Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 18. mars 1987 -RIT3TJÓRNA.HGREIN’ Tilræði við menntakerfi Samningaviðræðum Hins íslenska kennara- félags og ríkisvaldsins hjá rikissáttasemjara hefur verið siglt í strand. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur ekki verið boðað til nýs samn- ingafundar og aðilar svartsýnir á lausn kjara- deilunnar. Viðræðurnar strönduðu eftir að samninganefnd HÍK lagði fram endurskoðaða kröfugerð sem að mati samninganefndar ríkis- ins fól í sér verulegar hækkanir frá því sem áð- ur hafði verið rætt um í viðtali við eitt dagblað- annaí gær, segir Indriði H. Þorláksson, deildar- stjóri I fjármálaráðuneytinu, sem fer með samningamálin við kennara fyrir hönd fjár- málaráðherra: „Við sannfærðum okkur um að þetta væru engin mistök heldur að það væru ætlan kennara að hækka kröfur slnar og í Ijósi þess tjáðum við ríkissáttasemjara að við teld- um ekki til neins að halda áfram viðræðum að sinni.“ Þáer haft eftir Indriða að kröfur kennara jafngildi 50% launahækkun miðað við tveggja árasamning en GunnlaugurÁstgeirsson kenn- ari sem á sæti í stjórn og samninganefnd HIK, segir í sama blaði að kröfugerð kennara jafn- gildi 30% hækkun. Mismunurþessatalnafelst í því að annars vegar talar málsvari fjármálaráð- herra um kröfugerð kennara sem felur f sér áfangahækkanirog verðbólguhækkun átveim- ur árum en kennarar hafa dregið þessa liði frá. Það samaer uþþ á teningnum þegar rætt er um tilboð ríkisvaldsins, Indriöi nefnirtöluna 18— 20% sem felur í sér verðbætur en kennarar metatilboðið sem 10% raunhækkun á launum. Laun kennara eru orðin tákn láglauna i land- inu. Ástæðan fyrir þessari neikvæðu þróun launamála kennara er einkum þríþætt. í fyrsta lagi hafa laun kennara fylgt hinni almennu minnkun kauþmáttar launa í landinu.í öðru lagi hafa laun kennara undir margra ára oki Kjara- dóms ekki fengið rétta hækkun miðað við önn- ur laun (landinu. Þegar kennarar losnuðu und- an Kjaradómi um síðustu áramót þegar ný lög um verkfallsrétt voru sett, blasti þvl mikil launaskekkja við sem safnast hafði upp árum saman. í þriðja lagi hafa kennarar ekki getað miðað laun sín við sambærilegar stéttir í land- inu. Þetta kemur ekki síst fram í mati á yfir- vinnutímum sem reiknaðir eru t.d. inn í taxta verkfræðinga og tæknifræðinga. Kennarar hafa ennfremur verið seinþreyttir til vandræða og kjarabaráttaþeirraekki hafist að ráði fyrren 1985 þegar uppsagnir þeirra fylgdu í kjölfar kjarabaráttunnar. Það alvarlega við láglaunastefnu fjármálaráð- herra gagnvart kennurum er auðvitað að hún hefur langvarandi neikvæð áhrif á menntun og þróun nútímaþjóðfélags á íslandi. Tregða nú- verandi ríkisstjórnar að koma á móts við sjálf- sagðar launakröfur kennara bitnar ekki aðeins á þeim framhaldsskólanemendum sem nú missa af kennslu og undirbúningi fyrir vorpróf- in, heldur hefur dapurleg áhrif á menntakerfið 'í heild. Hin lágu laun kennara hafa gert það að verkum að endurnýjunin í starfsliði kennara hefurverið með minnsta móti. Sérstaklega hef- ur þetta bitnað á grunnskólastiginu þar sem hrein vandræði eru að skapast vegna kennara- leysis. Innritanir í Kennaraskólann hafa stór- minnkað, ekki vegna áhugaleysis á starfinu sem slíku, heldur vegna lífsafkomu kennara: það borgar sig einfaldlega ekki að starfa sem kennari. Sérstaklega