Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. apríl 1987 7 VIÐ KJÓSUM ALÞÝÐUFLOKKINN Ágústa Garðarsdóttir Sigurður Stefánsson Jón Trausti Gudjónsson húsmóöir, Eskifirði sjómaður, Fáskrúðsfirði bifvélavirki, Eskifirði Kristrún Arnarsdóttir verkstjóri, Eskifirði Sigurveig Björnsdóttir húsmóðir, Neskaupstað Erla Helgadóttir húsmóðir, Eskifirði Gísli Þór Kristinsson nemi, Neskaupstað Þorbjörg Bjarnadóttir húsmóðir, Eskifirði Júlíana Haraldsdóttir kaupmaður, Eskifirði Stefanía Jónsdóttir húsmóðir, Neskaupstað Haraldur Halldórsson vörubílstjóri, Eskifirði Heiða Magnúsdóttir húsmóðir, Djúpavogi Ingþór Sveinsson húsasmiður, Neskaupstað Marteinn Már Guðgeirsson nemi, Neskaupstað Benedikt Hilmarsson smiður, Eskifirði Eiríkur Stefánsson formaður verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar Haraldur Teitsson matsveinn, Djúpavogi Pétur Óskarsson húsasmiður, Neskaupstað Hér skrifar HRANI Steini sterki og Berti blíði íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa, margir hverjir, lengi minnst hinna vinsælu gamanþátta um „Löður'—fjölskyldurnar tvær, með sárum söknuði. Þessir þættir höfðu margt til síns ágætis og voru bráðskemmtileg skopstæling á sápuóperunum sem svo hafa verið kallaðar og hafa lengst af verið eitthvert algengasta afþrey- ingarefni í sjónvarpi. Eins og að- dáendur þessara þátta muna, var þó kannski aðaleinkenni þátta- raðarinnar það, hversu gersam- lega ófyrirsjáanlegt það var hvað kynni að gerast í næsta þætti. En íslenskir sjónvarpsáhorf- endur virðast nú geta hætt að sakna Löðurs. Ýmsar aðalpersón- ur íslensks þjóðlífs hafa nefnilega tekið höndum saman um að fram- leiða alíslenska skopstælingu sem a.m.k. fram að þessu gefur bandarísku sápufroðunni ekkert eftir. Hér er að sjálfsögðu átt við þá ágætu menn, Þorstein Pálsson, Albert Guðmundsson o.fl. sem undanfarnar tvær vikur hafa skil- að íslenskum sjónvarpsáhrofend- um einhverri stórkostlegustu leik- sýningu í stíl sápuóperunnar, sem nokkru sinni hefur sést hérlendis. Og ekki má gleyma frábærum leik Ingva Hrafns, sem stjórnar út- sendingu af mikilli kostgæfni auk þess sem hann leikur hlutverk sögumanns. Að öllum öðrum ólöstuðum náði leikur Ingva Hrafns hámarki þegar hann rauf útsendingu sjónvarpsins á mið- vikudagskvöldið, til að tilkynna þjóðinni þau stórtíðindi að enn stæði óbreytt það sem hann hafði tilkynnt hálftíma áður, nefnilega að bráðum, meira að segja rétt bráðum, hæfist bein útsending á viðtali við Þorstein Pálsson. Alveg eins og í Löðri, er það að- alsmerki hinnar alíslensku sápu- óperu að gersamlega vonlaust er að segja fyrir um það að kvöldi hvað kunni að gerast í þættinum sem sýndur verður daginn eftir. Það er þannig ekki ýkja langt síðan eins konar forleikur S-löð- urs var sýndur í Laugardalshöll- inni. Þar var í allri túlkun leik- enda lögð höfuðáhersla á eining- una og Þorsteinn Pálsson lék þá enn hlutverk hins stóra sterka leiðtoga, sem þurfti ekki annað en bera fram vinsamleg tilmæli til meðleikenda sinna, — þá voru óðar allar breytingartillögur við stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins dregnar til baka. Svei mér ef mað- ur hefði ekki bara getað haldið að formaðurinn væri nýkominn heim frá París, svo sterkur leið- togi virtist hann þarna undir lok forleiksins að S-löðri. Reyndar er nú ekki svo að skilja að eitthvað minna fari fyrir ein- ingunni, nú á seinni stigum, mun- urinn er hins vegar sá að nú eru einingarnar orðnar a.m.k. tvær og aldrei að vita nema