Alþýðublaðið - 18.03.1987, Side 6

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Side 6
6 DAGUR í LÍFI „Landbúnaður — aðferð til að lifa“ hét grein sem formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, skrifaði í Tímann seint á síðasta sumri. Ungur maður sem skrifaði grein í Austra í janúarmánuði var greini- lega ekki sammála þingflokksformannin- um. Greinin hans hét nefnilega: „Jarðar- förin auglýst síðar“. íslenskir bændur rísa nú til byltingar um allt land, halda stór- fundi og krefjast afdráttarlausra svara. En hvernig er dagur í lífi bóndans nú? Dagur í lífi sveitarstjóra Hringja í þingmennina út af höfninni. Pressa þá til að setja smá pening í þilið. Hringja í menntamálaráðuneytið. Pína þá til að gera upp þessa 2ja ára skuld í skólabyggingunni. Hringja í þingmanninn og láta hann hringja í banka- stjórann í Reykjavík og láta hann hringja í útibússtjór- ann hér til að lána frystihúsinu til að frystihúsið geti borgað fólkinu. Eigum við að taka dæmi af ung- um bónda. Hann var hvattur af kerfinu til að fjárfesta. Hann var styrktur til að byggja 60 kúa fjós. Nú er hann búinn að fá tölvustrimil í gluggaumslagi frá skrifborðs- bændum við Hagatorg. Þar er hon- um sagt að hann fái greitt fyrir af- urðir 30 kúa. Dagur í lífi þessa bónda snýst ekki um að bústofninn lifi af baráttuna við duttlunga moldar og náttúruafla. Nei. Hver dagur í lífi hans snýst um það hvort fjölskyldan lifir af baráttuna við kerfið, tölvustriml- ana og skuldbreytingarnar. Kerfið, sem segist vera honum til varnar, en er vaxið honum yfir höfuð, drepur kjark hans og kæfir sjálfsbjargar- viðleitni. En lítum á hag’ fleira fólks. Hvernig er þessi dagur í lífi fisk- verkakonunnar? Hún mætti kl. 7 í morgun og vann til kl. 7 í kvöld. Þetta gerir hún 6 daga vikunnar. Hún er rekin í kaffi og úr kaffi og rekin í pásu og úr pásu með glymj- andi bjölluhringingum. Afköst hennar eru vegin og skráð á tölvurnar. Handbragð hennar er metið af eftirlitsmönnunum. Hún er vegin og metin og lífsstarf hennar fest upp á töflu á kaffistof- unni. Prívat og persónulega stendur hún þannig frammi fyrir dómurum sínum, dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár, allt þar til hún get- ur ekki meir. Hvað leitar á huga hennar eftir þennan langa vinnudag. Hún hugsar e.t.v. eins og svo margir aðrir, ekki síst á landsbyggð- inni: Af hverju er þessi vinnuþrælkun í landi háu þjóðarteknanna? — Sagði ekki Steingrímur um áramót- in að við hefðum aldrei haft það svona gott? Hvernig reikna þeir bónusinn á kaupfélagskontórnum eða í bank- anum? — Aldrei heyri ég bjöllurnar hringja þar. Ættum við ekki að reyna að leigja eða jafnvel selja húsið og flytja suður og breyta til? Er nokkur framtið í þessu? Hvernig skyldi dagur í iífi sveit- arstjórans í plássinu vera? Hvað gerði hann í dag? 1. Hingja í þingmennina út af höfninni. Pressa þá til að setja smá pening í þilið. 2. Hringja í menntamálaráðuneyt- ið. Pína þá til að gera upp þessa 2ja ára skuld í skólabygging- unni. 3. Hringja í þingmanninn og láta hann hringja í bankastjórann í Reykjavík og láta hann hringja í útibússtjórann hér til að lána frystihúsinu til að frystihúsið geti borgað fólkinu. Hvað leitar á huga sveitarstjór- ans að loknum þessum vinnudegi? Af hverju eru þingmenn og fjár- veitinganefnd Alþingis að ráðstafa smáframkvæmdum úti á landi? Kemur ekki stór hluti þjóðartekn- anna um þessa höfn. Getum við ekki fengið sjálf að ákveða þetta og bera ábyrgð? Af hverju eru embættismenn i menntamálaráðuneytinu að vasast í smáu og stóru um okkar skóla- mál? Af hverju fáum við ekki ákveðnar upphæðir og sjáum um þetta sjálf, án sífelldra mótfram- laga og kostnaðarskiptinga? Af hverju þarf ég sífellt að fara í gegnum alþingismenn með alla skapaða hluti hér, fjármál og redd- ingar? Af hverju þarf sífellt að hanga í símanum og hringja suður? Við bóndann vil ég segja þetta: 1) Jafnaðarmenn eru algerlega andvígir kvótakerfi í landbún- aði. 2) í stað þess að bóndinn reki bú sitt eftir tilskipunum frá Reykja- vík, þarf almennar aðgerðir sem endurreisa frjálsa, bjargálna bændur. Mikilvægir þættir í slíkri stefnu væri svæðaskipulag eftir landkostum og beinir samningar bænda, vinnslu- stöðva og söluaðila. Þar til því takmarki er náð, væri um að ræða tímabundnar verðábyrgðir af hálfu ríkisvalds. 