Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 16
alþýöu- ■ n ft.tt.j Föstudagur3. apríl 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Kitstjórar: Árni Gunnarsson og lngólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjarnason Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvaemdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setmng og umbrot Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Sambandsleysi milli kynslóðanna Sjálfsmorð aukast meðal ungs fólks í Bandaríkjunum Fremur óvenjuleg ráðstefna var haldin í Los Angeles nýlega, þegar 2000 skólanemendur komu þar saman til að ræða vandamál ungs fólks við upp- eldisfræðinga, sálfræðinga og lækna. Rætt var um ofbeldi og eiturlyfjaneyslu, þungun og þungunarvarnir og sitthvað fleira. Niðurstöður umræðn- anna voru einróma þær að þunglyndi og sjálfsmorðs- hneigð fari vaxandi meðal bandarískra ungmenna. Kveikjan að ráðstefnunni og ástæðan fyrir hinni miklu þátttöku var nýafstaðinn harmieikur í ná- grenninu, að sögn Frank Nelson, sálfræðings og forstöðumanns ung- lingaathvarfs í Los Angeles, sem vinnur að rannsóknum á tíðni og ástæðum fyrir sjálfsmorðum ungs fólks og einbeitir sér að forvarnar- starfi meðal unglinga. í smábænum Bergenfield í New Jersey hafði fundist Chevrolet Camaro bifreið í gangi í lokuðum bílskúr. í bifreiðinni voru: Thomas Olton 18 ára, systurnar Cheryl og Lisa Burress 16 og 17 ára og Thom- as Rizzo 19 ára. Þau voru öll látin þegar að var komið. Fréttin um sjálfsmorð fjórmenn- inganna barst eins og eldur í sinu um öll Bandaríkin og næstu 5 dag- ana sviptu sex ungmenni á aldrin- um 14-19 ára sig lífi. Tvö þeirra, vin- konurnar Nancy Grannan 19 ára og Karen Logan 17 ára, frá Alsip í lllin- ois urðu samferða í dauðann. Röð sjálfsmorða Tildrög þessara atburða stað- festu þá kenningu sem lengi hefur verið haldið fram af þeim sem hafa kortlagt sjálfsmorð, að alda sjálfs- morða grípi oft um sig hjá ungling- um á vissum tímum og afmörkuð- um svæðum. „Kippu-kenningin“ um sjálfs- morð hópum saman hefur verið á borðinu hjá bandarískum sálfræð- ingum síðan 1982, þegar þrjú ung- menni sviptu sig lífi með stuttu millibili í Millwaukee. Árið 1983 urðu Texasbúar í Houston og Plano fyrir biturri reynslu, þegar 25 ung- menni sviptu sig lífi þar á einu ári. Fram að þessu hefur ekki verið vísindalega staðfest að þessi dóm- ínó-kenning um eðli sjálfsmorða væri á rökum reist. Sjálfsmorðssér- fræðingar, eins og t.d. Frank Nel- son telja að sú mikla umræða sem sjálfsmorð meðal ungmenna vekur í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, hvetji unglinga, sem eru tilfinninga- lega mjög móttækilegir, til þess að gera sínar eigin sjálfsmorðshugleið- ingar að veruleika. Sem dæmi um það má nefna Kevin Pyter 14 ára, sem fannst lát- inn úr kolsýringseitrun í bílskúr foreldra sinna.í Illinois. Móðir hans fullyrti að sonur hennar hefði aldrei hugleitt sjálfsmorð, en samt fann lögreglan blaðaúrklippur um and- lát fjórmenninganna í Bergenfield og vinstúlknanna frá Alsip undir rúmdýnunni í herbergi hans. Skýrsla sem heilbrigðisyfirvöld í Atlanta hafa nýlega sent frá sér, sýnir einnig þessa sömu tilhneig- ingu; að sjálfsmorð breiðist út eins og farsótt. Samkvæmt skýrslunni hafa nærri 50.000 Bandaríkjamenn á aldrinum 15-24 ára svipt sig lífi á árabilinu 1970-1980. í árslok 1980 var árlegur fjöldi tilfella 50% hærri en 10 árum áður. ■ svipta sig lífl segjast vera „útbrunnir' Margir af