Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 59 ✝ Lína Arngríms-dóttir fæddist á Ísafirði 13. ágúst 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arngrímur Bjarnason ritstjóri og Guðríður Jónsdóttir húsmóðir. Seinni kona Arngríms var Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted. Lína átti sjö alsystkini og ell- efu hálfsystkini. Hinn 6. júní 1939 giftist Lára Sveini Hjálmarssyni, f. 29. september 1901, d. 28. febrúar 1985. Foreldrar hans voru Hjálmar Guðnason og Guðfinna Jónsdóttir. Lína og Sveinn bjuggu á Svarfhóli í Hvalfjarðarstrandarhreppi til árs- ins 1976, en þá fluttu þau búferlum til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu Reynisdóttur, og eiga þau tvö börn. b) Sveinn Líndal, í sambúð með Ing- unni Kristínu Ólafsdóttur. c) Alda Hrönn, í sambúð með Jóni Sigurðs- syni. d) Bára Hildur, í sambúð með Arnari Ægissyni. 4) Friðrik Axel, f. 8. júní 1947, kvæntur Lovísu Sig- urðardóttur. Eiga þau fjögur börn. Þau eru: a) Sóley Björk. b) Krist- jana, í sambúð með Hjalta Páli Ing- ólfssyni. c) Grétar Már. d) Áslaug Harpa. 5) Hjálmar, f. 8. mars 1949, kvæntur Ástu Haraldsdóttur. Eiga þau tvo syni; Jón, kvæntan Dagmar Sigrúnu Guðmundsdóttur, og Kjartan, í sambúð með Melkorku Árnýju Kvaran. 6) Arngrímur, f. 8. mars 1949. Á hann tvö börn, Óla Heiðar og Höllu Rún. 7) Þórður, f. 29. október 1951, d. 1990. Var hann í sambúð með Margréti Samsonar- dóttur og eignuðust þau tvo syni, Örn og Hauk. Fyrir átti Þórður með Ásdísi Hansdóttur soninn Við- ar, í sambúð með Völu Jónu Garð- arsdóttur, og eiga þau eina dóttur. 8) Óskírð stúlka, f. 29. október 1951, d. 29. október 1951. Útför Línu verður gerð frá Hall- grímskirkju í Saurbæ í dag og hefst hún klukkan 14. til dauðadags. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Guðríður, f. 6. júní 1936, gift Krist- jáni Þorsteinssyni. Þeirra sonur er Stein- ar Jónas, í sambúð með Evu Þorsteinsdóttur. 2) Guðfinna Soffía, f. 22. desember 1944, gift Brandi Jónssyni. Eiga þau fjögur börn. Þau eru: a) Salvör Lilja, gift Birni Þorra Viktorssyni, og eiga þau þrjú börn. b) Sveinn. c) Jón, kvænt- ur Bergnýju Dögg Sófusdóttur, og eiga þau tvær dætur. d) Heiðdís Björk, í sambúð með Jóni Ingiberg Guðjónssyni, og á hann einn son. 3) Sóley Guðrún, f. 22. desember 1944, gift Jóhanni Gunnari Jóhannessyni. Eiga þau fjögur börn: Þau eru: a) Jóhannes Rúnar, kvæntur Hugrúnu Þú áttir líf, þú áttir augnablik. Þú áttir kjark, þú sýndir aldrei hik. Þú áttir styrk, þú hafðir hreina sál. Þú áttir ljós, þú áttir barnsins mál. Þinn tími leið, þú kvaddir lífið skjótt. Það komu él, það dimmdi eina nótt. Þú barðist vel, þú lagðir lífi lið. Þú loksins fannst hjá Guði einum frið. (Höf. ók.) Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar, Línu Arngrímsdóttur. Það er með sorg og söknuði sem við kveðjum hana þó við vitum að hún hafi verið hvíldinni fegin. Nú er hún komin til afa, tvíburanna sinna og allra hinna sem farnir eru og henni þótti svo vænt um. Á langri ævi ömmu hafa skipst á skin og skúrir. Hún var ung að árum, aðeins níu ára, þegar móðir hennar lést frá átta ungum börnum. Þá átti hún því einstaka láni að fagna að fjöl- skyldan hélst saman og ólst hún upp með systkinum sínum öllum, allt þar til hún fór í vist til Reykjavíkur um tvítugt. Ekki leið á löngu þar til amma kynntist afa og saman hófu þau bú- skap á Svarfhóli í Svínadal. