Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. mars 1987 9 Hér skrifar HRANI Frj álshyggj uflokkar á hárréttri leið? Hvað vitið þið um Framsókn- arflokkinn, lesendur góðir? Vitið þið til dæmis hvernig stefnuskrá þessa flokks lítur út? HRANI, hefur þessa stefnuskrá að vísu ekki undir höndum, en hins vegar eintak af því gagnmerka blaði Framsóknarflokksins á Austur- landi, Austra, sem út kom 5. mars sl. Þ;ar er í opnunni vitnað í stefnuskrá Framsóknarflokksins, nánar tiltekið fyrsta kaflann. Og þarna stendur orðrétt: „Fram- sóknarflokkurinn er frjálshyggju- flokkur, sem vinnur að lausn sam- eiginlegra viðfangsefna þjóðar- innar á grunni samvinnu og jafn- aðar.“ Skyldi það virkilega geta verið að stjórnarsamstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn, þar sem frjáls- hyggjuöflin, ríða nú húsum, sé farið að hafa þvílík áhrif að flokkurinn sé nú óhikað farinn að kenna sig við frjálshyggjuna. Það hefur reyndar gerst áður í sögu Framsóknarflokksins að ruglað hafi verið saman hugtök- unum frjálslyndi og frjálshyggju. Þetta var þegar NT sáluga tók við af gamla Tímanum heitnum. Þá var að sjálfsögðu gerð mikil upp- stokkun á blaðinu og meðal ann- ars skipt um texta í hausnum. Fyrsta daginn sem NT kom út stóð þar m.a. að blaðið væri mál- svari frjálshyggju. í öðrum blöð- um var að sjálfsögðu hent nokk- urt gaman að þessu og frjálshyggj- an fékk ekki að standa í hausnum lengur en þennan eina dag. Dag- inn eftir var orðið frjálslyndi komið í staðinn. Reyndar er kannski skaðlaust að rifja upp muninn á þessum tveim hugtökum í fáeinum orð- um, því allt of margir virðast ekki gera neinn virkilegan greinarmun á merkingu þessara orða. Orðið frjálslyndi í pólitískri merkingu kom inn i íslensku sem þýðing á hugtakinu „líberalismi“. Þessi stjórnmálastefna á nú nokk- uð langa sögu að baki og í flestum löndum Vestur-Evrópu eru til stjórnmálaflokkar sem kenna sig við hana. Upphaflega er stefnan til komin sem eins konar andsvar við óheftri markaðshyggju og var á sínum tíma kölluð vera til vinstri við þá hægri flokka sem á þeim tíma voru víða öflugir í skjóli tak- markaðs kosningaréttar almenn- ings. Umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín í samfélaginu hef- ur t.d. alltaf verið meðal stefnu- mála hinna frjálslyndu flokka, og minna má á flokksheitið „Venstre" í Danmörku. Þegar hugtakið „nýlíberalismi“ kom til sögunnar var á íslensku fundið upp orðið „frjálshyggja“, en sú stefna er sem kunnugt er fólgin í óheftu valdi peninganna og er því um flest í mikilli and- stöðu við frjálslyndi í stjórnmál- um. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar kosningar er „á réttri leið“ eða eitthvað í þá áttina. Þeg- ar Jón Baldvin Hannibalsson var spurður álits á nýlegri skoðana- könnun DV í fyrri viku, benti hann á þetta kjörorð og sagði að flokkurinn væri alveg greinilega á réttri leið, nefnilega niðurleið. Við sjáum reyndar ekki betur en þessi staðreynd komi einkar greinilega fram í arnarmerki flokksins og birtum hér mynd af því til glöggvunar. Við sjáum ekki betur en fuglinn sé um það bil að setjast. AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, miðuikudaginn 25. mars 1987, og hefst kl. 14:00. ------------DAGSKRÁ----------------- 1. Aðalfundarstörf samkuœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til brexjtinga á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu uera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjauík frá 17. mars n.k. Reykjauik, 14. febrúar 1987. STJÓRNIN EIMSKIP w VIÐ KJOSUM ALÞYE Árni S. Róbertsson, KJFLOI Elín A. Hermannsdóttir, IvKINN Björg Hávarðardóttir, húsvörður, Vopnafirði húsmóðir, Neskaupstað verkakona, Eskifirði Guðmundur Jónsson, Ingibjörg Aradóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, húsmóðir, Eskifirði vélvirki, Vopnafirði húsmóðir Neskaupstað Lilja Eðvarðsdóttir, Haraldur Óskarsson, Ari Magnússon, húsmóðir, Eskifirði kennari, Neskaupstað verkamaður Neskaupstað Bjarney Hallgrímsdóttir, Jón Svanbjörnsson, Sigurmundur Ragnarsson, sjómaður, Eskifirði pípulagningamaður, Neskaupstað iðnverkamaður Eskifirði Jón Ævar Haraldsson, bílasmiður, Eskifirði Katrín Ingvadóttir, Brynjar Þór Ragnarsson, Kristján Ragnarsson, húsmóðir, Neskaupstað verkamaður, Eskifirði bæjarverkstjóri, Eskifirði Óskar Helgason, Stefán Óskarsson, Rögnvar Ragnarsson, húsasmiður, Neskaupstað matsmaður, Eskifirði verkstjóri, Eskifirði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.