Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 3. apríl 1987 — Guðmundur Ein- arsson, alþingis- maður, skrifar Driffjöðrin er brotin Það er ekki ágreiningur um það hjá þessari þjóð, að það er nauðsynlegt að vernda fiskistofn- ana. Um kvóta- kerfið sem nú er notað í þessum til- gangi hefur hins vegar Bolli Héðins- son, hagfræðingur ríkisstjórnarinnar, sagt að það sé bráðabirgðalausn, en virðist á hinn bóginn ætla að verða til frambúð- ar. Meðal galla þessa kerfis má nefna: 1. Kerfið er geysilega flókið í út- færslu. Flækjur þess auka möguleika til misnotkunar og geta líka valdið því að mönnum verði ekki Ijós réttur sinn. 2. Undirstöðuatvinnuvegur eins og sjávarútvegur getur ekki gengið til lengdar undir svona smá- smugulegri stjórn á útgerð hvers einasta skips I landinu. 3. Kvóti á hvert skip eins og nú er, hefur leitt til þess að verðlag skipa hefur margfaldast. Fúafleytur verða rándýrar og þannig ruglast verðlagning skipa og kvóta saman í eitt. 4. Eðlileg endurnýjun fiskiskipa- flotans hefur stöðvast. Skip verða of gömul. Fé er varið í allt- of dýrar breytingar á gömlum skipum, í stað þess að nota pen- ingana í ný skip. Ef þetta heldur áfram, getur svo farið að mjög stóran hluta flotans þurfi að endurnýja í einu. Það verkefni getur orðið svo stórt og borið svo brátt að, að íslenskar skipa- smíðastöðvar ráði ekki við og missi verkefni. 5. Nýir menn komast ekki inn í út- gerð. Þannig er drepin framtaks- semi einstaklinga og sjálfsbjarg- arviðleitni á einstökum útgerð- arstöðum. Driffjörðin er brotin í því gang- verki sem knýr þjóðarbúskap- inn. 6. Kvóta- og skipasölur leiða til ör- yggisleysis í sjávarbyggðum, því atvinnuöryggi og lífsafkoma er í veði. Til þess að ráða bót á þessum ókostum mætti taka eftirfarandi til athugunar: 1. Veiðileyfi eiga að vera í höndum einstaklinga eða fyrirtækja, óháðeinstökumskipum. Þannig geta menn selt og keypt skip í samræmi við það hvernig þeir vilja nýta veiðileyfin sín. Verðlag skipanna verður þá óháð veiði- leyfum. 2. Flugsanlegt er að skipta veiði- leyfum milli a. útgerðar, b. fiskvinnslu og c. ríkissjóðs. Leyfin sem fiskvinnslan fengi myndu þá koma til móts við byggðasjónarmiðin og ríkissjóðs- leyfin mætti nota til að tryggja að nýir aðilar komist inn í greinina. 3. Önnur leið er sú að skipta land- inu niður í svæði (kjördæmi, fjórðunga, fylki) og láta útgerðir hafa veiðileyfi. Síðan væri óátal- ið og leyfilegt að selja leyfin inn- an svæða. Ef leyfi væru seld milli svæða myndu stjórnvöld (héraðsstjórnir?) halda eftir ákv. Fúafleytur verða rándýrar og þannig ruglast verðlagning skipa og kvóta saman í eitt. Driffjöðrin er brotin í því gang- verki sem knýr þjóðarbúskapinn, í útflutningi sjávarafurða þarf að hleypa fleiri aðilum að. Betur sjá augu en auga. hluta (50%?) og endurúthluta eða selja innan svæðis. Þannig væri mætt byggðasjónarmiðum og meiri möguleikum fyrir nýtt fólk. 4. Lagasetning ætti að vera til margra ára og leyfin gætu hljóð- að upp á ákveðinn hluta árlegs hámarksafla. Þennan árlega há- marksafla yrði síðan að ákveða hverju sinni með hliðsjón af áliti fiskifræðinga. Þetta eru hugmyndir. Mikilvægt er að vinna málið í nánu samráði og samvinnu við þá sem vinna í grein- inni um leið og gætt er grundvallar- sjónarmiða um eignarhald á auð- lindum. Frjálst fiskverð og fiskmarkaðir bíða handan við hornið. Þannig aukast kröfur um hagsýnan rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi. Fiskvinnslunni þarf að auka svigrúm og arðsemi með því að auka fullvinnslu sjávarafurða og framleiðslu tilbúinna rétta. í út- flutningi sjávarafurða þarf að hleypa fleiri aðilum að. Betur sjá augu en auga. Einokun verður að hverfa. Á erlendum mörkuðum er mörg matarholan sem hægt er að fylla. I 1 [ I A AUSTURLANDI Alþýðublaðið á Austurlandi ffer inn á hvert heimili í kjördæminu. Auglýsing þín kemur því fyrir sjónir allra íbúa Austurlands ef hún birtist í Alþýðublað- inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.