Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 10
10 Frambjóðendur Alþýðu- flokksins kynntir 5. sæti KATRÍN GUÐMUNDSDOTTIR Við eigum möguleika! „Ég hef vissulega alltaf verið fylgjandi Alþýðuflokknum og kos- ið hann frá því fyrsta,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, „en að öðru leyti hugsaði ég ekki mikið um pólitík eða hafði afskipti af henni, fyrr en ég fluttist til Eskifjarðar" Katrín er uppalin í einhverju sterkasta vígi Alþýðuflokksins um áratuga skeið, ísafirði, og hún segir að sér hafi blöskrað, hversu lítið fylgi flokkurinn hafði á Austur- landi. Þetta hafi sennilega verið drýgsta ástæðan til þess að hún fór að skipta sér af stjórnmálum þegar hún kom austur. „Ég fór þá fljótlega að starfa í flokknum, en hafði ekki verið flokksbundin áðurý segir hún. Mikilvægustu kosingamálin tel- ur Katrin vera einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og húsnæðismálin, þó að því ógleymdu að færa þurfi meiri völd heim í héruðin. „Það á að gerast með því að taka upp þriðja stjórnsýslustigiðý segir hún. Hún nefnir einnig félagsmál og seg- ir að öldruðum þegnum þjóðfélags- ins þurfi að sýna meiri umhyggju en nú er gert. Katrín nefnir Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismann í þessu sambandi og segir að mál- flutningur hennar i ýmsum málum hafi verkað mjög uppörvandi á sig og orðið sér mikil hvatning.‘ „Ég sé fyrir mér raunhæfan möguleika á því núna að við fáum loksins Alþýðuflokksmann kjörinn á þing í þessu kjördæmi og Guð- mundur Einarsson er mjög sterkur kandidat. Af hálfu málefnasnauðra andstæðinga okkar hér er verið að reyna að skemma fyrir honum með því að hann sé að sunnan, en ég held að fólk geri sér grein fyrir því að það skiptir auðvitað ekki höfuð- máli. Aðalatriðið er að við kjósum á þing mann sem við getum treyst og vitum að vill vinna fyrir okkur og með okkur. Og það hefur Guð- mundur bæði sýnt og sannað. Hann er mesti dugnaðarforkur. Ég veit reyndar að jafnaðarmenn á Austurlandi eru miklu fleiri en yf- irleitt hafa gefið sig upp í kosning- um, og ég er sannfærð um að nú þegar breyttar kosningareglur gera það að verkum að við eigum raun- hæfan möguleika á að koma manni að, þá munu margir jafnaðarmenn á Austurlandi „koma úr felum“ og kjósa A-listann að þessu sinni.“ Katrín Guðmundsdóttir í 5. sœti á framboðslista Alþýðuflokksins í Austurlandskjördœmi, erfœdd 21. ágúst 1948 á ísafirði og uppalin þar. Þar lauk hún gagnfræðaprófi vorið 1964 og síðan lá leið hennar út á vinnumarkaðinn. Hún vann við ýmis störf næstu árin, m.a. um talsvert skeið hjá Kaupfélaginu. Auk þess vann hún bœði ífiski og á dagheimili og um eins árs skeið dvaldist hún í Reykjavík, þar sem hún vann á vöggustofu. Arið 1973 fluttist hún til Eskifjarðar þar sem hún hefur búið síðan. Á Eskifirði hefur hún unnið ýmislegt ásamt húsmóðurstörfunum m.a. má nefna að hún rak þar hótel um þriggja ára skeið um og upp úr 1980. Nú annast hún tómstundastarf fyrir aldraða. Katrín hefur látið félagsmál talsvert til sín taka. Hún er formaður barnaverndarnefndar á Eskifirði og á sœti í félagsmálaráði bœjarins, Frambjóðendur Alþýöuflokksins kynntir: 10. sæti ERLING GARÐAR JONASSON Framsóknarflokkurinn fari í endurhæfingu „Ég var nokkuð efins um það fram yfir tvítugt, hvert skyldi halda í pólitík," segir Erling Garðar Jón- asson. „Þótt ég væri uppalinn í einu höfuðvígi íslenskra krata, og vissu- lega farinn að gjóta augunum í þá átt, var það eiginlega ekki fyrr en á námsárunum í Danmörku sem skoðanir mínar í stjórnmálum mót- uðust fyrir alvöru. Ég er þannig kannski fremur danskur krati en hafnfirskur" Erling Garðar hafði talsverð