hefur aðsókn kennara- nema að raungreinum minnkað, og það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir þjóðfélag í örum vexti tækniþróunar þegar undirstaðan sjálf, kennsla í raun- og tækni- greinum hrynur vegna kennaraleysis. Oú stefna Þorsteins Páissonar og núverandi ríkisstjórnar að halda kennurum áfram sem láglaunastétt er því tilræði við menntakerfið og undirstöður þjóðfélagsins í heild. En það eru ekki aðeins kennarar sem eru að gefast upp á láglaunastefnunni; verkfallsboðanir dynjanúyfirihvívetna. Þaðsegirsínasögu um hug launamanna til núverandi ríkisstjórnar. Karl Th. Birgisson, kosningastjóri Alþýðuflokksins á Austurlandi: „Fólksflótti hafinn frá Austurlandi“ Landbúnaðarstefnan í rúst. Kvótakerfið hatað. Byggða- málin í ólestri og peningarnir streyma til Reykjavíkur. „Við opnuðum kosningaskrif- stofu á Neskaupstað sl. laugardag að Hafnargötu 22. Þar með er búið að opna þrjár kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins á Austurlandi, eða á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og á Neskaupstað, eins og áður sagði. A næstu dögum verða svo opnaðar skrifstofur á Eskifirði og Seyðisfirði og nokkru síðar á Djúpavogi, Vopnafirði og aðrir staðir koma svo síöar“, sagði Karl Th. Birgisson, kosningastjóri Al- þýðuflokksins í Austurlandskjör- dæmi. „Starfið hefur gengið ágætlega fram að þessu og ekki sjáanlegt að verði nein breyting á því. í síðustu viku hófum við að gefa út dreifibréf sem fer í hvert hús í kjördæminu og mun svo verða vikulega framvegis. Það framtak hefur vakið mikla at- hygli og mælst vel fyrir, eftir því sem ég best veit. Persónuleg fundahöld Guðmundur Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson voru hér með fundií kjördæminuí janúar sl. eins og menn vita og í framhaldi af því höfum við farið á vinnustaði og rætt við fólk. Umræður á þeim fundum hafa verið fjörugar, en við tókum upp þá nýbreytni að vera ekki með þessa hefðbundnu kaffi- staðafundi, heldur gengum við á milli manna og tókum þá tali. Það var bæði skemmtilegt og persónu- legt. Á mánudaginn kemur byrjum við hins vegar með gömlu aðferð- ina, hefðbundnu vinnustaðafund- ina. Stöðnun Það er alveg ljóst af viðræðum við fólkið að menn eru síður en svo ánægðir með núverandi ríkisstjórn. Reyndar hafa menn svo sem allt gott um það að segja að stjórnin virðist hafa náð einhverjum tíma- bundnum tökum á efnahagsmálun- um, en samt sem áður blasir við grimm stöðnun hér í kjördæminu, bæði í efnahags- og atvinnulífi,- og fyrirsjáanleg öfugþróun ef eitthvað er. Héðan úr kjördæminu flýr bæði fólk og peningar, það er öllum ljóst. Menn forða sér hreinlega úr lands- hlutanum og suður á mölina. Bændur óánægðir Landbúnaðarstefnan bætir held- ur ekki úr skák. Margir þessara staða hér á Austurlandi eiga líf sitt undir þjónustu við landbúnaðinn á einn eða annan hátt. Og ekki er tónninn í bændum heldur uppörv- andi. Hann er satt að segja afar „Alþýðuflokkurinn hefur aldrei haft betri málefnastöðu í Austur- landskjördœmi“, segir Karl Th. Birgisson, kosningastjóri. slæmur, — vægt til orða tekið. Og það að koma landbúnaðarmálun- um í lag er eitt allra brýnasta málið sem verður að taka á hér í kjördæm- inu og það er augljóst að það þolir enga bið. Þar verður að hætta að skera menn niður við trog. Eins og málin standa í dag, þá er ekkert