Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 59 DAGBÓK Útsala! 10—50% afsláttur Úlpur Kápur Jakkar Pelskápur líta út sem ekta Opið laugardaga frá kl. 10—16    Mörkinni 6, sími 588 5518 Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju 6. árið í röð Skráning er hafin á hið feikivinsæla hjóna- námskeið Hafnarfjarðarkirkju sem yfir 3.400 manns hafa tekið þátt í frá árinu 1996. Á námskeiðinu er fjallað um samskipti hjóna, leiðir til að styrkja hjónabandið orsakir sambúðarerfiðleika, leiðir út úr víta- hring deilna og átaka, ólíkar fjölskyldugerðir, ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin fyrir utan allt hitt Aðeins 15 pör komast á hvert námskeið. Skráningar- sími er 555 1295 á skrifstofutíma alla virka daga og hefst skráning mánudaginn 8. janúar. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson, Hafnarfjarðarkirkju, en hann hefur mikla reynslu af fjölskyldustarfi.               !  ""  #"$    %    !& ' !  #( ! #"& )!!          ✭      ✭     ✭      ✭       &  ! *&  &+*& "! ✭      !" #  ✭ $     %" & '    (  "     )  ,   - . /--   - ! !! & 0"" !  !       12* 223  12* 4*& Í 3-2 tígullegu stendur als- lemma í NS og hálfslemma er örugg þótt liturinn brotni 4-1. En þegar aust- ur á alla fimm tígla varn- arinnar virðist slögunum fækka niður í tíu. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ KD753 ♥ G62 ♦ 98 ♣ ÁK10 Vestur Austur ♠ G9 ♠ 108642 ♥ D1098543 ♥ -- ♦ -- ♦ G10765 ♣ 9876 ♣ DG2 Suður ♠ Á ♥ ÁK7 ♦ ÁKD432 ♣ 543 Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: Laufnía. Sagnhafi tekur á laufás, spilar tígli á ás og fær vondu fréttinar þegar vest- ur hendir hjarta. Hvernig á hann nú að athafna sig? Ágætur biðleikur er að leggja niður hjartaás. Austur hendir spaða. Nú er orðið nokkuð ljóst að austur er einn um að valda alla liti (laufnían er „topp- ur af engu“) og sennileg- asta skipting hans er ein- mitt 5-0-5-3 með DGx í laufi. Kastþröng ætti því að vera inni í myndinni. En samgangurinn er þungur og því verður að tímasetja spilamennskuna vel. Það gengur til dæmis ekki að taka hjartakónginn, því austur getur þá hent tígli og brotið svo samganginn við blindan með laufdrottn- ingu næst þegar hann kemst inn á tígul. Sagnhafi verður að fara krókaleið. Hann tekur á spaðaás og spilar svo hjartasjöu undan kóngnum!! Vestur drepur á drottningu og gerir best í því að spila laufi. Kóngur blinds fær þann slag og síðan tekur sagnhafi spaða- hjónin og hendir einum tígli og hjartakóng! Norður ♠ 75 ♥ G ♦ 9 ♣ 10 Vestur Austur ♠ -- ♠ 10 ♥ 985 ♥ -- ♦ -- ♦ G107 ♣ 87 ♣ D Suður ♠ -- ♥ -- ♦ KD43 ♣ 5 Þetta er staðan. Hjarta- gosa er spilað og austur á enga vörn. Það kostar strax tvo slagi að henda spaða eða tígli, svo líklega losar hann sig við lauf- drottningu. En þá kemur lauftían og þvingar austur á ný. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. Á nýársdag áttu 50 ára hjúskaparaf- mæli hjónin Anna Þorgilsdóttir og Sveinn B. Ólafsson til heimilis að Rauðagerði 64, Reykjavík. Þau dvöldu í faðmi fjölskyldunnar á þessum tímamótum. 60 ÁRA afmæli. Sl.fimmtudag 4. janúar, varð sextugur Björn Pálma- son, bifvélavirki, Álfhóls- vegi 131, Kópavogi. Eigin- kona hans er Guðrún Bjarnadóttir. Í tilefni þessa taka þau á móti gestum í dag, laugardaginn 6. janúar, kl. 20 að Álfabakka 14a, 3. hæð. LJÓÐABROT ÁLFAREIÐIN Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg, – stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, – og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, – hornin jóa gullroðnu blika við lund, – eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið, hló að mér og hleypti hestinum á skeið. Var það út af ástinni ungu, sem ég ber? Eða var það feigðin, sem kallar að mér? (Heine. Jónas Hallgrímsson þýddi.) STAÐAN kom upp á alþjóð- legu skákmóti í Merida í Mexíkó er lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi meist- arinn Jose Gonzales Garcia (2440) hafði hvítt gegn landa sínum Jose Enrique Alayola (2214) og veitti sá fyrrnefndi andstæðingnum snoturt náðarhögg. 