Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 14
Hópur kanadískra klifrara á leið upp í efstu búðir. Mt. Forager gnæfir yfir fyrstu búðum. efnisupptöku blóðsins í þessari hæð, en það gefur býsna góða mynd af heilsu viðkomandi. Eðli- legt er að súrefnisupptakan sé um 70—80% í þessari hæð og vorum við báðir vel yfir þeim mörkum. Þegar við komum að búðunum voru þessir læknar ásamt fleirum úr björgunarleiðangri ofar úr fyall- inu, sem ekki hafði borið árang- ur. Þrír Bretar höfðu hrapað og beðið bana um 1.000 metrum fyr- ir ofan okkur, þá voru sex klifrar- ar búnir að láta lífið þetta árið á fjallinu. Næturfrostið hafði verið um 20 gráður þá viku sem það tók okkur að komast upp í þessar búðir, en fyrstu nóttina okkar þama komst það í 35 stig. Eftir hvíldardag í gullfallegu veðri reyndum við að fara með vistir upp í efstu búðir sem eru í 5.200 metra hæð. Það gekk hálf brösulega. Veðrið hafði versnað og ekki gafst færi á uppgöngu fyrr en á 12. degi, 4 dögum eftir að við komum í læknabúðimar. Vel gekk að koma fyrri helmingi vistanna fyrir og vomm við komn- ir fyrir sólsetur aftur niður í læknabúðir. Við reiknuðum með að bíða allt að sex dögum í efstu búðum eftir að það gæfi veður á tindinn og vom vistimar miðaðar við það. Þremur dögum síðar gaf aftur veður til ferða, þannig að við tók- um afganginn af okkar útbúnaði og fómm upp í efstu búðir. Kidda hafði gengið afleitlega að venjast frostþurrkaða matnum sem var megin uppistaðan í okkar fæðu, og hafði nærst á litlu öðm en súkkulaði, súpum og brauði í rú- man liálfan mánuð. Hann var því orðin máttfainn af næringarskorti og var farinn að missa kraft og þreytast. Við bjuggum vel um tjaldið okkar í efstu búðum enda vom þær illa varðar fyrir vindi og veð- mm. Á þriðja degi okkar þar uppi gerði snælduvitlaust veður, veg- gimir sem við höfðum hlaðið úr stómm snjókögglum fuku niður og tjaldið var við það að fjúka ofan af okkur. Við fómm út, skrið- um upp og reyndum að hlaða sem mestu af snjókögglum í kring og ofan á tjaldið til að varna því að við misstum það. Veðrið stóð yfir í rúma 12 tíma og þegar því slot- aði að morgni 4. dags var allt í rúst. Flest tjöld í kring vom rifin og skemmd, okkar tjald hafði orð- ið fyrir töluverðum skemmdum en miðað við marga aðra vomm við heppnir. Flest allir vom að búa sig til niðurferðar. Veðurfréttir bentu til þess að stormur væri aftur í aðsigi og menn vom al- mennt búnir að fá alveg nóg. Við höfðum ekkert getað nærst í sól- arhring vegna þess að ekki hafði verið hægt að komast út til að hita vatn. Kiddi var orðinn mjög máttfarinn og ekkert var annað að gera en að fara niður. Við tók- um saman dótið okkar og héldum vonsviknir niður í læknabúðir. Þar fréttum við að tjald með þremur klifrurum hefði í óveðrinu fokið af hrygg og niður 400 m snar- bratta hlíð. Allir höfðu lifað af en mikið slasaðir og kalnir. Þegar við vöknuðum daginn eftir var frábært veður, sól og logn. Ég ákvað að reyna að ná tindinum á einum degi frá lækna- búðunum. Hann er um 200 metr- um ofar og er súrefni þar um 40% af því sem það er við sjávarmál. Ég hafði heyrt að menn hefðu gert þetta en það var sjaldgæft, auk þess mikill ókostur að ég var einn, ég hafði engan til að ferðast með. Ég lagði af stað um klukkan níu um morguninn eftir að hafa eytt um tveimur tímum í að hita vatn í of miklu frosti. Ferðin upp í 5.300 metra gekk vel og var ég kominn þangað kl. 12, eftir að hafa nærst hélt ég áfram og tók þá við skarð, sem nefnt er „Dena- li pass“, og er frekar bratt. Þetta er sennilega hættulegasti kaflinn á leiðinni úr efstu búðum og var ég feginn þegar ég var kominn upp í skarðið. Eftir því sem ofar dró fór að draga af mér enda loft- ið orðið þunnt og löng leið að baki. Þegar ég kom að tindinum sjálfum, en hann rís upp um 150 metra frá nokkuð stórri sléttu, var mjög af mér dregið. Ég reyndi að miða við að taka tíu skref upp á við og stoppa síðan til að draga andann, en stundum náðist það ekki. Það hafði verið mjög gott veður allan daginn. En þegar ég átti eftir um 100 m á toppinn fór að blása skýjum yfír hann og þegar ég náði toppnum var orðið alskýjað og mjög hvasst. Um hundrað metrum fyrir neðan topp- inn hitti ég þtjá Þjóðveija sem voru á niðurleið og spurði ég þá hvort þeir væri ekki fáanlegir til að bíða eftir mér fyrir neðan tind- inn þar sem ég var orðinn mjög þreyttur og veðrið var orðið mjög slæmt. Þeir tóku vel í það og