af- skipti af stjórnmálum á námsárun- um. Hann starfaði af talsverðum krafti í DSU, ungmenna hreyfingu danskra jafnaðarmanna og átti þátt í stofnun hins norræna sambands ungra jafnaðarmanna sem fulltrúi íslendinga. Hann var varamaður í stjórn sambandsins fyrsta árið og sat þá flesta eða alla stjórnarfundi. Meðal ýmissa meira og minna þekktra andlita í þessari fyrstu stjórn sambandsins má nefna Ingv- ar Carlsson, núverandi forsætisráð- herra Svía og Ole Teigen sem þá var í forsvari fyrir unga jafnaðarmenn í Noregi. A undirbúningsfundun- um kynntist Erling Garðar einnig Olof Palme. Eftir að Erling Garðar fluttist til Egilsstaða, sat hann í hreppsnefnd þar á árunum 1970—82, var oddviti hreppsins á kjötímabilinu frá 1974— 78 og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 1975— 77. Ekki má heldur gleyma því að hann skipaði 1. sætið á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Austur- landskjördæmi í kosningunum 1971 og 1974. „Ég tel mikilvægasta atriðið í þessum kosningunum núna að Framsóknarflokkurinn fái frí og fái þannig kost á því að fara í endur- hæfingu. Það þarf að mynda starf- hæfa ríkisstjórn með stuðningi launþegahreyfingarinnar, sem er sá aðili sem hefur mótað stefnuna út úr verðbólgubálinu. Mér finnst líka afar mikilvægt að við jöfnum þær byrðar sem sam- neyslan leggur á okkur. Við búum við afar ósanngjarnt skattakerfi, sem best kemur fram í því að aðeins hluti þjóðfélagsþegnanna greiðir í raun og veru skatta til ríkisins. Ég fagna auðvitað staðgreiðslukerf- inu, en vil jafnframt láta huga að því hvernig næst til þeirra sem hafa sloppið við skattgreiðslur síðustu hundrað ár. Ég tek ekki undir þennan bar- lómsblástur sem er gagnkvæmur milli aðila á Reykjavíkursvæðinu og einstaka vælukjóa á landsbyggð- inni. Hann hefur stórskaðað heil- brigt atvinnulíf við strendur lands- ins og fælt fólk frá landsbyggðinni og orðið til þess að athafna menn hafa flutt til Reykjavíkur vegna hræðslu við að verðmæti þeirra úti á landi yrðu að engu. Það hefur enginn ástæðu til að örvænta úti á landsbyggðinni. Það er ekki rétt sem Guðrún Helgadótt- ir sagði í eldhúsdagsumræðunum að það ríkti einhver ördeyða í at- vinnulífinu úti á landi. Bændur búa hins vegar við stórkostleg vandamál sem Framsóknaráratugurinn hefur skapað, en þau verða leyst. Grundvallaratriðið er hins vegar það að íslendingar búi við sterka og heilsteypta jafnaðarstjórn og það er kominn tími til að Alþýðuflokkur- inn setjist í öndvegi íslensks fram- kvæmdavalds. Erling Garðar Jónasson, sem skipar heiðurssœtið á lista Alþýðu- flokksins á Austurlandi fyrir komandi alþingiskosningar, er fœddur í Hafnarfirði 24. júní 1935 og uppalinn þar. Hann hœtti í menntaskóla og fór í staðinn að lœra rafvirkjun. Sveinsprófi í þeirri grein lauk hann 21 árs að aldri og starfaði nokkur ár ífaginu áður en hann hélt til tœkni- náms í Danmörku. Hann lauk prófi úr dönskum tœkniskóla árið 1964 og vann sem tœknifrœðingur i Danmörku um eins árs skeið áður en hann sneri aftur heim til Islands. Erling Garðar hefur unnið allan sinn starfsaldur á íslandi hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Hann byrjaði sem sendill og vann síðan verka- mannavinnu ífríum, en eftir að lauk rafvirkjanáminu vann hann sem rafvirki og var verkstjóri hjá fyrirtækinu um tíma áður en hann hélt út til náms. Nú er Erling Garðar rafveitustjóri Austurlandsveitu hjá Rar- ik. l 1 [ l A AUSTURLANDI Alþýðublaðiö á Austurlandi fer inn á hvert heimili í kjördæminu. Auglýsing þín kemur því fyrir sjónir allra íbúa Austurlands ef hún birtist í Alþýðublaö- inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.