Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MESTA meinsemd ís-lenskra stjórnmála erekki flokkaskipunin,þótt hún sé bæði úr- elt og órökrétt. Ekki heldur kjör- dæmaskipunin, þótt hin nýju kjördæmi séu nokkurn veginn eins vitlaus og hugsast getur. Mesta meinsemd íslenskra stjórn- mála er metnaðarleysi Alþingis og þingmanna. Formlega séð rík- ir hér þrískipting valds: löggjaf- arvald, dómsvald, framkvæmda- vald. Alþingi á að setja lög, dómstólar eiga að dæma sam- kvæmt lögum, ríkisstjórn á að framkvæma lög. Formlega séð þiggur ríkisstjórn vald sitt frá Al- þingi, en þegar það hefur gerst formlega, snýst allt við. Ríkis- stjórn ræður öllu, Alþingi lýtur vilja hennar og þingmenn stjórn- arflokkanna verða strengjabrúður framkvæmdavaldsins, – og gildir einu hvaða flokkar eru við völd. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lúta svo flokksaga. Þá sjaldan svo ber við að alþingismaður tjáir sjálfstæða hugsun og fylgir sam- visku og sannfæringu, rekur þjóð- in upp stór augu. Stjórnskipan okkar er því allt að því alræði framkvæmdavaldsins, og nú á allra síðustu árum má reyndar þrengja þetta enn og segja: ofríki forsætisráðherrans. Þetta blasir reyndar við ámyndrænan hátt í fundar-sal Alþingis. Þar sitja ráð- herrarnir, fulltrúar framkvæmda- valdsins, í heiðurssætum, andspænis „óbreyttum“ þing- mönnum, svo sem eins og til að sýna þeim hvar hið raunverulega vald er. Slíkt kannast ég ekki við úr þingsölum annarra þjóðþinga. Þetta er sannast að segja und- arleg, en um leið áhrifamikil svið- setning valds og undirgefni. Þótt þingmaður verði ráðherra, ætti staða hans á fundum Alþingis að vera óbreytt. Þar er hann hluti löggjafarsamkundu, rétt eins og aðrir þingmenn. Ef þrískipting stjórnvalds væri virt, hefðu fulltrúar framkvæmdavalds ekki atkvæðisrétt á ljöggjafarþingi. Það er í raun órökrétt að sami maður sé samtímis hluti fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds. Ráðherrar ættu því alls ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi. Hugsanlegt væri að þeir hefðu þar málfrelsi, en best færi á því að þeir ættu alls ekki setu á þingi. Þá kæmu varamenn inn fyrir þá sem verða ráðherrar (og auðvitað má velja ráðherra sem ekki eru þingmenn). Eðlilegt væri að ríkisstjórn þyrfti að senda Al- þingi tillögur um lagafrumvörp án þess að hafa frekari bein áhrif á afgreiðslu, líkt og er í Banda- ríkjunum. Slíkt myndi styrkja stöðu þingsins og tryggja betur valdahlutföll í þjóðfélaginu. Það er sérstaklega mikilvægt þegar haft er í huga að framkvæmda- vald hugsar fyrst og fremst um skammtímalausnir en löggjafar- valdið horfir til lengri tíma. Í nágrannalöndum okkar erembætti forseta þingsins tal-ið sérstök virðingarstaða. Í Finnlandi t.d. telst hann næst á eftir þjóðhöfðingja að mannvirð- ingum, á undan forsætisráðherra. Það er auðvitað eðlilegt þar sem ríkisstjórn þiggur vald frá þingi. Stjórnarskipti geta orðið svo til hvenær sem er, þar sem sam- steypustjórn er við völd, en þing- ið situr áfram. Hér á landi hefur embætti forseta Alþingis ekki notið þeirrar virðingar sem því er í raun ætlað í stjórnskipun. Það er þinginu sjálfu að kenna og er enn eitt dæmi um metnaðarskort Alþingis. Ég hygg að á því sé ekki vafi að ágengni framkvæmdavalds hefur aukist í tíð núverandi rík- isstjórnar. Þannig