Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMNINGUR um alþjóð-lega flugumferðarþjónustuumhverfis Ísland er Íslend-ingum afar mikilvæg og mikið í húfi að þjónustan verði ekki færð úr landi. Gjaldeyristekjur af þjónustunni skipta orðið tugum milljóna Bandaríkjadala árlega og fyrirsjáanlegt að samfelldur vöxtur í þjónustunni haldi áfram næstu ár. Þá skapar flugumferðarþjónustan mörg mikilvæg störf á Íslandi og stuðlar að aukinni tækniþekkingu og betri tækjakosti í flugumferðarþjón- ustu, sem skilar sér ekki síst í flug- umferðarþjónustu innanlands. Frá upphafi samningsins 1948 hefur flugumferðarþjónustan á Ís- landi verið undir ströngu eftirliti Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar, enda fara um flugstjórnarsvæðið hundruð þúsunda flugfara árlega og tugmillj- ónir farþega. Tveggja daga verkfall flugumferðarstjóra sem hefst á þriðjudaginn, auk fyrirhugaðs þriggja daga verkfalls 28. febrúar til 3. mars, hefur því valdið nokkrum óróa og telur Þorgeir Pálsson flug- málastjóri allar truflanir á alþjóð- legri flugumferð um svæðið til þess fallnar að grafa undan framtíð þjón- ustunnar og veikja grunninn að því að Íslendingum verði falin þessi ábyrgð. Þorgeir segir jafnframt ljóst að margir erlendir aðilar hafi áhuga á því að auka umsvif og tæknilega séð er því lítið til fyrirstöðu. Alþjóðaflugmálastofnunin, ICAO, sendi í vikunni bréf til Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra þar sem varað er við afleiðingum truflana á alþjóðlegu flugi á flug- stjórnarsvæði Íslendinga og benti forseti ICAO ráðherra á að stofn- unin gæti þurft að endurúthluta flugumferðarþjónustu yfir úthöfun- um. Sturla sagðist í samtali við Morgunblaðið meta bréfið þannig að gerðar væru stífar kröfur til Íslend- inga um að uppfylla samninginn. „Samkvæmt bréfinu kemur það skýrt fram, að getum við ekki efnt samninginn verði aðrir kallaðir til þess. Það er ljóst að flugfélögin sem nýta þessa þjónustu munu ekki sætta sig við að setja allt úr skorðum vegna þess að við getum ekki upp- fyllt þennan samning. Það er alveg ljóst að Alþjóða flugmálastofnunin mun þegar í stað setja af stað vinnu við að leysa þetta mál. Þeir munu ekki láta það viðgangast að það verði truflun á fluginu.“ Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segist ekki túlka bréf ICAO til samgönguráðherra þannig að yf- irvofandi verkfall hafi veruleg áhrif á framtíð flugumferðarþjónustu Ís- lendinga. Það væri túlkun stjórn- valda en ekkert í bréfinu benti til þess og forseti ICAO væri í raun að áminna stjórnvöld um ábyrgð þeirra og skyldur á íslenska flugstjórnar- svæðinu. Verkfallsaðgerðir væru í samræmi við alþjóðasamninga og -lög og auðvitað gætu verkföll orðið og hefðu átt sér stað annars staðar en á Íslandi. Gífurleg aukning í umferð á ís- lenska flugstjórnarsvæðinu Samningur vegna alþjóða flug- þjónustu Íslendinga var undirritað- ur í Montreal 16. september 1948. Á þessu tímabili hefur þjónusta Ís- lendinga verið undir nákvæmu og stífu eftirliti Alþjóða flugmálastofn- unarinnar. Guðmundur Matthías- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Flugumferðarþjónustunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið á 50 ára afmæli flugumferðarþjónustunnar, að í byrjun hafi verið nokkur vafi á því að Íslendingar gætu haldið samningnum þar sem mjög óvana- legt væri að slíkur samningur væri gerður á milli Alþjóðaflugmálstofn- unarinnar og eins ríkis. Þjónustan hefði hins vegar reynst það örugg í gegnum tíðina að þeim vafa hafi ver- ið eytt. Flugstjórnarsvæðið sem Íslend- ingar hafa umsjón með er 5,3 millj- ónir ferkílómetra að stærð, um fimmtíu sinnum stærra en Ísland. Flugumferð hefur aukist um svæðið árlega frá upphafi og segir Hall- grímur Sigurðsson hjá Flugmála- stjórn að á síðasta ári hafi 94.000 al- þjóðleg loftför farið í gegnum svæðið fyrir utan töluvert herflug. Árið 1999 fóru rúmlega 83.000 flugvélar um svæðið og ríflega 73.000 vélar ár- ið 1998, þannig að aukning á milli ára er umtalsverð. Síðustu áratugi hefur aukningin orðið gífurleg og fyrstu 15 dagana í desember 1998 fóru jafn margar flugvélar um íslenska svæð- ið og allt árið 1950. Ekki eru til nákvæmar tölur yfir fjölda farþega, en miðað við þær við- miðunartölur sem alþjóðasamtök flugfélaga nota og þær flugvélar og fjölda sem hér fer í gegn má ætla að 25 milljónir farþega fljúgi í gegnum svæðið árlega. Reiknað er með að fjöldi farþega sé frá 60.000 og upp í120.000 á hverjum degi. Tekjur af flugumferðarþjón- ustunni nema milljörðum Gjaldeyristekjur af flugumferðar- þjónustunni hafa vaxið um 10% á hverju ári undanfarin ár, að sögn Hallgríms. Beinar tekjur af þjónust- unni nema nú um 20 milljónum Bandaríkjadala á ári, eða hátt í tvo milljarða króna. „Það er gríðarlega mikil uppsveifla í þessu, sem hefur verið samfelld og fyrirséð að hún muni halda áfram.