þær geti orðið enn fleiri áður en yfir lýkur. Það er að sjálfsögðu ekki við öðru að búast en eftir því yrði tek- ið, þegar nýrri sápuóperu er hleypt af stokkunum með jafn glæsilegum hætti. Þótt mestur hluti leiksins hafi að sjálfsögðu farið fram í sjónvarpi, fengu þó blöð og útvarp sinn skerf af þátt- um til sýninga. Þannig má til dæmis geta þess að það mun ekki hafa gerst áður í íslensri blaða- sögu að höggmynd hafi birst í blaði, enda fram að þessu talið illa gerlegt, þar sem slík myndverk geta í mörgum tilvikum verið mörg tonn að þyngd og því venju- legum blaðalesendum ofviða. Þetta gerðist þó í síðustu viku. Þjóðviljinn birti sannkallaða höggmynd á forsíðunni daginn eftir að ljósmyndari blaðsins var í skýndingu gripinn inn í hlutverk í S-löðri í þættinum sem tekinn var upp á Hótel Borg. Af einhverjum ástæðum fékk Albert, sem barði ljósmyndarann, ekki rauða spjaldið, en í tilefni af þessu at- viki, lýsti hann því yfir í viðtali við Þjóðviljann, að hann væri sjálfur „afar sleginn". S-löðursýninguna mikla hefur reyndar borið svo brátt að, að höf- undum leiksins hefur ekki unnist tími til að gefa aðalpersónunum nöfn. Þetta getur þó Ieitt til þess að fólki hæjti til að rugla saman persónum og leikendum og því vill HRANI leggja til að ekki verði lengur látið dragast að finna heiti við hæfi handa persónum óper- unnar. Skal hér lagt til að JR-týp- an í leikverkinu verði Iátin heita Steini sterki en Bobbý-týpan Berti blíði. Svo virðist sem samúð almenn- ings sé öll hjá Berta blíða og skoð- anakannanir sýna að hann eigi hug og hjarta flestra þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa, en sem kunnugt er, skiptist landið í ein átta kjördæmi og samkvæmt ein- hverju vitleysisákvæði er víst ómögulegt fyrir sama manninn að bjóða sig fram nema í einu þeirra. Sömu sögu er reyndar að segja um möguleika manna til að vera í efsta sæti á tveimur eða fleiri listum í sama kjördæmi. Þetta gerði það t.d. að verkum að Berti blíði gat ekki fengið að vera bæði í efsta sæti hjá Sjálfstæðis- flokknum og Borgaraflokknum, en eins og menn muna var hann lengi að velja og segist auk þess vilja vera áfram í Sjálfstæðis- flokknum, þótt hann hafi að þessu sinni kosið að vera í fram- boði fyrir Borgaraflokkinn. Allar þessar takmarkanir á frelsi manna í framboðsmálum, hafa það líka í för með sér að það er tæknilega ómögulegt fyrir alla íbúa lands- byggðarinnar að kjósa Berta blíða í kosningunum, því hann fær bara að vera í framboði í Reykjavík. Til að bæta háttvirtum kjósendum upp þetta vandræðaástand, gefst þeim hins vegar kostur á að votta samúð sína með því að kjósa þar til gerða lista sem bornir eru fram í öllum kjördæmum nema á Vest- fjörðum þar sem færri reyndust tilbúnir að mæla með listanum, en reiðubúnir voru að fara í fram- boð. Við munum sem sagt votta Berta blíða samúð okkar í kosn- ingunum. Lifi samúðin! Hverju skiptir þótt menn séu uppvísir að því að hafa sýnt ákveðna tegund af forboðinni sjálfsbjargarvið- leitni með því að bjarga nokkrum krónum undan skatti. Jafnvel þótt það sé kannski pinulítið grát- broslegt að á sama tíma og Berti steingleymdi að telja þessar krón- ur fram, auglýsti hann hverja heil- síðuna á fætur annarri í Moggan- um og DV, þar sem menn voru hvattir til að koma upp um skatt- svikara. HRANI stingur hér með upp á því að í næsta þætti S-löð- urs verði Steini sterki látinn vitna í þessar auglýsingar sér til afböt- unar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.