Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 18. mars 1987 Hér í eina tíð þegar menn fóru um á tveim- ur jafnfljótum eða á hestbaki skiptu sam- göngur minna máli en nú. Sjórinn var hinn breiði og beini vegur sem menn notuðu milli verslunarstaða og þeir litlu flutningar sem voru á landi voru með hestum. Mestu skipti að hver reyndi að vera Af sam- göngum á Austurlandi „ENDANLEG" LAUSN ERUGÓÐ JARÐGÖNG sjálfum sér nógur og þurfa að draga sem minnst að. Það þótti líka óhæfa og jafnvel ógæfa að leggjast í ferðalög, eins og það var stundum orðað. Nú er öldin önnur. Lífsmáti okk- ar nútímamanna krefst góðra sam- gangna. Allir þekkja örlög af- skekktra byggða á síðustu áratug- um og nægir þar að nefna Horn- strandir, Fjörður í S-Þingeyjarsýslu og Loðmundarfjörð og Víkurnar milli Seyðisfjarðar og Borgarfjarð- ar. Þessar sveitir eru ekki öðrum síðri hvað landkosti varðar. Þeirra ógæfa var einangrun og erfiðleikar í samgöngum. Ef grannt er skoðað eru ákvarðanir í samgöngumálum jafnframt ákvarðanir stjórnvalda um það, hvar á að viðhalda byggð og hvar ekki. Sem sagt stórpólitískt mál. Samgöngurnar snerta alla þætti mannlífsins ef vel er að gáð. At- vinnulífið er nú sérhæft og krefst þess að leið með hráefni að vinnslu- stað og unna vöru á markað sé greið. Þetta er þveröfugt við sjálfs- þurftarbúskap forfeðranna. Þá ætlumst við til þess nú, að geta fyr- irhafnar- og áhyggjulítið átt sam- skipti milli byggðarlaga, landshluta og landa í menningar- og félagslífi. Og þá er spurningin. Hver er staða okkar Austfirðinga í þessum efnum? Við höfum um þrjár leiðir að velja. í fyrsta lagi er það sjórinn. Fólks- flutningar innanlands á sjó heyra sögunni til nema í einstaka tilfell- um, Akraborg, Herjólfur o.fl. Vöruflutningar munu hinsvegar um ókomna framtíð grundvallast að mestu á sjóleiðinni. Þar erum við all vel sett. í vaxandi mæli hljót- um við að nýta okkur legu fjórð- ungsins gagnvart Evrópu. I öðru lagi er flugið. Það heldur uppi samgöngum við aðra lands- hluta, og samgöngum þeirra byggða sem verst eru settar í vega- kerfinu. Þegar gesti ber að garði sem þekkja „alvöruflugvelli" í öðr- um löndum, glotta þeir út í annað þegar þeir sjá það sem við köllum flugvelli. Það þarf heldur engan að undra, að þeir sem mest monta sig af svokallaðri byggðastefnu, nefna aldrei flugvelli þegar sú ágæta stefna berst í tal. Allir Austfirðing- ar þekkja ásigkomulag Egilsstaða- flugvallar, og ekki er hægt að hrópa húrra fyrir flugvellinum á Höfn. Að ekki sé minnst á flugbrautir á smærri stöðum, sem þó eru í sum- um tilfellum raunveruleg lífæð þeirra. Þegar að er gáð er varla nema einn staður á landsbyggðinni með þokkalega aðstöðu, þ.e. Akur- eyri og finnst þó mörgum að betur mætti fara þar. Af framansögðu er ljóst að við svo búið má ekki una. Flugvellirnir eru ekki nefndir á nafn þegar talað er um byggðastefnuna. Sumir sáu það fyrir löngu, en stjórnarliðið á Alþingi uppgötvaði þetta nú eftir áramótin! Það var nefnilega svo, að stjórnarþing- menn, þ.m.t. 4 þingmenn Austur- lands felldu breytingartillögu við fjárlög, sem miðaði að því að hefj- ast handa við nýbyggingu flugvallar á Egilsstöðum. Sennilega hafa þeir sömu svo vaknað upp við