tillit tekið til þess hvernig búin eru, hvernig þau standa eða hvernig skuldamálum þeirra er háttað o.s.frv. Helvítis kvótinn Og svo er það auðvitað helvítis kvótinn, — fiskikvótinn. í þeirri grein er alger stöðnun, það komast ekki nýir menn inn í greinina og með það eru menn mjög óánægðir. Það er ljóst að við núverandi að stæður verður engin endur- nýjun í greininni. Menn eru t.d. óánægðir með það að kvótinn er bundinn við ákveðin skip og þessi ákveðnu skip eru í eigu ákveðinna manna og þannig séð er búið að Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúar mánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyr- ir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru oröin 20%, en siðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Fjármálaráðuneytiö, 16. mars 1987 erfðafesta fiskinn í sjónum, hrein- lega. Engir nýir menn komast þarna inn, þar sem kvótinn er ekki auk- inn. Völd heima í héruð Svo eru það byggðamálin. Þar vilja menn skilyrðislaust fá meiri völd heim í héruð. Fá að ráða sínum hlutum sjálfir, en ekki að þurfa að sækja alla skapaða hluti til Reykja- víkur. Það er gífurlegt peninga- streymi frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Það er augljóst hverj- um manni. Og þetta gerist á tvenn- an hátt: Annars vegar í gegnum bankakerfið. Hér veita útibústjórar bankanna varla hærri lán en eitt hundrað þúsund krónur án þess að hringja suður og biðja um leyfi. Og hins vegar svo í gegnum húsnæðis- kerfið. Peningarnir úr lífeyrissjóð- unum streyma nú suður þar sem mest er byggt og fyrir bragðið er lít- ið sem ekkert byggt úti á lands- byggðinni. Lífeyrissjóðapeningarn- ir streyma suður og menn eru hættir að geta fengið lán hér. Þetta er stað- reynd, — menn fá ekki lengur Ián úr sínum eigin lífeyrissjóðum. Sterk staða Alþýðuflokks Alþýðuflokkurinn stendur núna sterkar hér á Austurlandi en nokkru sinni fyrr. Það er einnig at- hyglisvert að Alþýðubandalagið sem einnig er í stjórnarandstöðu virðist standa veikar en nokkru sinni. Það kemur fram hjá mörgu fólki sem við höfum talað við. Og þetta virðist gilda um Sjálfstæðis- flokkinn líka. Þeir eru ekki manna vinsælastir hér um þessar mundir. Það er erfiðara að meta stöðu fram- sóknarmanna. En ekki virðist fara mikið fyrir hinum flokkunum, hér í þessu kjördæmi allavega. „Fjölmörg mál í Austurlandskjör- dæmi þola enga bið“, segir Guð- mundur Einarsson, 1. maður á lista Alþýðuflokks í kjördœminu. Fundir á Höfn Það verður athyglisverður fund- ur á Höfn í Hornafirði á þriðjudag- inn kemur, en þá ætla þær í lands- reisu Jóhanna Sigurðardóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir og Elín Alma Artúrs- dóttir. Fundur þeirra verður á Höfn á þriðjudagskvöldið 24. mars. Á sama tíma verða svo á ferðinni Guðmundur Einarsson og Magnús Guðmundsson, 2. maður á lista Al- þýðuflokksins á Austurlandi. Þeir verða einnig á Höfn, þannig að það verða miklir kratadagar á Höfn í Hornafirði á næstu dögum“, sagði Karl Th. Birgisson, kosningastjóri Alþýðuflokksins á Austurlandi. FÉLAGSSTARF Akranes — Akranes Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 23. mars kl. 20.30 í Röst. Frambjóðendur Alþýðuflokksins í Vesturlands- kjördæmi mæta á fundinn. Venjuleg aðalfundar- störf. Rætt um kosningabaráttuna framundan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.