Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ fór eins og spáð var í síðasta bréfi að fjörugra er um að litast á Al- þingi Íslendinga en oft áður og svo virðist sem þráðurinn í mörgum þingmönnum hafi styst talsvert í pólitísku óveðri öryrkjamála í fyrra mánuði. Allténd lá nokkrum sinnum við að upp úr syði í vikunni í þing- sölum út af aðskiljanlegustu mál- um. Ein senan varð við fyrirspurnir til ráðherra og til umræðu kom sjúkra- flug á landsbyggðinni. Áður en nokk- ur vissi af hafði umræðan sveigt af leið og til sögunnar var komin fram- tíð Reykjavíkurflugvallar, frammi- staða R-listans í því máli öllu og tog- streita vegna fyrirhugaðrar at- kvæðagreiðslu borgarbúa. Fyrir fram benti ekkert til þess að svo færi, en þegar þráðurinn er stuttur getur ýmislegt gerst eins og menn þekkja. Þingmönnum var ekki síður mikið niðri fyrir í umræðum um frumvarp til laga sem frægt varð í fyrra og fellt, en hefur nú gengið aftur fyrir tilstuðlan Gunnars Birg- issonar. Lögleiðing ólympískra hnefaleika er semsé komin aftur á dagskrá og hluta af dagskrá þriggja þingfunda af vorþinginu hefur tekið að afgreiða fyrstu umræðu um málið og sér ekki enn fyrir endann á ósköp- unum, því atkvæðagreiðsla er áætluð á mánudag. Fjöldi þingmanna hefur kvatt sér hljóðs og fært rök fyrir annaðhvort áframhaldandi banni, nú eða þá lög- leiðingu íþróttarinnar hér á landi og er ekki laust við að brúnin á mörgum hafi þyngst eftir því sem mínúturnar og síðar klukkustundirnar liðu undir lestrinum. Svo skemmtilega vill til, að um al- gjörlega þverpólitískt mál er að ræða og þar fara á hvorum endanum sjálfstæðismennirnir Gunnar og Katrín Fjeldsted. Katrín, sem er fulltrúi lækna á þingi, finnur allt lög- leiðingunni til foráttu og tínir til sannfærandi rök erlendra kollega sinna máli sínu til stuðnings, en Gunnar blæs á allt slíkt og hefur til fulltingis þingmenn eins og Ástu Möller, einn fulltrúa hjúkrunarfræð- inga á þingi. Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogi Vinstri-grænna, var einn þeirra sem gagnrýndi að frumvarpið væri aftur komið fram, óbreytt, aðeins fáeinum mánuðum eftir að það var fellt í at- kvæðagreiðslu. Slíkt bæri ekki vott um að flutningsmenn þess þekktu þann góða kost íþróttamanna að kunna að tapa og aukinheldur væri alkunna að margir tugir þingmanna- frumvarpa kæmust aldrei svo mikið sem til lokaafgeiðslu meðan frum- varpið a tarna tæki af dýrmætum tíma þingmanna. Gunnar gaf sig ekki, taldi Stein- grím og hans fylgifé afturhald hið mesta og sagði það á móti flestum framfaramálum. Var þá ekki laust við að sumir sæj- ust glotta við tönn, enda hingað til margt annað en hnefaleikar flokkast undir helstu framfaramál á landi hér. Heitast í hamsi varð þó ljúfmenn- inu Ísólfi Gylfa Pálmasyni, Fram- sóknarflokki, sem sté í pontu og þrumaði yfir þingheimi að eyða tíma í annað eins og mál sem enn væri að- eins til fyrstu umræðu og væri ekki einu sinni búið að vísa til nefndar. Sagðist hann ætla að sitja hjá við af- greiðslu málsins í mótmælaskyni. Höfðu lífsreyndir menn á þingpöll- um á orði að í þannig ham hefðu þeir ekki séð þingmanninn áður. Nú þegar fimm þingdagar eru að baki af vorþingi hefur alls fjórum sinnum verið boðað til umræðu utan dagskrár. Í þessum umræðum, sem oft eru hinar athyglisverðustu, hafa þingmenn m.a. lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu sjávarbyggðanna og afleiðingum fiskveiðistjórnunar- innar – kvótakerfisins. Þótti Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, stela senunni á þriðju- dag er hann lagði til að innkalla hluta veiðiheimildanna og endurúthluta