vondan draum eftir bílífi jóla og áramóta og munað eftir kosningum í vor. Nema hvað, sjálfur samgönguráð- herra kemur fram með þingmál, sem heimilar lántöku vegna byrjun- arframkvæmda við fyrrnefndan flugvöll. Það er alltaf gleðilegt að sjá menn bæta ráð sitt, en stundum jafnframt grátbroslegt. í þriðja lagi er svo sá þáttur sam- gangna, sem skiptir okkur meðal- Jónana mestu máli frá degi til dags, samgöngur á landi. Samvinna og samskipti manna innan fjórðungs eru fyrst og fremst háð þessum þætti, en oft eru Ijón á veginum. Fyrst vil ég nefna þann misskiln- ing að hringvegurinn svonefndi hafi opnast 1974 þegar brýrnar á Skeiðarársandi voru vígðar. Þar vannst að vísu stór orrusta, en sú síðasta er enn óháð. Þar á ég að sjálfsögðu við tengingu Héraðs og Vopnafjarðar, tengingu Austur- lands áleiðis norður í land. Hún er ekki fyrir hendi nú, þegar vegurinn um Möðrudal er lokaður svo mán- uðum skiptir vegna snjóa og síðar aurbleytu á vorin. Þetta er í raun ekkert einkamál okkar Austfirð- inga og næstu granna í norðri. Þjóðin á að leggja metnað sinn í að ljúka hringveginum, og það strax. Nú á dögunum var seld rúta frá Vopnafirði til Egilsstaða. Henni var ekið í nýja heimahaga sem leið lá ...ákvarðanir í samgöngumálum jafnframt ákvarðanir um það hvar á að viðhalda byggð og hvar ekki ...þeir sem mest monta sig af svo- kallaðri byggðastefnu nefna aldrei flugvelli þegar sú ágœta stefna berst í tal Það er alltaf gleðilegt að sjá menn bœta ráð sitt, en stundum jafn- framt grátbroslegt Henni var ekið í nýja heimahaga sem leið lá frá Vopnafirði til Egilsstaða um Akureyri og Reykja- vík frá Vopnafirði til Egilsstaða um Akureyri og Reykjavík! Næst nefni ég erfiðustu og fjöl- förnustu fjallvegina. Fagridalur er ekki vandamál en „endanleg“ lausn í vegagerð til Seyðisfjarðar og Nes- kaupstaðar eru góð jarðgöng. Þau koma að vísu ekki í einni svipan en gera verður áætlun um jarðgangna- gerð á landinu öllu, raða verkefnum í forgangsröð og hafa einn vel þjálf- aðan vinnuflokk stanslaust í þessu verkefni. Fjármögnun verður að vera óháð almennri vegagerð í land- inu. Þar til þessi lausn er orðin að veruleika verður að stórauka snjó- mokstur og hafa reglur sveigjan- legri en nú er. Allt raus manna sunnan heiða um hvað dýrt sé að moka snjó fyrir dreifbýlisvarginn látum við sem vind um eyrun þjóta. Það er lágmarkið að við, þolendur miðstýringarinnar á S-V horninu eigum greiða leið í dýrðina. í fjórða lagi er það sem kalla má almenna vegagerð og viðhald. Vissulega er aukning bundins slit- lags frá ári til árs ánægjuleg. Hins vegar ber að gæta hófs þar, ef af- leiðingin er sú að bráðónýtir vegar- kaflar til margra ára sitja lengi á hakanum. Hér er sótt í sömu sjóð- ina og verður að vega og meta ræki- lega hvað skynsamlegt er hverju sinni. Að lokum þetta. Þó kjör- dæmið sé stórt og oft erfitt hvað samgöngur varðar eigum við að bera höfuðið hátt, og krefjast réttar okkar í þessum málaflokki. Það er nefnilega eins og ég sagði í upphafi spurning um líf eða dauða hvers byggðarlags, hvort samgöngur eru sómasamlegar eða ekki. Lítum björtum augum fram á veg- inn. Magnús Guðmundsson Seyðisfirði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.