Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALSMENN stórmarkaðanna vísa á bug eða kannast ekki við þær töl- ur sem komu fram í Morgun- blaðinu á skírdag um 60–80% smá- söluálagningu að jafnaði á grænmeti og ávöxtum. Þeir segja álagninguna í sinni smásölu mun lægri og nefna tölur frá 10–40%. Þetta eru tölurnar sem þeir segjast flestir hafa sent Samkeppnisstofn- un eða munu senda á næstunni vegna rannsóknar hennar á sam- skiptum heildsölu- og dreifingar- fyrirtækja á grænmetismarkaðn- um við smásöluna í landinu. Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur verslanir Nóa- túns, KÁ, 11–11 og Krónu-búðirn- ar, segir í samtali við Morgunblað- ið að meðalálagning í verslunum Kaupáss á grænmeti og ávexti hafi á síðasta ári verið á bilinu 23–28% og svipað sé að segja um þetta ár. Þegar leitað var eftir sundurliðun á verðmyndun í verslunum Kaupáss vildi Þorsteinn ekki veita þær upp- lýsingar og vísaði þar til starfs- reglu Kaupáss um að veita ekki upplýsingar um verðmyndun í ein- stökum vöruflokkum. „Framlegð er mismunandi eftir vöruflokkum. Síðan er álagningin mismunandi eftir dögum og mán- uðum og jafnvel innan hvers dags. Stundum er verið að gefa með vör- unni og stundum er álagningin hækkuð. Verð á grænmeti og ávöxtum er síbreytilegt þar sem framboð og eftirspurn er mismun- andi. Aðalatriðið er að á síðustu ár- um hefur verð á grænmeti og ávöxtum ekki hækkað mikið, þegar á heildina er litið. En alltaf er hægt að gera betur og menn reyna það. Þess vegna getur þessi umræða verið þörf,“ segir Þorsteinn. Hann segir að allt tal um að stór- markaðirnir stundi okur í viðskipt- um sínum með matvöru sé ekki rétt. Reynsla síðustu áratuga sýni t.d. að matvöruverslun hafi ekki verið að skila miklum gróða. Vísar hann til stórra gjaldþrota í þeirri atvinnugrein á borð við Kjötmið- stöðina, Miklagarð, Grundarkjör og Víði. Álagningin 25–40% í Fjarðarkaupi Gísli Sigurbergsson hjá Fjarð- arkaupi í Hafnarfirði segir 60–80% smásöluálagningu á grænmeti og ávexti ekki eiga við um Fjarðar- kaup. Frekar geti þetta átt við um dýrustu verslanirnar eins og t.d. Nýkaup, þar sem rekstrarkostnað- ur sé mestur, þótt erfitt sé að trúa þessum tölum. Gísli vildi ekki gefa upp verðmyndun Fjarðarkaups á þeim tegundum grænmetis og ávaxta sem dæmi voru gefin um í blaðinu á skírdag, þ.e. kartöflum, banönum, tómötum, agúrkum og sveppum. Hann segir beina álagningu Fjarðarkaups á grænmeti og ávexti almennt vera í kringum 25– 40%, án tillits til rýrnunar og fleiri þátta. Að sögn Gísla hefur Fjarð- arkaup skilað Samkeppnisstofnun upplýsingum um verðmyndunina í versluninni. „Álagningin sem við erum með er sanngjörn að mínu mati og langt frá því að vera upp undir 100%. Það kostar mikla vinnu og yfirlegu að selja gott grænmeti. Við erum með marga starfsmenn til að gera þetta sem best. Inn í þetta koma rýrnun, launakostnaður og dýr kælitæki. Þó að álagning sé kannski há á einni vöru má telja upp marga flokka þar sem álagn- ingin er engin. Við sjáum ekki svig- rúm til að lækka vörur um 30–40% af okkar álagningu. Allir þyrftu þá að taka sig saman sem koma að verðmynduninni,“ segir Gísli og á þá við framleiðandann, heildsalann, smásalann og ríkið. Aðspurður hver sé þá að fá meira í sinn hlut, ef álagningin er ekki þetta há í Fjarðarkaupi, segir Gísli alla aðila vera að fá eitthvað. Enginn sé að fela eitt eða neitt né græða óeðlilega mikið á þessum viðskiptum. „Ég sé ekki alveg hvað menn eru að fara og hvern ætti að hengja. Ég held að þetta sé bara allt í góð- um málum. Það kostar meira að selja grænmeti hér á Íslandi en annars staðar. Við getum aldrei selt íslenskt grænmeti á