Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 26
ÚR VERINU 26 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ DR. MATTHIAS Keller fékk ekki farangur sinn þegar hann kom til landsins frá Brussel í fyrrinótt eftir að hafa skipt um flugvél í London en hann var með helstu gögn sín, þar á meðal aukablað þýska blaðsins Stern um sjávarafurðir, sem kom út í fyrradag. „Þjóðverjar verða stöð- ugt meðvitaðri um ágæti sjávarafurða og þetta 32 síðna blað er mjög upplýs- andi fyrir almenning og jákvætt í garð íslenskra sjávarafurða,“ segir hann. „Fram kemur að Íslend- ingar stjórna veiðunum og því geti þeir veitt nægan þorsk en ekkert annað land er nefnt í þessu sam- hengi. Þetta er mjög mik- ilvægt fyrir ímyndina og endurspeglar að mörgu leyti hug þýsku þjóðarinn- ar. Í blaðinu er bent á mikilvægi þess að nýta allan fiskinn og upplýsing- ar eru um stofnstærðir einstakra tegunda. Þessi atriði vega mjög þungt í allri kynningu á sjávaraf- urðum í Þýskalandi en einna mikilvægast er að kynna afurðirnar á hrein- skilinn hátt og leyna engu. Neytendur vilja vita hvað- an fiskurinn kemur og hvort hann sé í útrýmingarhættu.“ Hvalveiðar Íslendinga geta haft neikvæð áhrif Keller var á meðal frummælenda á ráðstefnu Þýsk-íslenska verslun- arráðsins, „Íslenskur fiskur á hvers manns disk“, í gær og benti m.a. á að Þjóðverjar væru að miklu leyti öðr- um háðir hvað varðaði sjávarfang. Um 44.000 manns störfuðu í þýskum sjávarútvegi og þar af um 10.000 í fiskvinnslu, en Íslendingar væru farnir að láta til sín taka á þessum vettvangi rétt eins og í veiðunum. Íbúar Þýskalands eru um 82 millj- ónir og er fiskneyslan um milljón tonn á ári en þar af nemur innflutn- ingurinn um 715.000 tonnum, að sögn Kellers. Mest er flutt inn frá Noregi, um 112.000 tonn 1999, um 51.000 tonn frá Rússlandi, 48.000 tonn frá Póllandi, 38.000 tonn frá Kína og um 32.000 tonn frá Íslandi að verðmæti um 200 milljónir þýskra marka, um fjögurra millj- arða króna. Keller segir að náttúru- verndarsinnar geti haft mikil áhrif í Þýskalandi og því gætu hugsanlegar hvalveiðar reynst Íslendingum dýr- keyptar. „Verslunarstjórar og aðrir stjórnendur verslunarkeðja vilja ekki sjá kröfur grænfriðunga og annarra um að verslanir þeirra verði sniðgengnar vegna þess að þær bjóði upp á sjáv- arvörur frá hvalveiði- þjóðum og til að fá ekki á sig þennan stimpil er lík- legra að þær ákveði að vera ekki með sjávarfang frá hval- veiðiþjóðum. Þessi áróður gengur í bylgjum og það eru stjórnendur búðanna en ekki almenningur sem ráða ferðinni í þessu efni. Auðvitað ráða Íslendingar hvað þeir veiða en mikilvægt er að þeir eyðileggi ekki góða ímynd með þýska markaðinn í huga.“ Íslenskur fiskur mikilvægur Keller segir að íslenskur fiskur sé mjög mikilvægur í fiskneyslu Þjóð- verja. „Nær allur karfi sem er í boði í Þýskalandi kemur frá Íslandi og það er ekki svo lítið magn.“ Varðandi markaðssetningu á ís- lenskum fiski í Þýskalandi bendir Keller á að Evrópubandalagið hafi ákveðið að frá og með næstu ára- mótum verði allur ferskur fiskur að vera umhverfismerktur. Greina verði frá tegundarheiti, veiðistað og veiðiaðferð. „Þessar upplýsingar verða að vera áreiðanlegar en ef Ís- lendingar fara að veiða hval getur skemmt fyrir þeim að segja að fisk- urinn sé íslenskur og hugsanlega betra að segja að hann komi úr Norður-Atlantshafi. Með öðrum orðum er ekki sama hvernig merk- ingarnar eru og mikilvægt að sam- ráð sé haft um þær.“ Hann segir líka mikilvægt að halda sjálfbærum veiðum á lofti því neytendur vilji ekki borða fisk sem sé í útrýmingarhættu. „Íslendingar þurfa að koma fiskveiðistjórnuninni og verndaraðgerðum sínum á fram- færi til að sýna neytendum að rán- yrkja eigi sér ekki stað. Stjórnunin hefur mikið að segja og Ísland getur verið fyrirmynd annarra þjóða að þessu leyti, því ofveiði leiðir aðeins til eins. Ef stjórnunin er góð getum við átt fisk um ókomna tíð og það á að vera markmiðið.