Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EIN fegursta náttúruperla Reykja- víkurborgar er við Leirvog í Graf- arvogi. Ströndin liggur í norður af Geldinganesi að ósum Úlfarsár, „Korpu“, en áin rennur á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Að mestu hefur borgin lokið við lagn- ingu göngubrauta og eru færðar þakkir fyrir hér með. Margur nýtur þessa fagra græna svæðis. Hingað koma fjölskyldur með börnin, konur aka um með börn í vagni, sumir hjóla, skokka eða ganga sér til hressingar ánægðir með veruna hér um slóðir. Úti fyrir í faðmi Akrafjalls og Esjunnar eru Lundey, Þerney, Gunnunes og Álfs- nes. Lítill varphólmi er nefnist Leir- hólmi er skammt undan landi, þar er m.a. varp kríu, æðarfugls og síla- mávs. Ekki nær brimrót inn á vog- inn, enda miklar grynningar, einkum út frá árósnum. Fjaran er einkar þrifaleg. Þar upp af eru gróskumikl- ir bakkar með alls kyns gróskumikl- um gróðri. Með ströndinni er göngu- brautin, síðan golfvellir, þá tekur við ósnortið mólendi þar sem farfuglinn á sér varplönd. Klettanef og borgir skilja að byggðina sem er risin við Bakka og Barðastaði. Náttúrufegurð er mikil hér en gildi sem útivistarsvæðis er ekki síst vegna óvenju fjölskrúðugs lífríkis: Hér er selur, skarfur á skerjum, örn sveimar um af og til, álftir, gæsir. Æður, straumönd, stokkönd, tjaldur og aðrir fuglar sem sækja í fjörur. Æti er í miklu magni á grynning- unum. Þar þrífast fuglar í hundraða- tali, þess utan eru farfuglarnir einn- ig við þessa matarkistu. Þeir sem leika golf við ströndina og umferð mannsins almennt fælir ekki fuglinn frá varpstöðvunum, því fuglinn finnur vernd í návist manna gegn svartbak og öðrum vargfugl- um. Versti vágestur í fuglavarpinu hér er HUNDURINN. Margir koma hingað, leggja bílum við endastöð neðan Barðastaða og hleypa út hundum. Fæstir eru með hundinn í taumi, en það er lögbrot. Skilti við göngubraut sem sýna bann við lausagöngu hunda eru ekki virt held- ur hundsuð. Hér hafa menn att hundum í fugl sem er í ætisleit við leirurnar. Ekki fær selurinn frið á skerjunum, þar er hundum einnig sigað. Jeppum og mótorhjólum er ekið hér fram og aftur um velli og móa. Nauðsynlegt er að girða meðfram bílastæðinu neðan við Barðastaði, planta runna meðfram og setja hlið á stæðið fyrir laxveiðimenn og borg- arstarfsmenn. Margt fólk og einkum börn óttast hundinn. Hundeigendur hafa svæði í Öskjuhlíð, Geirsnefi og allt Geld- inganesið sem er hér að sunnan- verðu þar sem þeir geta sleppt hund- inum lausum að vild. Með þessu bréfi er farið fram á að menn geti spókað sig með börnin án þess að stíga í hundaskít og sest niður í hreint gras- ið. Með öðrum orðum að þessi fuglaparadís og þessi fagri náttúru- blettur verði hundlaus með öllu eins og í Nauthólsvík. Ef ekki, þá má bú- ast við eyðingu farfuglavarpsins á komandi vori. Nauðsynlegt er að hafa hér gæslumenn, ekki síst um helgar, ef vilji ráðamanna er að vernda iðandi lífríkið hér, lofa fólki að njóta sólseturs og fuglasöngs á sumarkvöldum. Mannfólkið hér, en hundinn á sínum úthlutuðu svæðum. GUÐBJARTUR ÞORLEIFSSON, Barðastöðum 79, Reykjavík. Hund- laus úti- vistar- svæði Frá Guðbjarti Þorleifssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.