Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. mars 1987 11 U tanríkisráðherra Noregs til íslands Dagana 24,—25. þessa mánaðar mun Thorvald Stoltenberg, utan- ríkisráðherra Noregs, koma í opin- bera heimsókn til Islands í boði Matthíasar Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra. Stoltenberg mun eiga viðræður við Matthías Á. Mathiesen um al- þjóðamál og samskipti íslands og Noregs. Þetta er fyrsta utanlands- ferð hans í embætti utanríkisráð- herra Noregs. Thorvald Stoltenberg er fæddur í Osló 1931. Hann lauk lagaprófi 1957 og gekk í norsku utanríkis- þjónustuna 1958. Auk starfa í ráðu- neytinu gegndi hann störfum í ýms- um sendiráðum Noregs. Hann var alþjóðaritari Alþýðusambands Noregs 1970—1971. Hann var aðstoðarutanríkisráð- herra á árunum 1971—1972 og aftur 1976—1979. Hann hefur einnig gegnt embættum aðstoðarvarnar- málaráðherra og aðstoðarvið- skiptaráðherra. Varnarmálaráðherra var hann á árunum 1979—1981. Hann var skipaður utanríkisráðherra 9. mars s.l. eftir fráfall Knut Frydenlund. Thorvald Stoltenberg er kvæntur Karin Heiberg aðstoðarviðskipta- ráðherra. Thorvald Stoltenberg utanríkisráð- herra Noregs. HVAÐ MEÐ ÞIG —. VIÐEIGUM SAMLEIÐ Félag höfunda frceðirita og kennslugagna: Mótmælir mismunun höfunda Stjórn Launasjóðs rithöfunda hefur nýlega úthlutað starfslaunum til 81 höfundar, alls 11.9 milljónum króna. Eins og undanfarin ár fengu örfáir fræðiritahöfundar starfs- laun. Almennur félagsfundur í „Hag- þenki — félagi höfunda fræðirita og kennslugagna" haldinn 12. mars hefur mótmælt þeirri starfsreglu sem enn virðist beitt af stjórn sjóðs- ins og hefur verið orðuð þannig í bréfi til félagsins að fylgt sé „ . . . þeirri meginreglu að veita ekki fé til vísindarita eða fræðirita . . í‘ í ályktun sem Alþýðublaðinu hefur borist frá Hagþenki segir: „Slík starfsregla samræmist ekki 3. grein laga um sjóðinn þar sem tekið er fram að „Rétt til greiðslu úr sjóðn- um hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðiritaí1 Hún samræm- ist heldur ekki sanngirniskröfum vegna þess að sé slíkri reglu beitt hafa höfundar alþýðlegra fræðirita svo til enga möguleika á styrk til starfa úr neinum opinberum sjóði og þeim að því leyti gert örðugra að helga starfinu krafta sína en öðrum íslenskum höfundum. Slík mis- munun höfunda samræmist heldur ekki ábyrgri menningarstefnu þar sem þróun íslenskrar tungu og menningar er ekki síst háð því hversu góð verk eru skrifuð um þau fræði sem þarf að fjalla um á ís- lensku, s.s. sögu, tungu, listir og bókmenntir þjóðarinnar, menntun, atvinnulíf, stjórnmál og tækni eða náttúru landsins. Fundurinn fagnar því að Launa- sjóður rithöfunda fékk til úthlutun- ar nokkru meira fé en undanfarin ár og væntir þess að sjóðurinn verði Jóhanna Sigurðardóttir Gréta Aðalsteinsdóttir Léra V. Júiiusdóttir '/T8wæPtt Margrét Heinreksdóttir Rannveig Guðmundsdóttir Elín Harðardóttir Guðrún Ólafsdóttir Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur opinn stjórnmálafund, fimmtudaginn 19. mars í Alþýðuhúsinu v/Strandgötu, með efstu konum á lista flokksins í Reykjavíkur- og Reykja- neskjördæmum. Kl. 20.30. Flutt verða stutt ávörp og fyrirspurnum svarað. Fundarstjóri verður Gylfi Ingvarsson. Allir velkomnir Stjórnin efldur enn frekar með því að stofn- uð verði ný deild innan hans ætluð fræðirithöfundum og þar með verði tryggt að sjóðurinn starfi í samræmi við þau lög sem um hann gilda“ Lausar stöður Við námsbraut [ hjúkrunarfræði við læknadeild Há- skólaíslandseru lausartil umsóknareftirtaldarstöður: 1. Staða dósents I hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Hjúkrun aldraðra. 2. Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og lyflækninga- deildum. 3. Staða lektors ( hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Fæðingar- og kvenhjúkrun. 4. Staða dósents í hjúkrunarfræði, 50% staða. Aðal- kennslugrein: Hjúkrunarstjórnun. 5. Staða dósents í sýkla- og ónæmisfræði, 37% staða til eins árs. 6. Staða lektors ( hjúkrunarfræði, 37% staða. Aðal- kennslugrein: Geðhjúkrun. 7. Staða lektors í hjúkrunarfræði, 37% staða. Aðal- kennslugrein: Barnahjúkrun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vlsindastörf um- sækjenda, ritsmlðarog rannsóknir, svoog námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavlk, fyrir 15. aprll n.k. Menntamálaráðuneytið, 16. mars 1987. Utboð Tilboð óskast í viðhald utan húss, húsi Rannsókn- arstofnana Sjávarútvegsins að Skúlagötu 4. Út- boðsgögn verða afhent á Teiknistofunni Óðins- torg, Óðinsgötu 7 gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. mars ki. 11 að viðstöddum bjóðendum. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um landið REYKJANES Skrifstofan er að Esjugrund 40, Kjalarnesi. Opin daglega frá kl. 10—11. Slmi 666004. Kosningastjóri Hulda Ragnarsdóttir. Skrifstofan er að Hamraborg 14, Kópavogi. Opin daglega frá kl. 13—19, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13— 17. Sími 44700. Kosningastjóri Guðrún Emilsdóttir. Skrifstofan er að Strandgötu 32, Hafnarfirði. Opin daglega frá kl. 17—19 og 20.30—21.30 og laugardaga kl. 14— 17. Simi 50499 — 51506 — 51606. Kosningastjóri Elln Harðardóttir. Skrifstofan er að Hafnargötu 31, Keflavik. Opin daglega frá kl. 14—19. Slmi 92-3030. Kosningastjóri Haukur Guðmundsson. VESTURLAND Skrifstofan er að Vesturgötu 53 (Röst), Akranesi. Opin daglega frá kl. 16—19, fyrst um sinn laugardaga frá kl. 14—19. Slmi 93-1716. Kosningastjóri Sigurbjörn Guðmundsson. NORÐURLAND—EYSTRA Skrifstofan er að Strandgötu 9, Akureyri. Opin daglega frá kl. 9—17. Slmi 96-24399. Kosningastjóri Jón Ingi Cesarsson. AUSTURLAND Skrifstofan er að Skrúð, Fáskrúðsfirði. Opin daglega frá kl. 20—22 fyrst um sinn. Sími 97-5445. Kosningastjóri Rúnar Stefánsson Skrifstofan er að Bláskógum 9, Egilsstöðum. Opin daglega frá kl. 9—24. Slmi 97-1807. Kosningastjóri Karl Birgisson. SUÐURLAND Skrifstofan er að Heiðarvegi 6, Vestmannaeyjum. Opin daglega frá kl. 17—19 fyrst um sinn. Slmi 98-1422. Kosningastjóri Þorbjörn Pálsson. Fleiri kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins verða opnaðar á næstu dögumog verðurþeirragetið nánarsíðar. Frekari upp- lýsingar um nýjar kosningaskrifstofur veitir kosningamið- stöð Alþýðuflokksins að Sfðumúla 12. Slmi 689370.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.