hefur verið haldið á nokkrum málum á þess- um vetri, að það hlýtur að valda verulegum áhyggjum. Fyrst má nefna tilraun til að sameina rík- isbankana. Það mál var kynnt án þess að bíða fyrst eftir áliti sam- keppnisráðs, eins og eðlilegt hefði verið. Og ljóst er að því var illa unað, að sameiningin náði ekki fram að ganga. Þá er að nefna hin dæmalausu viðbrögð forsætisráð- herra við dómi hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins. Þau urðu varla skilin á annan veg en þann að rétturinn ætti að vera hlýðinn ríkisstjórn. Og það er auðvitað fullkomlega óviðunandi að fram- kvæmdavaldið reyni að gera úr- skurð dómsvalds tortryggilegan. Og í því máli sýndu bæði Alþingi og forseti þess undirgefni sína með lagasetningu. Framkvæmdavaldið átti aðsemja við framhaldsskóla-kennara um kjör þeirra. Þá voru framhaldsskólar lamaðir í tvo mánuði vegna verkfalls. Ég spurði vini mína í Frakklandi og Svíþjóð hvað hefði gerst hjá þeim við svipaðar aðstæður. Þeir voru sammála um að slíkt hefði kostað afsögn ríkisstjórnar. En þar eru skóla- og menntamál að vísu nokkurs metin. Nú er það auðvit- að svo að í verkfalli bera báðir semjendur jafna ábyrgð. Og verk- fallsréttur er tryggður í lögum. Sá réttur var ekki mikils virði í verkfalli sjómanna. Þar lét fram- kvæmdavaldið Alþingi afnema lagalegan rétt stéttarfélaga með nýjum lögum. Það er vitaskuld óheyrilegt, en skýrist af hlýðni meirihluta þingsins hverju sinni við framkvæmdavaldið. Þó kastar tólfunum í máli Þjóð- hagsstofnunar. Um þá stofnun gilda sérstök lög sem kveða á um sérstök verkefni. Samt tilkynnir forsætisráðherra að þau verkefni verði færð annað og stofnunin skilin eftir sem nafnið tómt. Ekki hefur hann samráð við Alþingi, og ekki einu sinni við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn (og verður nú ekki komist hjá því að undrast langlundargeð þess flokks í her- leiðingu sinni). Háttsemi for- sætisráðherra í þessu máli verður tæpast skilin öðruvísi en svo, að hann telji sig hafinn yfir lög og löggjafarþing. Og er kannski ekki undarlegt eins og hann hefur get- að haft þingið í vasanum. Er nú ekki mál að linni? Ernú ekki kominn tími til aðAlþingi reki af sér slyðru- orðið og reyni að endurheimta sjálfstæði sitt í stjórnskipun, og réttsýni og myndugleik í laga- setningu? Eða vill það halda áfram að hneigja sig fyrir duttl- ungum valdhrokans? Ekki kann ég svör við því. En þingmenn skulu ekki undrast þótt Alþingi njóti takmarkaðrar virðingar þjóðarinnar. Alþingi er ekki sam- ansett úr föstu efni, heldur þing- mönnum. Það er á þeirra valdi hver virðing Alþingis er. Metnaðarlaust löggjafarþing Meðal annarra orða Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Eftir Njörð P. Njarðvík NÝJAR reglur um umgengni í kirkju- görðum Reykjavík- urprófastsdæma hafa leyst af hólmi reglur frá 1968 (sjá Stjórn- artíðindi frá 20. nóv- ember 2000). Hér verður gerð grein fyrir helstu breytingum sem nýju reglurnar hafa í för með sér. Stærsta breytingin er sú, að kirkjugarðs- stjórn fær nú heimild til að loka kirkjugörð- unum yfir næturtím- ann og verður sú heimild nýtt frá og með 1. maí nk. Tíminn sem opið er í kirkjugörð- unum verður auglýstur í dagblöð- um og útvarpi og einnig verða nýju reglurnar settar á skilti við göngu- og aksturshlið inn