29.Bg7! Dg5 29...Dxg7 hefði verið svarað með 30.Hxe7+ og hvítur vinnur. 30.Re6! Dd2 svartur yrði mát eftir 30...Bxe6 31.dxe6# 31.Rd8+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 31...Bxd8 32.Df8#. Lok- astaða móts- ins varð þessi: :1. Valerij Fil- ippov 7 vinn- ingar af 9 mögulegum. 2.-3. Viktor Mikhalevski og Aleksander Wojtkiewicz 6 ½ v. 4.-6. Walter Arencibia, Florentino Garmendez og Alberto Escobedo Tinajero 6 v. 7. –11. Anthony J Miles, Gilberto Hernandez, Nikola Mitkov, Reynaldo Vera, Sergey Kudrin og Tapani Sammalvuo 5 ½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag 6.janúar verður fimm- tug Ingigerður Guðbjörns- dóttir, ljósmóðir. Eiginmað- ur hennar er Robert Berman. Hún tekur á móti gestum í dag kl. 19.30 í sam- komusal Fríkirkjunnar í Reykjavík að Laufásvegi 13. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þótt þú sért upptekinn af efnis- legum gæðum getur þú um leið verið gjafmildur. Þú ert athugull og nærfærni þín vekur aðdáun annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að líta til lengri tíma þegar þú skipuleggur aðgerðir þínar því það sem lítur vel út nú kann að reyn- ast skammgóður vermir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sýndu sveigjanleika og vertu viðbúinn óvæntum uppákomum. Þær þurfa ekki að vera til tjóns ef þér tekst að bregðast rétt við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú hefur þú það í hendi þinni að láta mikil umskipti yfir þig ganga. Óttastu ekki nýjungar og vertu ekki fast- heldinn á forna siði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Forðastu að taka þátt í hlut- um sem eru einskis virði og því hrein tímasóun. Notaðu heldur tímann til að byggja þig upp á jákvæðan hátt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er oftast auðveldara að láta stjórnast af atburða- rásinni heldur en hafa sjálf- ur áhrif. Reyndu samt að láta til þín taka. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er ekki alltaf rétta ráð- ið að grípa inn í líf annarra þótt aðstæður séu til þess. Hugsaðu um sjálfan þig fyrst og fremst. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur reynt á þolin- mæðina að þurfa að end- urtaka sjálfan sig oft svo allir skilji. En gefðu þér tíma til þess því án skiln- ings annarra verður þér ekkert úr verki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur lag á að koma að hlutunum úr óvæntri átt og það laðar að þér samstarfs- menn sem kunna að meta hæfileika þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það kann að kosta þig mikla vinnu að komast fyrir allar staðreyndir málsins. Vertu viðbúinn því að komast að ýmsu óvæntu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þekking þín á ákveðn- um hlutum sé mikil eru þeir þó til sem neita að hlusta á rök þín. Þá er ekki um ann- að að ræða en að drífa hlut- ina af. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það getur verið auðvelt að eignast vini og aðdáendur en mundu bara að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ekki nóg að hafa svörin á reiðum höndum ef maður getur ekki unnið rétt úr þeim. Treystu eðlisávís- un þinni betur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.