Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 11
Reynt var að koma verði á korni niður vegna hersins 4. september en það var afnumið í desember. Þessi ráðstöfun vakti ekki lítinn kurr meðal þeirra bænda sem stunduðu meira en sjálfsþurftarbúskap. Ef menn sýndu vott um andstöðu við „stríðsátakið" var ekki að sökum að spyija. Þeir voru „þjóðsvikarar“, og þeim bar að útrýma. Og byltingin var ekki bundin við Frakkland. Nú skyldi frelsa allar þjóðir undan kúgurum sínum, konungum, kirkju og aðli. Fagnaðarboðskapur Rousseaus um meðfæddan góðleika mannsins, sakleysi náttúrubarnanna og skynsemi var grunnur hins nýja samfélags. Napóleon sagði síðar, en hann var algjör aðdáandi Rousseaus ungur, þegar rætt var um náttúrubörnin þ.e. frumstæðar þjóðir, slíkum rumpulýð hefði hann hvergi kynnst og sakleysingjun- um á Egyptalandi. Nú skyldi samfélag dyggðarinnar, sam- virkninnar og samvinnunnar stofnað um allan heim. Frakkar buðust til þess að að- stoða nágranna sína í baráttunni. Þeir höfðu fundið lausnina á öllum ávirðingum manna og samfélags. „Fram til orrustu ættjarðar niðjar" hljómaði nú og átti eftir að hljóma vítt um Evrópu. Textinn og lagið var talið jafngildi margra stórherja. Eldmóðurinn logaði. Og þótt hersveitir óvinanna nálguð- ust hægt og sígandi þá var nú fyrir heil- steypt þjóð sem myndi aldrei bíða ósigur. Byltingin kveikti hugsjónina um mátt og gildi þjóðarinnar og réttlætingu allra að- gerða sem framdar voru í nafni hennar, og Frakkar voru kyndilberar hinnar nýju með- vitundar. En nánari kynni af þessum boð- skap snerist á þá leið, að aðrar þjóðir fyllt- ust þjóðerniskenndinni og hún varð aflið sem hratt veldi arftaka byltingarinnar og varð arfleifð 20. aldar. Magnaðisti persónuleiki fyrstu ára bylt- ingarinnar var Mirabeau og eftir að bylting- in hneigðist á vinstri vænginn var það Dan- ton, sem var nú dómsmálaráðherra. Hann var sonur lögfræðings í Troyes og ólst upp á siðavöndu millistéttarheimili. A sumrum dvaldi hann hjá afa sínum úti í sveit. Skól- inn í Troyes skar sig úr flestum skólum sökum margra ágætra kennara, svo að Danton hlaut góða uppfræðslu í máium og franskri tungu. Hann las heimspekingana frönsku og eftirlætishöfundar hans voru Voltaire og Raousseau. Hann fór til Parísar 21 árs að aldri, trúlofaðist dóttur auðugs veitingamanns og fékk lán hjá væntanlegum tengdaföður og keypti sér ríkisembætti, sem veitti honum góðar tekjur. Sumarið 1789 tók hann að hafa afskipti af stjórnmálum og þá heldur betur. Það kom fljótt í ljós, að hann var ágætur ræðumaður, orðheppinn og orðfimur í rökræðum. Hann náði vel til almennings og samlíkingar hans voru oft sérstæðar og stundum tvíræðar. Talið er, að hann hafi verið í þjónustu hertogans af Orleans og Mirabeaus og einnig, að hann hafi þegið fé frá hirðinni eins og Mirabeau. Hann keypti miklar landareignir, þegar kirkjujarðir voru seldar og eitt var víst, hann skorti aldrei fé. Hann bar gott skyn á hvert vindurinn blés hveiju sinni og var hinn fullkomni lýðskrumari. Hann leit á byltinguna eins og styijöld, með því að veðja á rétta áhrifamenn mátti hafa gott upp úr henni og loksins varð hann einn af áhrifa- mestu mönnum byltingarinnar. Marat var mjög áhrifamikill áróðursmað- ur, rógberi að margra áliti. Hann var ættað- ur frá Sardiníu og Sviss. Faðir hans bjó í Neuchátel og Marat stundaði nám í læknis- fræði í Bordeaux. Hann starfaði um tíma sem læknir í Hollandi og á Englandi. Hann skrifaði ritgerðir um rafmagn, ljósið og fleira en hlaut ekki náð í augum dómenda, svo að hann fylltist beiskju og tortryggni og þegar byltingin braust út tók hann að skrifa deilurit og gefa út „Alþýðuvininn". í blaðinu réðst hann heiftarlega á allt og alla, tortryggði