Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MARÍUMÚSÍK“ var yfirskrift tónleika Hlínar Pétursdóttur og Kára Þormar í Fríkirkjunni á annan í páskum, enda dagskráin að mestu leyti tileinkuð Maríu mey. Frá dag- skrárgerðarsjónarmiði þess er tryggja vill samfelldan heildarsvip var kostur slíks þema augljós. Ókosturinn var aftur á móti fólginn í því hvað verkefnavalið, eðli textanna vegna, var einhæft og veitti tak- markað svigrúm til persónulegrar söngtúlkunar. Þar við bættist, að jafnsterkur líðandi orgelundirleikur, ólíkt hinu dýnamískt sveigjanlegra píanói, er varla til þess fallinn að örva styrkræn blæbrigði. Þótt ekk- ert sé við kyrrláta hugleiðslu í tón- um í tilefni páskahelginnar að at- huga í sjálfu sér, hefði margleitari dagskrá því efalítið hentað betur þeim tónleikagestum er einkum vildu kanna fjölbreytt efnistök söng- konunnar. Dagskráin hófst með Máríuvers- um Páls Ísólfssonar úr Gullna hlið- inu við ljóð Davíðs Stefánssonar og tveim lögum eftir Atla Heimi Sveins- son, Máríukvæði (Laxness) og Haustvísum til Máríu (Einar Ólafur Sveinsson). Burtséð frá fáeinum upphitunarörðum í inntónun fyrsta lagsins var hreint og fallega sungið, og hélzt það allt til enda. Mesta furða var hvað heyrðist af texta miðað við hátt sóprantónsvið og að virtist frem- ur lokaða munnstellingu, og ætti söngkonunni ekki að verða skota- skuld úr því að geta gert enn betur í þeim efnum. Kári Þormar lék næst orgelein- leiksverkið Cantilena eftir Joseph Rheinberger (1839–1901), afkasta- mikið kirkjutónskáld í München sem aftur er farið að bera á eftir áratuga gleymsku. Rheinberger mun á sínum tíma hafa þótt vandvirkur en ekki alltaf jafnheillandi raddfærslufræð- ingur. Cantilenan var engu að síður melódískt hrífandi tónsmíð og dáfal- lega leikin, þó að hrynpúlsinn vildi stundum rokka meira til og frá en flokka mætti undir viðeigandi rúbató- mótun. Þetta varð því meir áberandi í lítilli hljómgun Fríkirkjunnar. Hið nýstandsetta þýzk-rómantíska orgel skartaði sérlega kliðmjúkum rödd- um, en organistinn hefði samt að skaðlausu mátt skipta ögn oftar um regístur í tilbreytingarskyni. Kári lék tveim atriðum síðar stærra og viða- meira verk eftir César Franck, Pièce héroïque, sem hefði enn frekar þurft á meiri hljómgun að halda, og bar þar enn á köflum á fullteygjanlegri takt- festu. Að öðru leyti var leikið með dramatískum tilþrifum, einkum í voldugum síðari hluta verksins. Þar á undan söng Hlín Passíusálm (númer ótilgreint) eftir Hildigunni Halldórsdóttur, og virtist þar ekki minnzt á Maríu í því sem heyrðist af textanum, en honum var ekki til að dreifa á prenti í tónleikaskrá. Það var fallegur undirtónn af þjóðlegum sagnadansi í þessu heiðríka hálfstróf- íska verki (breytt hljómsetning við ítrekaða laglínu), og tók við sérkenni- leg blanda af expressjónisma og lýd- ísk-leitri meðferð kirkjutóntegunda í Lausn. Höfundur þessa allviðamikla verks, Gary Bachlund [svo skv. tón- leikaskrá, „Dachlund“ skv. fréttatil- kynningu], reyndist undirrituðum með öllu ófinnanlegur á pappírs- gögnum og Netinu, og hefði því vel mátt veita einhverjar lágmarksupp- lýsingar í tónleikaskrá, ekki sízt úr því verkið kvað samið við fjóra pass- íusálma og frumflutt á Íslandi við þetta tækifæri. Söngparturinn gerði töluverðar hæðarkröfur, en þær reyndust Hlín fyrirhafnarlitlar. Af lofsöngvum til Maríu eftir Saint-Saëns, Franck, Verdi og Rheinberger þótti mér einna mest til tveggja verka hins síðastnefnda koma, í f-moll og þó einkum hið seinna Ave Maria í As-dúr, þar sem Hlín endaði á bráðfallegum hátt- liggjandi pianissimo-lokatóni. Rödd söngkonunnar var í heild kliðfögur og hafði góða hljómfyll- ingu á efsta sviði, þó að fremur lítil beiting á brjósttónum og ört og fremur einsleitt höfuðtónavíbrató hennar bæri ekki með sér mikla reynslu í blæbrigðaríkum ljóðasöng. Né heldur mátti titrið öllu stórgerð- ara vera en þegar mest lét, og óaði mann undir niðri við tilhugsunina um hvað orðið gæti úr því eftir nokk- ur starfsár til viðbótar í skilvindu þýzku óperuhúsanna. Túlkunin var víðast hvar innlifuð og mótuð af kyrrlátri reisn. Orgelmeðleikur Kára Þormar var fylgispakur og smekklega raddval- inn. Tónleikaskráin lýttist hins veg- ar svolítið af prent- og stafsetning- arvillum og eyddi því miður hvergi orði um verk, höfunda eða flytjend- ur. TÓNLIST F r í k i r k j a n Lög eftir Pál Ísólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Rheinberger, Hildigunni Rúnarsdóttur, Bachlund, Franck, Saint-Saëns og Verdi. Hlín Péturs- dóttir sópran; Kári Þormar, orgel. Mánudaginn 16. apríl kl. 17. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Lofsöngvar til Maríu Ríkarður Ö. Pálsson MYRKUR iðrunar er fyrirsögn greinar sem fylgdi efnisskrá tónleika Schola cantorum að kveldi föstudags- ins langa. Þar rekur Halldór Hauks- son sögu þess siðar kaþólsku kirkj- unnar allt frá fimmtu öld að slökkva á kertum kirkjunnar, einu af öðru á meðan á óttusöng stóð á föstudaginn langa. Þetta var gert til að tákna ör- væntingu hins kristna safnaðar vegna krossfestingar Krists. Í lok óttusöngs logaði einungis á einu kerti sem falið var bakvið altarið til að gera myrkvunina sem áhrifamesta. Responsoríur Carlos Gesualdos (f. um 1566) voru samdar fyrir þessa myrkurstund föstudagsins langa. Gesualdo er vafalítið best þekktur af madrígölum sínum, sem eru með feg- urstu tónsmíðum endurreisnartíma- bilsins. Í þessum andlegu verkum er Gesualdo talsvert myrkari í tónmáli sínu, og þótt hann sé sjálfum sér líkur með oft óvæntum og sterkum litum í hljómrænni framvindu verkanna, þá er andblærinn allt annar, alvarlegri og drungalegri. En mikið ofboð er þetta falleg tónlist og bæði áhrifamik- il og sterk. Verkum norska tónskáldsins Kjells Mørks Karlsens (f. 1947) Tant- um ergo og Ave verum corpus svipar að mörgu leyti til verka Gesualdos, ekki síst fyrir fallega kryddað og sterkt hljómaferli. Tantum ergo er sérstaklega fallegt og vel samið verk, samið við hluta altarisgöngusálmsins Pange lingua gloriosi eftir Tómas frá Aquino. Enn áhrifameiri er þó hinn altarisgöngusálmurinn, Ave verum corpus, saminn við texta sem eign- aður er Innósentíusi páfa sjötta. Þar er pínu Krists á krossinum lýst í sér- deilis áhrifamiklu og hljómríku tón- máli. Ekki var úr dregið með verkum annars norsks tónskálds, Knuts Ny- stedts (f. 1911), Miserere og O crux. Iðrunarsálmurinn Miserere er sam- inn við 51. Davíðssálm og er byggður á gömlum gregorssöng sem fléttast inn í tónvefinn gegnum hljómaklasa sem myndaðir eru með fjölradda fléttusöng, þar sem nánast hver ein- stakur kórfélagi er einsöngvari. Þetta magnaða verk er himnesk pólýfónía, helgur seiður andagiftar og hugljóm- unar. Seinna verk Nysteds, og jafn- framt það síðasta á tónleikunum, O crux, var einnig sérdeilis áheyrilegt, þótt tæpast næði það hæðum fyrra verks tónskáldsins á tónleikunum. Söngur Schola cantorum var hrein upplifun unaðar og fegurðar og efsta- stig listrænnar sköpunar. Það þarf tæpast að hafa fleiri orð um kynngi- magnaðan söng kórsins. Þar var allt eins nærri fullkomnun og hægt er að ímynda sér; hvergi óhreinn tónn, ön- ug innkoma, loðin ending; samhljóm- ur kórsins svo tær og sindrandi og hver einasta hending svo músíalskt sköpuð af hendi kórstjórans, Harðar Áskelssonar, að manni finnst ekkert hafa mátt vera á annan veg. Hér skil- ur á milli feigs og ófeigs; þeirra sem geta sungið vel, og þeirra sem geta sungið með þeim ágætum að listræn upplifun áheyrandans skilur hann eftir í þeim sporum að honum finnst hann ekki samur á eftir. Þannig var þessi stórkostlega stund í Hallgríms- kirkju að kveldi föstudagsins langa. Magnað myrk- ur iðrunar TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Schola cantorum flutti tónlist helg- aða föstudeginum langa: Tantum ergo og Ave verum corpus eftir Kjell Mørk Karlsen, Responsoria 1-6 eftir Carlo Gesualdo og Mis- erere og O crux splendidor eftir Knut Nystedt. Föstudag kl. 21. KÓRTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir LEIKFÉLAG Sólheima frumsýnir leikritið Tilbrigði við Súperstar í íþróttaleikhúsi Sólheima á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 15 í leik- gerð leikhópsins og Árna Péturs Guðjónssonar leikstjóra sýning- arinnar. Tilbrigði