unglingunum sem Upp úr 1980 fækkaði sjálfs- morðstilfellum lítið eitt hlutfalls- lega, en síðasta ár sem tölur eru til um, árið 1984 á metið hvað varðar tíðni sjálfsmorða, eða 12,5 af hverj- um 100.000 unglingum. Sjálfsmorð voru önnur algengasta dánarorsök unglinga, næst á eftir umferðaslys- um. Sérfræðingar telja þó að fjöldi þeirra sem fremja sjálfsmorð sé miklu meiri en fram kemur í opin- berum skýrslum. Árlegur fjöldi sé nær því að vera 50.000 en 5.000. í langflestum tilvikum þyki aðstand- endum hinna látnu betra að gefa upp slys sem dánarorsök og það sé yfirleitt látið eftir þeim. Oft er það líka þannig að einhver vafi er á um dánarorsök. Flestir þeir sem fremja sjálfsmorð nota til þess byssu, svo vel er hægt að hugsa sér að óvarkárni sé um að kenna. Sálfræðingurinn telur þó að það sé alltof einföld skýring að aukin tíðni sjálfsmorða sé afleiðing auk- innar útbreiðslu skotvopna. Hann segir að það hafi aldrei verið jafn erfitt og nú að vera táningur. Bandarískar fjölskyldur sýni greinileg merki „hnignunar". Til dæmis sé sambandsleysi og tjá- skiptaerfiðleikar milli kynslóðanna útbreitt vandamál á heimilunum. Lyklabörnum fjölgar stöðugt og þau sækja fyrirmynd sína og gildis- mat til sjónvarpsefnis, án þess að fá tækifæri til að læra að leysa sín eig- in vandamál. Skólunum er gert að taka við uppeldishlutverkinu, en það er þeim ofviða, segir Frank Nelson. „Sjáumst“ Af síðustu sjálfsmorðsöldunni er hægt að draga þó nokkurn lærdóm. Fjórmenningarnir frá New Jersey tilheyrðu hópi nemenda sem köll- uðu sig sjálfir því táknræna nafni „hinir útbrunnu“ og reyndu að bæta sér upp erfiðleika í námi með áfengis- og hassneyslu. Ákvörðun þeirra var undirbúin og vandlega kynnt. Kvöldið fyrir sjálfsmorðið höfðu Lisa og Cheryl Burress hringt í a.m.k. 30 af félögum sínum. Að sögn þeirra höfðu þær gefið ým- islegt í skyn; meðal annars höfðu þær sagt í sérstökum tóni „Við ætl- um að fara og hitta Joe“, en vinirnir höfðu ekki áttað sig á því að þessi orð hefðu neina sérstaka þýðingu. „Hinir útbrunnu" skildu hins vegar vel hvað þessi orð merktu. Joe, Joseph Major 18 ára, hafði ver- ið vinur Lisu og í september í fyrra Á þessu vori kemur væntanlega út endurútgáfa af kvæðum Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kenn- araskóla íslands. Nemendum Frey- steins, sem á lífi eru og til hefur náðst, hefur verið sent bréf um út- gáfuna, sem er helguð minningu Freysteins. Nöfn þeirra nemenda hans sem vilja heiðra minningu hans með því að gerast áskrifendur að bókinni, verða birt í skrá framan við kvæðin. Mjög margir hafa þeg- ar svarað bréfinu fyrir áður tilskil- inn frest, en hér með er minnt á stökk hann fram af 60 metra stand- bergi við Hudsonflóann. Það atvik var útskýrt af lögreglunni sem verknaður framinn í ölæði. Lisa og Thomas höfðu verið viðstödd og heyrt síðustu orð hans, sem voru „Við sjáumst“. þetta aftur og skilafresturinn lengd- ur til 15. apríl n.k. og þess vænst að allir þeir sem vilja eiga aðild að út- gáfunni með fyrrnefndum hætti svari fyrir þann tíma í síðasta lagi, svo að nöfn þeirra komist á skrána. Ekki hefur náðst til þeirra sem búa erlendis, en viti einhverjir um skóla- systkin þar væri þakkarvert ef þeim væri gert viðvart um þessa útgáfu. Allar upplýsingar veita Andrés Kristjánsson, sími 40982, Gils Guð- mundsson, sími 15225, og Ragnar Þorsteinsson, sími 45067. Kvæði Freysteins Gunnarssonar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.