í garðana. Viðamesta breytingin kemur fram í 4. gr. en þar stendur: „Kirkjugarðar innan Reykjavík- urprófastsdæma eru opnir frá kl. 07:00 til 23:00 á tímabilinu frá 1. maí til og með 30. september og frá kl. 07:00 til 21:00 á tímabilinu frá 1. október til og með 30. apríl. Á Þorláksmessu að vetri, aðfanga- dag, jóladag, annan jóladag, gaml- ársdag, nýársdag, páskadag og annan páskadag er opið eins og að sumri. Meðan garðarnir eru opnir er umferð vélknúinna ökutækja leyfð um þá, nema í Suðurgötukirkju- garði, þar sem öll umferð vélknú- inna ökutækja og reiðhjóla er bönnuð, nema með sérstöku leyfi hverju sinni.“ Ástæðan fyrir því að heimild var fengin til að loka kirkjugörðunum fyrir allri umferð á nóttunni er að- allega sú, að skemmd- arverk hafa verið unn- in í görðunum að næturlagi undanfarin ár og hafa sérfræðing- ar á sviði forvarna ráðlagt lokun til að auðvelda eftirlit. Einnig hefur borið á töluverðri bílaumferð að næturlagi um Foss- vogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð, umferð sem margir álíta að tengist ekki heimsóknum að leið- um. Þess má geta að í stærri bæjum á Norð- urlöndum eru kirkju- garðar lokaðir á nóttunni til að koma í veg fyrir skemmdaverk og óviðkomandi umferð. Athygli er vakin á því að gönguhliðum verður ekki læst en þeim eindregnu til- mælum verður beint til gangandi vegfarenda, að þeir fari ekki inn í kirkjugarðana meðan þeir eru lok- aðir. Aksturshliðum verður aftur á móti læst og er því brýnt að akandi vegfarendur hugi að því með góð- um fyrirvara hvenær görðunum er lokað til að forðast að verða þar innlyksa. Lokunarheimildin felur í sér vissa skerðingu á ferðafrelsi manna, en þessar ráðstafanir eru gerðar til að vernda garðana fyrir þeim sem vilja valda skemmdum og gera það í skjóli myrkurs. Fjöldinn þarf þannig að líða fyrir ónáttúru örfárra. Það er álit stjórnar Kirkjugarðanna að eftir sem áður sé tíminn sem kirkju- garðarnir eru opnir það rúmur að aðstandendur sem vitja leiða ást- vina sinna og þeir sem fara um garðana til að njóta náttúrufeg- urðar finni ekki fyrir þessari skerðingu. Garðarnir verða opnir 16 tíma á dag alla daga yfir sum- artímann og 14 tíma á dag yfir vet- urinn. Á stórhátíðum gildir sum- aropnun. Með nýju reglugerðinni er um- ferð vélknúinna ökutækja nú leyfð í Fossvogskirkjugarði og Gufunes- kirkjugarði og er það breyting, því áður var öll umferð ökutækja bönnuð nema með sérstöku leyfi hverju sinni. Reyndar var lítið far- ið eftir þessu banni eins og margir vita. Suðurgötukirkjugarður er nú sem fyrr lokaður allri umferð vélknúinna ökutækja, nema með sérstöku leyfi hverju sinni. Nokkur önnur atriði úr nýju reglunum má nefna, t.d.: Hnykkt er á ábyrgð aðstandenda varðandi viðhald minnismerkja. Börn yngri en 12 ára mega ekki fara um kirkjugarðana nema í fylgd með fullorðnum. Öll vinna í görðunum er bönnuð á föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, aðfangadag frá kl. 18:00 og jóladag. Um stærð minnismerkja skal hafa samráð við starfsmenn skrif- stofu KGRP. Nýju reglurnar hafa verið gefnar út og hægt er að fá þær útprent- aðar á skrifstofu dóms- og kirkju- málaráðuneytis, skrifstofum Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma í Fossvogskirkjugarði, Gufu- neskirkjugarði og Suðurgötu- kirkjugarði. Einnig er hægt að lesa þær á heimasíðu Kirkjugarðanna: http://www.kirkjugardar.is Þórsteinn Ragnarsson Kirkjugarðar Nýjar reglur um um- gengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts- dæma hafa verið sam- þykktar. Þórsteinn Ragnarsson gerir hér grein fyrir helstu breytingunum. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Kirkjugörð- unum lokað að næturlagi VART hefur orðið nokkurrar umræðu á opinberum vettvangi að undanförnu um samband ríkis og kirkju og meintan stuðning ríkisins við þjóðkirkjuna umfram önnur trúfjelög. Þar hefur gætt nokkurs ókunnugleika um það, hvernig þessu sam- bandi er nú fyrir kom- ið, enda hefur lengi borið á því, að þetta mál vilja margir helzt ræða ótruflaðir af efn- isrökum. Eg mun í þessu greinarkorni ekki ræða undirstöðu þessa sambands, sem er bundin í Ágsborgarjátningu, Kirkjuordin- atiu, samfelldri löggjöf um fyrir- komulag kirkjunnar allt frá siðbót og þeirri grein stjórnarskrárinnar, sem staðfestir þetta samband á grundvelli lútersk-evangelískrar kirkjuskipanar. Þess í stað leyfi eg mjer að minna á nokkur atriði um þetta samband, sem mest hefur ver- ið þvælt um í umræðunni undanfar- ið. Síðustu tvo áratugi tuttugustu aldar voru stigin stór skref til að- skilnaðar stjórnsýslu ríkis og kirkju. Má segja, að þar hafi víða verið reynt að ljúka því, sem byrjað var á við upphaf þeirrar aldar, eink- um því, sem lögfest var um kirkju- mál árið 1907. Fram að þeim tíma höfðu jarðeignir ljens- og bænda- kirkna að mestu leyti staðið undir öllu kirkjuhaldi, byggingu og við- haldi kirknanna og framfærslu prestanna. Með löggjöfinni frá 1907 var jarðeignasafn ljens- og bænda- kirkna frá þeim tekið og öllum arði af kirkjujörðunum varið til prest- launa. Ljenskirkjurnar og fjölmarg- ar bændakirkjur voru afhentar söfnuðum án þess að nokkuð væri látið fylgja með af jarðeignum þeirra eða ítökum til viðhalds og endurnýjunar. Þar sem löggjafan- um var það ljóst, að tekjur af sóknargjöld- um nægðu hvergi nærri umfram brýn- asta lágmarksrekstur var lögleidd heimild til handa sóknarnefndum árið 1909 til þess að leggja á aukagjald eft- ir niðurjöfnun á gjald- endur sóknargjalda til þess að kosta bygg- ingu og meiri háttar viðhald kirknanna. Ákvæði þetta var svo í lögum allt fram á ní- unda tug aldarinnar, er það var afnumið við skattkerfisbreyting- una, sem þá var gjörð. Til þess að bæta sóknunum missi þessa tekju- stofns var þá stofnað til jöfnunar- sjóðs sókna. Þannig er sá sjóður til orðinn til þess að koma í stað þess tekjustofns til byggingar og við- halds kirkna sem frá þeim var tek- inn með jarðeignunum í upphafi aldarinnar. Rjetturinn til auka- álagningar eftir niðurjöfnun hafði reynzt ónógur. Mestu mun þó hafa ráðið um afnám hans, að óeðlilegt þókti vera það framsal heimildar til skattlagningar, sem sóknarnefndum hafði verið fengin með skipaninni. Breytingin 1987 var gerð í kjölfar tvíhliða samkomulags milli ríkis og kirkju. Ríkisvaldið hefur að vísu brotið sum ákvæði þess samkomu- lags, en ákvæðið um jöfnunarsjóð- inn hefur haldið hingað til. Ríkið tók til sín tekjustofna sóknanna í Um samband ríkis og kirkju Geir Waage Þjóðkirkjan Vel má vera, segir Geir Waage, að sú umræða leiði til enn frekari aðskilnaðar ríkis og kirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.