við Súperstar er afmæl- issýning leikfélagsins sem er 70 ára á þessu ári. Æfingar hafa staðið yf- ir frá því í byrjun marsmánaðar og koma um 40 manns að sýningunni. Upphaf Leikfélags Sólheima má rekja allt til ársins 1931 og er það í röð elstu starfandi áhugamanna- leikfélaga í landinu. Sólheimar voru stofnaðir sem barnaheimili árið 1930 en eru í dag vistvænt byggða- hverfi þar sem fjölbreytt starfsemi og mannlíf á sér stað. Allar götur frá 1931 hefur leiklistarstarf skipað ríkan sess á Sólheimum. Leik- félagið setur á hverju ári upp eitt leikverk auk minni leikþátta. Á sumardaginn fyrsta verður einnig boðið upp á kaffiveitingar að leiksýningu lokinni. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir leikritið og kaffi- veitingar. Verslunin Vala og List- hús Sólheima hafa opið milli klukk- an 12 og 14. Íbúar Sólheima bjóða alla vel- komna á leiksýninguna og til að fagna sumarkomunni. Tilbrigði við Súperstar sýnt á Sólheimum Morgunblaðið/Sig. Jónss. Frá æfingu á Tilbrigði við Súperstar. Leikfélag Sólheima 70 ára drápu, þar sem höfundur fer yfir æviferil fræðimannsins og vísar m.a. í annála – Er í annálum/og í Espólín/frásögn glögg/og þó fá- orð/af stórmælum/og stórtíð- indum:/kálfur er borinn/í Kýrholti. Helgi Ágústsson sagði m.a. við þetta tilefni að leita þyrfti langt aft- ur í aldir til að finna þess fordæmi að sendimenn væru sendir með svona drápu. „Áður var kveðið fyrir konunga og hér er líka kveðið fyrir höfðingja,“ sagði Helgi laugardag- inn fyrir páska, þegar hann afhenti Haraldi drápuna. Afmælisritið er skrifað af 46 vin- um Haralds og er undir ritstjórn Baldurs Hafstað og Gísla Sigurðs- sonar, en hugmyndin er sótt í bók Haralds, Bréf til Brands. Guðrún Gyða Sveinsdóttir er einn höfunda og las hún drápuna fyrir Harald og aðra viðstadda. Haraldur þakkaði fyrir sig og bað m.a. um kveðjur til forseta Alþingis og annarra höf- unda, en bókin er væntanleg innan tíðar. HELGI Ágústsson, sendiherra Ís- lands í Kaupmannahöfn, tilkynnti Haraldi Bessasyni, fyrrverandi pró- fessor og forstöðumanni íslensku- deildar Manitobaháskóla í Winni- peg í Kanada og rektor Háskólans á Akureyri, að í tilefni sjötugsafmælis fræðimannsins hefðu nokkrir vinir hans ákveðið að skrifa honum bréf sem kæmu út í bók, Bréf til Haralds. Þar sem bókin er ekki tilbúin færði Helgi afmælisbarninu titilblað bók- arinnar, drápu undir fornyrðislagi eftir Halldór Blöndal, forseta Al- þingis, á afmælisdaginn, 14. apríl sl. Haraldur Bessason dvelur ásamt Margréti Björgvinsdóttur, eigin- konu sinni, í íslensku fræðimanns- íbúðinni í Kaupmannahöfn og sinn- ir fræðistörfum í Jónshúsi í apríl og maí. Til stóð að afhenda honum bókina, sem Bókaútgáfan Orms- tunga gefur út, á afmælisdaginn, en enn er verið að ganga frá heilla- óskaskrá, tabula gratulatoria, og því var brugðið á það ráð að senda honum fyrrnefnda níu erinda Bók til heiðurs Haraldi Bessasyni sjötugum Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Haraldur Bessason, fyrrverandi prófessor og rektor, og Helgi Ágústs- son sendiherra með skrautritaða drápuna í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RÉTT 40 ár eru síðan Rúss- inn Júrí Gagarín fór fyrstur manna út í geiminn. Eftir för- ina ferðaðist hann til fjöl- margra landa og kom m.a. í heimsókn til Íslands. Þess verður minnst í dagskrá hjá MÍR, Menningartengslum Ís- lands og Rússlands, á morg- un, sumardaginn fyrsta, kl. 15. Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rifjar upp stutta heimsókn geimfarans til Íslands. Matthías var þá, seint í júlímánuði 1961, í hópi allmargra íslenskra blaða- manna sem biðu Gagaríns á Keflavíkurflugvelli. Geimfar- inn var á leið frá Moskvu til Havana á Kúbu og þurfti flugvél hans að taka eldsneyti á Íslandi. Þá flytja ávörp Anatólí Za- itsév, sendiherra Rússlands á Íslandi, og Valerí Bérkov, prófessor og norrænufræð- ingur í Pétursborg. Einnig verður opnuð myndasýning helguð Júrí Gagarín og geimrannsóknum og -ferðum Sovétmanna og Rússa. Heim- sóknar Gagaríns minnst Júrí Gagarín Matthías Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.