alla, þingið, ráðherrana, hirðina og konunginn og naut þess að rífa menn á hol með sönnum og lognum ásökunum. „Þið eruð sviknir" var eftirlætissetning hans. „Svikararnir eru alls staðar" var móttó hans. Hann var haldinn hvimleiðum húð- sjúkdómi og óþefinn lagði af honum eins og af skrifum hans. En blað hans var geysi- áhrifamikið og hann náði til fjöldans. Hann yfirfærði eigin tortryggni og heift í skrif sín um þá einstaklinga, sem beittu sér gegn byltingunni, sem var honum hjartans mál. „Þegar byltinging braust út fann ég strax hvert vindurinn blés, loksins gat ég andað og von mín var sú, að mannkynsins yrði hefnt og ég öðlaðist þann sess sem mér bæri.“ Maximilian Robespierre fæddist 6. maí 1758 í Arras. Hann var afkomandi lögfræð- inga í marga liði. Hann var fyrirmyndar- nemandi í skóia, en skólabræður hans dáðu hann lítt, því að hann var sagður bera sögur í kennara og skólastjóra. Hann stundaði síðan lögfræði og starfaði sem lögfræðingur í Arras. Framagirni ívarð sneirima ábéraridi í fari hans og einnig hversu öruggur hann var um að hann vissi flest betur en aðrir menn. Hann var kosinn á Stéttaþingið fyrir Arras og tilraunir hans þar til að láta á sér bera, tókust heldur illa. Hann hafði lága rödd, var fremur lágvaxinn og var ekki áheyrilegur. Þoldi illa framíköll og athuga- semdir þingmanna. Mirabeau sagði um hann, að hann myndi ná langt, „því að hann tryði öllu sem hann segði“. Eftir að þingið fluttist til Parísar tókst honum betur að ná eyrum áheyrenda. Almenningur hafði að- gang að þinginu og hann gerðist meðlimur í Jakóbínaklúbbnum og þar var hlustað á hann. Þegar á leið var á fáa hlustað með jafnmikilli eftirtekt á þinginu og Robes- pierre. Hann var rökfastur, skýr og vandað- ur í málflutningi og engin efaðist um heiðar- leika hans. Hann var nefndur hinn vamm- lausi, og allur landslýður vissi að hann þáði aldrei mútur. Hann lifði einföldu lífi, hirti lítt um mat og drykk, nærðist mest á brauði og grænmeti. Aftur á móti var hann alltaf mjög snyrtilegur í klæðaburði og var alltaf hársnyrtur eins og best var á kosið. Hann hafði engan áhuga á peningum og þótti nóg um mötupeninga þingmanna, 18 livres á dag, þegar lærður trésmiður hafði u.þ.b. 50 súur eða hálfa livre fyrir dagsverkið. Þingmenn skömmtuðu sér sjálfir mötuna. En Robespierre vissi nákvæmlega hvað hann vildi. Hann vissi hvernig samfélag manna skyldi fullkomnað og þar hafði hann fyrir sér rit og kenningar Rousseaus. Hann trúði á skynsemina og tók allshugar undir mann- réttindayfirlýsinguna. Frelsið og eignarrétt- urinn var heilagur og jafnréttið undirstaða mannlegs samfélags. Byggðin skyldi vera æðsta boðorðið og trú á hina æðstu veru og annað líf skylda hvers góðs borgara. Robespierre var borgari, í rauninni kalvínsk- ur borgari. Trú hans á dyggðina og fullkom- ið samfélag mannanna leiddi hann í hrika- legar ógöngur. Hann sá spillinguna alls stað- ar umhverfis sig og hana ætlaði hann að uppræta og þótt trúin á hina æðstu veru væri samþykkt sem lög og einnig trúin á annað líf og að allt væri satt og rétt sem Robespierre boðaði þá hefði hann líklega orðið að láta afhöfða mikinn hluta þjóðarinn- Guillotin: Af hönnuði sínum dregur fallöxin nafn. ar til þess að hið fullkomna réttlæti næði framgangi. Fáir stjórnmálamenn þingsins voru jafn pólitískt glöggir og Robespierre og fáir gátu sett skoðanir sínar jafn skýrt fram. Hann var einlægur föðurlandsvinur og harðstjórn hans átti mikinn þátt í sigri Frakka á vígvöllunum. En þessi stefna hans klauf þjóðina og á dögum terrorsins, logaði Frakk- land í borgarastyijöldum, en andstaðan var barin niður og allir voru tortryggðir bæði með réttu og röngu. Þúsundirnar urðu fóm- arlömb þessa