Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 70
„ÉG HEF leikstýrt nokkrum aug- lýsingum t.d. fyrir Jakobs Tekex og American Style (þeirri sem ger- ist á skyndibitastaðnum út í geimn- um),“ segir Hjálmar aðspurður hvað hann hafi verið að bardúsa í kvikmyndagerðinni fyrir Gildruna. „Svo stofnaði ég ásamt fjölskyldu minni Listaskálann í Hveragerði, sem var 1000 fermetra menningar- miðstöð en það reyndist ekki skiln- ingur fyrir slíkum menningar- rekstri og var hann því lagður niður árið 1999. Eftir það fór ég á fullu í Gildruna. Sölvi Jónsson á hugmyndina að myndinni og við skrifuðum handritið saman. Á með- an þessum frumstigi myndarinnar stóð gerði ég auglýsingar, vann á geðdeild og í járnsmiðju þar sem ég lenti í vinnuslysi og var frá starfi í hálft ár. Í anda Hitchcock Um hvað fjallar Gildran? „Gildran gerist árið 1950 og fjallar um Guðjón Karlsson rithöf- und sem er að ljúka sinni nýjustu skáldsögu. Nótt eina vaknar hann upp við símtal sem hann telur að sé frá fjárkúgara en annað furðulegra á eftir að koma í ljós. Myndin er tekin í film noir stíl sem var einkennandi fyrir þennan áratug í kvikmyndum, sem mér finnst allt of lítið notaður í dag en ég er mjög heillaður af því hvernig ljós og skuggar kallast á og búa til vissa stemmningu í myndinni. Einnig vísar persónusköpuninn til film-noir stílsins en allar persón- urnar eru á gráum svæðum varð- andi siðferði og samvisku. Það má segja að myndinni líkist gömlu Hitchcock þáttunum sem voru sýndir í sjónvarpinu hér fyrir nokkrum árum. Jóhannes Tryggvason var kvikmyndatöku- maður og var með mér nánast í gegnum allt ferlið. Við fengum stórt hús sem heitir Hólar við Kleppsveg lánað og innréttuðum það í anda 6. áratugarins, en stuttu eftir að tökum lauk var húsið rifið. Einnig tókum við myndina að hluta í vinnustofu Hallsteins Sigurðar- sonar myndhöggvara en verk hans koma nokkuð við sögu og gefa skemmtilegan myndrænan blæ. Tökurnar tóku í sjálfu sér ekki mjög langan tíma en öðru máli gengdi um eftirvinnsluna og fjár- mögnunarleiðir. Þú verður að fórna vissu til þess að gera stuttmyndir vegna þess að það eru ekki miklir möguleikar á því að græða peninga í þessum bransa, þá má segja að þetta sé erfitt gaman. Heppinn með leikara Hverjir leika í myndinni? „Ég var mjög heppinn með leik- ara en þau Valgeir Skagfjörð, Hjalti Rögnvaldsson og Guðrún Þ. Stephensen samþykktu öll að taka að sér hlutverk. Einnig leikur Ólöf Jara, dóttir Valgeirs, í myndinni. Við skrifuðum handritið með þessa leikara í huga og þeim leist vel á handritið og vildu taka þátt í myndinni.“ Breyttu þeir persónum sínum eitthvað? „Ég leyfði þeim að laga málfar sitt að handritinu svo lengi sem þeir hljómuðu eins og þeir væru að tala á 6. áratugnum.“ Hvernig finnst þér markaður fyrir stuttmyndir hér á landi? „Stuttmyndin hefur ekki verið í hávegum höfð hér á landi og það eru ekki mikill vettvangur fyrir hana nema stuttmyndadagar, en að mínu mati hafa stjórnendur þeirra ekki verið nægilega duglegir við að sía góðu myndirnar frá þeim slæmu. Metnaðarfullar stuttmynd- ir verða oft fyrir barðinu á óvand- aðari myndum vegna þess hversu gífurlegt magn er sýnt á dögunum. Oft vill verða að áhorfandinn hefur misst þolinmæðina þegar kemur að góðri mynd. Það eru mjög fáar leiðir til að fjármagna stuttmynd, að fá hana sýnda í sjónvarpi er ein leiðin. Stuttmyndin á miklu meiri athygli skilið en hún fær.“ Hvernig ætlarðu að dreifa mynd- inni? Að undanskilinni frumsýning- unni í dag verður hún sýnd sem aukamynd hjá Filmundi, vonandi með einhverri gamalli og góðri film-noir mynd. Síðan veit ég ekki um hvað verður um hana.“ Stuttmyndin gefur frelsi Hvað er það skemmtilegasta við gera mynd? „Það skemmtilegasta er þegar ferlið kemur allt saman og sjá fólk detta inn í myndina. Þegar afrakst- ur erfiðisins kemur í ljós. Ástæðan að ég kom nálægt svo mörgum at- riðum við Gildruna var að ég þekkti ekki svo marga í þessum bransa, nokkuð sem maður lærir mjög mik- ið af.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Ég er núna að vinna að nokkr- um handritum og einhverjar stutt- myndir eru á döfinni. Svo langar mig líka því að gera lengri myndir. Gildran er mjög hefðbundin mynd þ.e. hún inniheldur 3 þætti eins og vaninn er í bandarískri kvikmynda- gerð. Það væri gaman að vinna að- eins með formið því að stuttmyndin gefur manni svo mikið frelsi að vera með tilraunastarfsemi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Ég er mjög heillaður af því hvernig ljós og skuggar kallast á og búa til vissa stemmningu...