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast átta börn og komust sjö þeirra til full- orðinsára. Sérstakt þykir að af þess- um átta börnum voru þrennir tvíbur- ar, en annan yngsta tvíburann, litla stúlku, misstu þau eftir tæpan sólar- hring. Öll börnin eignaðist hún heima og var því ekki tækninni fyrir að fara eins og nú er á háþróuðum sjúkra- húsum. Má því segja að álagið hafi verið mikið og vinnutíminn langur því hvorki voru til þvottavélar né bréf- bleiur. Það varð ömmu líka mikið áfall þegar hún missti Þórð, yngsta son sinn, aðeins 38 ára að aldri eftir erfið veikindi. Eftir tæplega fjörutíu ára búskap fluttu amma og afi til Reykja- víkur og áttu þar heimili þeirra eftir það. Ömmu var mikið í mun að halda sinni stóru fjölskyldu saman og best leið henni þegar sem flestir afkom- endanna voru í kringum hana. Verst þótti henni að missa af stórviðburðum í fjölskyldunni. Má sem dæmi nefna að þegar við systur náðum stúdents- áfanganum lét amma útskrifa sig fár- sjúka af sjúkrahúsi til að geta notið dagsins með okkur. Margar minningar okkar systra eru tengdar ömmu. Var það fastur lið- ur á sunnudögum að heimsækja ömmu og afa eða að fá þau í heimsókn til okkar. Ávallt var vel tekið á móti okkur og ósjaldan fengum við að fara tvær saman út í sjoppu að kaupa okk- ur góðgæti. Sátum við svo og horfðum á Stundina okkar í sjónvarpinu. Ógleymanleg helgi er þegar við feng- um að gista hjá ömmu og afa. Var þá margt til gamans gert og allt látið eft- ir okkur. Nú í seinni tíð urðu heimsóknirnar til ömmu margar þar sem hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum er heilsu hennar fór að hraka. Kætti það hana mjög þegar skelli- bjöllurnar komu í heimsókn, því þótt vel hafi verið hugsað um hana á hjúkrunarheimilinu beið hún ávallt eftir heimsóknum sinna nánustu. Oft fórum við systur með ömmu til læknis og erum við nú þakklátar fyrir þær dýrmætu stundir og það traust sem hún sýndi okkur því hún vildi helst af öllum hafa okkur með sér í slíkum ferðum. Við þökkum ástkærri ömmu okkar fyrir allt sem hún var okkur og fyrir allar þær stundir sem við nutum ná- vistar hennar. Munum við sakna þess að heimsækja ömmu ekki framvegis því hún skipaði stóran sess í okkar lífi. Í bænum okkar biðjum við góðan Guð að blessa hana og varðveita og minn- ing hennar lifir áfram með okkur Alda Hrönn og Bára Hildur. Fallegan vordag hinn áttunda apríl kvaddi amma Lína þennan heim. Ekki hefði verið hægt að velja sér betra ferðaveður til langferða. Við kveikjum á kerti og óskum ömmu Línu góðrar ferðar. Við vitum að nú líður henni miklu betur og að vel verð- ur tekið á móti henni. Hugur okkar er fullur af þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og hafa hana svo lengi hjá okkur. Það hefur verið fastur punktur í til- verunni að keyra til ömmu og syngja á leiðinni: „Amma Lína, hvar ertu?“ Alltaf urðu miklir fagnaðarfundir þrátt fyrir misgóða heilsu síðustu mánuðina. Hún hafði einstakt lag á að laða að sér langömmubörnin og var alltaf glöð þegar nýtt barn bættist í hópinn. Við minnumst samverustunda frá barnæsku. Á Svarfhóli í Svínadal, þar sem þau bjuggu amma og afi, var allt- af gaman að fá að vera eftir á sunnu- dögum og fá að dvelja yfir vikuna. Á daginn lékum við okkur krakkarnir en þegar farið var að sofa þá kenndi amma Lína barnabænirnar á kodd- anum. Árin liðu, þau fluttu suður og sett- ust að í Vesturberginu. Alltaf fannst ömmu gaman að fara um gamla dal- inn sinn í góðu veðri. Hún var stolt af sinni gömlu sveit og