snyrtilega, nákvæma, rökfasta og vammlausa kalvíska smáborgara. Og aftök,uverkfærið var fullgert, full- hannað þetta vor. Fallöxin, fullkomnuð af Joseph Guillotin lækni. Tækið var öllum dauðdæmdum ætlað, einn þáttur jafnréttis hugsjónarinnar. Nú varð enginn stéttamun- ur á aftökum dauðadæmra, allir slíkir voru afhöfðaðir með fallöxinni. Læknirinn sat einnig á Stéttaþinginu og lét mikið að sér kveða varðandi mannúðarmál og tækið var mannúðlegt tæki í hans augum. Tækið var tekið í notkun 25. apríl 1792. Þjófur nokkur var afhöfðaður á Gréve torgi. Fyrsta pólitíska aftakan fór fram 21. ágúst sama ár. Og síðan leið að því að tækið væri full- nýtt. Þetta jafnréttistæki var notað í fimm ár við allar aftökur til 1797. Þá var aftur farið í manngreinarálit í aftökum, sumir skotnir, aðrir hengdir og fallöxin notuð jafn- framt.. •• s r r *, i »i , r 4 *. ? - * > r. • i J Það var almenn skoðun í París, að blóð- baðið í Tuileri-höllinni og fangelsun konungs hefði bjargað Frakklandi frá samsæri aristó- kratanna. Blöðin heimtuðu að hinum seku yrði refsað og aðalsmenn, andófsprestar og aðrir, sem þóttu tortryggilegir væru fangels- aðir. Morð, rán og þjófnaðir færðust í vöxt og herir hertogans af Braunschweig nálguð- ust. Stjórnin sendi lið til vígstöðvanna og Danton hvatti alla sanna föðurlandsvini til að láta skrá sig til varnar föðurlandinu 2. september. Sögur gengu um samsærið í fangelsunum, þar sem grunuðum fjand- mönnum föðurlandsins hafði verið hrúgað saman. Sagan var á þá leið að þegar vopn- færir Parísarbúar væru famir til vígstöðv- anna myndu aristókratar og andófsprestar bijótast út úr fangelsunum og hleypa jafn- framt út dæmdum morðingjum og ráns- mönnum. Síðan hæfust manndrápin, föður- landsvinir, konur þeirra og börn yrðu öll drepin og eignum þeirra rænt. Blöðin gáfu í skyn yfirvofandi hættu. Borgarstjórnin sendi út dagskipun um útkall sjálfboðaliða Hausar rúlla og blóðið Qýtur. Danton þegar fréttin barst um fall Verdun 2. sept- ember. Fangamorðin hófust þann dag. Eng- inn veit hvort skipun hafi verið gefin um morðin frá borgarstjórninni eða öðmm. Það verður aldrei vitað. Morðin stóðu frá 2. sept- ember til 7. s.m. Lýsingar sjónarvotta að morðunum, sundurhlutun líka og æði blóði ataðs skrílsins vekja hrylling og hafa vakið hrylling í tæp tvö hundruð ár. Fjöldi París- arbúa varð var við það sem var að gerast, Sumir voru of skelfdir til að hafast nokkuð að, óttuðust hefndaraðgerðir morðingjanna og aðrir virðast hafa verið afskiptalausir og enn aðrir samþykkir verknaðinum. Af 2.600 föngum vom milli 1.200 og 1.400 myrtir. Af þeim vom 225 prestar, 80 her- menn úr lífverði konungs og um 80 aðrir pólitískir fangar. Um 70% vom glæpamenn, Meðan morðin fóra fram gerðu borgaryfir- völd ekkert til að stöðva þau. Morðingjarnir voru um 200. Meðal þeirra voru glæpa- menn, en flestir voru smáborgarar, slátrar- ar, smákaupmenn, handverksmenn og ungir menn úr þjóðvarðliðinu, en úr þeirra hópi vom auðunnustu fórnardýr hatursáróðurs- ins. Þegar morðingjarnir hurfu aftur til fyrri starfa, töldu þeir sig hafa unnið þjóðþrifa- verk og sumir þeirra eru sagðir hafa talað um að 24 livres, sem borgarstjórnin borgaði fyrir verkið væri ekki ofborgað. Morðdagana flykktist lýðurinn á krárnar til að sýna af- rekin í líkamshlutum hinna myrtu. Sagt er, að sorpkvendi hafi sótt mjög í að komast inn í fangelsin til að horfa á aðfarirnar. Einn maður reyndi aldrei að firra sig ábyrgð- inni af því að hafa hvatt til morðanna. Það var Marat. Aðrir fóru undan í flæmingi, jegar morðin vora notuð í pólitískum deilum á þinginu. Borgarstjórn Parísar lét frá sér fara dreifibréf út í allar sýslur landsins þar sem skýrt var frá því, að alþýða Parísar