Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 1
alþýóu- Föstudagur 3. apríl 1987 65. tbl. 68. árg. Þröstur Óla fsson framkvœmdasti. Dagsbrúnar: Þorsteinn óábyrgur „Stendur með opna buddu út í Karphúsi og spyr hvað menn vilji taka mikið.“ „Mér sýnist Þorsteinn vera hætt- ur að reyna að hugsa og meðhöndla ríkisfjármálin sem ábyrgur aðili. Nú hrekst hann bara undan og stendur með opna buddu úti í Karp- húsi og spyr hvað menn vilji taka mikið. — Eg er ekki endilega að segja að allar þessar kauphækkanir séu ranglátar fyrir þessa hópa. Mér sýnist hins vegar að heildarstjórnun á fjármálum ríkisins sé endanlega fokin út í veður og vind. Ríkissjóð- ur er og hefur verið rekinn með gíf- urlegum halla og hefur safnað skuldum undanfarin ár. Þessa reikninga þarf auðvitað að borga upp eins og aðra,“ sagði Þröstur Olafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar í samtali við Alþýðublaðið í gær, aðspurður um samningagerð- ina hjá ríkinu. Þröstur sagði að þegar þessari lotu lyki og menn hefðu séð hvað samningarnir hefðu gefið, þá yrði að skoða í yfirveguðu andrúmslofti hvaða áhrif þeir hefðu. „Við verð- um þá að skoða hvort þær forsend- ur, sem við gáfum okkur þegar við sömdum á miklu lægri nótum, séu brostnar. “ Þröstur vildi aðspurður ekki kveða upp þann dóm að verðbólgu- glíman væri töpuð. „Auðvitað skiptir miklu máli hvaða ríkisstjórn kemur í vor. Mér sýnist allavega okkar forsendur, sem við gengum út frá í samningunum í desember og janúar, vera orðnar mjög veikar.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að ekki væri rökrétt að meta stöðuna út frá samningum við einn eða tvo hópa. „En þeir hópar hjá okkur sem nú eru að vinna að gerð fastlaunasamninga hljóta auð- vitað að fylgjast með því sem er að gerast á vettvangi opinberra starfs- manna á sama hátt og opnberir starfsmenn fylgjast með því sem gerist hjá ASI-félögunum.“ Jón Baldvin á Fógetanum Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins hélt rœðufund á veitingahúsinu Fógetanum ífyrrakvöld. Var mœtt vel áfundinn og formaðurinn ákaft spurður um dœgurmál jafnt sem stefnumál flokksins. A meðfylgj- andi mynd sjáum við Jón Baldvin í pontu. LIU kom í veg fyrir offramboð — Upplýsingar um stöðuna á Þýskalandsmarkaði koma gámafiskútflytj- endum að góðu gagni. „Þetta hefur komið ágætlega út. Við höfum t.d. í eitt skipti getað varað við offramboði, þannig að menn gátu haldið að sér höndum. — Ég held því að menn séu á einu máli um að þetta sé til mikilla bóta,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálms- son hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Fyrir u.þ.b. þremur vikum ákvað LÍÚ að setja í gagnið upplýsinga- þjónustu um stöðuna á ísfiskmark- aðnum þannig að hægt verði að koma í veg fyrir verðhrun á íslensk- um fiski. Þjónusta LÍÚ miðast fyrst i stað við Þýskaland og byggist þannig upp, að safnað er saman upplýsing- nrr* ó f/SctiiHaoí fró Kpim íitoprAiim sem hyggjast senda fisk í næstu viku til sölu vikuna þar á eftir. Þeg- ar LÍÚ hefur safnað þeim upplýs- ingum saman seinnipart á föstu- degi, er haft samband út og kannað hvort markaðurinn geti tekið við þessum fiski á þokkalegu verði. Út- vegsmenn meta síðan, að þeim upp- lýsingum fengnum, hvort ráðlegt sé að senda fiskinn út. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, um ummœli Ingva Hrafns Jónssonar í HP í gœr: „Það hræða mig engir smákóngar“ „Markús Örn ber ábyrgð á þessum manni“ „Ég hef ekki hugsað mér að eiga orðastað við hann Ingva Hrafn á opinberum vettvangi. Ónei. Hann ber ábyrgð á sínum orðum. Hins vegar get ég getið þess reyndar, að einn þáttur í samningum við verkalýðinn var auðvitað að passa upp á vísitöl- una, að hún ryki ekki upp og af- notagjöld útvarps hafa bein áhrif og náttúrlega fullkomlega óeðli- leg áhrif á vísitölu. En sama er það, — hún hefur áhrif. Og það var eitt af því sem um var samið að halda þessu í skefjum og ég hef auðvitað gert tilraun til þess að fá afnotagjöldin hækkuð, en það hefur ekki náð fram að ganga,“ segir Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, í samtali við Alþýðublaðið, vegna ummæla Ingva Hrafns Jónssonar, frétta- stjóra Ríkissjónvarpsins í HP í gær. Ingvi Hrafn segir í svo- nefndri Yfirheyrslu blaðsins að Sjálfstæðisflokkurinn undir for- ystu mcnntamálaráöherra og for- manns útvarpsráðs séu að kyrkja Ríkisútvarpið. Þá heldur Ingvi Hrafn því fram að menntamála- ráðherra hafi ekki staðiö við eitt einasta loforð um framtíð Ríkis- útvarpsins. „En eins og ég segi þá á ég ekk- ert í neinum orðræðum við hann Ingva Hrafn. Og hefur hann nokkur ráð til úrbóta? Heggur hann kannski í skióli einhvers? Ég verð að segja eins og er að í bili þá tek ég þetta mér ekkert mjög nærri. Það er að mörgu að hyggja, en ég hefi sagt og ég vona að ég fái tækifæri á að standa við það, þá mun ég hlúa að Ríkisútvarpinu með öllum ráðum, það er eitt sem víst er. Ríkisútvarpið er aðaltækið okkar til þess að snúa vörn í sókn varðandi íslenska tungu, bók- menntir og hvað eina. Innlenda kvikmyndagerð er ég að stór- styrkja, einmitt til þess að innlend dagskrárgerð verði stórefld og aukin því að í gegnum myndina getum við leitt ungdóminn að bókmenntum okkar. Myndin er sterkasti miðiliinn í dag. Einnig hef ég ótal hugmyndir uppi t.d. um fjarkennslu þar sem við ætlum líka að notfæra okkur sjónvarpið. Ríkisútvarpið og sjónvarpið þarf að gegna ýmsum þjónustuhlutverkum sem við get- um ekkert ætlast til að einkaaðil- ar sinni. þess vegna er það að það er grundvallarmisskilningur ef menn halda að við getum slakað á klónni um uppbyggingu og efl- ingu Ríkisútvarpsins þótt ein- hverjar einkastöðvar spili sínar plötur og hvolfi yfir okkur úr Amerískum menningarruslaföt- um. Það er alveg ljóst. Og þetta er bara óþolinmæði þessa ræðara sem er að kenna árinni um slæmt róðrarlag. Það stendur þannig á núna að maður verður að halda í við sig með öllum hætti til þess að varð- veita það jafnvægi sem náðst hef- ur í efnahagsmálum og það hræða mig engir smákóngar með „Ingvi Hrafn er nokkuð lifandi i starfi sínu, en hann er sérkenni- legur stundum,“ segir mennta- málaráðherra um fréttastjóra Ríkisútvarpsins/sjónvarpi. svona blæstri í þessum efnum. En að öðru leyti þá er alveg útilokað að ég fari að munnhöggvast við hann Ingva Hrafn. Fyrir utan það að ég stjórna ekki daglegum rekstri Ríkisútvarpsins. Það hefur þingkjörna stjórn yfir sér. Hann segir: „Ég óttast að Sjálf- stæðisflokkurinn sé að kyrkja Ríkisútvarpið undir forystu menntamálaráðherra og for- manns útvarpsráðs. „Þetta er al- varlega sagt, en ég get svarað því til að ég tek ekki mark á svona gíf- uryrðum. Svona plötuslátt læt ég sem vind um eyrun þjóta. Þetta er „Efla ber Ríkissjónvarpið á sama tíma og einkastöðvar hvolfa yfir okkur úr amerískum menningar- ruslafötum,“ segir Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra. auðvitað ekki í fyrsta skipti sem maðurinn lætur svona, en það er Markús Örn sem ber ábyrgð á þessum manni. Ingvi Hrafn er nokkuð lifandi í starfi sínu stundum, en sérkenni- legur stundum. En maðurinn hlýtur að álíta að núna sé eitthvert lag til þess að höggva stórt, er það ekki? Og fyrirsögnin í yfirheyrslu Helgarpóstsins er „Flokkurinn að drepa útvarpið". Ingvi Hrafn hlýt- ur þá að finna einhver ráð til þess að bjarga þvíþ sagði Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra. HÁAUSTURLANDI í Alþýöublaöinu eru í dag 8 síöur helgaðar Austurlandi og er blaðinu dreift inn á hvert heimili á Austurlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.