Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 45 Elsku amma, við söknum þín, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur þeg- ar við þurftum á þér að halda. Við vor- um daglegir gestir hjá þér þegar við komum úr leikskólanum og vorum hjá þér þangað til mamma eða pabbi komu til að ná í okkur. Það var mjög vinsælt að koma í heimsókn til ykkar. Fara að gefa með afa og koma svo í graut til þín, það var fátt sem gat toppað það. Það voru oft mikil ærsl og læti í kringum okkur en þú tókst því alltaf af stakri ró. Elsku amma, takk fyrir allt, þú hefur gert svo mikið fyrir okkur. Vonandi líður þér vel á þeim stað sem þú ert, hvíl í friði. Þínir Emil Karel Einarsson, Númi Snær Jóhannesson, Halldór Garðar Hermannsson. Nú eru allir horfnir sem bjuggu í Bjarnahúsi og Bjarnaborg á Stokks- eyri þegar ég var að alast upp. Gyða sem borin er til grafar í dag var síðust til að kveðja. Ég man eftir Gyðu fárra ára þegar ég fór með mömmu að heimsækja frændfólkið á Stokkseyri. Og ógleymanlegar eru árvissar heim- sóknir „Hamrafólksins“ á Stokkseyri. Okkur fannst sumarið ekki komið fyrr en það hafði komið og dvalið dag- stund á Hömrum. Þó hafa kynni okk- ar Gyðu orðið mest núna tvö síðustu árin því að oft hefur verið leitað til hennar til að bera saman bækur og skiptast á myndum. Alltaf hafa mót- tökurnar verið jafn góðar á fallega heimilinu hennar og góð var sam- vinna okkar. Fyrir þetta þakka ég núna á kveðjustund. Um leið votta ég Garðari, börnum þeirra, barnabörn- um og öðrum ástvinum innilega sam- úð. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Tönsberg. Að eignast vin tekur andartak, að vera vinur tekur alla ævi. Sigríður Gyða og ég kynntumst þegar ég var fjögurra ára og þá var hún átta ára. Er ég flutti til ömmu minnar bjó hún hjá foreldrum sínum á næsta leiti. Hún reyndist mér alltaf traustur og góður vinur. Nú skilur leiðir og ég mun sakna þess að vita að nú get ég ekki lengur heimsótt hana eins og ég var vön að gera. Við vorum nokkrar stúlkur sem stofnuðum Gyðuflokkinn en nú stöndum við bara tvær eftir. Við söknum þessarar góðu konu. Far þú í friði. Fyrir hönd Gyðuflokksins, Hjördís Ingvarsdóttir. Ég kynntist Erlendi stuttu eftir að ég tók við stöðvarstjórastarfinu við Búrfellsstöð í byrjun árs 1968. Hann átti traktor með skóflu framan á og tönn undir. Þetta var undratæki, sem kom í góðar þarfir við ýmiss konar verk, svo sem að lagfæra vegi og stíga. Af þessu leiddi að Erlendur var tíður gestur við Búrfell og tókst með okkur góður kunnungsskapur og vinátta, sem hefur haldist alla tíð síðan. Stuttu síðar lenti ég í hreppsnefnd og kom þá enn frekar í ljós, að við höfðum mjög líkar skoðanir á mörg- um hlutum. Einkum voru það skóla- málin, sem voru okkur hugleikin, þar sem börn okkar beggja sóttu barna- skólann á Ásum, og höfðum við einn- ig mikinn áhuga á því hvernig fram- haldsnámi yrði komið fyrir. Fjölskyldur okkar áttu saman margar ánægjustundir og viljum við þakka fyrir þær. Samband okkar hefur haldist alla tíð, þrátt fyrir að við séum löngu flutt úr hreppnum. Þegar fór að hægjast um bústörf- in, sem voru ærin á stórri jörð, fóru þau hjónin að rækta skóg á jörðinni, og sér þess vel merki. Afkomendurn- ir halda þessu merka starfi áfram. Áður höfðu þau komið upp fallegum