Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 10
i' &/ta'n isw.v r. jío "U^'131 •( i’).; ,■ nt').!.-: j hojiíUWBSí.I ww maiig «í t«Sl!$p ISMS ■ i; ; .•. ri i i i ' 11 c.t; u-v j;-r Franska stjórnarbyltittgin VI grein „A vargöld frelsaðra þýja,u __ 0 Blóðbaðið í Tuileri-höll - Septembermorðin - Hrun konungdæmisins Meðal þeirra sem gerðu innrásina í Tuileri- höllina 20. júní voru hópar sem öskruðu: „Hér eru síðbuxarar“. Mikill hluti þessara „sans-culottes“ voru úr Saint Antoine hverf- inu, en þar var ástandið ömurlegt, hungur Eftir Siglaug Brynleifsson og atvinnuleysi. Síðbuxarar voru „fjórða stéttin", öreigar sem studdu róttækustu byltingarmennina. Þátttaka fjórðu stéttar eða öreiganna og tengsl þeirra við Marat, Robespierre og Danton mótuðu þá atburða- rás, sem hófst þessa júlídaga 1792, einkum í París. Lafayette kom til Parísar frá herstöðvun- um seint í júní og skoraði á þingið að banna Jakóbínaklúbbana. Einnig gerði hann til- raun til þess að kveðja þjóðvarðliðið til liðs við sig og fylgjendur stjómarskrárinnar. Hvortveggja mistókst. Ræður voru haldnar á þinginu þar sem þess var krafist, að kon- ungur yrði sviptur völdum og ákærður fyrir landráð og í París magnaðist stöðugt áróður- inn gegn konungi og hirðinni og einnig þeim, sem vildu hlýta stjómarskránni, þing- bundinni konungsstjóm. Lafayette sá ekki annað ráð en að hvetja konung til flótta svo að hann gæti hafið baráttuna gegn þeim, sem nú kröfðust lýð- veldis * á Frakklandi. Lafayette undirbjó flótta 12. og 15. júlí. Þessu var ekki sinnt. María Antoinette hataði Lafayette og sagð- ist heldur kjósa dauðann en aðstoð hans. Það var svipuð afstaða og hún hafði haft til Mirabeaus. Fréttirnar frá vígstöðvunum voru hræði- legar, undanhald og svik og- Parísarbúar vom flemtri slegnir. Stjómin kvaddi 25 þúsund sambandsliða utan af landi til borg- arinnar, en aðeins 4.500 komu. Sambandsliðamir áttu að taka þátt í há- tíðarhöldunum 14. júlí, þ.e. á 3ja ára af- mæli Bastilludagsins. Hátíðin var haldin á Marsvöllum. 83 tjöld vom reist, eitt fyrir hveija sýslu eða umdæmi. Pallar höfðu ver- ið gerðir fyrir konung og þing og fyrir borg- arstjóm Parísar. Minnisvarði var reistur milli pallanna um þá hermenn sem fallið höfðu í styijöldinni og andstætt var stórt tré, sem nefnt var „tré lénsskipulagsins“. Þar hengu tákn aðalsins, titlar á stómm borðum, krúnur, sverð, bláar silkiveifur klerkamítur, lyklar St. Péturs. Einnig var tréð þakið táknum konungsveldisins og táknum páfastóls. Konungi var ætlað að leggja eld að trénu. Nú hófust skrúðgöngur hermanna og sambandsliða, síðan tróðst mikill fjöldi manna inn á völlinn, sem gengu arm í arm og bám líkan af Bastillunni. Eftir þessar göngur var konungi ætlað að sveija eið að stjórnarskránni og hollustu við þjóðina. Þetta fór fram við „altari þjóðarinnar", sem Septembermorðin. var komið fyrir á áberandi stað. Síðan var honum fylgt að „tré lénsskipulagsins" og kvaddur til að leggja eld í tréð. Hann þver- neitaði og kvaddi hermenn úr fylgdarliðinu að fylgja sér til Herskólans, sem var þarna í grendinni. Hermennimir hrópuðu „Lifi konungurinn" og nokkrir tóku undir. Þann 17. júlí kreijast sambandsliðar í París þess, að konungur verði settur af. Ókyrrðin eykst og þegar yfirlýsing hertog- ans af Braunschweig berst út í París, magn- ast áhrif róttækustu aflanna. Hertoginn hótar Parísarbúum hörðu, að París verði hertekin og allir þeir sem vogi sér að ógna konungi og fjölskyldu hans verði líflátnir. Menn þóttust vita hver hefði átt framkvæð- ið að þessari yfirlýsingu, sem var hirðin og aristókratarnir. Andstæðumar milli vinstri og hægri manna skerptust mjög, vinstri