“ Valgeir Skagfjörð og Hjalti Rögnvaldsson fara með titilhlutverk í Gildrunni. Hinn 25 ára gamli leik- stjóri Hjálmar Ein- arsson frumsýnir stutt- mynd sína Gildruna í Háskólabíói í dag. Ottó Geir Borg hitti Hjálmar að máli og ræddi við hann um fyrri störf, framtíðina og Gildruna. Stuttmyndin Gildran verður frumsýnd í Háskólabíói í dag Erfitt gaman Ara Matthíassyni, Selmu Björnsdóttur og öðrum aðstand- endum sýningarinnar var vel fagnað að henni lokinni. Leikstjórinn Ari, framleiðandinn Baltasar og plantan Auður II. ÞAÐ RÍKTI góð stemmning í Chat Noir- leikhúsinu í Ósló er Litla hryllingsbúðin var frumsýnd þar á fimmtudagskvöldið. En leikhúsið, sem er í hjarta miðbæjarins, er fremst í flokki norskra leikhúsa hvað varð- ar uppsetningu á söng- og gamanleikjum. Leikhúsið er rekið af ABC Teaterdrift AS undir stjórn Tom Sterris en þess má geta að hann fer nú með hlutverk hins spillta tannlæknis í Hryllingsbúðinni. Allir leikarar og söngvarar í sýningunni eru norskir en leikstjórn er í höndum Ara Matthíassonar en auk hans kemur fjöldi annarra þekktra Íslendinga að sýningunni. Selma Björnsdóttir útsetur dansa og Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson sér um útsetn- ingu tónlistar. Þá eru Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir framleiðendur sýning- arinnar. Ari er ekki alls ókunnur Litlu hryllings- búðinni því er hún var sýnd í Borgarleik- húsinu fyrir skömmu sá hann um að gæða plöntuna óhugnanlegu lífi á meðan Bubbi Morthens léði henni rödd sína. Í Chat Noir er það hins vegar Jan Werner sem fetar í fotspor Bubba og hrópar í sífellu á mat: „Mat meg!“ Stjarna Werners skín skært í Noregi um þessar mundir og í blaðadóm- um sem birtust um sýninguna í norskum dagblöðum í gær eru allir gagnrýnendur sammála um að frammistaða hans hafi ver- ið einstök. Þá er leik Brede Bøe ekki síður hampað en hann fer með hlutverk Baldurs sem nefnist Seymor í norsku útgáfu verks- ins. Íslensk planta og brennivín Þeir sem sáu Hryllingsbúðina í uppsetn- ingu Borgarleikhússins eiga þó fleiri góð- kunningja en Ara í norsku uppfærslunni því plantan, Auður II, var flutt frá Íslandi til Chat Noir og er jafnvel enn blóðþyrst- ari en áður eftir ferðalagið yfir Atlants- hafið. Það er reyndar fleira íslenskt sem gleður augað í sýningunni því meðal leik- muna er flaska af íslensku brennivíni sem féll vel í kramið hjá þeim Íslendingum sem mættu á frumsýninguna en þeir voru fjöl- margir. Blaðamaður gaf sig á tal við nokkra þeirra og voru þeir sem rætt var við á einu máli um að sýningin væri til- komumikil og einkar fjörleg og vissulega snerti það íslensk hjörtu að hún á rætur að rekja til heimalandsins. Margt góðra gesta Eins og áður segir ríkti góð stemmning meðal frumsýningargesta sem tóku vel undir með klappi og hlátrasköllum alla sýninguna. Líkt og á frumsýningum á Ís- landi var hópur þjóðþekktra einstaklinga meðal gesta og bar blaðamaður meðal ann- ars kennsl á betri helming dúettsins Bobbysocks sem heilluðu alla Evróvisjón- áhorfendur um árið og heimsóttu Ísland í kjölfarið. Þá var fjöldi þekktra andlita úr vinsælum norskum sápuóperum meðal gesta en Guri Schanke, sem fór með hlut- verk Auðar (Audrey), hefur einmitt m.a. gert garðinn frægan í einni slíkri sem kall- ast Hotell Cæsar. Leikhúsið Chat Noir er einkar skemmti- lega innréttað og sitja leikhúsgestir við borð og geta sötrað drykki meðan á sýn- ingu stendur. Um þessar mundir er því til- valið fyrir Íslendinga á ferðalagi í Noregi að skella sér í norskt/íslenskt leikhús og rifja upp kynnin af Baldri, Auði, tannlækn- inum Brodda sem haldinn er ólæknandi kvalalosta og plöntunni blóðþyrstu. Scanpix Litla hryllingsbúðin var frumsýnd í Ósló á fimmtudaginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að leikstjórinn er Ari Matthíasson og auk hans koma fleiri Íslendingar að sýningunni. Sunna Ósk Logadóttir var á frumsýningunni og sá norskar stjörnur berjast við blóðþyrsta plöntu. Íslenskættuð Hryllingsbúð í Ósló FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Claroderm þvottapokinn hreinsar óhreinindi og fitu, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni hreint og ferskt útlit. Húðhreinsun án allra kemiskra hreinsiefna. Húðvandamál og bólur? Claroderm Apótek Lyfja Lyf & heilsa APÓTEK APÓTEK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.