Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. apríl 1987 3 alþýöu ■ n ft»" Umsjón: Jón Daníelsson AAUSTURLANDI Austurlandskjördœmi: ÁTTA LISTAR í BOÐI Hu'iar Austurlands fá að velja mitti hvorki fleirí né færri en átta framfeaðsiista í Alhiogiskosniflgua- um 25. afirH. Þetta er nú endanfega komið á hreint eftir að framboðs- frestur rann út á fostuúag í fyrri viku. Hetmiftgur þessara framfefe er nýr fyrir AustfirAingum og þrír þeirra ftekka sem nú hjóða fram hafa ekki áður boðið fram til Al- þingis. Það er því síst hægt að kvarta yfir því að kjósendur hafi ekki nægilega marga valkosti þegar inní kjörklef- ann kemur. Frá því að núverandi kjördæmaskipun var tekin upp árið 1959, hafa lengst af einungis þrír stjórnmálaflokkar komið manni að í þessu kjördæmi, en með þeirri breytingu sem nú verður á kosn- ingareglum eru talsverðar líkur til að nokkur breyting verði á þessu ástandi. Fyrir utan þá fimm flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi bjóða Flokk- ur mannsins og hinn nýstofnaði Þjóðarflokkur fram lista í þessum kosningum og seint að kvöldi síð- asta framboðsdags bættist svo Borgaraflokkur Alberts Guð- mundssonar í hópinn. Fyrstu skoðanakannanir eftir að framboðsfrestur rann út gáfu þess- um nýja klofningsflokki Alberts byr undir báða vængi, en það fylgi er að sjálfsögðu einkum að finna á höfuðborgarsvæðinu. Þótt flokk- urinn hafi marið það á síðustu stundu að skila inn framboðslistum í öllum kjördæmum, mun skipu- leggjendum flokksins í höfuðstöðv- unum í Reykjavík vera það manna best ljóst að engin von er til þess að Borgaraflokkurinn fái menn kjörna landsbyggðarkjördæmum. Þessir listar eru heldur ekki bornir fram til þess, heldur miklu fremur í þeim tilgangi að nýta þau atkvæði sem á þá kynnu að falla til að koma KórMH á tón- leika- ferð Þessa dagana er kór Menntaskólans í Hamrahlíð á tónleikaferð um Austur- land. Það er tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs sem skipu- leggur ferðina í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Kórinn mun á ferð sinni halda skólatónleika og syngja á Egilsstöðum, Nes- kaupstað, Eskifirði og Fá- skrúðsfirði. Kór Menntaskólans í Hamrahlíð, er sennilega þekktasti menntaskólakór landsins og hefur um árin ferðast víða, bæði innan lands og utan. Efnisskrá kórsins er jafnan fjölbreytt og lögð er áhersla á að kynna tónverk úr mörgum áttum og fá ýmsum tímabilum tónlist- arsögunnar. Kórstjóri er Þorgerður Ingólfsdóttir, og hefur hún stjórnað kórnum frá upp- hafi. að uppbótarmönnum í öðru hvoru R-kjördæmanna. Að einhverju leyti má segja hið sama um framboð Kvennalistans, sem nú býður í fyrsta sinn fram í öllum kjördæmum. í langflestum landsbyggðarkjördæmum er von- laust að kvennalistinn fái þingkonu kjörna, en aðstandendur Kvenna- listans vonast auðvitað eftir því að atkvæði greidd listanum í þessum kjördæmum muni skipta sköpum við úthlutun uppbótarsætanna. Að því er varðar Flokk mannsins og Þjóðarflokkinn virðist alveg augljóst af skoðanakönnunum að hvorugur þessi flokkur muni eiga nokkurn möguleika á einu einasta þmgsæti upp úr kjörkössunum. Að því er Austfirðingum viðkem- ur, virðist því valið einkum standa milli fjögurra stærstu flokkanna, þ.e. ef menn vilja með atkvæði sínu hafa áhrif á það hverjir verði þing- menn kjördæmisins að .loknum kosningum. Eins og að framan segir hafa Al- þýðubandalag, Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur lengst af fengið alla fimm þingmenn kjör- dæmisins og svo var einnig í síðustu kosningum. Þær úthlutunarreglur sem nú verður beitt í fyrsta sinn, gera það hins vegar að verkum að auðveldara verður fyrir minni flokka að fá menn kjörna og þetta eykur því verulega líkurnar fyrir því að