garði við íbúðarhúsið. Við fjölskyldan þökkum ánægju- leg kynni og vináttu og sendum Margréti og fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Gísli Júlíusson. Þeim fer fækkandi klettunum úr bernsku minni, mönnum sem komu mér til manns. Einn af þessum klett- um var Erlendur Jóhannsson á Hamarsheiði, sem mér hefur alltaf fundist meiri en flestir aðrir menn, ekki bara að hann væri ótrúlega hraustur heldur var hann hreinrækt- aður höfðingi, sem hreykti sér ekki heldur kom fram við alla menn sem jafningja, en var einhvern veginn svo miklu heilsteyptari en flestir aðrir menn. Erlendur var farsæll bóndi enda sinnti hann skepnunum af alúð og tók hraustlega til hendinni þegar þurfti. Nálægt áttræðu var hann ennþá slík hamhleypa til vinnu að yngri menn máttu hafa sig alla við til að standast honum snúning. Hann var hagleikssmiður á járn og voru skeifurnar hans annálaðar og keypt- ar af mönnum víða að. Það var ein- stök upplifun að fá að koma í smiðj- una hans og sjá hvernig hann hamraði flatjárn til þannig að á stuttri stundu varð úr skeifa eða ein af fjölmörgum útgáfum af listilegum kertastjökum sem hann smíðaði. Í samvinnu við Kolbein bróður sinn betrumbætti hann dráttarvélarnar sínar með því til dæmis að setja hef- iltennur undir þær. Ef hann fór á milli bæja á dráttarvél var ávallt ný- heflaður vegur eftir hann. Börn og unglingar áttu verndara og góðan vin í Erlendi. Hann var ákaflega passasamur með krakka þegar vélar voru annars vegar og lét þá byrja seinna að vinna á vélunum en á öðrum bæjum og þá með ströng- um fyrirmælum um að aka „í fyrsta í lága“. Ekkert tiltökumál var síðan að fá aðstoð við þýskar sagnir eða annað smávægilegt á unglingsárunum. Undruðust útlendingar sem komu að Hamarsheiði að hitta fyrir bónda sem talaði jafn góða þýsku og raun var á og ekki varð undrun þeirra minni þegar þeir fengu að vita að þýskuna hefði hann lært upp á eigin spýtur. Erlendur annaðist yfirleitt ekki matseldina á sínu heimili en þegar hann tók sig til var ekkert endilega um hefðbundnar aðferðir að ræða, t.d. ef ekki fannst nægilegt súpukjöt var bara sett nautahakk með út í kjötsúpuna og sultuna sína setti hann bókstaflega á allt, t.d. skyr eða hafragraut. Erlendur gerði stundum góðlát- legt grín að stjórnun landbúnaðar- mála. Hann sagði: „Þeir báðu mig að hætta mjólkurframleiðslu og ég hætti, þeir báðu mig að hætta sauð- fjárbúskap og ég hætti. Þá vildi ég fara út í skógrækt á eigin kostnað en var synjað um lán. Nei, en ég gat fengið lán til refaræktar! Nokkrum árum síðar buðu þeir mér styrk til skógræktar.“ Erlendur var afburða gestrisinn og var öllum boðið í kaffi og með því sem komu heim á bæ, sama hverra erinda var. Hann var mikill húmoristi og alltaf stutt í strákslegt brosið. Það var gaman að sjá hann spila á píanóið með þessum stóru og sterku höndum en það virt- ist bara allt leika í höndunum á hon- um sama hvort um var að ræða þunga sleggju eða nótur á píanói. Jóhanna (Margrét), Magga, Vig- dís, Björg Eva, Palli og börn, ég sam- hryggist ykkur innilega því þótt Er- lendur hafi ekki verið plássfrekur út á við verður hans pláss vart fyllt af öðrum. Með þakklæti í huga kveð ég einstakan mann. Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson. ✝ Þórdís Þorkels-dóttir fæddist á Unastöðum í Kol- beinsdal í Skagafirði 26. október 1895. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þor- kell Dagsson, f. 13.9. 1858, bóndi síðast á Róðhóli í Sléttuhlíð, d. 4.6. 1929, og Sig- ríður Guðrún Þor- láksdóttir, f. 16. ágúst 1862, hús- freyja, d. 24.2. 1927. Systkini Þórdísar voru sjö. Fjögur dóu í frumbernsku. Þau þrjú sem komust upp voru; Ólöf Sigríður, f. 30.7. 1885, d. 1963; Þorlákur, f. 22.9. 1887, lést af slysförum 1912; Dagný, f. 26.6. 1893, d. 1969. Þórdís giftist 1922 Skarphéðni Sigfússyni, f. 20.10. 1887, d. 26.6. 1958. Þórdís og Skarphéðinn hófu fyrst búskap í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1917 en fluttu það- an að Mið-Hóli í Sléttuhlíð 1923, þar bjuggu þau í tvö ár. Á Ysta- Hóli bjuggu þau svo í átta ár en fluttu að Sjölindastöðum í Fljót- um 1933. Á Sjölindastöðum stund- uðu hjónin búskap í tuttugu og eitt ár eða til 1954. Þá fluttu þau til dætra sinna í Borgarfirði. Þórdís bjó sín efri ár hjá Aðalbjörgu dótt- ur sinni í Brúsholti í Flókadal en undir það síðasta hjá Sig- ríði Guðrúnu á Akranesi. Dætur Þórsdísar og Skarphéðins eru: 1) Sigríður Guðrún, f. 15.6. 1927, verka- kona á Akranesi, ekkja eftir Guðmund Lárusson, bónda á Eyri í Flókadal. Börn þeirra eru: Lárus Rúnar, búsettur í Reykjavík, Dagný Ósk, hús- freyja í Grænuhlíð í Húnavatns- sýslu, og Guðrún, húsmóðir á Akranesi. 2) Aðalbjörg Steindóra, f. 16.12. 1928, húsfreyja í Brús- holti, maður hennar er Sigurður I. Albertsson, bóndi. Börn þeirra eru; Ásdís, bóndi í Brúsholti, og Gunnar Þorsteinn, rafverktaki, búsettur í Kópavogi. Útför Þórdísar fer fram frá Bæjarkirkju í Bæjarsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég þakka þau ár, sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast svo margt, sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós, sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Mamma mín, nú ertu búin að fá hvíldina, hina langþráðu hvíld. Þeir voru þér erfiðir þessir síðustu mánuðir. Þetta verður ekki nein ævisaga, þú hefðir ekki kært þig um það, það eru aðeins fáein minn- ingabrot út úr mínu eigin hjarta, það er barmafullt af þakklæti – þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig að móður, því „hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göf- ugri móður“. Þau eru orðin mörg árin þín 105 og rúmlega þrír mán- uðir í viðbót. Móðir mín sat ekki á neinum silkisvæflum um dagana, vinna og aftur vinna, bóndakona í af- skekktum sveitum, síðast í Fljót- unum á Sjölindastöðum í þeirri snjóþungu en sumarfögru sveit og þar liggja mín æskuspor. Hún var 17 ára þegar bróðir hennar dó af slysförum og sumarið næsta á eftir tók hún orfið hans og fór til að slá með föður sínum og allt- af síðan stóð hún við slátt eins og karlmaður í öllum sínum búskap. En hún átti líka fínni hliðar, hún var mjög fróðleiksfús og þráði að læra meira. Hún hafði yndi af að lesa og t.d. las hún biblíuna alla eftir að hún varð níræð. Og svo voru það skriftirnar, hún átti margar stílabækur fullar af fallegum ljóðum, sem hún skrif- aði upp, hún var ljóðaunnandi og hún hafði mjög fallega rithönd. Foreldrar mínir hættu búskap 1954 en hún settist ekki í helgan stein, þá var pabbi minn sjúkling- ur, hún annaðist hann. Hann var stundum heima og stundum á sjúkrahúsi