Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 3. apríl 1987 Frambjóöendur Alþýðuflokksins kynntir: 1. sæti GUÐMUNDUR EINARSSON Stór flokkur jafnaðarmanna „Sá stóri flokkur sameinaðra jafnaðarmanna, sem menn hafa verið að láta sig dreyma um, er orð- inn staðreynd," segir Guðmundur Einarsson. „Fylgi Alþýðuflokksins hefur mælst reglulega um 20% í könnunum í vetur. Hins vegar virð- ist nú vera lag til að sækja enn meira fram og fá hér stóran frjálslyndan og umbótasinnaðan jafnaðar- mannaflokk af þeirri stærðargráðu sem við þekkjum frá hinum Norð- urlöndunum. Þá á ég að sjálfsögðu við þann möguleika að gera Al- þýðuflokkinn að stærsta flokki þjóðarinnar, nú þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er klofinn í tvennt og forystuhlutverk hans sem stærsta stjórnmálaflokksins því alls ekki lengur sjálfgefið." Guðmundur segist í þessum kosningum vilja leggja höfuð- áherslu á flutning valds heim í hér- uð, þannig að „menn geti bjargað sér án þess að láta þingmenn leiða sig um sali sjóða- og bankakerfis- ins,“ eins og hann kemst að orði. „Ég vil líka leggja áherslu á það hlutverk ríkisins að styðja fólk til sjálfsbjargar með því að koma á fót rekstri smáfyrirtækja, sem ég held að sé tvímælalaust rétta leiðin í bar- áttunni við fábreytni atvinnulífsins á landsbyggðinni. Þennan sama stuðning á ríkið að veita við öflun nýrra markaða er- lendis fyrir afurðir sjávarútvegs og Iandbúnaðar, sem ég tel að hljóti að eiga mikla möguleika vegna þess hversu ómengaðar þær eru. Erlend- is eru landbúnaðarafurðir meira og minna að fyllast af hvers kyns ólyfj- an af lyfjasprautum og fóðurmeng- uní‘ Guðmundur víkur að síðustu að stjórnkerfisbreytingum sem lengi hafa verið honum mikið hjartans mál og hann telur afar nauðsynleg- ar. í þessu sambandi segist hann t.d. vilja setja reglur gegn hagsmunaá- rekstrum, en um það hefur hann flutt tillögu á Alþingi. „Varðandi þetta atriði er sennilega nærtækast að minna á mál Alberts Guð- mundssonar, sem á sama tíma átti að gæta hagsmuna Útvegsbankans og Hafskips" Guðmundur telur einnig þörf á auknum áhrifum almennings á ákvarðanatöku, t.d. með allsherjar- atkvæðagreiðslu bæði á landsvísu og innan sveitarfélaga. „Mér finnst eðlilegt að fólk fái að láta í ljós skoðanir sínar á fleiru en samsetn- ingu Alþingis, prestum, hundum og áfengiþ segir hann. Guðmundur Einarsson, alþingismaður, sem skipar efsta saetið á framboðslista Alþýðuflokksins í Austurlandskjördœmi fyrir kosning- arnar í vor, erfœddur íReykjavík 5. nóvember 1948 og uppalinn íKópa- vogi að mestum hluta. Hann dvaldist hins vegar í sveitinni hjá móður- fólki sínu á hverju sumri fram á unglingsár, nánar tiltekið á Svínafelli í Örœfum. Guðmundur lauk stúdentsprófi úr Stœrðfrœðideild Menntaskólans íReykjavík vorið 1968. Hann stundaði síðan nám ílíffrœði við Háskóla fslands og lauk prófi íþeirri grein árið 1973. Ekki lét hann þó hér við sitja, heldur fluttist hann nú til Englands þar sem hann hóf framhalds- nám við háskólann í Birmingham. Þarna tók hann mastersgráðu 1975 og stundaði svo rannsóknarstörf í greininni eitt ár til viðbótar. Árið 1976 kom hann aftur heim til íslands og hóf að kenna við Háskóla ís- lands. Hann var skipaður lektor í lífeðlisfræði við lœknadeild Háskól- ans árið 1980 og hélt því starfi þar til hann var kjörinn á þing vorið 1983 fyrir Bandalag jafnaðarmanna. Á þessum tíma dvaldi hann þó