3) Við viljum afnema alla einokun á söluj afurða innanlands og ut- an. Með slíkum aðgerðum og miklu fleiri verða að nást þau markmið: að landbúnaður verði hagkvæmur og lúti lögmálum viðskipta, að byggð haldist um land allt, að framleiðsluvörur landbúnaðar- ins verði mun ódýrari en nú er, að bændur búi við góð lífskjör. Við fiskverkakonuna vil ég segja þetta: Lágu launin og vinnuþrælkunin eru ekki náttúrulögmál. Þegar við- skiptakjör og afli eru með því besta, sem þekkist, er það þjóðarsmán að þrælakjör skuli líðast. * Það er hægt að stuðla að endur- skoðun launakerfisins og hvetja til hækkunar daglaunanna sjálfra. * Það er hægt að auka arðsemi og greiða hærri laun með fjárhags- legri endurskipulagningu og auk- inni sérhæfingu fyrirtækjanna. * Það er hægt að ná hærra afurða- verði með því að rjúfa einokun í sölustarfi og hleypa inn nýju blóði. * Það er hægt að brjóta á bak aftur fábreytni atvinnulífsins með auk- inni fullvinnslu og nýjum aðferð- um. * Það er hægt að bylta skattkerf- inu, taka skattbyrðina af fólki og færa meir yfir á fyrirtækin. Þetta er hægt og þetta þarf að gera. Við sveitarstjórann vil ég segja þetta: Miðstýringin frá Reykjavík og sjálfsbjargarleysi landshlutanna eru ekki náttúrulögmál. En þetta kerfi er óskadraumur fyrirgreiðslu- pólitíkusanna, sem eru búnir að haga kerfinu þannig að til þeirra liggja allir valdataumar, til þeirra liggja allar línur. Þeir bíða við sím- ann og bjóða aðstoð sína til að leysa einstök vandamál, í stað þess að breyta kerfinu svo fólk geti leyst sín vandamál sjálft. * Það er hægt að færa völd á heimaslóð með nýjum héraðs- stjórnum og sterkum sveitarfé- lögum. * Það er hægt að veita heimaaðil- um stóruakið sjálfræði um tekju- stofna og að hafa verkaskiptingu skýra, þannig að saman fari ákvörðun, framkvæmd og ábyrgð. * Það er hægt að geyma og ávaxta fjármagn á heimaslóð, í stað þess að safna því á örfáa reikninga í aðalútibúum bankakerfisins í Reykjavík. Þetta er hægt og það skulum við gera. Þetta eru leiðirnar til að gera þær breytingar, sem eru nauðsynlegar til að tryggja afkomu fólksins. í fyrsta lagi þarf að bylta stjórn- kerfinu til að færa völd heim i hér- uð, stöðva fjármagnsflóttann og brjóta betlistafinn. Þessi völd eiga að færast til héraða og sveitarfélaga frá stöðnuðu flokka- og embættis- mannavaldi í Reykjavík. f öðru lagi þarf atvinnulífsbreyt- ingu, gjörbreytingu á hugsunar- hætti þannig að ríkisvaldið hætti með stjórnmála- og embættis- mönnum að stjórna atvinnurekstri af borðum ráðuneytanna og hags- munasamtakanna. í staðinn á ríkis- valdið að stuðla að og láta fólkið um að skapa. Þessi atvinnulífsbylt- ing þarf að leiða til aukinnar sam- keppni, bæði í landbúnaði og sjáv- arútvegi. Það þarf að brjóta múra einokunar í sölu- og þjónustumál- um þessara greina. Ríkisvaldið á að stuðla að stofnun og rekstri smáfyr- irtækja einstaklinga. Þannig þarf að nýta og virkja áræði og framtak fólks. Til þess að koma þessum áform- um í framkvæmd þarf bylgingu á hugarfari, stjórnkerfi og atvinnu- lífi. Það eru háleit markmið. Ég treysti Alþýðuflokknum, sterkum, stórum flokki jafnaðarmanna, til að innleiða þessi nýju sjónarmið. Við viljum afnema alla einokun á sölu afurða innanlands og utan Miðstýringin frá Reykjavík og sjálfsbjargarleysi landshlutanna eru ekki náttúrulögmál Það þarf að brjóta múra einokun- ar í sölu- og þjónustumálum þess- ara greina Til þess að koma þessum áformum í framkvœmd þarf byltingu á hug- arfari, stjórnkerfi og atvinnulífi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.