Flugvélakosturinn. veitti það mér töluverða öryggis- tilfinningu. Á toppnum var ekkert útsýni sökum veðursins en það skipti ekki máli það var þægileg tilfinning að sitja á toppnum einn síns liðs. Ég hjó smá stall í ísinn fyrir myndavélina og tók nokkrar toppamyndir, rýndi út í þokuna og dreif mig niður því ekki vildi ég láta Þjóðveijana bíða of lengi. Þegar ég kom niður þar sem bak- pokinn minn var, og ég bjóst við Þjóðveijunum, voru þeir farnir. Seinna frétti ég að þeim hafði ekkert litist. á veðrið og drifið sig niður. Traustir menn! Við „eðlilegar" aðstæður héfði ég verið hálf smeykur að vera staddur í tæplega 6.200 m hæð einn og í leiðindaveðri en einhvern veginn var mér alveg sama, ég rölti bara í rólegheitunum niður. Ég var orðinn ákaflega þreyttur og það tók mig 5 tíma að komast niður leiðina sem tók 9 tíma að komast upp enda stoppaði ég oft til að hvíla mig. Ég kom niður í læknabúðir um kl. ellefu um kvöldið og urðu fagnaðarfundir með okkur félögunum enda var Kiddi orðinn úrkula vonar um að ég myndi komast út úr þessu heill á húfi. Daginn eftir, á 20. degi, fórum við í einum áfanga niður í fyrstu búðir og komumst í flug niður í byggð sama kvöld. Það var einstök tilfinning að kom- ast í hitann, þykka loftið og bað eftir þriggja vikna ferð í kulda og trekki. Björn Ólafsson London: Gott herberg’i fyrir 12 pund - og hjón greiða 20 pund Fyrr í vor var frá því greint í Ferðablaðinu að hægt væri að gista hjá fjölskyldum í London. í því sambandi var gefið upp heimilisfang fyrirtækis í London. Einn lesenda Morgunblaðsins hafði sambandi við fyrirtækið, Alma Tourist Services, og fékk inni hjá prýðilegri flölskyldu í einu úthverfa höfuðborgarinnar. Á ári hveiju fara hundruð — ef ekki þúsundir — íslendinga til London og dvelja á misgóðum hótelum en færri hafa hagnýtt sér „bed & breakfast“ í umræddri borg. Raunar sagði frúin sem rek- ur fyrirtækið ATS, L. Jolly, að umræddur lesandi væri fyrsti Is- lendingurinn sem hefði gist á veg- um ATS. Ekki er .það nú alveg víst en svo merkilegt þótti kon- unni að hafa fengið íslending til að skipta við sig að hún sá ástæðu til að bjóða honum heim — átti e.t.v. von á að sjá eskimóa í fyrsta skipti. Það kom fram hjá L. Jolly að hún væri með um 50 heimili á sínum snærum I suðvesturhluta London. Yfirleitt eru þau í 10 til 15 km fjarlægð frá miðborginni og það tekur 20 til 30 mínútur að komast í bæinn með lest. En það borgar sig að leggja á sig stutta lestarferð fyrir það verð sem ATS setur upp. Einstaklingur þarf að greiða 12 pund fyrir nótt- ina og hjón þurfa að greiða sam- tals 20 pund. Ef minnið svíkur ekki þá mun dagskort í lest (sem gildir einnig fyrir strætisvagna) kosta rúm tvö pund. Morgun- verður er innifalinn í verðinu bg í sumum tilvikum er hægt að kaupa kvöldverð hjá húsráðend- um. Kvöldverður kostar á bilinu 4 til 6 pund. Aðspurð sagði L. Jolly að fyrir nokkrum árum hefði hún leigt fólki herbergi, en sá aðili er ann- aðist bókanir tók heldur mikið í sinn hlut. Frúin var ekki alls kost- ar ánægð með sitt hlutskipti, þótti sem hún og aðrir væru hlunnfam- ir, og tók því málin í sínar hend- ur. Hún gekk á milli nágrann- anna, skoðaði herbergi og samdi við þá sem henhi þótti að gætu boðið nægjanlega gott húsnæði og mat. Fyrr en varði var Jolly komin með álitlegan hóp og fór af stað. Alma Tourist Services óx og dafnaði enda sagðist konan leggja á það áherslu að leigusal- arnir fengju meira í sinn hlut en hún á sínum tíma. Það lýsir e.t.v. gætni Jolly — og skynsemi — að hún hefur eng- an áhuga á að láta fyrirtæki sitt vaxa um of. „Eitt skref í einu,“ sagði Jolly og samdi við kaup- manninn á horninu um afnot af „faxi“ og notar stofuna sem að- setur fyrirtækisins. Heimilisfang Alma Tourist Services er: 10 Fair- way, West Wimbledon, London SW20 9DN. Fax: 01-947 7684. Síminn er 01-542-3771. Gestir þurfa að ákveða í upphafi hve marga daga þeir ætla að dvelja í borginni og senda Jolly 25% af íbúðir af þessu tagi er að finna um allt England og í þessari, gisti lesandi Morgunblaðsins í júlí. Það tók um það bil fimm mínútur að ganga á lestarstöð- ina í Reynes Park. heildargreiðslu. Bankareikningur- inn hennar Jolly er: Alma Tourist Services A/C 0269357, Lloyds Bank Plc, Raynes Park & West Wimbledon Branch, 28 Coombe Lane, London SW 20. Þegar fólk kemur á staðinn verður það að greiða húsráðenda það sem á vantar. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.