins margir svartir. Myndirnar eða mennirnir, sem teflt er með, eru vanalega úr tré eða fílabeini. Með- al þeirra eru 8 heldri menn, sinn með hveiju móti að stærð, nafni og tign, og er gangi þeirra skipað eftir því. Hjá þeim standa 8 minni myndir eða menn, sem kallast peð, og er þeim fýlkt fyrir framan hina stærri. Kóngur er æðstur. Þegar hann er unn- inn, er taflið úti. Drottningin eða Frúin er besti maðurinn bæði til að veija eða valda kónginn og sækja á íjandmanninn. Báðir Hrókarnir eða Fílarnir ganga frúnni næst að tign. Báðir Riddararnir eru ágætir liðsmenn til atlögu í byijun tafls eða þegar fram í sækir. Báðir Biskuparnir jafngilda hartnær ridd- urunum og gjöra mest gagn seinast í taflinu. Peðin eru liðléttust, en geta þó oft orðið að miklu liði, ef þeim er vel og viturlega beitt. (Síðan er manngangurinn kenndur og er óþarfi að tíunda það allt en sem sýnishorn má taka það sem sagt er um riddarana, hrókana og peðin:) Riddararnir ganga hvorki beint fram né aftur heldu hliðskakkt á þá reiti, sem eru til hliðar við næstu skáreiti, og geta þannig stokkið yfir aðra menn. Þeir eru því góðir til framgöngu og til að ráðast að kónginum og jafnvel máta hann, þar eð enginn maður verður borinn fyrir þá. Þess vegna er ráðleg- ast að færa þá sem fyrst fram, því þeir geta betur neytt sín fyrst framan af, en 1 W %mmwd W w W 4 -» jmsigMimWm R i w ; ySSjttk .. 1 1' - ■ mSaám I r i IgFV ii ■K * i 11 fei j| w\ VI: ; ( LL/ib Taflmenn úr fílabeini. Gerðir í Frakklandi og tafímennirnir persónur úr orr■ ustunni við Waterloo. ?$q hægt; aft ftáte; með tv?im :ri$dw<im eingöngu seinast í tafli. Hrókamir ganga beint fram og til hliðar, en aldrei á ská, um þvert og endilangt borð, ef ekkert er fyrir þeim, en þá drepa þeir á sama hátt og sagt er um hina mennina. Það er ekki ráðlegt að brúka þá fyrr en fram í sækir og töluvert mannfall er orðið. Peðin ganga aðeins beint fram á næsta reit, en aldrei aftur á bak né til hliðar. Þó láta sumir þau stökkva yfir einn reit í fyrsta leik, ef manni svo sýnist. Þau geta eins og aðrir menn drepið það, sem fyrir verður, en aldrei nema þann mann, sem.stendur á næsta skáreit. Ef maður kemur peði upp í borðið hjá hinum, eru það réttustu skáklög, að sá, sem kemur því upp, velji sér fyrir það hvem þann mann, sem hann vill af þeim, sem fallnir em, og stendur þá sá maður á sama reiti og peð kemur upp á. Það er ekki hægt að gefa reglur fyrir því, hvernig maður á að tefla, þar það er komið undir hugþótta þess, er teflir, og æfíngin ein getur kennt það best. Bestu skákmennirnir em þeir, sem sækja mest á og reyna til að kreppa þannig að kóngi mótstöðumanns síns, að hann geti ekki bætt úr skák, því þá er hann mát. (Því næst er gerð grein fyrir máti og tegundum máta, patti og jafntefli en síðan er lýst nokkmm afbrigðilegum leikreglum. Niðurlagsorðin em á þessa leið:) Um þessi áminnstu atriði um taflslögin verða menn að koma sér saman áður en taflið byijar, þareð oft er undir því komið hveijum lögum fylgt er, hvort maður vinnur. Jósep þessi Grímsson var gullsmiður á Akureyri og m.a. einn af fyrstu íbúum sem settust að á Oddeyri. Er líklegt að hann hafi þýtt Spilabókina eftir einhverri erlendri bók, hefur langað til að gefa löndum sínum fleiri tækifæri til skemmtunar í tómstund- um. Frá síðari hluta 19. aldar hafa varðveist í handritum fáeinar ritgerðir um skák og ekki ótrúlegt að talsvert af slíku efni hafí glatast. Yfirleitt er manngangurinn kenndur og getið um helstu leikbrögð, gefnar reglur um vinninga og jafntefli en leikjaraðir ekki raktar eða farið í hin dýpri skákvísindi. þetta sýnir að menn hafa lagt sig eftir að læra mannganginn og ber vott um nokkra tafliðkun. Hér eru loks brot úr ritgerð um skák með hendi Magnúsar Magnússonar í Stóru- Galtardalstungu á B’ellsströnd, rituð 1879. Þar er aðeins kenndur manngangurinn en í byijun er hermd sú sögn að taflið hafi verið fundið upp við Trójuborg: „Þegar Trójuborgar umsátrin voru var einn kóngurinn er í var umsátrinu svo grimmur að hann hafði ekki ánægju annað en tefla dráptafl. Fann hann svo ánægju- stundir með því að myrða sem mest af mótstöðumanni sínum, hófst þá fyrst tafl, „valdskák" og „dráptafl“. Skal svo greint eðli og vald manns hvers sem í borðinu eru og um það ganga. Um sæti. „Svartur jöfur situr á hvítum stóli, sérhver drottning sessi gædd með sama lit og hún er klædd.“ Konungurinn, hver sem hann er, situr út við borðsrönd á þeim reit er gagnvart ber til við klæði hans. Honum til vinstri handar er sæti drottningar, næst henni bisk- up, svo riddari, í horninu hrókurinn. Hins vegar við konung situr biskup, þar næst riddari og út í hominu hrókur. Á næsta reit við fólkið sitja peðin stranglengis þvert yfir borðið. Eru það fyrstu leikir í borði að Ieika konungs peðum hvort á móti öðm á miðreit og þá heita þau konungspeð. Rétt- ast er að byija tafl með teningakasti og sá eigi leik er fleira kemur upp á teningsaugun- um.“ Annar kafli nefnist: „Peðin, drellar og uppvakningar" og em þar einnig nokkrar fornar skákreglur eða kreddur: „Peðin em stuttstíg og ganga beint fram undan nefí. Þó mega þau yfir einn reit stökkva er þau fara heimanað. Ekki valda þau svo eftir gangi sínum heldur á ská og drepa eins. Ekki er leyfilegt að þau stökkvi yfir reit nema þegar þau fara úr sæti sínu að heiman. Uppvakningar verða þau þegar þau komast yfír í bekk og heita þá sama og maður er átti þar sæti. Drellir er þegar þau komast í konungssæti og er hann ódrep- andi. Skáka má honum með konungi og sama gagn hefur hann og konungur. Þá skákar hann konungi en konungur getur ekki drepið hann. Ekki skákar hann kóngi ef að hann er ekki á næsta reit. Komist peð upp í drottningarsæti er það „fretstertur" og hefur hann sama gang og drellir, ódrep- andi er hann og ei er honum skákað. Ei mun það við bera að upp komist menn þess- ir nema í dráptafli og er þá kóngur eflaust að verða versta mát.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.