“ Um 180 störf tengjast alþjóðlegu flugumferðarþjónustunni beint og eru það störf hjá Flugmálastjórn, Fjarskiptastöðinni í Gufunesi og Veðurstofu Íslands, en þessar stofn- anir hafa frá upphafi verið aðilar að samningnum. Nú eru starfandi 96 flugumferðarstjórar hér á landi og telur Hallgrímur að þeim gæti fækk- að a.m.k. um helming ef alþjóðlega þjónustan yrði flutt úr landi. Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir að 23–24 störf hjá Veðurstof- unni séu alfarið greidd af ICAO, auk ýmiskonar annars kostnaðar. ICAO greiðir Veðurstofunni á bilinu 110– 120 milljónir á ári, sem er um 20% af veltu Veðurstofunnar. Um er að ræða starfsmenn sem starfa á Kefla- víkurflugvelli við flugvallarathugan- ir og háloftamælingar og veðurfræð- inga og þjónustufulltrúa sem starfa í Reykjavík. Auk þess greiðir ICAO kostnað vegna þriggja veðurathuganastöðva úti á sögn Magnúsar hafa erlen sýnt áhuga á að sinna veðu unni, ekki síður en flug þjónustunni. Það hefur m til umræðu hvort írska ve gæti tekið þessa þjónustu Magnús Waage, forst radíóþjónustu Landssíma að 44 starfsmenn starfi b samningnum hjá Fjarskip í Gufunesi og fái laun sín Heildarvelta vegna sam bæði vegna launa og ann aðar, er um 370 milljónir k og segir Magnús að án sa myndi þessi starfsemi alve Flug á Íslandi mu lamast komi til verk Mikil hátækni er í krin umferðarþjónustuna og s grímur Sigurðsson hjá F stjórn að hér á landi sé ýmsar alþjóðlegar rann tengslum við flug. Hér á starfandi fyrirtæki eins og og fleiri íslensk fyrirtæki s is verkefni vegna þjónust sögn Hallgríms er ljóst a þekking og tæknikunnátta ast úr landi yrði flugumfe ustan flutt frá Íslandi. Vegna samningsins um flugumferðarþjónustu er h fjöldi starfsmanna og hát aður sem óhjákvæmilega flugumferðarstjórn í in fluginu og sparar þannig lega talsverðar fjárhæðir lendingar þyrftu annars a þá uppbyggingu. Væri þet staðar væri viðbúið að leg hærri flugleiðsögugjöld á innanlands, og því ekki fja draga þá ályktun að innan ið njóti góðs af alþjóða flu arþjónustunni. Verkfall flugumferðars og 21. febrúar mun óhják hafa veruleg áhrif á flug bæði millilandaflug og in Samningur Íslendinga um alþjóðlega flugumf Miklir hag ir að viðh samning Verkfall flugumferðarstjóra mun r umhverfis Ísland. Flugmálayfirvöld af framtíð alþjóðlegrar flugumferða telja samninginn við Alþjóðaflugmá komi til verkfalls. Eiríkur P. Jörund samningsins fyrir íslens                        ! "#$%&'' + ,     - „AÐ SKAMMA ALBANÍU“ VARASÖM VERKFALLSLEIÐ Fari flugumferðarstjórar í verk-fall í næstu viku, eins og þeirhafa boðað hafi ekki samizt áð- ur í kjaradeilu þeirra við ríkið, virðist einsýnt að afleiðingarnar verði mjög alvarlegar. Eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í dag skilar samningur Ís- lands við Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO) vegna þjónustu við alþjóðlegt farþegaflug yfir Norður-Atlantshaf milljörðum króna í tekjur árlega og skapar um 180 hátæknistörf. Auk flugumferðarstjóra hafa tugir starfs- manna í veður- og fjarskiptaþjónustu atvinnu af samningnum. Jafnframt nýtur innlend flug- og veðurþjónusta góðs af þeim tækjabúnaði, mannafla og þekkingu, sem þarf að vera til stað- ar vegna alþjóðaflugþjónustunnar. Það væri fráleitt að stefna öllu þessu í hættu með verkfalli, fyrir nú utan þau óþægindi, sem farþegar í millilandaflugi til og frá Íslandi yrðu fyrir. Engin ástæða er til annars en að ætla að full alvara sé að baki bréfi Assad Kotaite, forseta ICAO, sem hann hefur sent íslenzkum stjórnvöld- um. Þar kemur fram að engar trufl- anir á alþjóðlegu flugi um íslenzka flugstjórnarsvæðið