Alþýðuflokknum takist nú að fá mann kjörinn í kjördæminu í fyrsta sinn eftir kjördæmabreytinguna 1959. Þegar tekið er tillit til stór- aukins fylgis flokksins um allt land frá síðustu kosningum, er allavega fullljóst að Alþýðuflokkurinn muni blanda sér í baráttuna um þingsæti í kjördæminu og svo mik- ið er víst að talningin á kosninga- nóttina verður afar spennandi. Alþýðuflokkurinn hefur byr undir báðum vœngjum ikosningabaráttunni íAusturlandskjördœmi fyrirþessar kosningar. Kosningaskrifstofum flokksins íkjördœminu fjölgar með hverri vikunni sem líður. Þessimynd var tekin þegar kosningaskrifstofa A-listans á Neskaupstað var opnuð fyrir nokkru. Kaupfélag Berufjarðar: Gert upp við kröfuhafana? „Það má sjálfsagt heita gott, ef við náum því að gera upp við kröfu- hafaý sagði Oli Björgvinsson, stjórnarformaður í Kaupfélagi Berufjarðar í samtali við Alþýðu- blaðið á Austurlandi, en greiðslu- stöðvun sú sem kaupfélagið fékk um áramótin hefur nú verið fram- lengd um tvo mánuði, eða fram að mánaðamótum maí-júní. Óli sagði að endanlegar niður- stöður væru ekki fengnar um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins og því síð- ur hægt að gera sér fulla grein fyrir því hvernig rekstri hinna ýmsu ein- inga félagsins yrði háttað í framtíð- inni. KASK, Kaupfélag Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði hefur séð um reksturinn að undan- förnu og mun væntanlega halda því áfram a.m.k. næstu tvo mánuði. Talsverðar líkur virðast benda til að endanleg niðurstaða þessa máls verði sú að KASK yfirtaki rekstur- inn til langframa, en talsverðrar óánægju gætir á félagssvæði Kaup- félags Berufjarðar með þá ráðstöf- un. Heimildir blaðsins herma að umræður séu í gangi meðal manna á svæðinu um leiðir til að halda rekstrinum áfram heima í héraði. Það mun þó talsverðum erfiðleik- um bundið, enda talið að til þess þyrfti jafnvel tíu til tuttugu milljón- ir króna. Óli Björgvinsson staðfesti það að menn væru „ekki yfir sig hrifnir“ af væntanlegri yfirtöku KASK og margir vildu reyna að halda rekstr- inum heima í héraði, enda væri það visst sjálfstæðismál. Rekstrareiningar Kaupfélags Berufjarðar hafa borið sig afar mis- vel á undanförnum árum. Óli Björgvinsson sagði í því sambandi að tap hefði einkum verið á verslun og hótelrekstri, en hins vegar ætti að vera óhætt að fullyrða að rekstur mjólkurstöðvarinnar og sláturhúss- ins ætti ekki þátt í því hvernig kom- ið væri. í mjólkurstöðinni vinna nú fjórir menn og Óli Björgvinsson taldi að vinnu í sláturhúsinu mætti meta til um tíu ársverka og ef þessi starf- semi flyttist burt, munaði það að sjálfsögðu miklu fyrir íbúana, jafn- vel þótt fólk gæti e.t.v. fengið vinnu í fiski í staðinn. Skemmdar- verk á Höfn! Á Höfn í Hornafirði hefur talsvert borið á skemmdar- verkum unglinga í vetur. Skemmdarverkaalda þessi hefur einkum bitnað á um- ferðaskiltum og gluggarúð- um. Enn hafa þó engir ungl- ingar fengið á sig kæru þótt einhverjir hafi verið teknir til yfirheyrslu. Eftir unglingadansleik fyrir skömmu voru allar rúð- ur í svonefndu „Garðeyjar- húsi“ brotnar og í vetur hef- ur þurft að skipta um 24 rúð- ur í sundlauginni fyrir hátt í þrjátíu þúsund krónur. Þá má einnig geta þess að rúður voru brotnar í söluskála Olís á Höfn fyrr í vetur. Umferðarmerki hafa einn- ig orðið fyrir árásum og ver- ið beygluð og jöskuð og hef- ur það valdið talsverðu fjár- hagstjóni, enda umferðar- merki ekki gefin fremur en annað. Þótt líklegt megi telja að flest þessi skemmdarverk eigi rætur að rekja til ungl- inga, þá er það alls ekki algilt og mun a.m.k. finnast eitt dæmi þess að fullorðinn maður hafi verið staðinn að verki við að beygla umferð- armerki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.