Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. mars 1987 3 alþýðii' blaðið _ Umsjón: Jón Daníelsson A AUSTURLANDI Félag ferðamálasamtaka stofnað á Egilsstöðum Um síðustu helgi var stofnað á Egilsstöðum Félag íslenskra ferða- málasamtaka. Aðild að félaginu eiga ferðamálasamtök I hinum ýmsu landshlutum og sóttu fulltrú- ar þeirra allra stofnfundinn, að frá- teknum Vestfirðingum sem ekki komust vegna ófærðar. Ferðamála- samtök á landinu hafa haft með sér óformlegra samstarf undanfarin fjögur ár. Rúnar Pálsson, umdæmisstjóri Flugleiða á Austurlandi, sagði í samtali við Alþýðublaðið á Austur- landi, að hið nýja félag ætti að verða sameiningaraðili ferðamála- samtakanna, vera í forsvari fyrir þau út á við og gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra. Hann sagði ennfremur að mark- mið félagsins að öðru leyti væru um margt þau sömu og markmið ferða- málasamtakanna, sem aðild ættu að félaginu. Þar kvað hann bera einna hæst það markmið að ferða- mannaþjónustan nyti sömu fyrir- greiðslu og aðrir atvinnuvegir landsmanna. Þá mætti nefna að fé- lagið hygðist beita sér fyrir sam- ræmdari og betri landkynningu og bættri þjónustu við ferðamenn. Þá er ætlunin að félagið verði að- ildarsamtökunum til ráðuneytis um ýmis mál er ferðamannaþjónustu varða og Rúnar nefndi einnig að stofnun félagsins gerði öll sam- skipti ferðamannaþjónustunnar út á við auðveldari, þar sem einfaldara væri að snúa sér til eins aðila, en þurfa að bera einstök málefni undir öll sex landshlutasamtökin. Rúnar sagði að ferðamannaþjón- usta skilaði nú um sjö prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og vantaði þó örugglega ýmsa þætti inn í þá tölu. Þannig væri í þessum útreikningum væntanlega ekki tek- ið tillit til þeirra landbúnaðaraf- urða sem erlendir ferðamenn neyttu á ferðum sínum hérlendis og ríkis- sjóður losnaði þar af leiðandi við að greiða niður á erlenda markaði. Um 30 manns sátu stofnfundinn á Egilsstöðum að sögn Rúnars Páls- sonar. Fundurinn var haldinn í Samkvæmispáfanum og Vala- skjálf. Auk sjálfrar félagsstofnun- arinnar voru á fundinum sam- þykktar ályktanir um ýmis efni sem varða ferðamannaþjónustuna á landinu, m.a. um náttúruverndar- mál og sagði Rúnar að í þeirri álykt- un kæmi m.a. fram sú skoðun að rétt væri að fleiri aðilar tækju á sig ábyrgð í þessum efnum. Meðal annarra atriða sem rædd voru á fundinum og hið nýja félag hyggst beita sér fyrir í framtíðinni, er aukin fræðsla í greinum er varða þjónustu og ferðamál og að sú fræðsla verði tekin inn i skólakerf- ið. Þá sagði Rúnar það einnig eitt af markmiðum félagsins að mörkuð verði stefna í ferðamálum og að í samræmingu og stefnumörkun verði gætt hagsmuna þeirra aðila sem nú starfa að ferðamannaþjón- ustu. Ferðamálasamtök í hinum ýmsu landshlutum hafa undanfarin fjög- ur ár haft með sér ákveðið samstarf og hafa samráðsfundir verið haldn- ir reglulega, til skiptis í landshlut- unum. Hafa samtökin hvert fyrir sig tilnefnt fulltrúa í samráðsnefnd- ina og verður sami háttur hafður á um stjórn hinna nýju samtaka. Var því engin stjórn kjörin á fundinum og þannig t.d. enginn starfandi for- maður í hinu nýja félagi, enn sem komið er. Rúnar Pálsson sagði í þessu sambandi að næsti aðalfund- ur yrði væntanlega haldinn á Norð- urlandi og mætti því gera ráð fyrir að fyrsti formaður félagsins yrði annað hvort úr Ferðamálasamtök- um