“ Að sögn Kellers er gengið út frá ákveðn- um gæðum varðandi íslenskan fisk en auk gæða skipti miklu máli að framboðið sé stöðugt. „Ísland hefur reglulega séð Þýska- landi fyrir karfa og þessi stöðugleiki skiptir miklu máli. Kaupendum líður mun betur þegar þeir geta gengið að því vísu að þeir fái fiskinn sinn.“ Keller segir að gera megi því skóna að fiskneysla komi til með að aukast, ekki aðeins í Þýskalandi heldur vítt og breitt um heiminn. „Þörfin á eftir að aukast og um leið samkeppnin um vör- una, meðal annars frá fjölmennum þjóðum eins og Kína og Japan. Við í Þýskalandi þurfum að bregðast við með því að bjóða alltaf besta verðið, en ef gæðin eru góð og fiskurinn ekki í útrým- ingarhættu erum við með mjög góð- an markað.“ Aukinn flugfiskur Þjóðverjar stunda ekki miklar fiskveiðar og fiskvinnsla er af skorn- um skammti. Í því sambandi bendir Keller á að öll síld sé innflutt og eng- in síldarverkun eigi sér stað í Þýska- landi en karfinn sé fluttur inn fersk- ur frá Íslandi og unninn áfram. „Sérhæfingin er af hinu góða því all- ir eiga að einbeita sér að því sem þeir geta gert best. Íslendingar eru fiskimenn. Þeir vita hvar fiskurinn er og hvernig á að veiða hann en vegna umræðu á Íslandi um hvort vinna eigi fiskinn á Íslandi áður en hann er seldur úr landi má geta þess að flugvöllurinn í Frankfurt er orðin helsta „hafnarborg“ Þýskalands, innan gæsalappa. Aðalatriðið er að neytandinn fái fiskinn eins ferskan og mögulegt er á diskinn og hann er tilbúinn að borga vel fyrir góða vöru.“ Í máli Kellers kemur fram fisk- neysla Þjóverja var um 12 kg á mann 1999 en um 13,5 kg í fyrra. „Aukningin frá 1999 til 2000 leynir sér ekki og þessi aukning er ekki vegna kúariðunnar því umræða um hana hófst ekki fyrr en í nóv- ember sem leið. En hafa ber í huga að við verðum að flytja inn 80%, átta af hverjum tíu fiskum, og þar skipta samskiptin við Ísland miklu máli.“ Samtök fiskvinnslu og fiskheildsala í Þýskalandi Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Matthias Keller, framkvæmdastjóri Samtaka fisk- vinnslu og fiskheildsala í Þýskalandi, var á meðal frum- mælenda á ráðstefnu Þýsk-íslenska verslunarráðsins. Íslendingar þurfa að vernda ímyndina Íslenska fisk- veiðistjórnunin til eftirbreytni Þjóðverjar eru mjög háðir innflutningi á sjávarafurðum en innflutningur stendur undir um 80% fiskneyslunnar í landinu. Íslendingar leika þar stórt hlutverk og Steinþór Guðbjartsson ræddi við dr. Matthias Keller, framkvæmdastjóra Samtaka fiskvinnslu og fiskheildsala í Þýskalandi, um möguleikana. ÍSLENSKUR sjávarútvegur stend- ur frammi fyrir ótal tækifærum á komandi árum. Greinin þarf engu að síður að vera á varðbergi fyrir þeim ógnunum sem að henni kunna að steðja á alþjóðavettvangi og síbreyti- legu umhverfi. Þetta var meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Þýsk-ís- lenska verslunarráðsins, „Íslenskur fiskur á hvers manns disk“ sem hald- in var í gær. Róbert Agnarsson, framkvæmda- stjóri SÍF Ísland, ræddi á ráðstefn- unni um stöðu íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegu samhengi. Hann sagði ljóst að þó staða greinarinnar væri al- mennt góð stæði hún frammi fyrir ýmsum ógnunum á komandi árum. Þannig væru auðlindir sjávar tak- markaðar, þó vissulega væri þar um alþjóðlegt vandamál að ræða, meðal annars vegna ofveiði. Íslendingar ættu hinvegar að njóta góða af skyn- samlegri stjórnun fiskveiða í framtíð- inni. Eins nefndi Róbert að hátt verð á sjávarafurðum gæti skaðað sjávar- útveginn í heiminum. Nefndi hann sem dæmi að einn saltfiskur kostaði sem svaraði þriggja daga launum verkamanns í Portúgal, stærsta salt- fiskmarkaði heims. Róbert benti einnig á að framboð á fiski frá Kína og öðrum láglaunalönd- um hefði aukist til muna á vestrænum mörkuðum. Kínverjar flytji þannig sífellt meira inn af heilfrystum fiski, vinni hann og flytji út á dýrari mark- aði. Lágur launakostnaður geri þeim kleift að selja afurðirnar á lægra verði en afurðir sem unnar eru á Vesturlöndum. Þá taldi hann líklegt að aukið fiskeldi ætti eftir að