þeim á jafnréttisgrundvelli. Slíkt og þvílíkt er ekki beinlínis í anda þeirr- ar sjávarútvegsstefnu sem Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, hefur talað fyrir og er pískrað í sölum Alþingis að Kristinn hyggist taka slaginn um málið á flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði. Einhverjir hafa jafnvel látið að því liggja að hið óvænta útspil Kristins tengist hugsanlegu framboði hans til embættis varaformanns flokksinsen sjálfur vill hann hvorki játa slíku né neita. Við bíðum og sjáum hvað verður.      Af hnefaleikum og fleiri framfaramálum EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN VESTFIRÐINGAR eignuðust nýj- an þingmann í vikunni, er sr. Karl V. Matthíasson, sóknar- prestur á Grundarfirði, tók við sem 2. þingmaður kjördæmisins af Sighvati Björgvinssyni, sem tekið hefur við stöðu fram- kvæmdastjóra Þróunarsam- vinnustofnunar. Karl, sem er 47 ára að aldri, hefur tvívegis setið á þingi sem varamaður fyrir Samfylkinguna, nokkra daga í senn 1999 og 2000, en nú verður þingmennskan hans aðalstarf. Karl verður þó áfram prestur þeirra Grundfirðinga og ætlar áfram að halda heimili á Vestlandi, en segist hafa hertekið íbúð systur sinnar í höfuðborginni og lagt bann við frekara partí- haldi systursonar síns, sem hann deilir íbúðinni með. Eiginkona hans, Sesselja Björk Guðmundsdóttir, leikskólakenn- ari, mun dvelja áfram fyrir vestan ásamt börnunum þremur, tveimur drengjum 14 og 5 ára og 4 ára stúlku. Karl segist búinn að gera starfsáætlun fram á sumarið. „Þetta þýðir tilfærslu á fast- astarfinu, svo sem fermingar- fræðslunni, og fundir vegna henn- ar munu verða færri en lengri. Þannig eiga börnin ekki að missa af neinu,“ segir hann, en meðal fermingarbarna í ár er sonur sóknarprestsins. Messað er að jafnaði aðra hverja viku á Grundarfirði, en þó stundum í hverri viku. Að sögn Karls hefur hann mætt miklum skilningi meðal sóknarnefndar og annarra bæjarbúa. „Það býr gott fólk í Grundarfirði og allir hafa verið jákvæðir og ánægðir fyrir mína hönd,“ segir hann. Karl hefur ekki aðeins þjónað sóknarbörnum á Grundarfirði, heldur hefur hann starfað sem prestur á Vestfjörðum um árabil og þekkir því vel til fólks þar og aðstæðna. „Það verður að koma á jafn- rétti í þessu landi í sambandi við aðgang að fiskinum í sjónum,“ segir hann. „Það gengur ekki að greinin skuli vera svona lokuð og til þess að nýliðun eigi sér stað þurfi menn að eiga morð fjár.“ Karl bendir á að á und- anförnum árum hafi verið til- hneiging til fólksflutninga af landsbyggðinni til höfuðborg- arinnar og fátt bendi til þess að sú þróun sé að baki. „Það er uppi mjög alvarleg staða í mörgum bæjarfélögum, t.d. Vestmannaeyjum og Bolung- arvík nú og hið sama átti við um Þingeyri fyrir skemmstu.“ Karl segist ætla að beita sér fyrir málefnum síns kjördæmis á þingi, en einnig hafi hann mikinn áhuga á málefnum fjölskyldunnar, ekki síst barna og unglinga, og margt megi betur fara í þeim efn- um, t.d. hvað varðar forvarnir. „Ég hef starfað við kennslu og veit um þann fjársjóð sem býr í ungu fólki. Við þurfum að hlú vel að þessum hópi og gera honum kleift að vaxa og dafna,“ segir hann. En er hann kominn í stjórn- málin til að vera? Mun hann bjóða sig fram í næstu kosningum í hinu nýja Norðvesturkjördæmi? „Já, það mun ég gera. Ég gaf kost á mér að taka við þing- mennsku nú og þar með var tónn- inn gefinn. Ég vil vinna sem mest gagn.