hefði svipt verstu samsærismennina, sem komið hafði verið í fangelsi, lífi í réttlátri reiði sinni við fjandmenn þjóðarinnar. Um þetta leyti hófst nafnbreytingaátakið á strætum og torgum Parísar og einnig var ætlast til að ávörpum yrði breytt. Þúanir vom teknar upp í stað þéringa og í stað „monsieur“ kæmi „citoyen". Kosningar til þjóðþingsins hófust í skugga septembermorðanna og töku Verdun, þann 2. september 1792 og stóðu í nokkra daga og allt upp í nokkrar vikur. Kosningaþátt- taka var mjög dræm, þótt flestir hefðu nú atkvæðisrétt, sem orðnir vom 21 árs og sóm eið að frelsi ogjafnrétti. Kosningarnar fóru fram í heyranda hljóði og þeim sem höfðu sýnt konungshollustu var bannað að greiða atkvæði. Víða óttaðist fólk refsingar, ef það greiddi atkvæði gegn ráðandi stjórn í kjördæminu og fór því ekki á kjörstað. Talið er, að rúmlega 7% atkvæðisbærra kjós- enda hafi neytt atkvæðisréttar og þótt Jak- óbínar legðu alls staðar mikla áherslu á að sigra urðu þeir ekki í meirihluta, þegar þing- ið kom saman 21. september. Tuttugasti september 1792 er fyrst og fremst merkur fyrir sigur franskra hersveit við Valmy á prússneskum her. Þessi at- burður hafði veraldarsögulega þýðingu. Eft- ir flótta Lafayettes til Austurríkismanna var Dumouriez skipaður yfir herinn á norðaust- ur vígstöðvunum. Dumouriez hafði þjónað' í hinum konunglega franska her og var meðal gáfuðustu herforingja Frakka. Þegar byltingin braust út tengdist hann Jakóbínum og varð utanríkisráðherra um tíma og átti mikinn þátt í stríðsyfirlýsingu á hendur Austurríki vorið 1792. Hann tók nú við heijum byltingarstjórnarinnar og hófst handa um að stórbæta agann og styrkja herinn með auknu stórskotaliði. Herir Prússa og Austurríkismanna fóm hægt yfir, einangraðu lykilstöðvar og virki og vom komnir langleiðina til Parísar. Ormstan við Valmy hófst með stórskotaliðsárás Frakka á prússnesku liðssveitirnar. Prússneski her- inn hafði æft sig vel síðan á dögum Friðriks IIs, en hafði ekki staðið í neinu styijaldar- harki og var því óvanur stórskotaliðsárás. Foringjarnir í franska hemum höfðu margir tekið þátt í frelsisbaráttu Bandaríkjamanna og þjónað í her Frakkakonungs. Liðið var upptendrað byltingareldmóði og stóðst gagnárásir Prússa og stórskotahríð þeirra. Veðrið var afleitt, rigningardembur, og veg- ir urðu ófærir svo að tengsl Prússa við birgðastöðvarnar við Verdun slitnuðu. Því fór svo að Braunschweig lét undan síga. Sigurinn mátti þakka Dumouriez og eld- móði samansafnaðs sjálfboðaliðs, sem hing- að til hafði ekki verið talið til hermanna samkvæmt hefðbundinni skoðun herforingja „ancien régime". Eftir ormstuna skildu menn, að hér hafði orðið heimssögulegur atburður. Samtínings- lýður öreiga og smáborgara hafði staðist árásir þrautþjálfaðs konunglegs hers. Prússneskur liðsforingi skrifaði heim: „Við töpuðum meira en ormstu“. Goethe sem var viðstaddur var spurður um álit sitt á at- burðunum. Svarið var: „Á þessum stað og á þessum degi hefur hafist nýtt tímabil mannkynssögunnar og þér getið allir stað- fest að hafa verið viðstaddir upphafið." Dumouriez hefði að líkindum getað gjör- sigrað prússneska herinn, en í stað þess hélt hann norður á bóginn eftir að prússn- eski herinn hafði látið undan síga og hélt áleiðis til Belgíu, sem þá var hluti aust- urríska ríkisins, en hann áleit að brýnasta verkefnið væri að einangra og sigrast á Austurríki. Hér hafði það gerst að þjóðarher hafði sigrað hefðbundinn konunglegan her sem var talinn sá besti í Evrópu. Sigurhrópið „Vive la Nation“ kvað við í hersveitum Frakka eftir sigurinn. Þjóðin hafði sigrað. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. SEPTEMBER 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.