sama verði og verið er að gera í Evrópu með þeim niðurgreiðslum í land- búnaði sem þar tíðkast. Smæð okk- ar og fjarlægð frá mörkuðum skiptir þar miklu,“ segir Gísli. „Óskandi að maður hefði svona álagningu“ Pétur Alan Guðmundsson, kaup- maður í Melabúðinni – Þinni versl- un, segist eiga erfitt með að trúa þeim álagningartölum sem komu fram í blaðinu sl. fimmtudag. Þær eigi að minnsta kosti ekki við um Þína verslun, álagningin þar sé langt frá 60 eða 80 prósentum, án þess að Pétur hafi viljað gefa upp einhverjar tölur. Pétur segist ekki vera sammála því sem kom fram í Morgunblaðinu á skírdag að verslanir Þinnar verslunar séu hávöruverðsverslan- ir. Þær hafi kannski verið það áð- ur, en verðkannanir í dag sýni að þær lendi á milli 10–11 og Nóatúns, jafnvel undir 10–11 í sumum til- fellum. „Við höfum lækkað okkar álagn- ingu og verð. Við erum litlir á markaðnum og okkur bjóðast ekki þessi kjör. Samt gengur okkur vel. Það væri óskandi að maður hefði svona álagningu. Annars er mat- vara ekki með háa álagningu al- mennt, þetta er ekki eins og tísku- fatnaður,“ segir Pétur. Nettó segir sína álagningu vera 10–15% Hannes Karlsson, deildarstjóri Nettó, segir útilokað mál að tölur um háa smásöluálagningu á græn- meti og ávexti, sem birtust í úttekt Morgunblaðsins á skírdag, eigi við um álagningu Nettó. „Miðað við þau gögn sem þegar hafa verið send inn til Samkeppn- isstofnunar er það útilokað mál. Það er langt frá því að við séum að sjá tölur á borð við þær sem koma fram í blaðinu,“ segir Hannes. Að teknu tilliti til rýrnunar og flutningskostnaðar segir Hannes smásöluálagningu Nettó-búðanna á flokkinn ávexti og grænmeti vera 10–15%. „Ég get ekki svarað fyrir smá- söluna í heild sinni, en við munum hins vegar fara yfir þær upplýs- ingar sem koma fram í greininni enda viljum við skoða það hvað er að gerast í smásölunni og ekki síð- ur í heildsölunni. Njóta aðrir mun betri kjara en við og er verið að mismuna smásölunni svona heift- arlega?“ spyr Hannes Karlsson. Ekki náðist í Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóra Samkaups, í gær né heldur Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóra Baugs, sem rekur Hagkaup, Nýkaup, Bónus og 10– 11-verslanirnar. Í samtali við Fréttavef Morgun- blaðsins á skírdag sagði Jón Ásgeir 60–80% álagningu á grænmeti og ávexti ekki eiga við um verslanir Baugs. Álagningin á síðasta ári hjá Baugi hefði verið um 28% að með- altali. Talsmenn stórmarkaðanna kannast ekki við 60–80% smásöluálagningu á grænmeti og ávöxtum Segja álagn- inguna vera á bilinu 10–40% Morgunblaðið/Jim Smart Þegar neytendur kaupa grænmeti og ávexti í verslunum hefur margþætt verðmyndun á vörunum átt sér stað. Deilt er um hversu álagningin í smásölunni er mikil í þessum vöruflokki. Þeir talsmenn stórmarkaðanna, sem Morg- unblaðið bað í gær um sundurliðun á verð- myndun grænmetis og ávaxta, vildu ekki veita þær upplýsingar. Forstjóri Kaupáss segir smásöluálagningu verslunarkeðj- unnar vera mismunandi eftir dögum og mánuðum og jafnvel innan hvers dags. PÁLMI Haraldsson, framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að Hannes Karlsson, deild- arstjóri Nettóverslananna, fari með rangt mál í viðtali við Morg- unblaðið sl. fimmtudag, um við- skipti Nettó og SFG. Þar sagði Hannes m.a. að heildsöluverð sem Sölufélagið byði Nettó væri 25% lægra en það verð sem Hagkaups- búðirnar selja vöruna á til við- skiptavina sinna. Þá ætti Nettó hins vegar eftir að bæta við sinni álagningu og 14% virðisaukaskatti. Pálmi segir að verslanir Baugs kaupi grænmeti frá SFG á sam- bærilegu verði og Nettó. „Við ger- um ekki greinarmun á okkar við- skiptavinum. Verðið