Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 1
40. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2001 SJÖ Serbar létust og 43 slösuðust er fjarstýrð sprengja sprakk undir fólksflutningabíl í Norður-Kosovo í gær. Hefur hryðjuverkið verið harð- lega fordæmt og George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, sagði í Brussel í gær, að Kosovo-Albanar ættu á hættu að missa allan stuðning ef ofbeldinu linnti ekki. Serbarnir voru í fimm langferðabíl- um, sem gæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna fylgdu, er einn bílanna sprakk næstum í tætlur. Voru 60 manns í bílnum, karlar, konur og börn. Robert Fry, foringi í gæsluliðinu, sagði, að um svívirðilegan glæp hefði verið að ræða og myndi hann hafa al- varleg áhrif á álit umheimsins á Alb- önum í Kosovo. Undir það tók Ro- bertson, framkvæmdastjóri NATO, og hann sagði, að bandalagið hefði ekki staðið fyrir loftárásum til að stöðva ofsóknir gegn Albönum til að gefa þeim tækifæri til sömu óhæfu- verkanna gagnvart Serbum. Sagði hann, að stuðningur umheimsins við Kosovo-Albana væri ekki sjálfgefinn. Talið er, að sprengjan hafi verið 100 til 200 pund og hún sprakk undir fremsta bílnum. Fyrr í vikunni var serbneskur karlmaður drepinn og tvö börn særð í annarri árás á langferða- bíl. Serbum rænt Fjórum Serbum, þremur körlum og einni konu, var rænt í gær á hlut- lausa svæðinu milli Serbíu og Kosovo. Voru þar að verki albanskir skæru- liðar, sem berjast ekki aðeins fyrir því, að Kosovo verði sjálfstætt, heldur nái það einnig til hluta af Suður-Serb- íu þar sem fólk af albönskum ættum er fjölmennt. AP Langferðabifreiðin sundursprengd á veginum milli borganna Nis í Serbíu og Pristina, höfuðstaðar Kosovo. Sjö manns létu lífið og 43 slös- uðust, nokkrir alvarlega. Talið er, að sprengjan hafi verið fjarstýrð. Sjö Serbar létust og 43 slösuðust í sprengjuárás í Norður-Kosovo Hryðjuverk Kosovo-Alb- ana fordæmd Pristina, Brussel. AFP, Reuters. BANDARÍSKAR og breskar her- flugvélar gerðu í gær árásir á ratsjár og annan loftvarnabúnað við Bagdad, höfuðborg Íraks, í fyrsta sinn í tvö ár. Voru þær gerðar með sérstakri heim- ild frá George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og í því skyni að koma í veg fyrir árásir Íraka á eft- irlitsflugvélar yfir flugbannssvæðun- um í Írak. Íraska sjónvarpið sagði í gær, að nokkrir óbreyttir borgarar hefðu fallið í árásunum og þar á meðal þrjú börn. Talsmenn bandaríska hermála- ráðuneytisins sögðu í gær, að árás- irnar væru þær fyrstu, sem gerðar væru á skotmörk utan syðra flug- bannssvæðisins síðan í desember 1998, en þá stóðu árásirnar í fjóra daga samfleytt. Ekki er talið, að til- koma Bush forseta og stjórnar hans hafi ráðið neinu um árásirnar nú enda var það stefna stjórnar Bills Clintons að ráðast á íraskar loftvarnastöðvar, sem taldar væru ógna öryggi eftirlits- flugvélanna. Loftvarnaflautur voru þeyttar í Bagdad í nótt er leið og í fjarska mátti heyra sprengjur springa og loft- varnaskothríð. Haft er eftir vitnum, að ekkert hafi þó borið út af í borginni sjálfri. Íraska sjónvarpið sýndi mynd- ir af særðu fólki, þar á meðal börnum, á sjúkrahúsi og var sagt, að það væri fórnarlömb árásanna. Bandarískir og breskir embættis- menn segja, að síðasta hálfa annan mánuðinn hafi Írakar aukið tilraunir sínar til að skjóta niður eftirlitsflug- vélar yfir flugbannssvæðunum en Íraksstjórn viðurkennir þau ekki. Þess vegna hafi verið ákveðið að ráð- ast á sex loftvarnastöðvar þeirra og hafi sumar þeirra verið utan flug- bannssvæðanna. Bresku og banda- rísku flugvélarnar hafi þó ekki farið út fyrir þau, heldur skotið sprengj- unum þaðan. Írakar segja, að 323 menn hafi fall- ið og 957 særst í árásum Breta og Bandaríkjamanna frá því í desember 1998. Rússar fordæmdu árásirnar og sakaði háttsettur embættismaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu Bush Bandaríkjaforseta og stjórn hans um að virða ekki alþjóðlegar reglur um samskipti ríkja. Bretar og Bandaríkjamenn segjast hafa svarað ítrekaðri áreitni Íraka Árásir á ratsjár- og loft- varnastöðvar við Bagdad Washington, Bagdad. AP, AFP. ÍRAKAR sögðu í gær, að einn maður hefði látist og 11 slasast í árásum Breta og Bandaríkja- manna, þar á meðal þessi 13 ára drengur, sem er á sjúkrahúsi í Bagdad. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær á fréttamannafundi í Mexíkó, að Saddam Hussein Íraksforseti yrði að standa við þá skilmála, sem hann hefði samþykkt að loknu Persaflóastríðinu. Ögranir hans yrðu ekki liðnar. AP Á sjúkra- húsi í Bagdad LÍBANSKIR skæruliðar felldu í gær ísraelskan hermann og tveir Palest- ínumenn féllu og 26 slösuðust í mikl- um átökum við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum og á Gaza. Búist er við, að Ariel Sharon, verðandi for- sætisráðherra, ljúki við myndun nýrr- ar stjórnar í næstu viku. Skæruliðar Hizbollah-hreyfingar- innar í Líbanon felldu í gær ísraelsk- an hermann og særðu tvo er þeir skutu flugskeyti á ísraelskan herbíl. Svöruðu Ísraelar árásinni með stór- skotaliðsárás á Suður-Líbanon. Ísr- aelskir hermenn skutu tvo Palestínu- menn í borginni Hebron í gær og 26 særðust, þar af fjórir mjög alvarlega, í átökum við ísraelska hermenn á Gaza og Vesturbakkanum í gær. Ehud Barak, leiðtogi Verkamanna- flokksins og fráfarandi forsætisráð- herra, hefur fallist á að taka sæti varnarmálaráðherra í stjórn Sharons. Hefur þessi ákvörðun Baraks mætt andstöðu innan Verkamannaflokks- ins. Hillir undir stjórn Jerúsalem, Ramallah. AFP, AP. SAKSÓKNARAR í Þýskalandi hafa ákveðið að hefja opinbera rannsókn á því hvort Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, hafi svarið rangan eið er hann skýrði frá því fyrir rétti hvaða tengsl hann hefði haft við hryðjuverkamenn Rauðu herdeildarinnar snemma á áttunda áratugnum. Fischer bar vitni fyrir mán- uði í réttarhöldunum yfir Hans- Joachim Klein og sagði þá, að hann hefði aldrei hýst eða verið í neinum tengslum við Rauðu herdeildina. Margrit Schiller, fyrrverandi félagi í hryðju- verkasamtökunum, segir hins vegar í sjálfsævisögu sinni, sem út kom 1999, að Fischer hafi skotið skjólshúsi yfir hana í nokkra daga 1973. Rannsókn á vitnisburði Fischers Berlín. AFP.  Grunur/27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.