“ Sóknarpresturinn á Grundarfirði sest á þing Veita þarf nýliðum að- gang að sjávarútvegi Morgunblaðið/Árni Sæberg Karl V. Matthíasson tekur sæti Sighvats Björgvinssonar sem hætt hefur þingmennsku. RÍKISSTJÓRNINNI verður falið að skipa þriggja manna nefnd sem fær það verkefni að semja frumvarp til laga um fjárhagslegan aðskilnað milli reksturs útgerðar annars vegar og fiskvinnslu í landi hins vegar, samþykki Alþingi þingsályktunartil- lögu fjögurra þingmanna stjórnar- andstöðunnar sem lögð hefur verið fram á þingi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, en í henni kemur fram að lögunum verður ætl- að að skapa skilyrði fyrir eðlilega verðmyndun á öllum óunnum fiski á markaði, heilbrigða og gegnsæja við- skiptahætti í fiskviðskiptum og koma þannig á eðlilegum samkeppn- isskilyrðum á því sviði. Í greinargerð er vísað til íslenskra samkeppnislaga og fullyrt að óvið- unandi ástand sé á innlendum fisk- kaupamarkaði. „Engin skilyrði eru til eðlilegrar verðmyndunar á fiski og ótruflaðrar samkeppni í fiskvið- skiptum þrátt fyrir að í landinu hafi um árabil verið starfandi uppboðs- markaðir fyrir fisk. Fiskviðskipti við núverandi kringumstæður skapa ófrið um verðlagningu á fiski milli sjómanna og útvegsmanna og grafa einnig undan tilvistargrundvelli inn- lendra fiskmarkaða. Skiptir þá ekki meginmáli hvort um viðskipti milli óskyldra eða skyldra aðila er að ræða,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur fram að ríkjandi sé mik- il samkeppnisleg mismunun í fisk- vinnslunni sem bitni hart á fisk- vinnslufyrirtækjum sem ekki tengist útgerð. Útgerð og fisk- vinnsla aðskildar FJÓRIR þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stofnun embættis umboðsmanns neytenda. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Drífa J. Sigfúsdóttir. Í tillögunni segir að embætti um- boðsmanns sé ætlað að gæta hags- muna neytenda, s.s. að farið sé eftir gildandi leikreglum, tekið sé tillit til sjónarmiða neytenda, settar verði al- mennar viðmiðunarreglur í viðskipt- um, jafnaður ágreiningur milli neyt- enda og hagsmunaaðila og þannig um búið að umboðsmaðurinn geti farið með mál neytenda fyrir dómstóla. Í greinargerð með tillögunni kem- ur fram að á hinum Norðurlöndunum sé starfandi umboðsmaður neytenda, auk neytendastofnana á vegum hins opinbera og frjálsra neytendasam- taka. Þá hafi Neytendasamtökin lengi óskað eftir að stofnað verði hér emb- ætti umboðsmanns neytenda. „Allir landsmenn eru neytendur og flestir þeirra vilja gjarnan eiga að- gang að úrlausnarleiðum fyrir neyt- endur þegar réttur þeirra er brotinn. Mikilvægt er að halda uppi eðlilegu aðhaldi og eftirliti jafnframt því sem neytendur hafi góða yfirsýn yfir markaðinn,“ segir í greinargerðinni. Embætti umboðs- manns neytenda 72. fundur fer fram á Alþingi mánudaginn 19. febrúar kl. 15. 1. Samningar um sölu á milli ríkja, 1.umr. Atkvgr. 2. Breyting á VII. viðauka v. EES-samninginn. 1. umr. Atkvgr. 3. Breyting á XI. viðauka v. EES- samninginn, 1. umr. atkvgr. 4. Breyting á XVIII viðauka v. EES-samninginn, 1. umr. atkvgr. 5. Breytingar á XIII viðauka v. EES-samninginn, 1. umr. atkvgr. 6. Lögl. ólympískra hnefaleika. Frv. 1. umr. atkvgr. 7. Óhefðbundnar lækningar, 1. umr. atkvgr. 8. Suðurnesjaskógar, 1. umr. atkvgr. 9. Réttindi og skyldur starfsm. ríkisins, 1. umr. atkvgr. 10. Kjarasamn. opinb. starfsm. 11. Könnun á áhr. fiskmarkaða. 12. Sjálfbær atvinnustefna. 13. Stofnun og rekstur tón- minjasafns á Stokkseyri. 14. Tónminjasafn. 15. Mennta- og fjarkennslumiðst. 16. Skattfrádráttur meðlags- greið. 17. Bókaútgáfa. 18. Vetraríþróttasafn. 19. Sjálfbær orkustefna. 20. Lífeyrissjóður sjómanna. 21. Búfjárhald og forðagæsla. 22. Grunnskólar. 23. Umboðsmaður neytenda. bingi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.