fer að sjálfsögðu eftir umfangi við- skiptanna eins og gengur og gerist í viðskiptalífinu. Nettó er vissulega mun minni aðili en Baugur en í þessu tilviki get ég fullvissað menn um að Nettó er ekki að kaupa inn á lakari kjörum en Baugur þrátt fyr- ir magnafslætti. Ég fullvissa menn um að kjör Nettó eru sambærileg við hliðstæðar verslanir, þ.e.a.s. Baug, Kaupás og fleiri. Með sam- bærileg á ég við að kjörin eru inn- an eðlilegra marka,“ segir Pálmi. Hann segir að þær breytur sem geta komið inn í verðið séu magn- afslættir, stöðug viðskipti og fleiri liðir en Pálmi segir að það geti ekki breytt verðinu mikið. Segir hann að þar sé fremur um prómill að ræða en prósentur. Pálmi segir að Hannes hafi einn- ig haldið því fram að Nettó hafi átt viðskipti við SFG fyrir 100 millj- ónir kr. á ári en hið sanna sé að viðskiptin nái ekki helmingi þeirr- ar upphæðar. Þá segir Pálmi að hugleiðingar Hannesar um að SFG og verslanir Baugs hafi gert með sér framlegð- arsamninga eigi ekki við rök að styðjast. Í þessum viðskiptum sé stuðst við dagverð. Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri SFG Verðið fer að sjálfsögðu eftir umfangi viðskiptanna RAGNAR Kristinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa, vísar á bug öllum staðhæfingum Hannesar Karlssonar, deildarstjóra Nettóverslana, um viðskipti Flúða- sveppa. Hannes sagði í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag að Flúða- sveppir seldu tveimur aðilum sína vöru, þ.e. Sölufélaginu og Baugi. Hann hefði sjálfur óskað eftir að fá að kaupa sveppi en því hefði verið hafnað. „Í fyrsta lagi hefur þessi maður aldrei haft samband við mig og eng- inn annar frá Nettó. Í öðru lagi selj- um við Sölufélagi garðyrkjumanna ekki sveppi, í þriðja lagi seljum við Baugi ekki sveppi og í fjórða og síð- asta lagi sendum við afurðir okkar í umboðssölu, eins og aðrir grænmet- isbændur, til Sölufélagsins. Það er síðan Baugur sem kaupir af Sölu- félaginu,“ segir Ragnar Kristinn. Hann segir að Flúðasveppir sé framleiðslufyrirtæki og Sölufélagið nái í afurðirnar á sérstökum kæli- bílum og annist dreifinguna og söl- una. Framkvæmdastjóri Flúðasveppa Nettó aldrei haft samband MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Búri ehf: „Vegna umræðu um ávaxta- og grænmetismarkaðinn að undanförnu vill Búr ehf koma eftirfarandi leið- réttingu á framfæri. Í viðtali við framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 10. apríl er gefið í skyn undir fyrirsögninni „Ójafn leikur“ að Búr hafi með hönd- um innkaup á grænmeti fyrir sína umbjóðendur og að garðyrkjubænd- ur verði að standa saman gegn ofur- efli stórra innkaupaaðila. Þessi sama skoðun kemur aftur fram í úttekt Morgunblaðsins fimmtudaginn 12. apríl þar sem ranglega er fullyrt að Búr og Baugur kaupi af heildsölum svo til allt grænmeti og ávexti. Hið rétta er að Búr hefur ekki með höndum samningagerð eða innkaup á ávöxtum og grænmeti fyrir sína umbjóðendur og hefur aldrei haft, (ef undan er skilinn innflutningur á örfá- um gámum af eplum og appelsínum). Búr er innkaupa- og birgðahaldsfyr- irtæki sem starfar aðallega á svoköll- uðum þurrvörumarkaði. Ávextir og grænmeti, kjöt- og mjólkurafurðir eru ekki hluti af vöruflokkum sem Búr hefur haft umsjón með þó að breytinga sé að vænta í þeim efnum í framtíðinni. Helstu eigendur og viðskiptavinir Búrs eru Kaupás, Matbær, Sam- kaup, Olíufélagið og kaupfélögin. Þessir aðilar gera sjálfir hver um sig sjálfstæða samninga um innkaup á ávöxtum og grænmeti en ekki í gegn- um Búr eins og fullyrt hefur verið.“ Búr hefur aldrei samið um verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.