Austur- eða Norðurlands. Rúnar sagði það áberandi hversu mikil og góð samstaða væri með aðilum í ferðamannaþjónustu. Hann nefndi sem dæmi að austan- lands væri sama hvort menn störf- uðu í ferðamannaþjónustu á Vopnafirði eða Höfn í Hornafirði, __með aðild ferða- málasamtaka í öllum landshlutum. ágreiningsmálin væru nánast ótrú- lega fá. Egilsstaðaflugvöllur fær varanlega braut í ár verða hafnar framkvæmdir við að leggja flugbraut með varan- legu slitlagi á Egilsstaðaflugvelli. Þetta er nú komið endanlega á hreint eftir að Alþingi hefur sam- þykkt þingsályktunartillögu um heimild til að taka 60 milljónir króna að láni til þessara fram- kvæmda. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í samtali Alþýðublaðs- ins á Austurlandi, við Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, þegar hugmyndin um þessa lántöku kom fram fyrr í vetur, má jafnvel gera ráð fyrir að nýja flugbrautin verði tilbúin á árinu 1989. Gert er ráð fyrir að unnið verði fyrir allar þessar 60 milljónir á þessu ári, en um hraða fram- kvæmdanna eftir það fer síðan eftir fjárveitingum Alþingis á fjárlögum hvers árs, en þess mun þó almennt talið að vænta að stærstu hindrun- inni sé nú rutt úr vegi og ekki muni líða mjög mörg ár þar til aurbleytan á Egilsstaðaflugvelli heyri til sög- unni. í skipunarbréfi því sem ráðherra gaf út fyrir flugmálanefnd á sínum tíma, er talað um Egilsstaðaflugvöll sem forgangsverkefni og virðist það ætla að standast. Sú nýja flugbraut sem nú verður lögð á Egilsstöðum verður 2000 metrar að lengd og verður henni þannig komið fyrir að unnt verður að lengja hana í 3000 metra ef til þess kemur að varaflugvelli verði valinn staður á Egilsstöðum. Smáauglýsingar Rafmagnsofn óskast Frystikista óskast Óska eftir notuðum raf- Óska eftir að kaupa frysti- magnsofni. Einnig óskast rör kistu, ca. 210 lítra. Upplýsingar (cirka 1 tomma) þurfa ekki að vera heil. í síma 88832. Upplýsingar í síma 88867. Eskifjörður: Hraðfrystihúsið býður í helgarferð Hraðfrystihús Eskifjarðar, býður starfsfólki sínu í helgarferð til Reykjavíkur á þessum vetri. Fyrir- tækið tekur flugvél á leigu í þessum tilgangi og þarf að fara tvær ferðir því ríflega 100 manns munu hafa látið skrá sig í þessar ferðir, og eru þá makar starfsmanna taldir með. Helgarferðirnar eru eins konar verðlaun til starfsfólksins fyrir vel unnin störf. Fyrirtækið greiðir ferðakostnaðinn og gistingu frá föstudegi til mánudags, en skipulag ferðarinnar að öðru leyti er í hönd- um starfsmanna sjálfra. Fyrri helgarferðin verður farin 10,—13. apríl en sú síðari helgina 8.—11. maí. Kvennafundur á Höfn Áþriðjudagskvöldið verður almennur stjórnmálafundur á vegum Alþýðuflokksins á Höfn í Hornafirði. Þar munu mæta fjórar konur sem eru of- arlega á listum Alþýðuflokks- ins eða í baráttusætum. Þetta eru þœr Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem skipar annað sœtið á listanum í Reykjavík, Lára V. Júlíusdóttir sem er í fjórða sœti, einnig i Reykjavík, Rannveig Guðmundsdóttir, sem er í þriðja sœti hjá Al- þýðuflokknum í Reykjanes- kjördœmi og Elína Alma Arthúrsdóttir, en hún skipar annað sœtið á listanum í Suð- urlandskjördœmi. Þessum fjórum konum hyggst Alþýðu- flokkurinn koma á þing í kosningunum í vor og verða þar með fyrstur flokka til að koma svo mörgum konum á þing.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.