Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 3. apríl 1987 ■ RITSTJ ÖRNARGREl N~--... Vafasamar skoðanakannanir Skoðanakönnunum um fylgi flokkanna rignir nú yfir landsmenn og virðast allir aðilar sem við sllkar kannanir fást, hafa framkvæmt að minnsta kosti eina könnun um og eftir síðustu helgi. Niðurstöður þessara kannana eru að vonum misjafnlega áreiðanlegar og það vekur athygli að skekkjumörkin eru ekki birt fremur en fyrri daginn. Þá einkennir það langflestar kannanir sem gerðar eru hérlendis á fylgi stjórnmálaflokka, að úrtakið er svo lítið að það þolirekki skiptingu milli einstakra kjördæma. Hin einkennilegastaðasem komið hefur upp eftir klofning Sjálfstæðisflokksins í tvo stjórn- málaflokka, einkennir að sjálfsögðu síðustu skoðanakannanir. Þær eru því lítt marktækar með tilliti til tilfinningahitans vegna klofnings- ins og fylgi Borgaraflokksins ( skoöanakönn- unum lítið áreiðanlegt, enda breytast fylgistöl- urnarfrádegi til dags. Skoðanakannaniráfylgi flokkanna þessa dagana eru miklu fremur kannanir á tilfinningum Sjálfstæðismanna. En vfkjum aftur að niðurstöðu ( skoðanakönnun- um hvað kjördæmi varðar. Einstaka aðilar eru svo hugdjarfir að birta niðurstöður fyrir ein- stök kjördæmi. Slíkar niðurstöður eru birtar í prósentum en þess vandlega gætt að láta ekki koma fram hversu margir aðspurðra eru á bak við hverja prósentutölu. tin tafla af þessu tagi er birt í síðasta tölu- blaði af Helgarpóstinum. Skoðanakönnun Helgarpóstsins er unnin af SKÁÍS og er ekki gerð nein grein fyrir þv( í texta sem fylgir með töflunni hvort aðrar tölur en þær sem fram komu ( könnuninni séu látnarvegaeitthvað, og verður þv( að gera ráð fyrir því, að hér sé byggt á niðurstöðum könnunarinnar einnar. Þegar farið er að skoða nánar tölur um stærð úrtaks- ins sem þessi tafla byggist á, kemur í Ijós að ekki eru ýkja rnargir kjósendur á bak við prósentutölurnar (töflunni. Enda viðurkennir „reiknimeistari" Helgar- póstsins, að útreikningar sínir um skiptingu þingsæta væru „( sumum tilvikum anzans ári nærri ágizkunum". Alþýðublaðið hefur fengið staðfest, að útreikningar Helgarpóstsins á skiptingu þingsæta voru ekki byggðir á könn- un ( hverju kjördæmi fyrir sig, heldur á heildar- niðurstöðum fyrir landsbyggðina, en það úrtak náði til 312 einstaklinga. Skipting þingsæta var slðan byggð áfyrri niðustöðum skoðanakann- ana og úrslitum þingkosninga. En að sjálf- sögðu skekkir framboð Borgaraflokksins slfka útreikninga og ógildir allar fyrri niðurstöður, einfaldlega vegna þess að flokkurinn hefur aldrei boðið fram áður. Samkvæmt upplýsing- um Alþýðublaðsins tók „reiknimeistari HP“ mið af niðurstöðum í forsetakosningunum þegar Albert Guðmundsson var f framboði. Það er þv( hárrétt að tala um að útreikningarnir um skiptingu þingsæta séu „anzans ári nærri ágizkunum". w I niðurstöðunum sem Helgarpósturinn birtir, virðist aukþessveraaðfinnaeinhverjarskekkj- ur í útreikningi, þannig eru birtar tvenns konar niðurstöður á fylgi flokkanna f heild, annars vegar í greinargerð og hins vegar (töfluformi, og berekki niðurstöðunum saman. Sem dæmi má nefna að annars vegar fær Framsóknar- flokkurinn 10.3% fyigi um land allt en hins veg- ar aðeins 9.7% um land allt. Hvort er rétt? Hér virðist augljóst að fleiri ruglukollar voru á ferð en prentvillupúkinn einn. Svipaða sögu er að segjaum tvenns konarniðurstöðuráfylgi ann- arra flokka. Þá má nefna að SKÁÍS fram- kvæmdi könnun á fylgi flokkanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi fyrir Stöð 2 um sömu helgi og fyrirtækið framkvæmdi skokðana- könnunina fyrir Helgarpóstinn. Niðurstöður HP-könnunarinnar ( Reykjavík og Reykjanesi eru grunsamlega líkar niðurstöðum Stöðvar 2, þótt úrtakið hafi verið ívið minna í HP-könnun- inni. Það virðist því fullkomin ástæða þegar á heildina er litið að vara við þessari skoðana- könnun og mörgum öðrum og lesendum bent á að rýna í ýmislegt annað en hráar og misvel unnarniðurstöðuráfylgi stjórnmálaflokkanna. Sjónvarpsstöðvar Evrópu: Samkeppni um sj ónvarpshandrit Fyrst ICY VODKA nú ICY CAVIAR Ríkisútvarpið geröist í síðasta mánuði aðili að samningi Evrópu- sjónvarpsstöðva um veitingu verð- launa fyrir sjónvarpshandrit. Sjónvarpsstöðvar og menningar- málastofnanir, sem eru aðilar að skipulagsnefnd samkeppni Evrópustöðva um sjónvarpshand- rit, (Genfar-Evrópu-samkeppni um sjónvarpshandrit), hafa ákveðið að standa sameiginlega að verðlauna- samkeppni í Evrópu í því skyni að hvetja unga höfunda til aö skrifa handrit að sjónvarpsleikritum eða leiknum sjónvarpsþáttum. Um er að ræða samkeppni um starfsverðlaun er veitt verða síðari hluta þessa árs. Starfsverðlauna- hafar koma síðan til greina er aðal- verðlaun og sérstök Evrópuverð- laun verða veitt ári síðar. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en fertugir á árinu sem sam- keppnin til starfsverðlauna fer fram. Þeir skulu ekki hafa samið eða tekið þátt í samningu fleiri en eins sjónvarpsþáttar í fullri lengd (50 mín.) af hvaða tagi sem er, áður en frestur til að skila tillögu að sjón- varpshandriti til sjónvarpsstöðvar í heimalandi höfundarins rennur út. Ríkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að þrjá umsækjend- ur til samkeppninnar um starfs- verðlaun. Umsækjendur um starfsverðlaun skulu skila fimm síðna tillögu að sjónvarpsleikriti eða leikinni sjón- varpsþáttaröð til Ríkisútvarpsins. Tillagan skal vera eigið verk höf- undar. Hún má vera fyrsta leikrits- gerð, sem unnin er fyrir sjónvarp, byggð á bókmenntaverki (skáld- sögu, æviminningum, sagnfræði, ljóði o.s.frv.) eða tónlistarverki (óratóríu, sinfónisku Ijóði, óperu). Tillagan skal ekki byggð á leikhús- verki, kvikmynd eða sjónvarps- þætti. Ríkisútvarpið mun láta þýða til- lögur er tilnefningu hljóta á ensku og frönsku, hin opinberu tungumál EBU, Evrópubandalags útvarps- og sjónvarpsstöðva. Dómnefnd, sem skipulagsnefnd keppninnar tilnefn- ir, veitir verðlaunin í nóvember 1987. Starfsverðlaun verða 25.000 svissneskir frankar árið 1987. Jafn- framt er verðlaunahöfum gefinn kostur á námskeiði, að jafnaði í dagskrárdeild sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verðlaunahafa. Heim- ilt er að veita allt að tíu starfsverð- laun í hvert skipti. Fyrstu aðalverðlaun árið 1988 eru ákveðin 30.000 svissneskir frankar og önnur aðalverðlaun 20.000 svissneskir frankar. Auk þess eru aðalverðlaun fólgin í því að gerður verður um 50 mínútna sjón- varpsþáttur eftir handriti höfund- ar. Umsóknarfrestur um starfsverð- laun 1987 er til 1. júlí 1987. Umsóknum ásamt tillögu að sjónvarpshandriti skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra, Ríkisút- varpinu, Efstaleiti 1,103 Reykjavík, þar sem reglur samkeppninnar liggja ennfremur frammi. ICY CAVIAR kemur nú á mark- aðinn í fyrsta sinn. Þetta er ný kavi- artegund úr grásleppuhrognum, sem hefur verið þróuð í samstarfi Sölustofnunar lagmetis og Sprota hf. til dreifingar hér á landi og er- lendis. Icy