terrorinn var orðinn slíkur í París, að það var hættulegt að lýsa yfir stuðningi við þing- bundna konungsstjórn og 29. júií heldur Robespierre hina frægu ræðu í Jakóbína- klúbbnum þar sem hann lýsir yfir því, að hann styðji ekki stjómarskránna lengur og að löglegar aðferðir, eða þingræðislegar aðferðir til að bjarga föðurlandinu, séu þýð- ingarlausar, þar sem meiri hluti þingmanna séu svikarar. Þessi ræða vakti gífurlega athygli og hafði þau áhrif að þjappa and- stæðingum þingsins enn frekar saman. Rob- espierre krafðist einnig kosninga, þar sem kosningarréttur yrði ekki takmarkaður við lágmarksskatt og að nýtt þing yrði kvatt saman sem fyrst, „þjóðarnauðsyn krafðist þess“. Nú mátti segja, að „þing götunnar tæki völdin“. Áróðursblöðin hvöttu alþýðu til að vera á varðbergi gegn svikumm. Timi Rob- espierres, Marats og Dantons var mnninn upp og þeir stjórnuðu minna kunnum bylt- ingamönnum. Yfirlýsing hertogans hafði einnig þau áhrif, að íjölmargir bylginga- menn, sem telja mátti til hægri armsins, gátu ekki annað en stutt kröfur hinna rót- tækari. Með hertöku Parísar væm eigna- menn ekki síður í hættu en öreigamir og þeir sáu einnig fram á að árangur byltingar- innar, frelsi og eignarréttur, væri í hættu ef lénsfyrirkomulaginu yrði komið á aftur með aðstoð prússneskra og austurrískra heija. Hægri öflin vom því skipt og síðasta tilraunin til þess að halda í stjórnarskrána og svipa vinstri menn áhrifum var gerð af Lafayette eftir blóðbaðið í Tuilerí-höllinni. Hann skipaði her sínum að halda til Parísar 14. ágúst, en þeirri skipun var ekki hlýtt og 19. ágúst Ieitaði hann á náðir Austurrík- ismanna. Þriðja ágúst samþykkja 47 af 48 hverfa- ráðum Parísar afsetningu konungs. Og að kvöldi 9. ágúst kvaddi hverfaráðið í Saint Antoine þijá fulltrúa frá hverju hverfaráði Parísar til fundar í ráðhúsinu og stofnaði byltinga-borgarstjóm. Þetta var heit nótt, fólk var á ferli um alla borg og áróðurinn geisaði, sambandsliðar utan af landsbyggð- inni, sendiboðar sýslanna, þar sem Jakóbín- ar og enn róttækari öfl höfðu náð undirtök- unum og stjórnuðu með harðri hendi með þjóðvarðliðið að bakhjarli, létu mikið að sér kveða. Sögur gengu um að samsæri aristó- krata væri í uppsiglingu og erlendir herir væra að nálgast borgina. Áróðurspésum og blöðum Marats og Hérberts var dreift ókeypis, borgarstjómin studdi útgáfuna með kaupum og blaðastyrkjum. Santerre öl- bmggari hélt með skara síðbuxara úr Saint-Antoine hverfínu um átta leytið um morguninn þann 10. ágúst áleiðis til Tuileri- hallar. Sambandsliðar frá Marseille voru á leiðinni og síðan safnaðist þarna saman mikill fjöldi. Sumar heimildir telja, að alls hafí um 20.000 manns verið þarna saman- komin. Til vamar vom svissneskir lífverðir um 900 og 2000 þjóðvarðliðar, sem ekki vom taldir tryggir. Konungurinn ætlaði að kanna þjóðvarðliðið, en kveðjurnar ollu því, að hann hvarf frá því. Enda kom í ljós, að þjóðvarðliðið sameinaðist árásarliðinu fljót- lega. Konungur ákvað því að leita á náðir þingsins ásamt íjölskyldu sinni. Skotið var frá höllinni og síðan voru svissnesku lífverð- irnir hvattir til að leggja niður vopn. Þeir þverneituðu, sögðust bíða fyrirmæla kon- ungs og eftir nokkum tíma bámst skipanir um að leggja niður vopn, en þá voru skot- færi lífvarðanna á þrotum. Af árásarliðinu vom þá fallnir tæplega 400. Þá hófust morðin, um 800 lífverðir og aðalsmenn vom myrtir. Lýðurinn óð um höllina myrðandi og stelandi, eyðilagði það sem hann gat ekki stolið og komið með. Napóleon var vitni að þessum atburðum og sú sjón fyllti hann hryllingi og viðbjóði á óðum myrðandi skrílnum. Konungur varð að hlusta á umræður