um hríð í Montreal í Kanada við rannsóknir á laxfiskum. Samhliða þing- mennskunni hélt Guðmundur áfram kennslu við Háskólann í hluta- starfifyrstu árin, en hefur nú aiveg látið af þvístarfi. Þingmennskuferil Guðmundar mun óþarft að kynna, enda hefur hann verið með at- kvœðamestu mönnum á þingi og vakið verulega athygli. Ur Austur-troginu Mikið fjaðrafok hefur að von- um orðið út af stofnun Borgara- flokks Alberts Guðmundssonar og gárungarnir eru þegar farnir að lengja nafn flokksins og leggja út af því á ýmsan veg. Þannig er flokkurinn ýmist nefndur góð- borgaraflokkur eða smáborgara- flokkur en sumir vilja hafa þessi heiti bæði og segja þá að flokks- brot Þorsteins megi kallast góð- borgaraflokkur en flokksbrot Al- berts smáborgaraflokkur. Enn eru þeir til sem vilja snúa þessu við og vísa þá til þess að vísast sé að flokksbrot Þorsteins verði minnaað kosningum loknum, — allavega á Reykjavíkursvæðinu. Hvaða nöfn sem menn annars velja flokksbroti Alberts, virðast allir á einu máli um að ekki beri að kalla flokk hans Skattborgara- flokkinn. Það voru sem kunnugt er skattamál Alberts sem að lokum urðu til þess að hann var neyddur til að segja af sér ráðherraem- bættinu. Það kom sem sé í ljós að hann hafði „gleyrnt" að telja fram ákveðnar greiðslur frá Hafskips- mönnum. Það þarf því kannski ekki að koma tiltakanlega mikið á óvart að i stefnuskrá hins nýja borgaraflokks hans, skuli kveðið á um að tekjuskatt beri að Ieggja niður. Ef af því verður, kemur nefnilega svona gleymska ekki að sök. Því hefur gjarnan verið haldið fram af andstæðingum Alþýðu- flokksins að svokallað lausafylgi sópaðist til hans í skoðanakönn- unum og því þá jafnan hnýtt aft- an við að ekki væri að vita hvar þetta sama lausafylgi hafnaði í kosningum. Aðdáendur þessarar kenningar áttu náttúrlega von á því, þegar í ljós kom hversu mikið fylgi Borgaraflokkurinn hlaut í könnunum sem framkvæmdar voru að loknum framboðsfresti, að „lausafylgið“ sópaðist frá Al- þýðuflokknum til Borgaraflokks Alberts. Svo sem kunnugt er stóðst kenningin ekki og Alþýðu- flokkurinn tapaði ekki verulegu fylgi milli kannana, þrátt fyrir fylgi Borgaraflokksins. Hins vegar gerðist það öllum að óvörum að Alþýðubandalagið tapaði miklu fylgi í þessum sömu könnunum og virðist reyndar hafa tapað álíka miklu hlutfalls- lega til Borgaraflokksins og Sjálf- stæðisflokkurinn gerði. Alþýðu- bandalagsmenn hafa jú jafnan hamrað á því að þeir væru höfuð- andstæðingar íhaldsins. Svo virð- ist sem kjósendur þeirra séu hins vegar ekki allir á sama máli. Lítill fugl hvíslaði því í eyru okkar um daginn að Sjálfstæðis- menn á Austurlandi hefðu fram- kvæmt skoðanakönnun í kjör- dæminu nú nýlega, sennilega til að sjá hvort hin vasklega fram- ganga Sverris Hermannssonar i fræðslusturlumálinu hefði ekki haft heillavænleg áhrif á fylgi flokksins í kjördæminu. Ekki fer neinum sögum af birt- ingu niðurstaðnanna, þannig að áhrifin hafa kannski ekki verið jafn heillavænleg og vonir stóðu til. Hins vegar fylgdi sögunni sem litli fuglinn hvíslaði að okkur að ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við niðurstöður könn- unarinnar, yrði Guðmundur Ein- arsson þriðji þingmaður kjör- dæmisins. ' 1 r • I • I M A AUSTURLANDI Alþýðublaðið á Austurlandi er borið í hvert hús. Auglýsing þín í Alþýðublað- inu nær því tilætluðum árangri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.