verði liðnar. End- urteknar truflanir muni leiða til þess að flugumferðarþjónustan verði tekin úr höndum Íslendinga. Þær séu óvið- unandi í augum alþjóðaflugsamfélags- ins og hins almenna flugfarþega. Komið hefur fram að önnur ríki hafi sótzt eftir þeim miklu umsvifum, sem felast í umsjón Norður-Atlantshafs- flugsins. Nógir verða um hituna ef Ís- lendingar glutra samningnum úr höndum sér. Vissulega þurfa báðir aðilar að leggja sitt af mörkum til að ná saman í þeirri kjaradeilu, sem nú er uppi milli flugumferðarstjóra og ríkisins. Því verður hins vegar varla trúað að flug- umferðarstjórar leggi niður störf og valdi truflun á flugumferð yfir Atl- antshafið, því að það virðist augljóst að það jafngilti ekki aðeins því að þeir sviptu sjálfa sig atvinnunni til fram- búðar, heldur einnig tugi annarra. Ákvörðun fjármálaráðherra Evr-ópusambandsins um að ávíta Íra fyrir stefnu þeirra í ríkisfjár- málum hefur mælst misjafnlega fyr- ir. ESB-ráðherrarnir gagnrýndu skattastefnu Íra sem þeir sögðu ýta undir verðbólgu. Hún nam 5,6% á Ír- landi á síðasta ári en meðaltal verð- lagshækkana á ESB-svæðinu öllu var 2,3%. Þrátt fyrir þessar tölur ákvað írska stjórnin á síðasta ári að afgreiða fjárlög er gera ráð fyrir verulegum skattalækkunum og segir að hún muni engu að síður ná fram þeim markmiðum að reka ríkissjóð með afgangi og greiða niður skuldir. Írar segja orsök verðbólgunnar ekki vera að finna í stefnu stjórnarinnar í ríkisfjármálum heldur lágu gengi evrunnar (stór hluti utanríkisvið- skipta Íra er í dollurum) og háu olíu- verði. Vítur evrópsku fjármálaráðherr- anna byggjast á stöðugleikasátt- málanum sem samþykktur var í tengslum við áform ESB um sameig- inlegan gjaldmiðil. Með honum var veitt heimild til aðgerða gegn ríkjum er ekki standa við tiltekin markmið í ríkisfjármálum. Þótt ekki sé deilt um nauðsyn þess að halda peningamálum í föstum skorðum innan Evrópusambandsins eftir upptöku hins sameiginlega gjaldmiðils má spyrja hvort skyn- samlegt hafi verið að samþykkja vít- ur á Íra einmitt nú. Þrátt fyrir verð- bólgutölur síðasta árs er það staðreynd að verðbólga hefur hjaðn- að hratt á Írlandi upp á síðkastið. Í janúar mældist hún 3,9%, sem var minni verðbólga en t.d. í Hollandi. Þá ber að hafa hugfast að þetta er í fyrsta skipti sem ráðherrar ESB ávíta aðildarríki með tilvísun í stöð- ugleikasáttmálann. Samt er þetta alls ekki í fyrsta skipti sem eitthvert evruríkið hefur ekki staðið við sett markmið. Ríkisútgjöld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa til dæmis verið fyrir ofan leyfileg mörk í Frakklandi árum saman og eru það raunar enn. Það sama má segja um opinberar skuldir Ítala eða Belga sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Írar geta státað af glæsilegri ár- angri í efnahagsmálum að undan- förnu en nokkurt annað ríki ESB. Hagvöxtur þar var hvorki meiri né minni en 10% á síðasta ári. Charlie McCreevey, fjármálaráðherra Ír- lands, hefur líka verið óþreytandi við að benda á aðrar tölur máli sínu til stuðnings. Ekkert annað ríki ESB er til dæmis með meiri afgang af fjárlögum sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu og einungis eitt annað ríki er með lægri opinberar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Samt eru heildarskattar ekki lægri neins staðar annars staðar í Evrópu- sambandinu. Í grein í Wall Street Journal á fimmtudag segir McCreevey að það sé ekki síst lágum sköttum að þakka að Írum hafi tekist að laða til sín er- lenda fjárfesta, marga þeirra á sviði hátækni. Hann segir stjórn sína vera stolta af árangrinum og að hún muni halda sinni stefnu. Þegar litið er á hagtölurnar er erfitt að sjá hvers vegna Írar ættu að skipta um kúrs. Nær væri að spyrja, í ljósi erfiðleika margra annarra ESB-ríkja, hvort ekki sé réttara að athuga hvort eitt- hvað megi læra af þeim. Sú skoðun hefur heyrst að með því að samþykkja vítur á Írland hafi ESB í raun verið að senda boð til stærri aðildarríkja, er standa sig ekki í stykkinu. Þetta var hér einu sinni kallað „að skamma Albaníu“. Það er í raun eina „skynsamlega“ skýringin á vítunum en þá má jafn- framt spyrja hvort ekki hefði verið réttara að ganga hreint til verks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.