þing- manna um örlög sín þijá næstu daga. Hann var sviptur völdum og fenginn samastaður í Temple, sem greifinn af Artois átti eða hafði átt. Við þessa atburði var gjörbreyting í París. Fulltrúar erlendra ríkja vom kallaðir heim, salónarnir lokuðu og þeir aristó- kratar, sem enn vora í borginni reyndu að flýja. Margir þeirra vom handteknir við borgarhliðin. Þingið ákvað kosningar til þjóðþings með almennum kosningarétti karla, sem vom 21 árs eða eldri. Löggjafar- þingið hafði þar með lognast út af og hafði litlu ráðið síðasta misserið. Ný stjóm var skipuð og í henni var Danton dómsmálaráð- herra. Hippolye Taine, sem skrifaði sögu bylt- ingarinnar á síðari hluta 19. aldar undir áhrifum hryllingsins sem fylgdi Kommún- inni 1871, dró upp heldur svakalegar mynd- ir af því liði, sem hann áleit að hefði staðið að terrornum i byltingunni 1789-1794. Hann taldi það hafa verið „la derniérepiébe" eða lágkúmlegasta sorplýð Parísar, en svo var ekki. Vitaskuld var sorplýðurinn áber- andi, en ekki síður lið sem fellur ekki undir það hugtak. Meðal þeirra sem gerðu árásina á Tuileri-höll 10. ágúst vom einstaklingar af ýmsum stéttum, þar á meðal læknar, lögfræðingar, kennarar og fjöldi smáborg- ara og fólks úr þjónustustéttunum, iðnaðar- menn, smákaupmenn, þjónustufólk og dag- launamenn, slátrarar, bakarar og burðar- karlar. Einnig var þarna skari kvenna og það sem vakti einkum hrylling Napóleons á aðförunum var hegðun þeirra efir að morð- in vom afstaðin. Þær gengu um og bemðu líkin og svívirtu. Einnig var nokkuð um að höfuðin væru skorin af líkunum og fest á stengur. Öreigar, smáborgarar og nokkur hópur skrifstófumanna úr bönkum og ráðu- neytum ásamt menntamönnum tóku þátt í árásinni. Meðal þeirra sem féllu af árásar- mönnum, var einn læknir, einn myndlistar- kennari og einn arkitekt. Þetta var þver- skurður af íbúum borgarinnar. Óttinn, áróð- urinn og yfírvofandi árás erlendra heija og sviksamlegt athæfí og ráðabmgg vom kveikjan að árásinni og sameinaði mismun- andi stéttir. Óttinn og hatrið réð tiltektum árásarliðs- ins og þó einkum hatrið og þetta hatur beindist gegn aristókrötum og andófsklerk- um. Þeir vom taldir óvinir þjóðarinnar, menn sem ætluðu sér að eyðileggja bylting- una og árangur hennar, sem var í hugum manna frelsi, jafnrétti og bræðralag þeirra sem töldust til þjóðarinnar. Þann 14. júlí 1789 björguðu öreigar og smáborgarar bylt- ingunni og þjóðþinginu og nú átti að bjarga þjóðinni. Nú var styijöld við harðstjóra Prússlands og Austurríkis og Lúðvík XVI var ber að því að ganga erinda þessara stétt- arbræðra sinna, gegn frönsku þjóðinni. Og þjóðin vissi hlutverk sitt — hún varð að vinna sigur á erlendum og innlendum óvinum. Fjöldi aðalsmanna og klerka hafði flúið land eða verið rekinn í útlegð og þeir sem eftir voru vom stimplaðir sem óvinir þjóðarinnar þar sem áhrif áróðurs byltingamanna gætti mest, eða í París og í þeim byggðarlögum, þar sem Jakóbínaterrorinn ríkti. Efnahagur- inn var, ef nokkuð var, enn hrikalegri en áður. Verðbólga óx, brauðverð hækkaði og verðbréf féllu í verði, svo að kjör öreiga og bænda versnuðu og auk þess höfðu bændur orðið lítið varir við þær umbætur sem þeim hafði verið heitið haustið 1789. Eftir að styijöldin braust út færðist mikið fjör í versl- unina við herinn. Verktakar, sem unnu að framleiðslu fyrir herinn og kaupmenn, sem áttu að sjá honum fyrir matarbirgðum, mökuðu krókinn. Þessu fylgdi verðbólgu- brask meðal víxlara og óprúttinna kaup- sýslumanna. Stjórnin hyglaði þeim mönnum, sem voru í náð hennar og spillingin var ekki síst augljós meðal stjórnmálamanna. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.