leiða til lækkunar á afurðum úr villtum fiski. Því væri nauðsynlegt að sannfæra neytendur um kosti villta fisksins umfram eldisfisk og því eðlilegt að hann sé dýrari. Veruleg ógn af umhverfissinnum Róbert sagði sjávarútveginum einnig stafa veruleg ógn af svoköll- uðum umhverfissinnum. „Samtök þeirra eru fjármögnuð af forríku fólki sem gerir þeim kleift að auglýsa grimmt, með það að markmiði að draga úr spurn eftir fiski. Íslendingar ættu þó að hafa forskot hvað þetta varðar, vegna fiskveiðistjórnunar- stefnu sinnar. Samt sem áður er hættan sú að íslenskur fiskur verði lagður til jafns á við fisk úr stofnum þar sem fiskveiðistjórnunin er ekki jafn góð.“ Róbert benti einnig á að víða væru sóknarfæri fyrir íslenskan sjávarút- veg. Þannig gæti íslenska kvótakerf- ið, þrátt fyrir kosti sína og galla, orðið greininni til framdráttar í markaðs- setningu sjávarafurða á erlendum mörkuðum. Eins væri sífellt meiri áhersla lögð á gæði og hreinleika- ímynd vörunnar. Því ættu Íslending- ar að berjast gegn losun eiturefna í hafið við öll tækifæri. Þá væri tækni- þekking Íslendinga í veiðum og vinnslu orðin mjög mikil og ein af styrkustu stoðum greinarinnar á síð- ustu árum, sem og markaðsþekking íslensku útflutningsfyrirtækjanna. Vægi sjávarútvegs hefur minnkað Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, ræddi í erindi sínu á ráðstefnunni um stöðu fiskveiða í íslensku efnahagslífi og framtíðarhorfur. Hann sagði greinina þurfa að laga sig að breytt- um aðstæðum, svo sem minnkandi vægi sjávarútvegs í efnahag landsins. Sagði Vilhjálmur aðrar útflutnings- greinar landsmanna hafa styrkst á undanförnum árum, auk þess sem takmörkuð aðlind og takmarkaður aðgangur Íslendinga að úthafsveið- um hefðu enn frekar dregið úr vægi sjávarútvegsins. Hann sagðist hins- vegar ekki líta á þessa þróun sem sér- stakt vandamál og menn skyldu var- ast að einblína um of á sjávarútveg þegar kæmi að efnahag þjóðarinnar. Hinsvegar væri nauðsynlegt að fækka einingum í greininni með sam- einingum, enda væri afkasta geta hennar nú þegar of mikil og hún van- nýtt. Auk þess væru ótal möguleikar í íslenskum fiskiðnaði, svo sem í fisk- eldi eða í sjávarútvegi erlendis. Vil- hjálmur lagði hinsvegar áherslu á að Íslendingar yrðu að gera sér grein fyrir styrk sínum áður en fjárfest væri í erlendum sjávarútvegi. Vilhjálmur sagði einnig nauðsyn- legt að hérlendis ríkti lagalegur stöð- ugleiki í stjórnun fiskveiða. Hann benti á að kvótalögin væru tiltölulega ung og því skiljanlega mikil umræða og skiptar skoðanir um þau. Hann benti á að alþjóðlegar viðskiptareglur hefðu verið aldir í þróun og því tæki tíma að þróa lagaramma um stjórn fiskveiða hérlendis. Díoxínumræða á villigötum Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, ávarp- aði ráðstefnuna í fjarveru Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Ármann gerði umræðu um innihald díoxíns í sjávarfangi að umtalsefni í ávarpinu og sagði íslensk stjórnvöld gera sér grein fyrir að draga þurfi úr innihaldi díoxíns í matvælum al- mennt. Til að ná þeim markmiðum þurfi að finna og uppræta uppsprett- ur díoxínmengunar og þær sé ekki að finna á Íslandi. Díoxíninnihald ís- lensks fiskmjöls sé því tiltölulega lágt. Þess vegna sé nauðsynlegt að gert verði vísindalegt áhættumat þegar setja eigi reglur um hámarks- innihald díoxíns í matvælum. Ármann sagði það áhyggjuefni að barátta Evrópusambandsins gegn kúariðu hefði einnig náð til fiskimjöls. Þó væri eðlilegt að reynt væri að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóms- ins með því að takmarka notkun mjöls í dýrafóðri. Hinsvegar væru engin vísindaleg rök fyrir að banna notkun fiskimjöls í dýrafóður, enda benti ekkert til þess að kúariða fynd- ist í fiski. Ráðstefna Þýsk-íslenska verslunar- ráðsins um sjávarútvegsmál Ýmsar hættur steðja að greininni Frá ráðstefnu Þýsk-íslenska verslunarráðsins um sjávarútvegsmál, „Íslenskan fisk á hvers manns disk“. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.