í Reykjavík, hann dó 1958. Þá fór hún að vinna hjá okk- ur dætrum sínum. Þau urðu mörg handverkin hennar þar og út með hrífu fór hún fram á níræðisaldur, hvergi mátti sjá heystrá eftir, slík- ur var þrifnaðurinn og nýtnin. En nú eru leiðarlok, hinni löngu vegferð lokið. Blessuð sé minning hennar. Kom huggari mig hugga þú kom hönd og bind um sárin kom dögg og svala sálu nú kom sól og þerra tárin. Kom hjartans heilsulind kom heilög fyrirmynd kom ljós og lýstu mér. kom líf er ævin þverr kom eilífð bak við árin. (V. Briem.) Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir. Elskuleg amma mín hefur nú fengið hvíldina, hvíldina sem hún hafði þráð svo lengi. Það var að morgni 9. febrúar sl. sem hún kvaddi þennan heim södd lífdaga. Amma var greind kona og er sorglegt til þess að vita að hún hafði ekki tækifæri til að ganga menntaveginn í æsku. Hún las mikið eða þar til sjónin bilaði og hin síðari ár hlustaði hún mikið á útvarp. Það fóru engir fréttatímar fram hjá henni og henni fannst við unga fólkið ekki fylgjast of vel með. Hún hafði í gegnum tíðina lært talsvert af ljóðum og sálmum og var alveg hissa á því að ég kynni engin ljóð. Amma hafði alveg ótrúlega gott minni og hafði frá mörgu að segja. Maður sér nú hversu vanhugsað það var að skrifa ekki frásagnir hennar niður á meðan það var hægt. Fyrir rúmum fimm árum fluttist hún til móður minnar á Akranesi. Þá hafði hún búið hjá Aðalbjörgu dóttur sinni í mörg ár. En hug- urinn var alltaf í sveitinni og hún fylgdist vel með öllu sem gerðist þar. Amma náði því að lifa tvenn aldamót og er hún lést var hún næstelsti Íslendingurinn og elsta kona landsins. Þessi hái aldur gerði það að verkum að frétta- menn frá ýmsum fjölmiðlum vildu fá að taka viðtal við hana. Hún var lítið hrifin af því en leyfði þó eitt viðtal, en sá samt eftir því seinna. Ég tel það mikil forréttindi að hafa fengið að njóta samvista við þessa góðu konu sem amma var. Elsku Alla og mamma, Guð veri með ykkur í sorg ykkar. Guðrún Guðmundsdóttir. Elsku langamma mín, þá ertu búin að fá þína langþráðu hvíld. Þú varst oft búin að tala um að nú hlyti þetta að fara að verða búið hjá þér, þú skildir ekkert í þessu langlífi þínu. Síðastliðið sumar átt- um við gott spjall saman. Þá tal- aðirðu um hvað þú hlakkaðir til að hitta fólkið þitt hinum megin og þykist ég vita að það hafi verið tekið vel á móti þér. Hann Sindri minn leitaði mikið að þér heima hjá henni ömmu, þar sem þú varst seinustu árin. Hann kom alltaf til þín og heilsaði þér er við komum í heimsókn og alltaf vildi hann kyssa þig bless. Það er erfitt fyrir lítinn dreng að skilja að þú sért farin og komir ekki aftur. Elsku langamma mín, ég þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum. Guð geymi þig. Þín langömmustelpa, Guðleif og fjölskylda. ÞÓRDÍS ÞORKELSDÓTTIR                               ! ! "#$" %&&# '(  & ")* & #"&#$" %&&# (# #+#"*  #(  ,# "  '(  (#+""* *(-#-.#/ "  #  $   %  !  & %' &  (     )     '         0'  0 1  # -((+2 #+-3/   4%# "# %&&# 0( ""#" %&&# 5(6"&"#" %&&#/                   5 7'8 9  :  ':   #+(#+ ;+#4%#"&(<*(0 #-#&= #+    ! *  (   +     % (% !#;#+#"*  %# /+$ " %&&#  %#/;#+#"* + (>/;#+# %&&#  !#4/+$ ""* 1  #;#+#"* -#-.#-#-#-.# *(-#-#-#-.#/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.