átti þaðan góðar minningar og góða nágranna. Við þökkum ömmu Línu fyrir sam- fylgdina á okkar hjartans stundum, við brúðkaup okkar og skírnir barna okkar. Stundum kom hún meira af vilja en mætti til að geta verið með okkur. Við þökkum fyrir allar stundir og eigum eftir að sakna þeirra. Við kveðjum ömmu og biðjum Guð að geyma hana. Salvör Lilja, Björn Þorri, Anna Lilja, Guðfinna Kristín og Magnús Þorri. Elsku amma, okkur langar að kveðja þig með þessum erindum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allar góðu stundirnar. Guð veri með þér. Sóley, Kristjana, Grétar og Áslaug. Fyrstu verulegu kynni mín af Línu Arngrímsdóttur móðursystur minni voru sumarið 1959, en þá var ég í fyrsta sinn heilt sumar í sveit á Svarf- hóli í Svínadal hjá Línu og manni hennar Sveini Hjálmarssyni. Þetta var aðeins upphafið að miklum og góðum kynnum við hana og fjölskyldu hennar og fyrsta sumarið af mörgum sem ég var í sveit hjá Línu og Sveini. Þó ekki sé langt síðan að ég var í sveitinni hjá Línu hefur margt breyst. Á þeim tíma var erfitt að búa í sveit, tæknin var af skornum skammti og enn þörf fyrir margar hendur ungs fólks til að vinna hin ýmsu störf. Mannmargt heimili þýddi vitaskuld mikið álag á húsmóðurina sem sá að miklu leyti ein um heim- ilisreksturinn og sérstaklega átti það við um sumartímann. Mér er enn í minni þegar við krakkarnir komum fylktu liði af tún- unum með hrífurnar um öxl þegar að ilminn af nýbökuðum kleinum lagði á móti okkur. Það var tilbreyting þeirra daga. Og þess gætti Lína vel að við fengjum gott atlæti í hvívetna. Fórn- fýsi hennar var einstök og oft var vinnudagurinn hennar langur en aldrei var kvartað. Aðalatriðið var að allir væru ánægðir. Og að sá ánægj- unni í kringum sig var kannski sér- grein Línu. Það ríkti allsstaðar ánægja. En eins og hjá öllum var líka mót- læti í lífinu. Lína missti eitt barn við fæðingu, en það var tvíburasystir Þórðar, hennar yngsta barns. Þórð missti hún síðar þegar hann lést á besta aldri frá eiginkonu og þrem mannvænlegum börnum. Lína og Sveinn seldu jörð sína árið 1976 og fluttust til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu í Vesturbergi 48. Sveinn lést árið 1985. Lína er búin að vera heilsulítil í mörg ár, en þó að líkaminn gæfi sig þá gerði hugurinn það ekki. Hún var allt- af jákvæð og aldrei sveik minnið. Minni hennar var slíkt að ég undraði mig oft, því þó að stundum liði langur tími frá því að ég síðast heimsótti hana, virtist henni allt sem talað var síðast í fersku minni. Eftir Línu og Svein er stór hópur sterkra og heilsteyptra afkomenda sem hafa komist vel til manns. Ég vildi með þessum fátæklegu orðum minnast mikillar persónu. Ég votta börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum samúð mína. Dagþór Haraldsson. LÍNA ARNGRÍMSDÓTTIR $  &   A  1  6 +  2)8 $G 8  ,+.)<= 2& -+*"  &     #.  + #  !+ ))  &"  + ))  !+ )2 #  7)+   + # '+) "%))  /+ +/ /+ +/+ +/  )2.+/ H)).-+ #.* ( 2   &    &       6     282<L 2& -+*"            "  () 4     /  5 ,  '3   "## . 4) / )2.+/  /+ +/ #./+ +/+ +/ ( 2      &   &     1 %A1   +),M< + +/H            3  6+ )2 2)# .  6+ )2# ./- .! " ))  6  6+ )2# -+)2 ))  !.6+ )2# &"  + )) #./+ +/ ( 6) 7 8   8))  )    $ 1 0  1 :..)<<  2& ( )+2 ( 9 5  5  7   8  4 74      8) &   & )   )   (!1   6 + )6+ +    )928 "+/# .L 'D+*#.( &"(-))  )2  (-# ! +$+ "+!..2 )))  % " -))  + (.*+ #    /+ +/ #./+ +/+ +/ (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.