Caviar er gerður úr fyrsta flokks íslenskum grásleppuhrogn- um, sem aflað er vestanlands og norðan á vorin. íslensk grásleppu- hrogn eru undir eða yfir helmingi þeirra hrogna, sem aflast árlega í heiminum, eftir því hvernig aflast hér. Sölustofnun lagmetis hefur haft forystu um að auka framleiðslu á kavíar úr grásleppuhrognum hér á landi. Jafnframt hefur Sölustofnun stjórnað markaðssókn íslenskra framleiðenda erlendis. Fyrir fáum árum fóru hrognin að mestu óunn- in úr landi, til vinnslu í Danmörku og öðrum Evrópulöndum, auk Bandaríkjanna. Það var í fyrsta sinn í fyrra, sem íslenskar verk- smiðjur framleiddu kavíar úr meira en helmingi íslenskra grásleppu- hrogna. Icy Caviar er önnur vörutegund- in, sem Sproti hf. setur á markað- inn. Sú fyrsta var Icy Vodka, sem í upphafi varð að búa til erlendis, vegna íslenskra laga. Fyrstu skref Sprota hf. í að þróa neysluvörur í hæsta gæðaflokki eru því Icy Vodka og Icy Caviar. Til að framleiða Icy Caviar hefur verið fengin Fiskiðjan Arctic hf. á Akranesi. Þar hefur verið fram- leiddur kavíar um áratuga skeið og seldur á kröfuharða markaði í Frakklandi, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Heildverslunin Lindá hefur tekið að sér dreifingu á Suður- og Suð- vesturlandi og er hún þegar hafin og Icy Caviar á boðstólum. Dreif- ing í öðrum landshlutum er á næsta leiti. HMM R/K/SÚTVARP/Ð Auglýsir samkeppni Evrópusjónvarpsstöðva um sjónvarpshandrit Sjónvarpsstöðvarog menningarmálastofnanirl Evrópu hafa ákveðiö að standa sameiginlega að verðlauna- samkeppni ( þvf skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að sjónvarpsleikritum eða leiknum sjón- varpsþáttum. Um er að ræða samkeppni um starfsverðlaun er veitt verða sfðari hluta þessa árs. Starfsverðlaunahafar koma síöan til greina er aðalverölaun og sérstök Evrópuverðlaun verða veitt ári s(ðar. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en fertugir á árinu sem samkeppnin til starfsverðlauna fer fram. Þeir skulu skila fimm slðna tillögu að sjónvarpsleikriti eða leikinni sjónvarpsþáttaröð til Rlkisútvarpsins. Rlkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að þrjá umsækjendur til samkeppninnar. Starfsverðlaun að upphæð 25.000 svissneskir frankar verða veitt (nóvember 1987. Jafnframt er verðlaunahöf- um gefinn kostur á námskeiði, að jafnaði í dagskrár- deild sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verðlaunahafa. Heimilt er að veita allt að t(u starfsverðlaun ( hvert skipti. Umsóknarfrestur um starfsverðlaun þessa árs er til 1. júli 1987. Umsóknum ásamt tillögu að sjónvarpshandriti skal skilaö til skrifstofu útvarpsstjóra, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 103 Reykjavlk, þar sem reglur samkeppn- innar liggja ennfremur frammi. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Gatnamála- stjórans (Reykjavfk óskareftirtilboðum (steypta kanta víðsvegar um borgina. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3. Tilboöin verða opnuð á s.st. miðvikudaginn 22. aprd n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik Útboð Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar f.h. Vatnsveitu Reykjavlkur óskar eftir tilboðum I smlði og uppsetn- ingu á handriöum bæði inni og úti í Gvendarbrunnar- hús ( Heiðmörk. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3, gegn kr. 5 þúsund skilatryggingu. Tilboðin verðaopn- uð á s.st. miðvikudaginn 15. aprd n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.